Morgunblaðið - 19.09.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 9
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÞAÐ fór einkar vel á með gömlu
skólabræðrunum og herbergisfélög-
unum Toshizo Watanabe, forstjóra
Nikken-fyrirtækisins og Geir H.
Haarde forsætisráðherra þegar sá
fyrrnefndi undirritaði stofnskrá
styrktarsjóðs Watanabe við hátíð-
lega athöfn í Háskóla Íslands í gær.
Fyrir 37 árum voru þeir Wat-
anabe og Geir skólabræður og her-
bergisfélagar í Brandeis-háskól-
anum í Bandaríkjunum og þá
skapaðist kunningsskapur og vina-
tengsl sem urðu til þess að Wat-
anabe hafði samband við Geir fyrir
tæplega ári og lýsti yfir áhuga á að
leggja til stofnfé styrktarsjóðs við ís-
lenskan háskóla. Stofnféð er þrjár
milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði
283 milljóna íslenskra króna.
Watanabe hlaut á sínum tíma
styrk til að ferðast til Bandaríkjanna
og nema við háskólann. Hann kvaðst
afar þakklátur þeim sem styrktu
hann til námsins og hann hefði ætíð
viljað þakka fyrir sig með því að
koma svipuðum sjóði á fót.
Fyrsta árið í háskólanum bjó Wat-
anabe á heimavist með herberg-
isfélaga sínum Geir H. Haarde „sem
var mjög hávaxinn, myndarlegur og
mjög horaður“, sagði Watanabe og
brosti.
Geir þakkaði Watanabe hjart-
anlega fyrir hina rausnarlegu gjöf og
sagði að þegar Watanabe hefði boðið
fram styrkinn hefði honum ekki þótt
annað hæfa en hann rynni til HÍ,
enda væri skólinn eini háskólinn sem
byði upp á nám í japönsku. Líkt og
Watanabe talaði hann um hvernig
þeir hefðu breyst, eftir því sem árin
hefðu færst yfir. „Já, ég viðurkenni
að ég var hávaxinn, myndarlegur og
grannur en að kannski hafi ég bætt á
mig nokkrum kílóum. En mér sýnist
líka að þú hafir misst nokkur hár.“
Fram kom í ræðu Kristínar Ingólfs-
dóttur rektors að sjóðurinn mun
styrkja stúdentaskipti og rannsókn-
ardvöl fræðimanna milli HÍ og jap-
anskra háskóla. Fyrsta úthlutun
verður innan árs.
Annar bætti kannski á sig
kílóum en hinn missti hár
Morgunblaðið/Kristinn
Styrkir Kristín Ingólfsdóttir og Toshizo Watanabe skrifuðu undir stofnsamninginn og Geir H. Haarde var vitni.
SÍLDARFRYSTING hófst hjá HB
Granda á Vopnafirði í fyrradag
þegar unnin voru rúmlega 120 tonn
af síld sem Ingunn AK kom með að
landi. Á heimasíðu fyrirtækisins
segir að síldin hafi verð gríðarvæn
og veiðst ekki langt frá landi,
Lundey NS kom til hafnar í gær-
morgun með um 800 tonna afla sem
fór til bræðslu. Þriðja uppsjávar-
veiðiskip HB Granda, Faxi RE,
landaði 640 tonnum af síld í Noregi
í byrjun vikunnar. Þar af fóru 470
tonn til frystingar í Lödingen en
um 170 tonn fóru til bræðslu í
Bodö.
Frysta síld
á Vopnafirði
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Óvæntur glaðningur
fylgir hverjum kaupum
Komdu og kíktu
á nýju vörurnar
Laugavegi 44 • Sími 561 4000
www.diza.is
Opið virka daga kl. 10:30-18:00
laugard. kl. 11:00-16:00
Diza
m
bl
10
47
38
5
Nýjar vörur
Hverfisgötu 6
101 Reykjavík
sími 562 2862
GLÆSILEGT
ÚRVAL
KJÓLA
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Síðkjólar
30-50%
afsláttur
Tilboðið gildir til 25. september
Mb
l
10
48
26
6
ÁTAK – félag fólks með þroska-
hömlun, fagnar fimmtán ára af-
mæli á morgun, laugardag, og
stendur af því tilefni fyrir stórri
ráðstefnu um málefni þroskahaml-
aðra. Hafa félagsmenn allan veg og
vanda af skipulagningu ráðstefn-
unnar og taka auk þess til máls.
Ráðstefnan er haldin á Grand
hóteli og hefst með setningu Þórs
G. Þórarinssonar frá félagsmála-
ráðuneytinu kl. 10. Í kjölfarið verða
m.a. flutt erindi um stofnun Átaks
og framtíðarsýn þess. Þá verður á
ráðstefnunni rætt um kosti og galla
þjónustu við þroskahamlaða og
sjálfræði í búsetu svo dæmi séu tek-
in. Ráðstefnuslit verða um kl. 15.40.
En þá er fjörið rétt að byrja því um
kvöldið er þriggja rétta kvöldverð-
ur á hótelinu og ball.
Ráðstefna
á afmælisári
HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt dóm
yfir karlmanni á fimmtugsaldri með
því að dæma hann í eins árs fangelsi,
þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir
að eiga rúmlega 24 þúsund klámljós-
myndir af börnum og 750 hreyfi-
myndir að auki. Voru margar mynd-
anna mjög grófar.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður dæmt manninn í sex mánaða
skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn
játaði brotin en fram kemur að hann
hafi ekki áður gerst sekur um refsi-
vert brot.
Borgaði sig inn á klámsíðu
Brotin voru meðal annars framin
þannig að maðurinn borgaði fyrir að-
gang að tiltekinni klámsíðu og á
þann hátt gat hann horft á klámefni í
gegnum netið og hlaðið niður mynd-
efni að vild. Einnig aflaði hann sér
hreyfimyndar, sem sýndi stúlkubarn
á kynferðislegan eða klámfenginn
hátt, af annarri klámsíðu. Pantaði
ákærði myndina með rafrænum
hætti á netinu og greiddi fyrir hana
með greiðslukorti en myndin komst
ekki í vörslur hans.
Refsiramminn í hegningar-
lögum 2 ára fangelsi
Brotin voru talin varða við 210. gr.
almennra hegningarlaga þar sem 2
ára fangelsi er lagt við því að ná sér í
ljósmyndir, kvikmyndir eða sam-
bærilega hluti sem sýna börn á kyn-
ferðislegan eða klámfenginn hátt.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að ákærði hafi leitað aðstoðar sál-
fræðings vegna klámfíknar sinnar og
komi fram í vottorði sáfræðingsins
að hann vilji takast á við vanda sinn.
Við ákvörðun refsingar var hins
vegar virt manninum til refsiþyng-
ingar, að hann hafði mjög mikið
magn af barnaklámi í vörslum sínum
og að hluti þess var af allra grófasta
tagi og varðaði mjög ung börn.
Hæstiréttur taldi brotin stórfelld,
vegna eðlis þeirra var ekki hægt að
setja manninn á skilorð nema að
hluta.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Árni Kolbeinsson, Garðar
Gíslason og Ingibjörg Benedikts-
dóttir. Verjandi ákærða var Brynjar
Níelsson hæstaréttarlögmaður og
sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir
vararíkissaksóknari.
Dæmdur fyrir mjög
grófar barnaklámmyndir