Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 11
Miðvikudagur 1. október kl. 11.45
Nýtum tækifærið!
Þórlindur Kjartansson, formaður SUS, og Teitur Björn Einarsson, varaformaður SUS, kynna
afrakstur nýliðins milliþings SUS og hugmyndir ungra sjálfstæðismanna um mál sem þingmenn
Sjálfstæðisflokksins ættu að setja á oddinn, á opnum fundi í Valhöll. Ungir sjálfstæðismenn
halda fundinn og fundarstjóri er Sigríður Dís Guðjónsdóttir, stjórnarmaður í SUS.
Miðviku- og fimmtudagur 1. og 2. okt. kl. 18-21
Stjórnmál skipta máli -
Stjórnmálanámskeið fyrir ungt fólk
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt nokkrum
valinkunnum Heimdellingum, eru framsögumenn á stjórnmálanámskeiði fyrir ungt fólk sem
haldið verður í sal 2 í Valhöll.
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins og Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík,
standa að námskeiðinu og námskeiðsstjóri er Fanney Birna Jónsdóttir, formaður Heimdallar.
Áhugasamir vinsamlega skrái sig með því að senda tölvupóst á disa@xd.is
Sunnudagur 5. október kl. 10.30-18.00
Haustferð reykvískra sjálf-
stæðismanna að Skógum
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til hinnar árlegu haustferðar sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
vík. Að þessu sinni er ferðinni heitið að Skógum. Boðið verður upp á morgunkaffi fyrir brottför
en lagt verður af stað frá Valhöll. Geir H. Haarde og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri,
ávarpa ferðalanga. Með í förinni verða Árni Johnsen og Kjartan Ólafsson, alþingismenn
Suðurkjördæmis.
Vinsamlega skráið þátttöku í síma 515 1700 fyrir kl. 17.00 næstkomandi föstudag.
Allir hjartanlega velkomnir. Verð 1000 kr.
Nánari upplýsingar um fundina og flokksstarfið má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is eða í síma 515-1700.
Tölum saman
Fjölmargir opnir fundir eru á vegum Sjálfstæðisflokksins
í viku hverri. Á þessa fundi eru allir velkomnir.
Oft hefur gustað um bankann, og þá oftast
vegna átaka um eignarhald. Átakamesta og á
stundum dramatískasta viðskiptastríð, sem
háð hefur verið í íslensku viðskiptalífi í áratugi,
var háð um Glitni, sem þá hét Íslandsbanki.
Þetta stríð var að mestu leyti háð fyrir luktum
dyrum og á bak við tjöldin á árunum eftir 2000.
Það fór meira og minna framhjá íslensku þjóð-
inni að nokkrir menn gerðu ítrekaðar tilraunir
til þess að ná á sitt vald Íslandsbanka, með
kaupum í bankanum sjálfum og Trygginga-
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
SAGA Glitnis spannar tæp 19 ár. Bankinn varð
til við sameiningu fjögurra banka og síðar sam-
einaðist hann banka, sem varð til við samein-
ingu fjögurra sjóða atvinnulífsins. Bankinn
hefur borið þrjú nöfn, fyrst hét hann Íslands-
banki, síðan Íslandsbanki-FBA, þá Íslands-
banki á ný og loks hlaut hann nafnið Glitnir.
miðstöðinni og Fjárfestingarfélaginu Straumi.
Einnig fór hljótt, að því var afstýrt, jafnan á
elleftu stundu, að yfirtökuáformin yrðu að
veruleika. Það voru áhrifamenn í banka- og
viðskiptalífinu sem tóku höndum saman, með
vitund og samþykki valdamikilla stjórnmála-
manna, til að koma í veg fyrir að völd og áhrif,
sem fylgja því að ráða yfir mörgum tugum
milljarða króna í eigu sjóða, banka og almenn-
ingshlutafélaga, lentu í höndum Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, Þorsteins Más Baldvinssonar
og samstarfsmanna þeirra. Þessir aðilar
tengdust flestir svokölluðum Orca-hópi.
Í ágúst 2002 var gengið frá samkomulagi
þess efnis, að Íslandsbanki keypti hlut þessara
hluthafa í bankanum, samtals 21,78% af skráðu
hlutafé.
Saga þessi var rakin í greinaflokki Agnesar
Bragadóttur í Morgunblaðinu, Baráttan um
Íslandsbanka, í ársbyrjun 2003.
Hér að ofan er stiklað á stóru í viðburðaríkri
sögu Glitnis.
Oft hefur gustað um Glitni
í nítján ára sögu bankans
!
! "#$"# %
&'(# %)
*"+!# ! *#
! %*",!"-
! .
+#+* /
0!
#.
(1$#$/
2 # .3!4 .
5/! " #
. ./ 4#
6 ! # $"#
#. %5 !%
) / %) '# *"
,# " 7 *
/
"!.
/" *.$1# 8
. .
1
3. 1 * #
5/!% $#% !49#:1#
. .5/! " #. .
! !;! #9! *#
.!4-
%8$"%**" < -
5&*" * ! "
*"5/! "
#. ! #.9.#
#
-5&1
0! /2 #
*#+#+* *" 7 *
7 !. . !4
-
-5&.
10 ( "
"! " 1!!'/
0
-
1/ .
!4
.=
> !
#99 ( ! *"
= !49. .
1#8
7 * . #
8$#
**"?/#@! "
/ .1
A 5?=*#9%<
!" = %.. !4.
0*%!" 1 8"0*#
!<9!":!" 1#.=
3. # * =
1/9!9! !*""
1* # (1#8
#991<
> !#. #!"
:1#/. #
0*%!" 1 8"%8
"!#$# > * 3;$!
1 9#* #8"-
/"!#$# . #
Fallvaltir fjármálarisar
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÞEGAR ríkissjóður leggur Glitni til
84 milljarða kr. hlutafjárframlag
kemur það væntanlega fram í efna-
hagsreikningi ríkissjóðs sem minni
inneign ríkisins í Seðlabankanum,
skv. upplýsingum sem fengust í fjár-
málaráðuneytinu. Fjárhæðin verður
tekin úr gjaldeyrisvarasjóði Seðla-
bankans. Er ekki gert ráð fyrir að
ríkissjóður þurfi að taka lán vegna
þessa og hafa þessar aðgerðir engar
breytingar í för með sér á forsendur
fjárlagafrumvarps næsta árs sem
verður lagt fram á Alþingi á morgun.
Ekki áhrif á þjónustu ríkisins
Geir H. Haarde forsætisráðherra
sagði í gær að lagaheimildir Seðla-
bankans væru nægilegar til þess að
ganga frá málinu. Að sjálfsögðu
þyrfti hluthafafundur í Glitni að
þykkja þetta „en síðan munum við á
komandi þingi afla okkur þeirra
lagaheimilda sem nauðsynlegar
kunna að vera ef þess gerist þörf,“
sagði Geir. Þessi ákvörðun hefði
ekki þau áhrif að ríkið þyrfti t.d. að
draga úr opinberum framkvæmdum.
,,Við notum fjármagn úr þeim vara-
sjóði sem er verið að byggja upp og
þetta á ekki að hafa áhrif á þjónustu
ríkisins,“ sagði hann.
Fram kom í máli Davíðs Odds-
sonar seðlabankastjóra í gær að
fjármálaráðuneytið mundi fara með
hlut ríkisins í Glitni og skipa stjórn-
armenn sem mundu fara fyrir þeim
hlut. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabank-
ans væri nýttur til hlutafjárkaup-
anna og minnkaði hann því sem
þessari fjárhæð næmi.
Morgunblaðið/Þorkell
Gjaldeyrisvaraforði Ekki er gert ráð fyrir því að ríkissjóður taki lán vegna
84 milljarða króna hlutafjárframlags ríkisins í Glitni.
Engin áhrif á
forsendur fjárlaga
„ÞAÐ hefur ekki verið rætt neitt um uppsagnir eða breytingar á högum
starfsmanna,“ segir Anna Karen Hauksdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna
hjá Glitni. Hún segir að með því að ríkisvaldið eignist 75% í bankanum sé
verið að styrkja stöðu bankans og rekstur hans. „Að því leyti til er því ekki
mikill órói meðal starfsmanna.“
Lárus Welding, forstjóri Glitnis, hélt kynningarfund með starfsfólki
bankans í gær og segir Anna Karen að upplýsingar um málið hafi verið
mjög aðgengilegar starfsfólki.
Starfsmenn halda ró sinni