Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Vatnaskilurðu í ís-lensku efnahagslífi í gær þegar samkomu- lag náðist um að ríkissjóður eignaðist 75% hlut í Glitni fyr- ir 84 milljarða króna. Til þessa hefur verið fullyrt að íslensku bankarnir væru ekki í hættu þrátt fyrir erfiðleika og hrun á fjármálamörkuðum um allan heim. Sagt er að á tveimur vik- um hafi orðið slíkar breyt- ingar á heimsmörkuðum að stoðunum var kippt undan lausafjárstöðu bankans og því hafi verið leitað til Seðlabank- ans. Fyrir bankanum vakti að fá lán, en stjórnvöld ákváðu að taka málin í sínar hendur og taka yfir þrjá fjórðu hluta bankans. Hluthafar í Glitni hafa gagnrýnt þá leið, sem farin var. Eigendur bankans voru ekki í stöðu til þess að koma bankanum sjálfir til bjargar þegar ljóst var að lánsfé lá ekki á lausu. Hins vegar blasir við að eftir að á annað borð hafði verið leitað til Seðla- bankans varð ekki aftur snúið – ella hefði getað orðið áhlaup á bankann. Eftir að leitað hafði verið til stjórnvalda gat Glitnir heldur ekki lengur gert kröfu um að stjórna atburða- rásinni. Hluthafar í Glitni hafa kall- að aðgerð ríkisstjórnarinnar eignaupptöku. Á móti má velta því fyrir sér hvers vegna hlut- hafar fengu þó að halda fjórð- ungi bankans. Að undanförnu hefur fjölda banka verið bjarg- að í Evrópu og Bandaríkj- unum og þar hafa hluthafarnir ekki haldið neinu. Ríkisstjórn- in átti í raun ekki annars kost en að fara þessa leið fyrst ákveðið var að koma bank- anum til bjargar og gat aðeins haft hagsmuni almennings að leiðarljósi í þeim efnum, þótt sárt sé fyrir hluthafana. Með þessum gjörningi eru 84 milljarðar króna af al- mannafé lagðir undir. Slík skuldbinding hefði ekki verið verjanleg án umsagnarréttar um það hvernig staðið yrði að rekstri bankans. Það vald fæst með eignarhlutnum. Með því að hluthafar haldi 25% af bankanum er þó reynt að tryggja að eign þeirra gufi ekki upp með öllu. Hluthafar í Glitni eru sagðir vera um ell- efu þúsund. Á einni helgi hefur eign þeirra nánast gufað upp. Ef vel tekst til með að koma bankanum aftur á réttan kjöl er þess þó einhver von að þeir endurheimti eitthvað af hinum töpuðu fjármunum. Í þessu efni er kannski mikilvægast að hugsa til allra litlu fjárfest- anna, sem engin áhrif hafa haft á rekstur bankans, en hafa treyst á að peningum þeirra væri vel varið. Aðgerð ríkis- stjórnarinnar er góðs viti að því leyti að hún sýnir að ríkið treystir sér til að hlaupa undir bagga með bönkunum. Það sýnir sömuleiðis að ríkissjóður er í sterkri stöðu og getur gert meira, þótt vissulega séu tak- mörk fyrir bolmagni hans. Ísland er ekki eitt í hafróti fjármálakreppunnar. Mark- aðir féllu um allan heim í gær og dimmdi enn yfir þegar full- trúadeild Bandaríkjaþings hafnaði björgunaráætluninni, sem unnið hefur verið að því að setja saman undanfarna daga. Nokkuð víst er að sam- komulag mun nást um aðgerð- irnar, en taugaveiklunin á mörkuðum er slík að ekki kæmi á óvart að töf muni draga dilk á eftir sér. En vandinn á Íslandi er líka heimatilbúinn. Eignatengsl eru veikasti þátturinn í ís- lensku efnahagslífi. Tapið sem varð þegar tugir milljarða gufuðu upp í Glitni hefur áhrif í efnahagslífinu öllu og inn í hina bankana. Beiðni Stoða um greiðslustöðvun segir sína sögu, þótt rétt sé að benda á að ekki sé þar með sagt að fyr- irtækið sé gjaldþrota. Atburðir gærdagsins kalla á rækilega endurskoðun á fyrir- komulagi á fjármálamörkuð- um. Þeir eru síður en svo til vitnis um það að rekstri banka sé best komið hjá ríkinu, enda hefur verið sagt að ríkið muni bara eiga hlut í Glitni banka til bráðabirgða. En þessir at- burðir sýna fram á nauðsyn skýrra reglna og rækilegs eft- irlits og aðhalds. Það gengur ekki upp að krefjast þess að fá að vera í friði fyrir ríkisvald- inu á gósentímum, en leita síð- an á náðir þess þegar á móti blæs. Við björgun Glitnis skiptir hagur almennings mestu. Gjaldþrot hefði bitnað harka- lega á sparifjáreigendum og það var á þeirri forsendu að tryggja bæri eignir þeirra, sem rétt var að koma bankan- um til hjálpar. Undanfarnar vikur hefur hver skellurinn á fætur öðrum dunið á almenn- ingi. Krónan fellur, verðbólg- an eykst. Kaupmátturinn skreppur saman og skuldirnar magnast. Í gær var tilkynnt að verja ætti upphæð, sem jafn- gilti afgangi fjárlaga síðasta árs, í að bjarga Glitni. Það eru tæplega þrjú hundruð þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu. Þessi aðgerð var óhjákvæmilegt neyðarúrræði, en vandinn er ekki leystur. Það sást best á því að aðgerðin varð ekki til þess að tiltrú jókst á krónunni, heldur hélt hún áfram að falla. Það þreng- ir að í íslensku efnahagslífi. Hvernig á að stöðva það? Óhjákvæmilegt neyðarúrræði}Hagur almennings Þ au stórtíðindi sem brustu á í banka- heiminum í gærmorgun, laust fyr- ir opnun Kauphallarinnar, eru með þeim hætti að menn standa á öndinni, eru opinmynntir, beinlínis gapandi og spurningar um framhaldið hrann- ast upp og enginn virðist gera sér nokkra grein fyrir því hvert framhaldið verður. Hvað tekur við? Hvernig áhrif hefur þessi gjörningur, að leggja Glitni til 84 milljarða króna af opinberu fé í hlutafé, á aðra banka? Eiga lánskjör annarra banka eftir að stór- versna? Fer í gang einhver dómínóeffekt, þannig að fjöldi fjárfesta og fjármálastofnana eigi eftir að verða fyrir meiri háttar skakkaföll- um? Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir ríkissjóð og lánskjör þau sem hann nýtur á alþjóðlegum mörkuðum? Hvað verður um aðrar fjárfestingar stærstu hluthafa Glitnis? Stoðir (áður FL) áttu rúm 32% í Glitni. Þær sóttu um greiðslustöðvun í gærmorgun. Hvað verður nú um aðrar skuldbindingar Stoða? Er einhver allsherjar gjald- þrotahrina að fara að ríða yfir íslenskt efnahagslíf? Hvað með Karl Wernersson sem á Þátt International ehf. sem átti 5,589% í Glitni? Karl og fjárfestar honum tengdir hafa staðið í gríðarlegum fjárfestingum í Svíþjóð og víðar og þær fjárfestingar hafa verið að lækka í verði að undanförnu, eins og gerst hefur með fjárfestingar svo fjöldamargra annarra á undanförnum mánuðum og miss- erum. Væntanlega hafa þeir veðsett eignarhlut sinn í Glitni, til þess að afla lánsfjár til fjárfesting- anna erlendis. Sams konar spurningar eiga að sjálfsögðu við um aðra stóra hluthafa í Glitni, eins og Saxbygg Invest ehf. sem átti 5% í Glitni, Salt Investments ehf. félag í eigu Róberts Wessmanns, sem átti 2,321% og Sund ehf. sem átti 2,044% í Glitni. Sennilega þýðir tap fyrrum hluthafa Glitnis gjörbreytt landslag í atvinnu- og athafnalífi landsmanna, þar sem ein allsherjar upp- stokkun mun eiga sér stað. Það er sérkennilegt, að ekki sé meira sagt, að skoða aftur viðtal Egils Helgasonar við Lárus Welding, forstjóra Glitnis, sem var í Silfri Egils fyrir rúmri viku. Egill spurði Lárus í upphafi viðtalsins hvort hann teldi ein- hverja hættu á því að íslenskir bankar riðuðu til falls og þeir yrðu þjóðnýttir, eins og hefur verið að gerast í Bandaríkjunum að undanförnu. Afdrátt- arlaust svaraði forstjórinn: „Alls ekki“! Í framhaldinu sagði hann að það væri skemmtilegt frá því að segja að raunar væri hlutfallsleg staða íslensku bankanna að batna! „Við stöndum bara mjög vel,“ sagði forstjórinn alveg svellkaldur. Getur það verið að Lárus Welding hafi trúað eigin orð- um, réttri viku áður en þjóðnýting Glitnis var orðin að veruleika?! Getur svona fjármálafárviðri bara brostið á, án þess að menn hafi nokkra hugmynd um hvað er í píp- unum. Ég bara spyr. agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Í miðju fjármálafárviðris Gæti haft áhrif í Skandinavíu Eftir Guðnýju Camillu Aradóttur og Kristján Jónsson M ikið var fjallað um vanda Glitnis og kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum í erlendum fjöl- miðlum í gær. Einkum var áhuginn mikill í norrænum fjölmiðlum enda umsvif Glitnis mikil í Noregi. Marg- ir nefndu að fjármálavandinn hér- lendis gæti haft veruleg áhrif í öðr- um löndum ef hinir bankarnir lentu í sams konar vanda. Hér verður stikl- að á umfjöllun erlendis. Viðskiptasíða vefjar Aftenposten í Noregi vitnar í orð Davíðs Odds- sonar seðlabankastjóra um að gjald- þrot hefði orðið örlög Glitnis innan fárra vikna ef ekki hefði komið til aðstoðar ríkisins. Norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen segir á vef e24 að tíðindin af ríkisvæðingu Glitnis komi honum ekki á óvart. Hann trúi því að fleiri íslenskir bankar fylgi í kjölfarið, einkum sé Kaupþing í hættu. Bankakerfi Íslands, með Glitni, Kaupþing og Landsbanka í fararbroddi, hafi stækkað gífurlega undanfarin ár. Hann segir þá hafa stækkað meira en hagkerfið beri. Gæti valdið keðju- verkun í Danmörku Blaðið Børsen í Danmörku segir íslenska fjármálavandann mögulega eiga eftir að hafa dómínóáhrif, þ.e. valda keðjuverkun, í Danmörku. Það fari þó eftir hver sé spurður hversu alvarleg áhrifin séu talin verða. „Eignatengslin í íslensku fyr- irtækjunum eru svo flókin að erfitt er að giska á hve mikla þýðingu þetta fær hér,“ segir einn greinand- inn. Hneyksli og hrun hafi einkennt viðskiptafréttir undanfarnar vikur, segir blaðið, og mánudagurinn hafi ekki verið undantekning þar á. Ís- land hafi síðast sent skjálfta gegn- um danska viðskiptalandslagið. „Viðvörunarljósin byrjuðu að blikka á fjármálamörkuðum og í stjórnarherbergjum hér heima eftir íslenskt bankahrun dagsins sem rík- ið tók yfir, og síðast greiðslustöðvun fjárfestingarfélagsins Stoða.“ Vefur breska ríkisútvarpsins, BBC, segir gengisfall krónunnar hafa orðið til þess að svona fór. „Ís- lenskir bankar og hagkerfi landsins hafa verið undir gríðarlegu álagi vegna falls krónunnar gagnvart öðr- um gjaldmiðlum á árinu. Margir bankar hafa safnað verulegum er- lendum skuldum til að fjármagna út- rás erlendis og gengisfallið þýðir að nú hefur greiðslubyrðin hækkað.“ Ofhitnun í hagkerfinu árum saman Breska blaðið Financial Times fjallaði um vanda Glitnis. „Fregnirnar staðfesta áhyggjur af hæfni íslenska bankakerfisins til að bregðast við lánsfjárkreppunni sem varð vegna lágrar eiginfjár- stöðu og því hve mikið bankinn þurfti að treysta á heildsölu- fjármögnun.“ Þá segir að íslenskir bankar hafi liðið fyrir bæði fast- eignaverðsbólu og þrengingar á al- þjóðlegum mörkuðum. Hlutir hafi hríðfallið í verði og skuldatrygg- ingarálag rokið upp. Sænska viðskiptablaðið Dagens Näringsliv segir íslenska hagkerfið hafa verið ofhitað árum saman og verðbólgan hafi rokið upp. Vandamál Glitnis og annarra ís- lenskra banka og fjármálastofnana hafi byrjað að sjást í bókunum fyrr á árinu. „Þeir hafa undanfarin ár lagt undir miklar fjárhæðir til að styrkja stöðu sína á erlendum mörkuðum en þau kaup hafa að mestu leyti verið fjármögnuð með lánsfé. Himinhá verðbólga, fallandi hlutabréfaverð og háir vextir hafa orðið til þess að erlendir fjárfestar flúðu landið.“ AP Sveiflur Verðbréfasalar í kauphöllinni í New York fylgjast áhyggjufullir með þróun mála í gær en mikil lækkun varð er leið á daginn. ÍSLENSKU bankarnir eru allir með rekstur í öðrum löndum og reyndar er megnið af umsvifum Kaupþings á erlendri grund. Sagt er á sænsku vefsíðunni Privata Affärer, sem helgar sig viðskiptalífinu, að marg- ir lesendur hringi og spyrji um ábyrgð ríkisins á innistæðum ein- staklinga. Einn lesandinn segist eiga sparifé á Edge-reikningi hjá Kaup- þingi og spyr hvernig ábyrgð sé háttað. Svarið er að fyrir erlenda banka gildi ábyrgð sem heimaríki umrædds banka, Ísland í þessu til- felli, veiti en einnig ábyrgð af hálfu sænska ríkisins. Annar spyr hvað gerist ef Ísland „fer á hausinn?“ Svarið er að sænska ríkið ábyrgist allt að 250 þúsund s. kr. [um 3,7 millj. ísl. kr.]. Ef Ísland reynist ekki fært um að borga sína ábyrgð, sem mun vera um 2,5 milljónir ísl. kr., greiði sænska ríkið aðeins muninn á sænsku ábyrgðinni og þeirri ís- lensku, þ.e. um 1.200 þúsund ísl. kr. … EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.