Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 37 Þær voru ófáar stundirnar sem ég eyddi með þér, amma mín, og ég var alltaf eins og lítill ungi í kyrrlátu hreiðri hjá þér. Það er sunnudagsmorgun á Sól- heimum og ég vakna við útvarps- messuna og „honey nut cheerios“ og þú ert löngu vöknuð, amma, og byrj- uð að baksa, annaðhvort við prjón- ana eða eldhúsið. Mér hefur enn ekki tekist að vakna á undan þér en ég verð bara að reyna aftur á morgun. Þegar ég er búin að borða og jafnvel prjóna nokkra garða sjálf förum við í göngutúr. Ljósá, Sellækur, Kerl- ingará, í minningunni göngum við 40 Arnþrúður Gunnlaugsdóttir ✝ ArnþrúðurGunnlaugsdóttir fæddist á Eiði á Langanesi 3. maí 1921. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að kvöldi þriðjudags 16. september síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Egilsstaðakirkju 27. september. km út í sjoppuna á Hallormsstað en stundum förum við líka niður að fljóti og fleytum kerlingar og horfum yfir í Geita- gerði á skóginn hans afa sem er í laginu eins og kanína á hlaupum. Heima spilum við kas- ínu upp í 21 og svipp- um og byggjum kónga og drottningar en það er bannað að byggja ofan á. Við horfum á Einar Þór spila með KR í sjónvarpinu og einstaka sinnum bandaríska þvælu þegar fréttirnar eru búnar. Uppi í rúmi lesum við Bestu vini eftir Arnald Indriðason þangað til þú byrjar að hrjóta með óhljóðum svo ég þarf að halda fyrir eyrun til að sofna. Nú ertu komin á betri stað, elsku amma mín, og skilur eftir í huga mín- um ógleymanlegar minningar sem hlýja mér inn að hjartarótunum þeg- ar ég hugsa til baka. Hvað ég met nú mikils í dag að hafa notið þessara stunda með þér, elsku amma mín! Andrea Júlía Gunnlaugsdóttir. Elsku afi. Margar skemmtilegar stundir áttum við saman í bústaðnum, oft fengum við að gista hjá ykkur ömmu í húsbílnum fyrir utan bústaðinn, það var svaka gaman og sérstaklega Guðmundur Valdimarsson ✝ GuðmundurValdimarsson fæddist í Fjalli á Skeiðum 24. mars 1942. Hann lést á heimili sínu á Efri- Brúnavöllum á Skeiðum 17. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholts- kirkju 26. sept- ember. að fara í heita pottinn. Þegar við komum á sumrin þá var grasið orðið svo hátt að við systkinin fórum í felu- leik í því og Guðbjörg Eva sást ekki þar sem grasið var hærra en hún. Eins þegar við vorum að reka gæsirn- ar af lóðinni, það var gaman. Þú fórst alltof fljótt frá okkur og viljum við þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Hvíl í friði elsku afi. Símon Haukur og Guðbjörg Eva. Það er með virð- ingu og söknuði sem við kveðjum heiður- skonuna Giselu E. Halldórsdóttur. Leiðir okkar Giselu lágu fyrst saman er dóttir hennar Ingibjörg stundaði nám við Hólaskóla á fyrstu árum okkar þar. Þau kynni voru traust og góð. Síðar lágu leiðir saman við stofnun félags Vinstri grænna í Dölum. Þá voru þau Reynir fyrir nokkru flutt í Búð- ardal í litla íbúð við elliheimilið. Þessi lágvaxna en kvika kona lét sig allt mannlegt varða. Og þegar Gisela lagði til málanna þá hlustuðu allir, hún naut sannarlega virðingar samferðafólks síns. Gisela hafði ríka réttlætiskennd, bar fé- lagshyggju og jafnrétti allra fyrir brjósti og flutti mál sitt af hógværð en festu. Ég minnist þess við stofnun fé- lags VG að hún var ekki viss um hvort hún ætti að skrá sig sem fé- laga. Því fylgdu skuldbindingar um vinnu sem hún, komin á þennan aldur, var ekki viss um að geta innt Gisela Halldórsdóttir ✝ Gisela Halldórs-dóttir fæddist í Þýskalandi 3. apríl 1934. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 17. sept- ember síðastliðinn og var jarðsungin frá Reykhólakirkju 24. september. af hendi. Henni og þeim hjónum var boð- ið að gerast heiðurs- félagar strax við stofnun og liðsstyrk- ur þessarar reyndu og góðu konu var okkur öllum mikils virði. Þegar leiðin lá um Dali var fastur liður að koma við hjá þeim hjónum í Búðardal, þiggja góðgerðir og eiga stutt spjall. Hús- ið þeirra litla var svo einstaklega fullt af hlýju og gest- risni. Í júlí síðastliðnum litum við hjónin inn hjá þeim Giselu og Reyni. Ekki datt okkur þá í hug að sú stutta stund yfir rjúkandi kaffi- bolla í eldhúsinu væri okkar síðasta með Giselu hér í þessum heimi. Elskulegheitin og hlýjan fylgdi okkur út á hlað. Nú á kveðjustund er Gisela mér sem ljóslifandi þar sem hún stendur á stéttinni, veifar og óskar okkur góðrar ferðar. Nú erum það við sem fylgjum við Giselu til dyra og óskum henni góðrar ferðar. Við þökkum henni fyrir samverustundirnar og geym- um hlýjar minningar um góðan vin og baráttukonu sem bæði leiddi og miðlaði samferðafólkinu ríkulega af hugsjónum og mannkærleik. Við hjónin sendum Reyni og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Giselu. Jón Bjarnason og Ingibjörg Kolka. Hinn 18. september var kvaddur í Dóm- kirkjunni í Reykjavík Árni Ingvar Magnússon fimleikakappi, en það má kalla menn eins og hann sem leggja sig fram á öllum sviðum fim- leikanna, ekki bara sjálfum sér til ánægju heldur fjölda annarra til heilla og hreyfingunni til framdrátt- ar. Um árabil var hann óþreytandi í starfi og leik fyrir fimleikahreyf- inguna í landinu. Uppeldisfélag hans var KR, þar var hann keppnismaður alveg til 1970, stjórnarmaður frá 1946-73, og formaður árin 1950-68. Þá minnast margir eldri félagar hans hversu vel honum fórst hlutverk fánabera og virðing hans fyrir ís- lenska fánanum. Þá tók hann þátt í fjölda fimleikasýninga bæði innan- lands og utan. Þá lagði hann gott starf af mörk- um fyrir fimleikahreyfinguna í land- inu með þátttöku í stjórn Fimleika- sambands Íslands á upphafsárununum frá 1970-79. Hann þótti sérstaklega liðtækur varðandi tækninefndarmál, nám- skeiðahald og síðast en ekki síst var hann alltaf tilkippilegur þegar þurfti Árni Ingvar Magnússon ✝ Árni IngvarMagnússon fæddist á Þórodds- stöðum í Grímsnesi 18. október 1928. Hann lést á Land- spítalanum 12. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 18. september. að flytja áhöld, sem var erfitt og tímafrekt og lagðist reyndar ekki af fyrr en á allra síðustu árum með til- komu nýrra sérhann- aðra fimleikahúsa. Hann þótti athugull og samviskusamur og reyndist betri en eng- inn þegar þurfti að grípa til útgáfumála varðandi íþróttina og nutu félagarnir þar leiðsagnar og hag- stæðra kjara hjá prentmyndasmiðnum. Það kemur líka í ljós að fleiri fé- lagssamtök fengu að njóta krafta hans eins og Fornbílaklúbburinn þannig að hann má líka flokka í þann hóp sem kallast félagsmálatröll. Fjölskyldan tók líka virkan þátt í fimleikunum og dóttirin Halla Mar- grét, sem var á sínum tíma fimleika- maður ársins í KR, keppti einnig fyr- ir Ísland og þótti fylgin sér eins og hún átti kyn til. Fyrir hönd KR vil ég þakka þess- um formanni fimleikadeildarinnar til 18 ára fórnfúst og gifturíkt starf og að skila félaginu framávið til næstu kynslóðar. Fjölskyldunni votta ég samúð og þakka þann mikla stuðning sem Árni fékk á fimleikaárunum til að sinna íþróttinni. Minning hans mun lifa á meðal vor. Árni Þór Árnason, fyrrverandi formaður fim- leikadeildar KR og FSÍ. Þegar Árni I. Magnússon lést á sjúkrahúsi hér í borg fyrir skömmu kom mér í hug sá ferill þar sem lífs- leiðir okkar lágu saman. Árni starf- aði lengi sem prentmyndasmiður, traustur og góður starfsmaður í hví- vetna, og ég sem annaðist um rekst- ur minnar prentsmiðju. Þannig lágu leiðir okkar saman á starfsvettvangi um lengri tíð en þær lágu ekki síður saman þar sem áhugamálin voru því við vorum báðir miklir KR-ingar. Við höfðum af þeim sökum um margt að spjalla þegar við hittumst, hvort sem var á vettvangi vinnunnar eða knatt- spyrnunnar, enda voru fundirnir margir. Oft átti ég leið af Hverfisgöt- unni yfir Vitatorgið og upp á fjórðu hæð við Vitastíg 3, þar sem ganga mátti að Árna vísum. Það var eins og hann þekkti fótatakið því oft var ég ekki alveg kominn á leiðarenda inn til hans þegar ég heyrði setningar á borð við „ert það þú Kiddi minn“, „segirðu nokkuð“, „þetta er tilbúið“, eða þá setningu sem yljaði okkur báðum ef svarið var jákvætt; „er ekki allt gott að frétta hjá KR“. Árni var afburða fimleikamaður. Ég man eftir honum frá því að ég var smástrákur. Upp úr 1950 var hann farinn að sýna ásamt félögum sínum í fimleikadeild KR undir stjórn Benedikts Jakobssonar. Þeir voru allir frábærir en Árni var þeirra „flottastur“. Bæði voru það kostir hans og hæfileikar sem fimleika- manns en einnig áhugi á íþróttinni sem urðu til að hann var virkur í fim- leikadeildinni í áratugi. Í fyrstu sem keppandi, síðan keppandi og stjórn- armaður og að lokum formaður deildarinnar í tæp tuttugu ár. Nú er farsælu samstarfi okkar lokið sem aldrei bar skugga á og sem fyrrverandi formaður KR vil ég í nafni félagsins þakka Árna mikil og góð störf í þágu okkar „gamla góða KR“. Árni var hvergi hálfur maður, hvorki í starfi né í leik, þar sem hann sinnti áhugamáli sínu af kostgæfni. Fjölskyldu hans sendi ég samúðar- kveðjur. Kristinn Jónsson. Það er erfitt að setj- ast niður og skrifa nokkur orð um Ella afa. Ég gæti skrifað margar blaðsíður af minningum sem tengjast honum og afahúsi á Þing- eyri. Þegar ég var agnarlítil þótti mér afi mjög merkilegur maður, þá helst fyrir þær sakir að hann átti handjárn, alvöru lögregluhandjárn. Ég montaði mig mikið af honum afa mínum, að hann hefði einu sinni ver- ið lögga og ætti sko handjárn. Ég man vel eftir því þegar afi sýndi mér þessi handjárn og það er ein fyrsta minningin mín um hann. Hann afi var stórkostlegur maður, hann var ótrúlega þolinmóður, lífs- glaður og kátur og hann var aldrei reiður þótt maður gerði einhver prakkarastrik, hann hló bara svona afahlátri, það var svo skemmtilegt. Hann kunni líka að flétta hár, oftar en einu sinni fléttaði hann á mér hár- ið þar sem ég sat í eldhúsinu hjá hon- Elís Kjaran Friðfinnsson ✝ Elís KjaranFriðfinnsson lést á Heilbrigð- isstofnun Ísafjarð- arbæjar 9. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þingeyr- arkirkju 20. sept- ember. um og borðaði kleinur. Mér fannst það líka al- veg stórmerkilegt, að afar gætu fléttað hár, og ég montaði mig yfir því að eiga slíkan afa. Ég áttaði mig smám saman á því þegar ég eltist að hann afi minn var engum líkur og hann var ekki bara merkilegur fyrir það að eiga handjárn eða að kunna að flétta hár, hann var merkilegur fyrir allt sem hann var, allt sem hann gerði og allt sem hann gaf okkur með návist sinni. Það var svo yndislegt, afi minn, að heimsækja þig um síðustu jól. Við áttum gott spjall og þú gafst mér bókina þína, Svalvogaveg, sem þá var nýkomin út. Í bókinni lýsirðu því hvernig þú og pabbi rudduð þennan veg um mestu ófærur Vestfjarða á hetjulegan hátt. Ég man þegar þú keyrðir með mig veginn einu sinni, það er nokkuð langt síðan, og ég var svo hrædd að ég lagðist niður í sæt- inu og þorði ekki að horfa út, þetta var svo hrikalegt. Ég er mikið búin að skoða bókina, lesa hana fram og til baka og kvæðabókina þína líka, þær eru svo lifandi og skemmtilegar að það er næstum eins og þú birtist sjálfur, farir með kvæðin og segir frá. Með þessum orðum kveð ég þig elsku Elli afi minn. Minning þín lifir um aldur og ævi og þú færð að hvíla um ókomna tíð á þeim stað sem þú fæddist á og ólst upp, þeim stað sem þú unnir mest, Kjaransstöðum í Dýrafirði. Sólrún Lilja. Þú sem studdir okkur og stóðst okkur við hlið þegar mest á reyndi. Þú sem gafst okkur hluta af sjálfum þér. Þú sem með huga þínum, gjörð- um og kærleik gafst okkur styrk til að byggja okkur upp sem ný fjöl- skylda í trausti og faðmi kærleika. Þú sem ert á leið í faðm fjölskyldu og forfeðra sem kvöddu þennan heim á undan þér, þú sem með þínum eigin orðum, í skartklæðum, ýtir úr vör þínu fleyi mót ríki Guðs. Þig vil ég kveðja og þakka fyrir allt sem þú gerðir með þessum orðum: Líttu í kringum þig og lát blik augna þinna ferðast frá milljörðum stjarna þarna uppi í himinhvolfinu, til steinanna, vatnsins, til plantna og dýra. Þú ferðast um hluti sem ekki hafa raddir. Líttu í kringum þig, ein- beittu sjóninni þangað til þú sérð það ósýnilega – þá kemur þú til með að voga inn fyrir þögn englanna og til Guðs. Og þá fyrst; tala. Guðjón Ingi Sigurðsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.