Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 19

Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 19 MENNING Í sýningarskrá með sýningu sinni í Gallerí Jónas Viðar segir Sig- tryggur Bjarni: „Síðustu ár hef ég eingöngu málað verk sem byggjast á ljósmyndum sem ég tek af straumvatni.“ Setningin gefur innsýn í vinnu- aðferð Sigtryggs og þær sjónrænu upplýsingar sem liggja til grund- vallar málverkum hans. Lengra nær hún ekki, því um leið og mál- arinn umbreytir því sem hann sér í pensilför á striga gerist eitthvað óskilgreint og á þeim hverfipunkti á list málarans sér stað. Málverk Sigtryggs sýna eilífð- arviðfang málara; liti, form, áferð og birtu. Sjón mannsins og birtu- brigði umhverfisins hafa ekki breyst undanfarnar aldir, þó hug- myndir okkar um þær hafi breyst. Í ritgerð sinni um málaralistina skrifar Leon Battista Alberti á fimmtándu öld um ljós og skugga – til dæmis um það að sá sem gengur gegnum skóg í sólskini fær græna slikju á andlit sitt. Málarinn þarf að sjá, horfa, skilja litina. Er þessi guli með grænu í eða bláu? Og hvernig sjáum við útlínur steina undir streymandi vatnsborði? Hér kem- ur einkar vel fram að spurningin snýst um það hvernig við sjáum hlutina en ekki hvernig þeir eru. Í sýningarskrá nefnir Sig- tryggur að ljósmyndirnar af Eyja- fjarðará sem hann notar þegar hann málar þessar myndir séu teknar um páska og að í veðrinu hafi hann fundið fyrir píslargöng- unni, biðinni og upprisunni. Slík túlkun er rómantísk í hæsta máta, – birtingarmyndir guðdómsins í bliki á vatni, og sorti sálarangistar í myrku djúpinu. Við lifum á tímum þegar raunsæi og rómantík, kald- hæðni og einlægni, hlutbundið og óhlutbundið geta unað sátt hlið við hlið eins og hann birtir sýnilega í sumum verkanna en Sigtryggur er orðinn nokkuð öruggur í mál- verkum sínum og tekur ekki mikla áhættu. Hann nær að deila viðfangsefni sínu með áhorfandanum í tvennum skilningi, glíma málarans við hverf- ul birtubrigði er sýnileg en um leið vakna þær tilvistarlegu spurningar sem tilheyra hverjum tíma og hver og einn túlkar fyrir sig. Málverkið verður þannig uppspretta íhug- unar sem nær út fyrir blæ- brigðaríkt myndefnið. Yfirborð málverksins MYNDLIST Jónas Viðar Gallery, Akureyri Til 18. september. Opið 13 – 18 fös. og lau. Aðgangur ókeypis. Málverk, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson bbbmn Ragna Sigurðardóttir Nazneen elst upp ásamt systur sinni, Hasinu, í fátæku þorpi í Bangladess. Þeg- ar hún er átján ára er hún gefin eldri manni, Chanu, sem kemur frá London til að giftast henni. Hún flyst í íbúð í félags- málablokkaþyrpingu skammt frá Brick Lane í austurhluta London og hefst handa við að laga sig að lífinu í ókunnugu landi, þrátt fyrir takmarkaða tungumála- kunnáttu. Hugmyndin um aðlögun er reyndar miðlæg í skáldverkinu sem hér um ræðir, Brick Lane eftir Monicu Ali sem nú birtist á íslensku í prýðilegri þýð- ingu Þórs Tryggvasonar, því sá menning- arheimur sem Nazneen elst upp í fylgir henni að vissu leyti til London, bæði í formi þeirra gilda sem inngreypt hafa verið í hana og í ljósi þess að við komuna til London er hún orðin hluti af kraft- miklu innflytjendasamfélagi. Nazneen finnur að auðvelt er að einangrast og að sumu leyti er það einmitt fyrirætlun Chanu; hluti af ástæðu þess að hann valdi Nazneen er að hann vildi hefðbundna þorpsstúlku fyrir brúði, „alveg óspillta“, og er því frekar tregur til að greiða leið hennar inn í „breskt“ samfélag. Nazneen kemur til Englands árið 1985 og söguframvindan nær til ársins 2002, en tíminn þar á milli líður þó misjafnlega hratt. Árin frá ’88 til ’01 skjótast til dæm- is framhjá lesendum á örskammri stund í bréfaskriftum milli systranna en þar er þó á ferðinni mikilvægur þráður í verk- inu. Hasina, sem var fallegasta stúlkan í þorpinu, stingur af með kærasta sínum til borgarinnar en þegar upp úr sambandinu slitnar þarf hún að standa á eigin fótum, sem reynist engin hægðarleikur í karl- miðuðu samfélagi sem lítur einstæðar konur hornauga. Saga Hasinu er notuð til að skapa samanburð við líf Nazneenu og Chanu, og óhætt er að segja að pólitískur boðskapur felist í spegluninni. Skakka- föllin sem dynja á Hasinu munu margir kannast við af fréttafrásögnum vest- rænna fjölmiðla, um er að ræða martrað- arkenndustu birtingarmyndir karllegs gerræðis og fáfræði, sýruárásir, nauðg- anir og kynlífsánauð. Þannig er ljóst að þótt bókin taki á ýmsum veigamiklum þáttum er varða líf nýbúa í menningu sem að sumu leyti er þeim fjandsamleg, velkist höfundur ekki í neinum vafa um það hvar konur eigi sér ákjósanlegri framtíð, í „heimalandinu“ eða í Bretlandi. Hámarki nær síðan pólitískt svið bók- arinnar í kringum atburðina ellefta sept- ember. „Ögn af ryki frá New York fauk yfir hafið og lagðist yfir Dogwood Es- tate,“ segir Ali og bregður upp leift- ursnöggri en kraftmikilli mynd af því hvernig hrun turnanna hafði áhrif í blokkunum í Austur-London. Nazneen verður vitni að því hvernig herská öf- gatrú blómstrar í aðdraganda árásanna og ófriður brýst út í kjölfar þeirra. Heimssögulegar sviptingar gera með öðr- um orðum vart við sig jafnvel meðal þeirra sem reyna að fela sig fyrir um- heiminum. Þetta er breið skáldsaga og höfundur hefur alla jafnan góða stjórn á framvind- unni, einkum á það þó við framan af. Þeg- ar fram líður verður verkið á köflum dá- lítið stefnulaust og passíf persónugerð Nazneen er ekki sérlega vel til þess fallin að skapa langri skáldsögu drifkraft. Því verður hins vegar ekki neitað að bókin veitir athyglisverða innsýn í afmarkað menningarsamfélag í fjölmenningarborg- inni London og ýmsar persónur, eins og góðlátlegi afglapinn Chanu og hin grimmi okurlánari, frú Islam (önnur vísbending um afstöðu höfundar), eru sterkar og lit- ríkar. Að mörgu leyti minnir bókin á skáldsögu egypska tannlæknisins Alaa Al-Aswany, Yacoubian-byggingin, ekki síst vegna þess að sagan er bundin við af- mörkuð rými, fjallar um árekstur menn- ingarheima, er umhugað um afdrif valda- lausra þjóðfélagshópa og einkennist af breiðri persónusköpun. Monica Ali er þó agaðri höfundur en Al-Aswany, fimari og meðvitaðri um skáldsagnaformið. Afdrif inn- flytjandans BÆKUR Þýdd skáldsaga Monica Ali Þýðandi: Þór Tryggvason Stílbrot. Reykjavík. 2008. 336 bls. Brick Lane Björn Þór Vilhjálmsson Það er sannarlega gömulsaga og ný að listaverkhneyksli áhorfendur svo svakalega að allt innihald verks- ins falli í skugga eða gleymist. Slík verk hljóta þó að teljast í al- gjörum minnihluta sé á heildina litið, þ.e. listheiminn. Oftar en ekki fellir almenningur þann dóm með hraði að verk sem sjokkerar sé vitleysa. Allt tal um að mögulega hafi nú ætlunin ekki verið sú að hneyksla fólk eða særa blygðunarkennd þess, að mögulega sé listrænn tilgangur með verkinu, fer út í veður og vind. Nýjasta dæmið sem undirrit- aður man eftir er verk Þórarins Inga Jónssonar, ekki-sprengjan í Kanada sem endaði með mála- ferlum. Dómari kvað upp þann dóm (listrænan?) að gjörning- urinn hafi verið heimskulegur. Allar skýringar á tilgangi verks- ins fóru út í veður og vind. En Þórarinn gekk svo langt að hann var handtekinn. Í þágu hvaða málstaðar? kunna menn að spyrja. Að vekja athygli á hræðslu manna við hryðjuverk? Pólitískur tilgangur var ekki sjá- anlegur, ekki að sjá að tilgangur verksins hafi verið svo merkur að handtaka væri ásættanleg fórn.    Hvenær skyldi slík fórn veraverknaðarins eða verksins virði? Í júní sl. var gjörninga- listamaðurinn Yazmany Arbol- eda handtekinn í New York vegna titils á sýningu hans á Manhattan, The Assassination of Hillary Clinton/The Assass- ination of Barack Obama. Sem sagt Morðið á Hillary Clinton/ Morðið á Barack Obama. Sýn- ingin var blásin af, af lögregl- unni, en á henni mátti sjá ýmis tákn og texta hlaðna stöðluðum kynþáttaímyndum en titill sýn- ingarinnar vísaði til persónu- morðs, að sögn listamannsins. „Þetta er list. Hún á ekki að skaða neinn,“ sagði Arboleda. Sýningin fjallaði um það hvernig búið væri að svipta Clint- on og Obama persónuleikanum, drepa persónuna, svo að segja, í umfjöllun fjölmiðla. Af myndum af sýningunni að dæma, sem finna má á netinu, hefði sýningin líklega valdið enn meira fjaðra- foki, hefði hún fengið að standa. Á vegg stóð t.d: „Eftir að þú kýst Barack … eða „Once you go Bar- ack …“ og á veggjum til hliðar búið að mála risavaxna, þeldökka getnaðarlimi. Sjálfsagt kom lista- maðurinn skoðun sinni áleiðis eða skilaboðum, að einhæf, Hvenær spænir maður gullfiska? »Hvers konar maðurspænir gullfiska? Hvers konar maður horfir á? Og hvers kon- ar maður horfir á, fuss- ar yfir tiltækinu en gerir ekkert? AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson klisjukennd og brengluð mynd væri dregin upp af Clinton og Obama, að sjónum væri beint of mikið að hörundslit þeirra. En fór listamaðurinn yfir strikið? Hefði verið betra að fara aðeins fínna í hlutina? Eða þarf að sjokkera til að fólk taki eftir, í samfélagi ofgnóttar skilaboða og myndmáls?    Annað dæmi er danski fjöl-listamaðurinn Marco Ev- aristti, sem vakti athygli árið 2004 með því að mála grænlensk- an ísjaka rauðan. Hann gaf þá skýringu að allir fengju einhvern tíma þá þörf að skreyta Móður náttúru, því hún tilheyrði mann- kyninu öllu. Hvort verkið var ádeila á ágengni mannsins á nátt- úruna eða yfirráð Dana yfir Grænlandi skal ósagt látið. Ev- Gullfiskar í blöndurum Verkið Helena (skýringu á nafninu hvergi að finna) eftir Evristti olli fjaðrafoki og gerði dýraverndarsinna brjálaða. aristti var handtekinn á Mont Blanc í fyrra. Lögreglan óttaðist að hann myndi hella rauðri máln- ingu niður fjallshlíðina. Það ætl- aði hann alls ekki að gera, að eig- in sögn, heldur byggja lítið hús á rauðu teppi, lýsa það sjálfstætt ríki og leyfa hverjum sem er að sækja um ríkisborgararétt. Sjálf- sagt vildi hann að lögreglan handtæki hann, þannig fékk hann meiri athygli. Þessi tvö dæmi, um verk tveggja listamanna, vekja upp spurningar um hvort lögreglan sé ekki fullfljót á sér að handtaka listamenn (í sumum tilfellum a.m.k). Hefði fyrra dæmið, um Barack og Hillary, ekki farið bet- ur hefðu lögreglumenn rætt við listamanninn fyrir handtöku? Skjóta fyrst, spyrja svo, sú virðist reglan vera. En listamenn verða líka að hugsa áður en þeir skjóta. Ef þeir ætla að skjóta yfirleitt. Ef menn hringja í safn og segja að það sé ekki sprengja í því, geta þeir þá ætlast til þess að starfs- maður sitji áfram rólegur og drekki kaffið sitt? Nei, auðvitað hringir hann á lögregluna. Ótt- inn við hryðjuverk er ekki eitt- hvað til að leika sér að.    Listamenn geta reynst öflugirí pólitískri baráttu, um- hverfisvernd (t.d. Björk Guð- mundsdóttir), baráttu fyrir mannréttindum (listamaður sem setti blóðrauðan lit í gosbrunn við ísraleska sendiráðið í Osló, man ekki hvað hann heitir), dýra- vernd o.s.frv. Evaristti fyrr- nefndur átti býsna magnað lista- verk fyrir átta árum. Hann komst í heimspressuna með því að stilla upp tíu matvinnsluvélum með vatni í og lifandi gullfiskum, í Trapholt- listasafninu í Dan- mörku. Evaristti setti valdið í hendur sýningargesta, þeirra var að ákveða hvort kveikja ætti á blöndurunum, þ.e. spæna gull- fiska eða ekki. Hann var í kjöl- farið ákærður fyrir misþyrm- ingar á dýrum og dreginn fyrir dóm en að lokum sýknaður. Evaristti sagði að í verkinu kristallaðist hin fína lína milli lífs og dauða. Spurningar hljóta að kvikna um mannlegt eðli, verkið var í raun félagsfræðileg tilraun. Hvers konar maður spænir gull- fiska? Hvers konar maður horfir á? Og hvers konar maður horfir á, fussar yfir tiltækinu en gerir ekkert? Á meðan sturtum við hin gullfiskum í klósettið. Dauðum, að vísu. helgisnaer@mnl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.