Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLEGA voru enn ein íbúa- samtökin stofnuð í Kópavogi, er hafa það meginmarkmið að berjast gegn skipulagsáformum bæjaryfirvalda. Eld- ar virðast loga víða í bænum vegna skipu- lagsmála sem bendir til að skoðun hins al- menna bæjarbúa og stefna meirihlutans í bæjarstjórn virðist ekki fara vel saman. Tilraun til að kæfa eitt ófriðarbálið var gerð núna nýlega, með bæklingi sem var borinn í hvert hús í nágrenni Smárans. Bækling- urinn heitir Lindir IV, litprentaður á glanspappír og ríku- lega myndskreyttur, kostaður af bæjarsjóði Kópavogs. Ég væri líklega ekki að taka upp pennann ef tilgangur þessa glansrits hefði verið að vinna stuðning bæjarbúa vegna mik- ilvægra skipulagsbreytinga og bærinn væri lóðarhafi. Ef þarna hefði verið mælt fyrir byggingu leikskóla, grunnskóla eða hjúkr- unarheimilis hefði tilgangurinn helgað meðalið. En því er nú alls ekki þannig farið því hér er verið að kynna fyrir bæjarbúum til- lögur lóðarhafa að breyttu deili- skipulagi við Skógarlind. Þegar liggur fyrir samþykkt deiliskipu- lag byggingar upp á þrjár hæðir, en umræddu glansriti er fyrst og fremst ætlað að kynna fyrirhug- aða hækkun upp í níu hæðir. Í bæklingnum er ítrekað mikil- vægi þess að byggja upp atvinnu- líf í bænum. Í bæklingnum kemur fram að með því að hækka um- rædda byggingu í níu hæðir mun Norvík hf. flytja höf- uðstöðvar sínar í Kópavog en þar starfa 100 manns. Orðrétt stendur: „Norvík er m.a. móð- urfélag BYKO, stærstu bygginga- vöruverslunar lands- ins og eins elsta fyr- irtækis í Kópavogi.“ Ekki ætla ég að gera lítið úr því góða fyr- irtæki Norvík en minni á að í nútíman- um er höfuðborg- arsvæðið eitt atvinnu- svæði og það mun ekki hafa áhrif á starfsmannahald Nor- víkur eða atvinnu- þátttöku Kópavogs- búa þótt Norvík flytji höfuðstöðvar sínar til á höfuðborgarsvæð- inu. Ég velti fyrir mér ef ég hyggðist nú byggja bílskúr á lóð- inni minni. Nágrann- ar mótmæltu þar sem hann væri allt of hár og skyggði á útsýni úr nærliggj- andi íbúðum. Ætli ég gæti óskað eftir því að Kópavogsbær kostaði bækling þar sem mín sjónarmið væru reifuð, í lit á 120 gramma pappír? Ég hef oft látið í ljós þá skoðun mína að hagsmunir verktaka og lóðarhafa í Kópavogi hefðu meira vægi bæjaryfirvalda en sjónarmið og hagsmunir hins almenna bæj- arbúa. Litprentaði áróðurspésinn „Lindir IV“ staðfestir það ræki- lega. Þarna eru bæjaryfirvöld að greiða götu lóðarhafa og verja hagsmuni einkafyrirtækis á kostnað bæjarbúa. Og hafið í huga, bæjarbúar góðir, að þeir sem það gera eru meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs, Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn! Fordæmalaus vinnubrögð! Guðríður Arnar- dóttir skrifar um skipulagsmál í Kópavogi Guðríður Arnardóttir » Í kynning- arbækl- ingnum Lindir IV eru bæjaryf- irvöld í Kópa- vogi að greiða götu lóðarhafa og verja hags- muni einkafyr- irtækis á kostn- að bæjarbúa! Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. NOKKUR umræða hefur verið í fjöl- miðlum um nektar- dans síðustu misseri. Sveitarfélög hafa verið í vandræðum með afgreiðslu um- sókna um starfsleyfi vegna fyrirhugaðs reksturs aðila sem vilja opna veiting- arstaði sem gera út á nektardans. Borgarstjórinn í Reykjavík, frú Hanna Birna Krist- jánsdóttir, hefur kall- að eftir því að Al- þingi setji skýrari reglur og lög um leyfisveitingar og af- greiðslu slíkra um- sókna, sem án efa er mikil þörf á, og er boltinn má segja hjá ríkisvaldinu. Svo ég svari yfir- skrift þessara skrifa strax, þá er það mín skoðun að nektardans á aldrei að verða at- vinnugrein á Íslandi. Til að rök- styðja þá skoðun vil ég stikla á nokkrum atriðum. Ef nektardans verður atvinnu- grein á Íslandi hlýtur að fylgja þeirri atvinnugrein almenn viður- kenning og fagþekking, sem lýtur að námskeiðshaldi og kennslu í skólum. Þeir sem vilja hasla sér völl í þeirri atvinnugrein hljóta þá að eiga kröfu á menntun sem hæf- ir starfsvettvangnum. Mennta- málaráðuneytið verður þá að inn- leiða fagið inn í skólakerfið þar sem það á við svo sem á vettvangi menntaskóla og dansskóla. Auðvit- að er það fjarstæða. Allflestir eru án efa sammála um það að nekt- ardans á ekkert erindi inn í skóla- kerfið. Staðan sem er uppi er sérstök að því leyti að leyfi hefur verið gefið til atvinnustarf- semi, en almenna við- urkenningu skortir á atvinnugreininni. Spurning vaknar einn- ig um það hverjir eigi að sinna starfinu? Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert foreldri ósk- ar barni sínu þess framtíðarvettvangs að hafa framfærslu sína af nektardansi. Eins óskar ekkert foreldri þess að börnin læri að notfæra sér aðra manneskju eins og tæki. Ef almenn samstaða er um þau sjónarmið, þá stendur spurningin eftir ósvöruð hverjir það eru sem eiga að sinna atvinnugreininni. Nú hef ég ekki nefnt hugsanlegt vændi, mansal og hvers konar misbeitingu valds sem virðist fylgja nekt- arstöðum. En þau atriði eru að sjálfsögðu einnig rök fyrir því að nektardans verði ekki skilgreindur sem atvinnugrein á Íslandi. Málið er auðvitað ekki svona einfalt. Hér takast á sjónarmið um manngildi og virðingu og einnig sjónarmið um atvinnurekstur og rétt manna til að framfleyta sér. Um það vil ég segja að ef atvinnu- rekstur hvers konar virðist stuðla að mannfyrirlitningu og þjáningu þá hlýtur manngildið að njóta vaf- ans. Boltinn er því hjá hr. Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra að hafa frumkvæði að því að koma þessum málum í sómasamlegan farveg. Þorvaldur Víðisson skrifar um nektar- dans »Nú hef ég ekki nefnt hugsanlegt vændi, mansal og hvers konar misbeitingu valds sem virð- ist fylgja nekt- arstöðum. En þau atriði eru einnig gild rök. Þorvaldur Víðisson Höfundur er miðborgarprestur Dómkirkjunnar. Á nektardans að vera atvinnugrein á Íslandi? Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MÉR SKILST að 6 milljónir Bandaríkjamanna séu í fangelsum. Í því landi er talið rétt, að glæpa- menn séu hafðir í fangelsum til þess að almenningi stafi ekki hætta af þeim. Mér skilst, að fangar á Ís- landi séu örfá hundruð. Það er langt frá þeim sex þúsundum, sem talan myndi vera í hlutfalli við fólksfjölda hér og í Bandaríkjunum. Myndir úr íslenzkum fangelsum eru líka nokk- uð öðruvísi en maður sér í banda- rískum glæpamyndum. Vistarver- urnar hér minna fremur á falleg farfuglaheimili, þannig að kostnaður við íslenzk fangelsi er ef til vill meiri en gerist og gengur. Mörgum finnst líka meira rætt um réttinda- mál fanga og aðhlynningu þeirra heldur en skaða fórnarlambanna. Fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum eru fréttir af glæpum og ofbeldi. Lokapunktur glæpafrétta er gjarn- an að gerandanum hafi verið sleppt. Það berast fréttir af því að lög- reglumenn búi við stöðugt ofbeldi og hótanir dynji á þeim um morð á þeim eða fjölskyldum þeirra. Þeir sofi jafnvel með kylfuna og piparúð- ann við rúmstokkinn vegna hótana glæpalýðsins. Þegar svo dómstólar skilyrða refsingar við ofbeldi gegn lögreglunni, þá er við því að búast, að menn leiti fremur í önnur störf en löggæzlu. Hvað er að í þjóð- félagi, sem lætur sér lynda að búa við slíkt ástand ? Hvernig myndu fréttirnar vera ef íslenzk fangatala væri eitthvað í líkingu við Bandarík- in? Ætli yrði ekki ögn friðsælla hér, ef sá sem kýlir lögregluþjón til dæmis færi strax í afplánun eftir verkið? Færi ekkert í vinnuna dag- inn eftir heldur beint í grjótið ef hann yrði þá ekki skilyrtur. Tækni- lega ætti slíkt að vera mögulegt. Er lögleysið og ofbeldið á Íslandi ekki orðið að málefnagrunni fyrir neina stjórnmálahreyfingu? Það mætti reikna út þjóðhagslega arðsemi af fangelsum á móti kostnaðinum sem þjóðfélagið hefur af öryggisgæslu og skaða borgaranna. Hér virðist enginn óhultur fyrir innbrotum og ofbeldi og öryggisfyrirtækin blómstra sem aldrei fyrr. Á meðan fækkar lögreglumönnum ár frá ári og skipulögð innflutt glæpastarf- semi vex. Vestra tíðkast einkarekst- ur á fangelsum þannig að fyllstu hagkvæmni mætti gæta með útboð- um á byggingu og rekstri slíkra stofnana hérlendis. Svona eitt þús- und nýir íslenzkir fangar myndu áreiðanlega breyta miklu í þá átt að friða samfélagið frá því skelfing- arástandi, sem nú ríkir. Eiga fang- elsi ekki að vera til þess að hindra glæpamenn í því að skaða borg- arana? Fleiri fangelsi fækka fórn- arlömbum. HALLDÓR JÓNSSON verkfræðingur. Fleiri fang- elsi fækka fórnar- lömbum Frá Halldóri Jónssyni. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.