Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 1

Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. S E P T E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 256. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er HEIMILIOGHÖNNUN NÝR TAKTUR SLEGINN Í 40 SÍÐNA BLAÐAUKA REYKJAVÍKREYKJAVÍK Georg Bjarnfreðar ætlar í stjórnmálin Fjórar saman Nýjar umbúðir H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Leikhúsin í landinu >> 37 Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÍSLENDINGAR hafa undanfarið ár dregið úr akstri, minnkað notkun debetkorta og eru í auknum mæli farnir að versla í lágvöruverðsversl- unum. Vegna falls krónunnar er fólk farið að huga nánar að neyslu sinni þar sem verð á mat og drykk hefur hækkað – vörukarfa ASÍ hef- ur hækkað um 5-7% í flestum mat- vöruverslunum frá miðjum júní – og bensínverðið rokið upp. Þá hefur kaupmáttur rýrnað um 5,4%. Að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, hefur dregið úr umferð og sölu eldsneytis hjá olíufélögunum. „Það er mark- tækur samdráttur milli ára,“ segir hann og bætir við að fólk hringi í auknum mæli í FÍB til að leita ráða um hvernig draga megi úr eyðslu ökutækja. Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Kaupáss sem rekur verslanirnar Krónuna, Nóatún, 11- 11 og Kjarval, segir að mikil aukn- ing hafi orðið í sölu í lágvöruverðs- verslunum. Eysteinn segir meira að gera í Krónunni en áður en sama vaxtar gæti ekki hjá hinum búðum Kaupáss. Hann segir litlar breyt- ingar á sjálfri neyslu fólks en hins vegar sé greinilegt að það hugsi betur um hvar vörurnar eru keypt- ar. „Við höfum séð draga úr debet- kortanotkun núna þegar líður á ár- ið,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar. Hann segir debetkorta- notkun einkennast af miklum árs- tíðasveiflum en marktækur munur sé á kortanotkuninni í ágúst milli ára. Hann segir engar marktækar sveiflur vera í kreditkortanotkun enda er hún mikið bundin við stærri greiðslur sem inna þarf af hendi, en debetkortin séu meira notuð til að borga fyrir daglega neyslu. Halda að sér höndum                              ! ""   ! #    $       %&    %&  '  (  )        * +% ,        "'-. "'.  Marktækur samdráttur í sölu eldsneytis á bíla  Aukin sala undanfarið í lágvöruverðsverslunum  Kaupmáttur hefur rýrnað um 5,4% á einu ári  Mikil óánægja ríkir meðal all- margra nemenda Keilis sem þar búa á nemendagörðum. Í ljós hefur komið að leigusamningar sem gerðir voru fyrir mánuði voru vegna mistaka rangir. Nú er nem- endum gert að skrifa undir nýjan leigusamning hið fyrsta ellegar eiga á hættu að fyrri leigusamningi verði rift og fólk sitji uppi húsnæð- islaust á fyrstu önn. Upphæðir á hinum nýja samningi eru hærri sem nemur rúmlega hundrað þús- und krónum á eins árs samnings- tímanum og munar um minna fyrir námsmenn. » 8 Nemendur ábyrgir JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna, segist hafa heyrt talsvert af því að fólk breyti neysluvenjum sínum og dragi úr neyslu. Hann segir það vera besta ráðið í stöðunni þar sem um sé að ræða eina af fáum vörnum heimilanna til að sporna við þeirri kjaraskerðingu er nú gangi yfir heimilin. Róa þarf lífróður Launin hafi lítið hækkað og ekki í takt við vöru, þjónustu og lán. Hann segir að ekki fari framhjá nokkrum að illa ári og að öllu óbreyttu muni mörg heimili eiga erfitt og við þeim blasi jafnvel þrot sé ekkert róttækt gert. Að mati Jóhannesar kalla þrengingarnar í þjóð- félaginu á tafarlausa setningu laga um greiðsluaðlögun. Nú þegar liggi fyrir frumvarp um slíkt hjá viðskiptaráðherra en það verði að sam- þykkja strax í haust. Jóhannes segir þó lög um greiðsluaðlögun ein og sér ekki leysa vand- ann. Ljóst sé að róa þurfi lífróður til að ná verðbólgunni niður og öðlast stöðugleika í þjóðfélaginu. ylfa@mbl.is Breyting neysluvenja vörn heimilanna Jóhannes Gunnarsson  Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gærkvöldi að Rússar ættu á hættu að ein- angrast frá al- þjóðasamfélag- inu. „Árásin [á Georgíu] sýnir á hvaða leið Rússar eru og markar tímamót fyrir Rússland og umheim- inn,“ sagði Rice. Hún sagði að rúss- nesk yfirvöld hefðu gengið of langt þegar þau réðust inn í Georgíu hinn 7. ágúst síðastliðinn, Evrópuríki og Bandaríkin myndu ekki láta þá komast upp með áframhaldandi yf- irgang. » 16 Condoleezza Rice ávítar Rússa fyrir yfirgang SKAGAMENN, sem löngum hafa verið sigursælir í knattspyrnunni, féllu í gærkvöld úr efstu deild. Gísli Gíslason, formaður Knattspyrnufélags ÍA, hughreysti leikmenn sína, Árna Thor Guðmundsson og Helga Pétur Magn- ússon, þegar þeir gengu af velli eftir jafntefli við KR. | Íþróttir Skagamenn fallnir úr efstu deild Morgunblaðið/hag Jafntefli við KR var ekki nóg Veiking krónunnar eykur vanda heimila. Í gær bárust fréttir frá ASÍ um 5% með- alhækkun matarkörfunnar síðustu 3 mánuði. » 6 Mun dýrara að lifa Hamfarir á erlendum fjár- málamörkuðum hafa áhrif um allan heim en vonandi ekki bein áhrif á fjárhag einstakra fyrirtækja hér. » 2 Tímabundið ástand  Reykjavíkurborg greiðir 414 milljónir króna árlega í leigu á öll- um hæðum Borgartúns 10-12. Sviðsstjóri framkvæmda- og eigna- sviðs segir yfirleitt hagstæðara fyr- ir borgina að eiga húsnæði fremur en að leigja. Ekki var hægt að fá lóð þegar leitað var eftir því árið 2005. Lóðin undir Borgartúni 10-12 var hins vegar einu sinni í eigu borg- arinnar. Hún var seld til Eyktar ár- ið 2000 fyrir 350 milljónir kr. » 8 Seldu lóðina árið 2000 og leigja þar nú húsnæði Morgunblaðið/Golli Höfðatorg Ársleiga 414 milljónir.  Á yfirstandandi skólaári verður skoðað innan hjúkrunarfræðideild- ar hvort betur færi að breyta ljós- móðurnámi þannig að hjúkr- unarfræðimenntun yrði ekki inntökuskilyrði, að sögn Ólafar Ástu Ólafsdóttur, forstöðumanns náms í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Hefði það þær afleiðingar að nám ljósmæðra styttist úr sex árum í fimm. Ljósmæður gætu áfram bætt við sig námi til að hafa tvöfalt starfsleyfi, hjúkrunarfræðings og ljósmóður, líkt og ljósmæður hafa í dag. » 4 Styttra nám ljósmæðra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.