Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 76

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 76
72 græðgi og fjárpretti og þröngsýnan þjóðarhroka, m. fl. og fl., sem á daginn kemur. Hjer er þá komið hinni pólitísku sögu hjá oss, líkt og hjá svo mörgum öðrum þjóðum, en þeim mun skoplegra og örvænna sem vjer erum minni, fátækari og óþroskaðri en flestar aðrar þjóðir. Og þetta mun einnig leiða til hins sama, sem það hefir leitt hjá öðrum þrosk- aðri þjóðum: að fleiri og fleiri missa trúna á hina póli- tísku baráttu, jafnótt og menn reka sig á mótsagnirnar, reka sig á, að með pólitísku stjórnarformi, einu saman, verður ekki fram komið þeim jöfnuði og rjettlæti í þjóð- fjelagi, eða mannfjelaginu yfir höfuð, sem allir góðir og rjettsýnir menn þrá. En, hvar er þá betri úrlausnar að leita? Hver er sú umbótahugsjón, sem vjer nú getum bent æskulýðnum á, með betri von um árangur; hugsjón, sem glætt geti hjá honum trú og von um rjettlátari tíma og hrifið huga hans og krapta til starfs og baráttu, að nýju og hærra marki? Það ér einmitt þessi yngsta alþjóðahugsjón, sem eg áður nefndi; sú hugsjón: að bœta og jafna hin efnalegu kjör mannanna, hvað sem stjórnarforminu líður; að veita þeim jafnari aðgang til hinna náttúrlegu gæða og lífs- nauðsynja. Pað er sú hugsjón að gera samúð og sam- hjálp allra manna á jarðríki að meginstarfsreglu, í stað hinnar köldu og nöpru samkeppni; samtök í stað stríðs og baráttu; samvinnu að fullnæging lífsþarfanna í stað pólitísks rjettarreksturs. Það er sú hugsjón að koma rjettlátu skipulagi á sjálfar uppsprettur auðsins, svo að enginn geti byrgt þær fyrir öðrum, í stað þess að veita mönnum að eins hinn gagnslitla pólitíska atkvæðisrjett og þann kæruleysisrjett að hrifsa það, sem maður getur, án tillits til annara. í einu orði: Það er samúðarhug- sjónin. f*essi hugsjón hefir nú þegar haft gagngerð áhrif á

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.