Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 19
KYNNING OG VIÐTÖL
FJÁRFESTINGAR Í FISKI
Í RÚSSLANDI
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
1
8
6
7
www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is
Morgunverðarfundur 3. október kl. 08:15–09:30
í Borgartúni 35.
Útflutningsráð heldur morgunverðarfund með Yury Korolev,
viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands í Moskvu, og Sigurði Ingólfssyni,
ráðgjafa hjá Áhættustýringu ehf. Kynntir verða fjárfestingamöguleikar
sjávarútvegsfyrirtækja í Rússlandi.
Fundurinn er öllum opinn en hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir þá
sem vilja kynna sér þá uppbyggingu sem nú fer fram í sjávarútvegi í
Rússlandi.
Nánari upplýsingar veita:
Andri Marteinsson, verkefnisstjóri, andri@utflutningsrad.is og
Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is
Viðtöl
Frá kl.10:00 mun Yury Korolev, viðskiptafulltrúi, hitta
fulltrúa fyrirtækja sem vilja leita markaðsráðgjafar á
umdæmissvæðum sendiráðsins.
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands,
Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með
tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Auk Rússlands eru umdæmislönd sendiráðsins: Armenía,
Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía,
Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.
EF banki eða sparisjóður getur
ekki innt af hendi innstæður spari-
fjáreigenda eða er tekinn til gjald-
þrotaskipta kemur til kasta Trygg-
ingarsjóðs innstæðueigenda og
fjárfesta. Heildareign innstæðu-
deildar sjóðsins á að nema að
minnsta kosti 1% af meðaltali
tryggðra innstæðna. Lágmarks-
tryggingarfjárhæð sem sjóðurinn
ábyrgist miðast við 20.887 evrur eða
sem jafngildir tæplega þremur
milljónum íslenskra króna. Ekkert
hámark er á greiðslum á meðan
eignir sjóðsins hrökkva til.
Ef eignir sjóðsins hrökkva ekki til
að greiða heildarfjárhæð innstæðna
þá skal greiðslum skipt þannig milli
kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt
að þessari lágmarksfjárhæð verði
bætt að fullu en allt umfram það
yrði svo bætt hlutfallslega.
Til að fá greiðslur frá sjóðnum
verða innlánseigendur að skila til
sjóðsins skriflegum kröfum ásamt
þeim gögnum sem sjóðurinn metur
nauðsynleg.
Hallgrímur Ásgeirsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri sjóðsins,
fjallaði um tryggingaverndina í
Fjármálatíðindum 2005 og kom þar
fram að hrein eign sjóðsins myndi
hvergi nægja til að tryggja öllum
lágmarkstryggingavernd ef á hana
reyndi á sama tíma. Menn hefðu tal-
ið útilokað að svo alvarlegt ástand
skapaðist í fjármálakerfinu að 1% af
innstæðum myndi ekki nægja til að
standa skil á tryggingaverndinni.
„Hins vegar kunna að vera meiri
líkur á því að við gjaldþrot einnar
lánastofnunar þyrfti að ganga svo á
eignir innstæðudeildar að þær
myndu ekki nægja til að mæta
þeirri áhættu sem eftir stæði af því
að önnur lánastofnun yrði gjald-
þrota,“ segir í grein hans.
omfr@mbl.is
Tryggja þrjár millj-
ónir að lágmarki
Tryggingarsjóður ábyrgist innstæður að
ákveðnu marki verði lánastofnun gjaldþrota
Vernd Eignir Tryggingarsjóðs innlána hafa aukist hratt vegna mikillar
aukningar á innlánum banka og sparisjóða. Þær námu 17 milljörðum sl. vor.
SKARPHÉÐINN Berg Steinarsson,
forstjóri Landic Property, segir á
fréttavef mbl.is að ómögulegt sé að
segja til um framhaldið eftir
greiðslustöðvun Stoða, stærsta
hluthafa Landic, sem er meðal
stærstu fasteignafélaga á Norð-
urlöndunum. Segir Skarphéðinn að
umtalsverð verðmæti séu fólgin í
hlut Stoða í Landic en hvað verði
um þann hlut viti enginn í dag. Fé-
lagið muni halda sínu striki og sé
ekki háð Stoðum hvað varðar fjár-
mögnun. Stoðir hafi tekið þátt í
uppbyggingu Landic en Landic eigi
engar kröfur á Stoðir og því muni
greiðslustöðvun félagsins ekki hafa
áhrif á Landic til skemmri tíma.
Óljós áhrif
á Landic
SIGURÐUR Við-
arsson, forstjóri
Trygginga-
miðstöðvarinnar
(TM), segir að
ósk Stoða hf. um
greiðslustöðvun
hafi ekki nein
áhrif á rekstur
tryggingafélags-
ins. Stoðir eiga yfir 99% hlut í TM.
„Við erum ekki háðir eigand-
anum á nokkurn hátt, erum gríð-
arlega sterkt félag og getum marg-
falt staðið við okkar
skuldbindingar. Við erum ekki háð-
ir fjármögnun af hendi Stoða og
stöndum sterkir þrátt fyrir að eig-
andinn standi í vandræðum,“ segir
Sigurður en telur þetta meira vera
spurningu um eignarhaldið, Stoðir
muni væntanlega fara í samninga
við lánardrottna sína. „En vissulega
er öll óvissa vond,“ segir Sigurður
sem upplýsti í gær starfsmenn TM
um stöðu mála, svo og endurtryggj-
endur og aðra erlenda samstarfs-
aðila sem voru með fyrirspurnir.
Engin áhrif á
rekstur TM
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
GREIÐSLUSTÖÐVUN Stoða hf.,
áður FL Group, var samþykkt í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Gildir hún til næstu þriggja vikna,
eða til 20. október. Á þeim tíma
verður gengið til samninga við
lánardrottna en samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins er
Landsbankinn einn helsti lán-
ardrottinn Stoða, auk fleiri ís-
lenskra og erlendra banka.
Stjórn Stoða sendi í gær frá sér
harðorða yfirlýsingu þar sem segir
m.a. að óskað hafi verið eftir
greiðslustöðvun í kjölfar „þving-
aðrar yfirtöku Seðlabankans og
ríkisvaldsins“ á Glitni. Ef yfirtak-
an verði samþykkt á hluthafafundi
Glitnis láti nærri að eignarhlutir
Stoða í Glitni lækki um 60 millj-
arða króna. Eigið fé Stoða nam
um 87 milljörðum króna við lok
annars ársfjórðungs og segir
stjórn félagsins að fjárhagsstaða
þess sé því í miklu uppnámi.
Greiðslustöðvun Stoða tengist
mörgum öðrum félögum sem hafa
verið hluti af Baugsveldinu, eins
og sést á meðfylgjandi korti. Fyrr
á árinu urðu miklar tilfærslur á
eignum Baugs í kjölfar end-
urskipulagningar á FL Group,
sem hlaut nafnið Stoðir. Áttu
Stoðir að kaupa kjölfestuhlut í
Baugi Group, nærri 40%, fyrir 25
milljarða króna, sem átti að greið-
ast með hlutabréfum í Stoðum.
Samþykkja átti þau viðskipti á
hluthafafundi sem Stoðir höfðu
boðað í dag, en var aflýst í gær
eftir að greiðslustöðvunin blasti
við.
Auk hluta í Glitni eiga Stoðir
hluti í Tryggingamiðstöðinni, fast-
eignafélaginu Landic Property,
drykkjarframleiðandanum Ref-
resco, danska brugghúsinu Royal
Unibrew og fasteignafélaginu
Bayrock Group.
Stoðir eru að stærstum hluta í
eigu Styrks Invest, sem aftur er í
eigu Gaums og Kaldbaks, fjárfest-
ingafélags Samherja. Aðrir eig-
endur Stoða eru Fons, Oddaflug
Hannesar Smárasonar og Materia
Invest, félag í eigu Þorsteins M.
Jónssonar og Magnúsar Ármanns.
-
,(+D
'
($%&&
,
'6'&& 8!D
2
2:
'
&
)' %
&
E%
:%
345
'
2
647
.7
&
-8
F
<
G
5
%
7
H
F3% &
I
*
73
E
%
J
K
G %0
G-
:%
8 ?A#
F
&
-
3
G
%
'
LD .% M
, 5
&'&'
7:N
'
3 .
9$7
)
F
,':0
:
/5
O
-: )
()$
''$
('*$
"'$
)+$
,&$
9$
: 4 .5
Kaupin í Baugi í uppnámi
Í HNOTSKURN
»Við tilfærslurnar hjáBaugi varð til félagið Stoð-
ir Invest, sem er eigandi 365,
Teymis og fleiri félaga á sviði
fjarskipta og fjölmiðlunar.
»Ennfremur tók Gaumur,félag í eigu Jóns Ásgeirs
og fjölskyldu, yfir félag Baugs
á Íslandi; Haga, sem rekur
m.a. Hagkaup og Bónus.
Gríðarlegir fjármunir undir í greiðslustöðvun Stoða Tengist fjölda fyrirtækja með starfsemi um
allan heim Samið við Landsbankann og fleiri lánardrottna Hluthafafundi Stoða í dag var aflýst
JAKOB R. Möller, hrl. hjá Logos lögmannsþjónustu, var
af Héraðsdómi Reykjavíkur skipaður aðstoðarmaður
Stoða á þeim tíma sem greiðslustöðvunin gildir, til 20.
október. Hann segist ekki tjá sig um stöðuna, að öðru
leyti en því að lögum samkvæmt þurfi minnst þremur
sólarhringum fyrir þann tíma að vera búið að boða lán-
ardrottna til fundar, eða í síðasta lagi föstudaginn 17.
október. Á þeim fundi verði eignir og skuldir félagsins
kynntar, og hvaða áætlanir eru uppi, ef einhverjar eru,
um hvernig nýskipan verður komið á fjármálin. Stoðir
þurfi að koma fyrir dóm 20. október, að óska þá eftir
lengri greiðslustöðvun eða gera annað sem ákveðið verður á þeim tíma.
Greiðslustöðvun sé úrræði sem gefur mönnum kost á að endurskipuleggja
fjármál sín, án þess að verða fyrir truflunum frá kröfuhöfum. bjb@mbl.is
Jakob aðstoðar-
maður Stoða
Jakob R. Möller