Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. S E P T E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 267. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er FALLVALTIR FJÁRMÁLARISAR FRÉTTIR OG FRÉTTASKÝRINGAR AF VETTVANGI GÆRDAGSINS Leikhúsin í landinu >> 37 Úrvalsvísitalan hefur aldrei lækkað meira á einum degi Dagslækkun Dow Jones hefur aldrei verið meiri en í gær Verðmæti hlutafjár í Glitni hefur rýrnað um 88%                                                                 Gengi íslensku krónunnar hefur aldrei verið lægra MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Poor’s tilkynnti í gær að það hefði lækkað lánshæfismatseinkunn rík- issjóðs vegna langtíma- og skamm- tímaskuldbindinga í erlendri mynt úr A/A-1 í A-/A-2. Jafnframt var einkunn fyrir fjárhagslegan stöðugleika ríkisins lækkuð úr AA í AA-. Þessi tilkynning kom í kjölfar fréttanna um kaup ríkissjóðs á 75% hlut í Glitni. Matsfyrirtækið lækk- aði einnig einkunn sína á Glitni sem mótaðila úr BBB+/A-2 í BBB/A-3. Lækkar lánshæfismat FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal og Agnesi Bragadóttur HEYRA mátti á stórum hluthafa í Glitni í gær að ef til vill hefðu for- ystumenn bankans hlaupið á sig þegar þeir leituðu eftir láni frá Seðlabankanum fyrir helgi. Ljóst væri á viðbrögðum þeirra síðar að þeir hefðu ekki áttað sig á hvaða at- burðarás þeir settu af stað. Þeir hefðu ekki verið búnir að útiloka aðrar fjármögnunarleiðir og hefðu viljað meiri tíma, en ekki varð aftur snúið og ríkið yfirtók meirihlutann í bankanum. Á fréttamannafundi forsætisráð- herra í gær kom fram að Glitnir hefði farið fram á lán upp á 600 millj- ónir evra. Glitnismenn vildu leggja fram tryggingar og voru sér meðvit- andi um að Seðlabankinn þyrfti að sýna „sveigjanleika“ til að taka tryggingarnar gildar. Stjórnvöld töldu tryggingarnar of veikar og ekki verjandi að lána út á þær, höfn- uðu tillögunum og gáfu ekkert út á síðari tryggingapakka frá Glitni sem þá var lagður fram. Þá þótti stjórnvöldum ekki trú- verðug skilaboð til markaðarins að veita „neyðarlán“. Slíkt hefði aðeins framlengt óvissuna og varla talist trúverðugt, enda ekki verið komið í veg fyrir að sama aðstaða kæmi upp við næsta gjalddaga. „Það hefði ver- ið ábyrgðarleysi af stjórnvöldum að fara þannig með almannafé.“ Gjaldþrot Lehman Brothers 15. september vó eflaust þyngst í lausa- fjárkreppu Glitnis, órói á mörkuðum og gjaldþrot í kjölfarið. Þá dró úr trausti á fjármálamarkaðnum og lánalínur Glitnis lokuðust „ein af annarri“. Eins og einn viðmælenda sagði í gær: „Menn vilja bara geyma peningana undir koddanum.“ Morgunblaðið/Kristinn Skuggamyndir Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og Davíð Oddsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi í gær. Varð ekki aftur snúið  Tryggingar Glitnis ekki teknar gildar  „Neyðarlán“ ekki trúverðugt  Gjaldþrot Lehman vó þyngst  4, 11, 14-20, 24 BANDARÍSKIR hlutabréfamark- aðir hrundu í gær eftir að ljóst varð að björgunaráætlun fyrir fjármálamarkaðinn þar í landi fengi ekki náð fyrir augum banda- ríska þingsins. Lækkaði Dow Jon- es-vísitalan um 6,98% og hefur ekki áður lækkað jafnmikið á ein- um degi. Nasdaq-vísitalan lækkaði um 9,14%, en fjárfestar flýja hlutabréf unnvörpum og var ástandið á mörkuðum sagt ein- kennast af ringulreið og ofsa- hræðslu. Verð á gulli og ríkis- skuldabréfum hækkaði umtalsvert í gær, en olía lækkaði. Algert hrun vestra ÞEIM fjölgar í sífellu bönkunum sem eru svo illa staddir að þeir standa ekki lengur hjálparlausir. Bresk stjórnvöld þjóðnýttu í gær Bradford & Bingley-bankann og seldu hluta úr honum til spænsks banka. Citigroup hefur tekið yfir Wachovia-bankann og greiddi fyrir 2,1 milljarð dala og tók yfir skuldir. Stjórnvöld í Niðurlöndum komu risabankanum Fortis til bjargar og eignuðust í honum 49% og þá er hinn þýski Hypo Real Estate sagður ramba á barmi gjaldþrots. Hópur þýskra banka er sagður hafa náð saman um björgunaraðgerðir. Þjóðnýting og yfirtökur Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „ÉG TEL að Stoðir verði ekki gjaldþrota. Fé- lagið hefur orðið fyrir miklu höggi í kjölfar grimmra aðgerða Seðlabanka Íslands gagn- vart Glitni. Við munum nú nota tímann til að endurskipuleggja reksturinn og bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir Jón Ásgeir Jó- hannesson, stjórnarformaður Baugs. Vegna þeirrar ákvörðunar Seðlabankans að kaupa 75% eignarhlut í Glitni rýrnaði verðmæti hluthafa í bankanum um rúma 200 millj- arða króna. Þar af rýrnaði hlutur Stoða, sem áður hétu FL Group, um 60 milljarða króna. Fullyrtu margir í gær að þessi ákvörðun myndi gera út af við Stoðir og hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir Baug í kjölfarið, sem stærsta hluthafa í Stoðum. Jón Ásgeir viðurkennir að það myndi hafa slæm áhrif á Baug og fleiri fjárfesta ef Stoðir yrðu gjaldþrota. Hins vegar veiti greiðslu- stöðvun eigendum ráðrúm til aðgerða. Hann telur mögulegt að leggja fram fullnægjandi tryggingar fyrir lánum sem notuð voru til að fjármagna kaup á hlutabréfum í Glitni, sem nú hafa hrunið í verði. Til þess verði notaðar eignir sem enn séu ekki veðsettar. Hann bendir á að ástandið í heiminum nú um stundir sé háð gríðarlegri óvissu og óvar- legt að fullyrða um nokkurn skapaðan hlut. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var Jón Ás- geir meyr á fundi með starfsfólki Stoða í gærmorg- un. Aðspurður segir hann: „Ég var leiður yfir því hvernig komið var fram við okkur.“ „Leiður yfir því hvernig komið var fram við okkur“ Jón Ásgeir Jóhannesson segir Stoðir ekki gjaldþrota Jón Ásgeir Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.