Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 28

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 28
24 tilraunanna, að eitthvað sje þó hægt að gera, eins og nú standa sakir, tii þess að bæta kjör verkalýðsins. Ein- stöku menn álíta kaupfjelagsskapinn einskonar fjelæg- ingasamtök — Socialisme —, og ef menn álíta að það sje hið sama og einhuga starfsemi til að efla einstak- lingsgagn, almenningsheill og bræðraþel, þá er þetta al- veg rjett. En ef menn álíta að Socialisme sje sama og tilraunir til að bylta við fjelagslífinu og upphefja allt skipulag, þá er kaupfjelagsskapurinn einmitt hið gagnstæða þessu. Þar sem kaupfjelag, með góðri stjórn og almennri hluttöku, hefir breitt út sparsemi og hagsæld, og sam- einað ýmsar stjettir til ákveðinnar framsóknar, þar er enginn gróðrarreitur fyrir æsingatilraunir og grunsamleg- ar teygingar ýmislegra liðsafnara. Allir þeir, sem hafa marga tilheyrendur: stjórnmála- menn, alþýðuleiðtogar, skólakennarar, blaðstjórar, o. sv. frv., eiga að hagnýta sjer vald orðsins til að afla þessu máli fylgis. Einkum er þetta þó verkefni fyrir dagblöðin, sem á vorum dögum hafa svo mikil áhrif á hugsunarhátt al- mennings. F*ó stjórnmálaendurbótum vorum og sjálfforræði þjóð- arinnar miði hægt áfram, þarf um fleira að ræða í blöðum og tímaritum. Vjer getum með samvinnufje- lögum og öðrum fjelagsskap unnið mikilsvert starf til að efla framþróun þjóðar vorrar, heill hennar og sjálf- stæði. Þeir, sem ráða yfir útkomu blaða og bóka, eiga að greiða götuna, vekja og leiðbeina, svo starfinu miði sem bezt og fljótast áfram. * * *

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.