Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 29 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum til Búdapest 23. október. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og haustið er einstakur tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Fjölbreytt gisting í boði. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri getrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Tryggðu þér sæti! Þetta eru síðustu lausu sætin til Búdapest í haust! Verð kr. 34.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Verð kr. 49.990 - helgarferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Tulip Inn *** með morgunmat. Sértilboð 23. okt. Aukalega m.v. gistingu á Hotel Mercure Duna *** kr. 5.000. Aukalega m.v. gistingu á Hotel Atrium **** kr. 10.000. Frábær sértilboð - einstök helgarferð! Búdapest 23. október frá kr. 34.990 PRENTVILLUR eru afar hvimleiðar og engir þjást meir yfir þeim en fræðimenn og rithöfundar. Sú villa varð í myndatexta í bók minni, Hálendið í náttúru Íslands, á bls. 369 að skrifað var Skaftá þar sem standa átti Tungnaá. Sjálfur kom ég auga á þetta strax og bókin kom út enda augljóst öllum sem til þekkja. Þeirra á meðal er Jónas Elí- asson verkfræðingur sem vekur at- hygli á uppgötvun sinni í greininni „Bjallavirkjun“ í Morgunblaðinu 14.09. 2008 og segir sigri hrósandi: „Sjaldan hafa sést jafn margar villur í jafn stuttu máli.“ Villan er ein. Ástæðulaust væri að eyða orðum að nagi Jónasar bætti hann ekki um betur í smíð sinni „Bjallar“ í Morg- unblaðinu 21. september. Svo bjöguð eru þessi „Jónasarfræði“ að beint liggur við að spyrja hvort þau séu sæmandi fyrir læriföður við mennta- stofnun sem stefnir að því að vera í fremstu röð háskóla í heiminum. Því skal og til haga haldið að Jónas og Pét- ur Pétursson, prófess- or í guðfræði, einnig við HÍ suðu saman greinina „Trúin á nátt- úruna“ (Mbl. 16.03. 2003) þar sem þeir há- skólamennirnir býsn- ast yfir því að fjár- munum skuli „sóað“ lögum samkvæmt í að rannsaka „eyðimörk“ hálendisins til að vita hver sá náttúruarfur er og hvernig vistkerfin virka til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun. Eða með þeirra orðum: „Öllu þessu viti og vísindum, sem látið er í að rannsaka lífríki þeirrar eyðimerkur sem íslenska há- lendið er í raun og veru, er á glæ kastað þegar tilgangurinn er sá eini að finna eitthvað á móti virkjunum.“ Á undanförnum áratugum hafa birst ótal greinar og bækur um skelfileg áhrif stíflna og uppistöðu- lóna á vatnsbúskap og vistkerfi um alla jörð. Íslenskir náttúruvís- indamenn; vatna- og sjávarlíffræð- ingar, jarðefna-, vist- og haffræð- ingar hafa líka öðlast þekkingu og skilning á flóknum kerfum sem jök- ulvötn smíða og viðhalda. Til dæmis leitað svara við því hvers vegna þorskurinn hrygnir fyrir framan ósa jökulánna? Ekkert af þessum vís- dómi hefur skolast niður í verk- fræðideildina til Jónasar. Um þverbak keyrir þegar þessi yfirlýsti andstæðingur náttúrurann- sókna á hálendi Íslands leggur að jöfnu uppistöðulón í virkjunum og náttúruleg stöðuvötn. Á þeim er reg- inmunur, vatna-, vist- og líf- fræðilega. Jónas fullyrðir að allar dældir sem nú eru uppistöðulón hafi verið stöðuvötn áður. Það er fjar- stæða. Einhvern skamman tíma í þróunarsögu íslenskrar náttúru var jökullón þar sem nú er uppistaða fyrir virkjun, líka jökull, en flest svæðin voru sennilega gróskumikil votlendi eins og á Sprengi- sandshásléttunni þegar maðurinn fór að setja svip sinn á landið. Lón eru vötn og vötn eru falleg þannig hljóðar rökfræði Jónasar. En uppi- stöðulón jökulvatna gjörbreyta eðli og virkni fallvatna langt út í sjó og endalok slíkra lóna eru fokgjörn eyðimörk eins og Sultartangalón er að verða. Í þessu ljósi verður að spyrja hvort boðlegt sé að prófessor við Háskóla Íslands innprenti boð- skap byggðan á hyggjuviti frá miðri síðustu öld? Jónas verkfræðingur er alinn upp á hinum gullnu árum mynsturáætl- ana að fullvirkja, tillitslaust. Ein- arður málflutningur hans sýnir að hann veit ekki hvað náttúruvernd er þrátt fyrir háværa vitundarvakn- ingu sem bergmálar um allan heim. Og Jónas ber saman lón Elliðavirkj- unar og Tungnaárlón: 1=50. Full- nægir þessi stærðfræði Jónasar kröfum Háskóla Íslands? Er lítil bæjarvirkjun þar sem bergvatni er miðlað sambærileg við risauppi- stöðulón jökulvatns í villtri öræf- anáttúru? Örugglega, ef 1=50. Reyndar eru jökulvötnin tvö því ætl- unin er að teyma Skaftá yfir í Tungnaárlón og allri þessari öræfa- dýrð á að umbylta, sökkva og rústa í þágu amerískra álfyrirtækja, með fjárhagslegri ábyrgð þjóðarinnar. Sjálfbærni felst í að aðlagast um- hverfi sínu en ekki að umturna því. Hvar er umhyggja og virðing fyrir náttúruarfinum sem við viljum að verkfræðingar hafi og sumir þeirra hafa? Verkfræði er hvorki vísindi né náttúrufræði. Hún er tæknimenntun og getur verið ágæt sem slík, en af- leit sem verkfæri til að eyðileggja vistkerfi. Hvenær þroskast hún í þverfaglegt nám í einskonar vist- kerfisviðgerðum með djúpsæi í jarð- kerfa- og náttúruverndarfræði og siðfræði í stað þeirrar steypumennt- unar sem Jónas hefur boðað alla starfsævina og byggir á alvarlegum náttúruspjöllum? Íslenskir stjórnmálamenn halla sér að verkfræði en ekki náttúruvís- indum og hvetja til ógnarfórna þó að þeir skynji afleiðingarnar. Skyldi annars vera mest um vert í íslensku samfélagi að halda áfram að etja fólki saman eins og forsætisráðherra hvetur óspart til í anda Jónasar Elí- assonar? Ætli krónan eflist við það? Verkfræðingurinn er reiður í lok starfsævinnar. Hvers vegna? Stefnir ekki í fullvirkjun Þjórsár og Tungnaár? Sigraði hann ekki við Kárahnjúka og stíflurnar lafa enn? Meira en helmingur þjóðarinnar tapaði þeim slag og í hópi þeirra eru örugglega einhverjir af hans ná- komnu, bornir sem óbornir. Því má spyrja líkt og vitur kvað: „Hversu sorglegir eru þeir sem sigra sína nánustu?“ Steypumenning Guðmundur Páll Ólafsson svarar grein Jónasar Elías- sonar »Er lítil bæjarvirkjun þar sem bergvatni er miðlað sambærileg við risauppistöðulón jökulvatns í villtri öræfanáttúru? Örugg- lega, ef 1=50. Guðmundur Páll Ólafsson Höfundur er náttúruverndari. ÍSLAND er lýðræð- isríki, við kjósum okk- ur fulltrúa til að sitja á Alþingi og eru þær kosningar leynilegar, til að fyllsta lýðræðis sé gætt, því með þeim vinnubrögðum er ekki hægt að kaupa eða hafa áhrif á atkvæði, að minnsta kosti ekki með fullri vissu. Þetta er gert með það í huga að allir geti kosið sinn fulltrúa sem hefur svip- aðar skoðanir eða baráttumál án þess að vera í hættu á að einhver yrði óánægður með val þeirra. Kjörnir fulltrúar okkar eru ein- göngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum, samkvæmt 48. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Ís- lands. Þetta er regla sem við teljum vera sjálfsagða og nokkurn veginn nauðsynlega til að halda lýðræðinu óskertu. En er þessi grein í raun virk? Þingmenn kjósa um hin og þessi mál, en það sem skilur þessar kosningar frá okkar eigin, er sú staðreynd að þessar kosningar eru ekki leynilegar, þær eru fyrir opn- um tjöldum og geta allir séð hvaða þing- maður kaus hvað. Með það fyrirkomulag er aukin hætta á að þing- menn kjósi ekki eftir sinni eigin sannfær- ingu, heldur því sem einhverjir eiginhags- munahópar, flokkarnir þeirra o.fl. segja þeim að kjósa. Þessi aðferð er úrelt og ekki til þess fallin að halda lýðræðinu eins virku og það gæti verið. Tökum dæmi, fyrr á þessu ári voru lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla samþykkt með 42 atkvæðum gegn engum, 21 þing- maður mætti ekki. Þetta voru um- deild lög og voru margir sem ekki voru sammála þessum lögum. Og hvað gerðu þeir? Annaðhvort mættu ekki á þingfundinn eða sögðu já, þrátt fyrir það að vera mótfallnir þessum lögum og töldu að það þyrfti að endurbæta þau, áð- ur en þau kæmust í gegn. Þetta er gott dæmi um að þingmenn gangi gegn sannfæringu sinni og kjósi þá leið sem er öruggust. Ég vil að lýðræðið virki alla leið, ég vil ekki hafa eitthvert gervi- lýðræði. Ég tel að til að lýðræðið virki betur þurfi að byrja á því að hafa leynilegar kosningar á Alþingi svo að þingmenn geti farið eftir sinni sannfæringu án þess að óttast ákveðnar hefndaraðgerðir, hvort sem það er frá eiginhagsmunahóp- um eða sínum eigin flokkum. Þetta er ekki bara leið til að gera lýðræð- ið virkara heldur er þetta líka til að minnka líkurnar á spillingu. Með þessu móti væri ekki hægt að kaupa atkvæði þingmanna með fullri vissu, rétt eins og í kosn- ingum til Alþingis og sveit- arstjórna, af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem vildu kaupa sér at- kvæðin gætu aldrei verið vissir um niðurstöðuna, annað en núna þar sem þeir geta auðveldlega flett því upp hvort viðkomandi alþing- ismaður greiddi atkvæðið eins og þeir vildu. Er íslenska lýðræðið blekking Ólafur Hannesson skrifar um lýðræðið »Ég vil að lýðræðið virki alla leið, ég vil ekki hafa eitthvert gervilýðræði. Ólafur Hannesson Höfundur er formaður Jafnréttinda- félags Íslands. NÝVERIÐ bárust þau jákvæðu tíðindi frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar að flytja ætti mengaðan jarðveg af urðunar- stað á Hólmsheiði í trygga meðhöndlun hjá SORPU í Álfsnesi. Í batnandi borg er best að lifa og vekur þetta von um að nú sé aftur að rofa til í umhverfismálum borg- arinnar. Eðlilegt framhald af þessu er að Reykjavíkurborg finni sér ásættanlegt land til að urða jarð- veg svo sómasamlegt geti talist. Viðkvæm skógræktarsvæði í upp- landi borgarinnar eru ekki vel til þess fallin. Í stað þess að kviksetja skóga sem börn borgarinnar hafa hlúð að í Grænum trefli höfuðborg- arsvæðisins væri æskilegra að nýta malarkamba sem liggja lágt á vatnasviði og fjærri stórum grunn- vatnsstraumum. Slík svæði eru víða norður af Reykjavík, t.d. á Esjumelum, Álfsnesi og Kjal- arnesi. Tillaga Reykjavíkurborgar um breytingu á aðalskipulagi þar sem heimila á áframhaldandi jarðvegs- losun á Hólmsheiði má túlka sem aðför að Græna treflinum. Þegar borgin hefur tekið til í eigin ranni verða ráðamenn hennar í stöðu til að gagnrýna gerðir granna sinna og taka upp hansk- ann fyrir Reykjavík. Það hefur verið í hæsta máta hjákátlegt að heyra umkvartanir borgarstjór- anna um veggjakrot og karamellu- bréf á meðan borgin sjálf eyðir, mengar og spillir upplöndunum, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna við hreinsun vatns, lofts og huga. Rofar til í Reykjavík Einar Gunnarsson og Bergur Sigurðs- son skrifa um förg- un sorps og meng- aðs jarðvegs » Í stað þess að kvik- setja skóga sem börn borgarinnar hafa hlúð að í Grænum trefli höfuðborgarsvæðisins mætti nýta malarkamba lágt á vatnasviði. Einar Gunnarsson Einar er skógfræðingur. Bergur er framkvæmdastjóri Landverndar. Bergur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.