Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is „EINHVERRA hluta vegna drap verksmiðjan á sér og þurftu þeir að sleppa 150° heitum amm- oníaksgufum út í andrúmsloftið til þess að hægt væri að ræsa verksmiðjuna á ný. Gufunum var sleppt út um 30 metra háan stromp til þess að þær bærust ekki yfir mannabyggðir. Þar sem miklir sviptivindar eru á svæðinu hefur eitthvað af ammoníaksgufunum sest niður í íbúðabyggð. Ekki var hætta talin stafa af gufunum.“ Þetta kemur fram í frumbókun lögreglu frá 30. september 1998. Áður hafði íbúi við Gufu- nesveg tilkynnt lögreglu um sterka ammoníaks- lykt sem leiddi frá Ábyrgðarverksmiðju ríkisins. Þrátt fyrir að hætta hafi ekki verið talin stafa af gufunum kenndu alla vega tveir íbúar í grennd verksmiðjunnar sér meins. Annar þeirra rekur mál gegn verksmiðjunni fyrir dómstólum og fer aðalmeðferð fram í Héraðsdómi Reykja- víkur 20. október nk. Hálfu tonni af ammoníaki sleppt út Tekin var lögregluskýrsla af Teiti Gunn- arssyni, þáverandi verksmiðjustjóra, rúmum þremur mánuðum eftir að gufunum var sleppt út. Í máli hans kom fram að hleypa þyrfti amm- oníaki út vegna smábilunar þegar verið væri að ræsa sýruverksmiðju, en það væri gert 10 sinn- um á ári. Fyrst var það gert kl. 12.35 en vegna bilunarinnar aftur kl. 13.29. Samtals var 510 kg af ammoníaki hleypt út í skiptin tvö. Teitur sagði þá einnig að ammoníakið hefði verið 140° heitt og hleypt út í 42 metra hæð. Þá hafði hann einnig rannsakað hvað gerðist. Talið var líklegt að hluti ammoníaksins sem fór út hefði blandast reyk frá svartolíubrennara, en útblástur frá honum var í 19 metra hæð. Ef ammoníak blandast lofti frá svartolíubrennara myndast ammoníakssúlfat sem er þyngra en loft. Í greinargerð Ábyrgðarverksmiðjunnar fyrir dómstólum kemur jafnframt fram að amm- oníakssúlfat sé skaðlaust efni. Sérfræðingar ósammála í matsgerðum Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir bjó í um 200 metra fjarlægð frá húsinu og kom heim til sín um hádegisbil. Hún segist hafa orðið fyrir miklu tjóni af völdum mengunarinnar og staðfestir það matsgerð sérfræðings í lyflækningum og lungnasjúkdómum. Í henni segir að Ingibjörg hafi mjög þrálát einkenni frá öndunarfærum með takmörkun á áreynsluþoli. Niðurstaða sér- fræðingsins var þó að um tvo orsakaþætti væri að ræða. Annars vegar reykingar í um tvo ára- tugi og svo áhrif frá ammoníaki. Taldi hann þá að ætla mætti að lífslíkur Ingibjargar hefðu styst um 5-10 ár vegna hins meinta meng- unarslyss. Í stefnu á hendur Áburðarverksmiðjunni fer Ingibjörg fram á 4,4 milljónir í skaðabætur. Málið höfðaði hún þar sem Vátryggingafélag Ís- lands (VÍS) hafnaði skaðabótakröfu hennar. Var talið að orsakatengsl milli „þess atburðar sem hugsanlega átti sér stað“ og líkamlegra ein- kenna sem hrjá Ingibjörgu væru mjög óljós. Vátryggingafélagið vísar í matsgerð unna af bæklunarlækni og lungnasérfræðingi. Nið- urstaða þeirra var að lungnaskaða Ingibjargar væri hægt að rekja til stórreykinga hennar frekar en ammoníaks. Þó væri ekki hægt að úti- loka að ammoníaksmengun hefði valdið því að sá sjúkdómur sem fyrir var versnaði tímabundið. Tíu ára barátta fyrir dóm Aðalmeðferð í máli gegn Áburðarverksmiðjunni hefst í næsta mánuði Morgunblaðið/Árni Sæberg Í bakgarðinum Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir hefur háð baráttu gegn Áburðarverksmiðjunni und- anfarin tíu ár. Hún segir heilsufari sínu hafa hrakað eftir útsetningu ammoníaks frá verksmiðjunni. Í greinargerð Áburðarverksmiðjunnar er kröfum Ingibjargar hafnað. Þar segir m.a.: „Þurfti að ræsa sýruverksmiðjuna um tíu sinnum á hverju ári. Hafði losun ammoníaks í tengslum við það aldrei valdið neinu tjóni í gegnum tíðina, en starfsleyfi sýruverksmiðjunnar var veitt 1981. Var staðið að losuninni 30. september 1998 með sama hætti og í öll önnur skipti. Það eitt að ræsa þurfti og losa ammoníak tvisvar hinn 30. september 1998 skipti engum sköpum í þessu sambandi og var ekki einsdæmi.“ Í stefnu Ingibjargar segir m.a.: „Eftir þennan atburð hrakaði heilsufari hennar mjög hratt og á næstu vikum og mánuðum rak hver uppákoman aðra, sem stefnandi tengir þessu meng- unarslysi. Hefur hún verið mjög illa haldin síðan, pestargjörn og með liðbólgur. Hún hefur einnig ítrekað verið á sterakúrum og tekið krabba- meinslyf til að halda niðri gigtareinkennum. Hún fékk óþekkta sýkingu á ytra eyra. […] Hún hor- aðist mikið og fékk verulegan og varanlegan teppusjúkdóm í lungu.“ Ekki einsdæmi að losað var tvisvar Eftir Andra Karl andri@mbl.is INGIBJÖRG Guðrún Magnúsdóttir hefur náð töluverðum bata og er aðeins byrjuð að vinna á nýjan leik. Hún getur þó aðeins unnið hluta úr degi og verður við það afar móð. „Ég hef engan veginn starfsgetuna sem ég hafði og það hefur verið mjög erfitt að sætta sig við þetta,“ segir hún. „Þetta hefur verið erfið leið, en ég er þrjósk og gefst ekki upp.“ Ingibjörg kom heim til sín, við Gufunes, um hádegisbil 30. sept- ember 1998. Með henni voru þrjú börn hennar, tvítug dóttir og tveir synir, átta og níu ára. Um leið og hún steig út fann hún megna amm- oníakslykt. Slíka lykt hafði hún fundið áður frá áburðarverksmiðj- unni en í þetta skiptið var hún mun sterkari. Hún skipaði börnunum að halda niðri í sér andanum og hljóp með þau inn í hús. Aðeins voru um tvö hundruð metrar frá húsinu og verksmiðjunni. Eftir að inn var komið hringdi hún í verksmiðjuna og var henni tjáð að allt væri með felldu og engin hætta á ferðum. Ekki löngu síðar kom þó starfsmaður frá áburð- arverksmiðjunni að húsi hennar. Sagði hann þá að allt væri búið. „Hann átti ekki að segja að þetta væri allt í góðu lagi, ég og börnin gætum farið út og andað að okkur loftinu,“ segir Ingibjörg sem hélt börnum sínum inni þrátt fyrir orð starfsmannsins. Sjálf steig hún út fyrir. Þegar Ingibjörg andaði að sér loftinu leið henni líkt og hún hefði verið stungin í hálsinn. Henni fannst einnig að mikið högg kæmi á höfuð hennar og í kjölfarið fékk hún mikinn höfuðverk. Um kvöldið fór hún á slysadeild vegna önd- unarerfiðleika. Á næstu mánuðum hrakaði heilsu hennar mikið. Mengunin vann gegn bata Fleiri íbúar fundu þessa megnu lykt. Þar á meðal Þórður Njálsson, sem bjó í grennd við Ingibjörgu. Eiginkona hans sótti hann í vinn- una þennan dag eftir hádegið og sagði honum þá frá lyktinni. „Þegar ég kom svo heim fann ég enn fyrir þessari stybbu úti við. Þegar ég fór inn í bílskúr náði ég varla andanum, svo ofboðslega mikil brækja var þar inni. Mig sveið bæði í háls og augu,“ segir Þórður sem var fljótur að lofta út. Hann hringdi í kjölfarið í lögreglu og Hollustuvernd, því hann taldi greinilegt að þarna væri eitthvað mikið að. Eiginkona Þórðar var heima þennan dag. Hún hafði nokkru áður verið útskrifuð af Landspítala – þá Sjúkrahúsi Reykjavíkur – og var að jafna sig eftir meðferð við brjósta- krabbameini. Hún lést í september 1999. Þórður segir konu sína, sem hafi verið á batavegi eftir meðferðina, hafa kvartað undan ertingu í hálsi, andþyngslum og mikilli þreytu í kjölfar þessa atburðar. Vorið og sumarið eftir hafi hún veikst mikið þar til ástandi hennar hrakaði al- varlega að hausti. Þórður segir ljóst að ammoníaksskýið sem um- lukti heimili þeirra og hún andaði að sér hafi ýtt undir þróunina. Til að sannreyna kenningu sína reyndi Þórður að nálgast krufning- arskýrslu konu sinnar, en honum var meinaður aðgangur að henni. Sjálfur segist hann hafa fundið fyrir einkennum, sérstaklega þreytu og mæði. Andaði að sér loftinu og leið eins og hún hefði verið stungin í hálsinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Áburðarverksmiðjan Efnaverksmiðjunni í Gufunesi var lokað árið 2001. Blöndun á áburði úr innfluttum hráefnum var svo hætt fjórum árum síðar. MÁLÞING um kynheilsu og mann- réttindi undir yfirskriftinni „Ást, kynlíf og hjónaband“ verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu nk. föstu- dag kl. 14-16, í tilefni af útkomu samnefndrar bókar dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur. Að málþinginu stendur hópur presta og guðfræðinga sem leggur áherslu á réttindabaráttu samkyn- hneigðra í kirkju og samfélagi og mun samkynhneigð verða í brenni- depli. Framsögumenn á málþinginu verða: Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur, dr. Sigríður Guð- marsdóttir, Þorvaldur Kristinsson, Guðrún Guðmundsdóttir og séra Bjarni Karlsson. Í upphafi mun dr. Sólveig Anna ávarpa málþingið og setja það. Fundarstjóri er Helgi Hjörvar alþingismaður. Ást, kynlíf og hjónaband STUTT Í DAG, þriðju- dag, stendur Sagnfræðinga- félagið fyrir fyr- irlestri í fyr- irlestrasal Þjóðminjasafns- ins frá kl. 12.05 til 12.55. Að þessu sinni flytur Guðni Th. Jóhannesson er- indi sem nefnist Með því að óttast má … – Ástæður símhlerana í kalda stríðinu. Í erindinu verða rök stjórnvalda fyrir hlerunum hverju sinni metin og vegin. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands „Hvað er að óttast“. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Símhleranir í kalda stríðinu Guðni Th. Jóhannesson UNGIR jafnaðarmenn standa fyrir nýrri herferð um neytendavitund undir yfirskriftinni „Hugsa fyrst, kaupa svo!“ Herferðin miðar að því að efla meðvitund fólks um neytendamál og kynna því hvað það felur í sér að vera meðvitaður neytandi. Þema herferðarinnar eru siðræn og um- hverfisvæn neysla og að láta ekki okra á sér. Heimasíðan er neyt- umrett.politik.is þar sem finna má margar gagnlegar upplýsingar. Vilja berja niður allt okur TORFUSAMTÖKIN skora á skipu- lagsyfirvöld að hafna tillögu að ný- byggingu Listaháskólans á Frakka- stígsreit í fyrirhugaðri mynd. „Brýnt er að tillagan sé skoðuð og metin í samhengi við aðrar lausnir sem fram komu í nýafstað- inni samkeppni, þar sem sýnt var fram á að unnt er að laga skóla- húsið mun betur að sögulegu um- hverfi miðbæjarins en vinnings- tillagan gerir,“ segir í tilkynningu. Hafna tillögu um Listaháskólann BJARTHEGRI sást í Hamarsfirði um helgina og sást hann m.a. gogga upp seiði meðfram Hamarsánni. Bjarthegrinn flaug síðan út á Bú- landsnes þar sem hann stoppaði sem snöggvast við Breiðavog, en síðast sást hann fljúga upp af Breiðavognum og nokkuð hátt í suður. Ekki gott að átta sig á hvort hann lenti utar á Búlandsnesi eða tók stefnu á haf út. Bjarthegri er flækingur, frekar sjaldséður, en hann sást síðast hér um slóðir fyrir tveimur árum, en þá var um eldri fugl að ræða, með mikinn skúf aft- an á höfði, segir á heimasíðu Djúpa- vogs. Bjarthegri í Hamarsfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.