Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 39 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Hreinræktaðir Labrador hvolpar- til sölu Tilbúnir til afhendingar 21. okt. Mælt með gotinu af Ræktunarráði Retrie- verdeildar HRFÍ. Sjá myndir www.blaskoga-tinna.blog.is og frekari uppl. í 898-0655 Auður Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og öflugur. Aukin orka, betri svefn og aukakílóin hverfa. Dóra 869-2024, www.dietkur.is Aloe vera djús Er náttúrulegur græðari sem læknar innanfrá. Er í miklum metum hjá fólki með liðagigt, húðvandamál, melting- aróreglu, eflir afeitrun lifrarinnar og er vatnslosandi. Dagmar s. 557 2398. Hljóðfæri Óska eftir að kaupa píanó má þarfnstr smá viðgerðar. Verðhugmynd kr. 50-100 þús. Upplýsingar í síma 897 0003. Húsnæði í boði Til leigu bílskúr í Lindahverfi Um 30 fm bílsk., leigist strax. Uppl. um verð og fl. ernasifa@hotmail.com Sumarhús Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Stórglæsilegt sumarhús til leigu Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25 fm milliloft. Húsið er staðsett í Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur frá Laugarvatni. Þau gerast ekki mikið flottari! Heitur pottur. Sími 841 0265. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Námskeið í tréskurði Fáein pláss laus fyrir byrjendur. Hannes Flosason, sími 554 0123 og 863 0031. Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Byggingar Stálgrindarhús frá Kína Flytjum inn stálgrindarhús. Allar stærðir og ýmsir möguleikar. Traustur aðili. Blikksmiðja Gylfa ehf., 897-9161. blikkgylfa@internet.is Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Ýmislegt Tískuverslunin Smart, Grímsbæ/Bústaðavegi Buxnadagar 15% afsláttur kvartgallabuxur. Mánudag og þriðjudag. Sími 588 8050. GreenHouse haust-vetrarvaran er komin. Verið velkomin að sækja frían bækling. Opið í dag, þriðjudag 13-19. GreenHouse, Rauðagerði 26. Dömur Mjög léttir þægilegir inniskór úr leðri og skinnfóðraðir í miku úrvali. Stærðir. 36 - 41 Verð frá: 4.985.- til 7.350.-- Misty skór Laugavegi 178 sími 551 2070 opið: mán - fös 10 - 18 lau 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf ATHUGAÐU: SÖMU FRÁBÆRU VERÐIN Teg. 81103 - fer rosalega vel, gamal- reynt snið nú í fleri litum í BC skálum á kr. 2.950,- og buxur fást á kr. 1.450,- Teg. 5207 - nýkominn aftur í CDE skálum á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr. 1.450,- Teg. 18696 - mjög haldgóður og flott- ur í CDE skálum á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr. 1.450,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bílar BENZ VITO 2008 8 manna, beinsk., dísel,, ,leðurkl., auka-bún. kæliskápur, extra langur, ek. 10 þús. Verð 3.500 þús. + tollur. Upplýsingar í síma 896 5522. Hjólbarðar Nagladekk - Mazda 6 og Yaris Nánast ný nagladekk af Mözdu 6, 205/55 R16, v. 40 þús. Mjög góð nagladekk af Yaris 175/70 R14, v. 15 þús. S: 894-4343. Einkamál Stefnumót.is "Þar sem Íslendingar kynnast". Ertu í makaleit? Leitar þú nýrra vina? Vant- ar þig dansfélaga? Ferðafélaga? Göngufélaga? Spjallfélaga? Nýttu þér vandaðan vef til að kynnast fólki á þínum forsendum. Stefnumót.is Vertu ævinlega velkomin/n. Þjónustuauglýsingar 5691100 Óska eftir Gamlir íslenskir peningaseðlar Óska eftir gömlum íslenskum pening- aseðlum. Einnig seðlum sem komu strax eftir myntbreytingu. Vinsamleg- ast hafið samband í s. 699 1159. KÍNA er orðið stórveldi á skák- sviðinu. Það er óumdeilt og eina markmiðið sem milljarðasamfélagið hefur ekki náð er að eignast heims- meistara karla en heimsmeistaratitli kvenna hafa nokkrar kínverskar stúlkur hampað á ýmsum tímum. Karlalið Kínverja hefur enn ekki unnið gull á ólympíumóti en aðeins tímaspursmál hvenær það gerist. Að sumu leyti minnir uppgangur Kín- verja á skáksviðinu nú á það þegar Sovétmenn voru að koma fram á al- þjóðavettvangi um miðja síðustu öld. Á dögunum fór fram keppni milli Kínverja og Rússa. Teflt var bæði í kvenna- og karlaflokki. Í keppni með venjulegum umhugsunartíma unnu Kínverjar karlakeppnina 14 ½-10 ½ en í kvennakeppninni voru Rússarn- ir betri og unnu 13 ½-11 ½. Sam- anlögð niðurstaða varð 26-24, Kín- verjum í vil. Í báðum liðum var nokkuð um forföll en niðurstaðan er athyglisverð; í eina tíð hefði þótt alveg óhugsandi fyrir eina þjóð að sigra Rússa í svo viðamikilli keppni. Á næsta Ólympímóti er afar lík- legt að Kínverjar vinni kvenna- flokkinn og í karlaflokknum eru sigurhorfur þeirra einnig góðar. Rússar hafa ekki staðið sig alltof vel í alþjóðlegum keppnum undan- farið og Armenar sem unnu í Tor- ino 2006 eiga auðvitað sína mögu- leika þó þeir hafi misst góðan mann, Karen Asrian sem féll frá sl. sumar. Af þeim 30 skákmönnum sem eru með 2.700 Elo-stig eða meira eru þrír kínverskir skákmenn. Einn þeirra er Wang Yue. Hann hefur nú teflt meira en 60 skákir í röð á öflugum mótum án þess að tapa einni einustu skák. Síðasta tap hans var í 1. umferð síðasta Reykjavíkurskákmóts þegar hann varð að láta í minni pokann fyrir Birni Þorfinnssyni sem getur rétti- lega verið stoltur af þeim óvænta sigri. Kínverjinn náði þó efsta sæt- inu á mótinu að lokum. Wang Yue er sá stólpi í kínverska liðinu sem gæti gert gæfumuninn í Dresden. Stutt er síðan hann náði frábærum árangri í liði „Æskunnar“ gegn „Reynslunni“ í Hollandi en þar tókst honum hvað eftir annað að vinna nafntogaða stór- meistara í löngum og ströngum endatöflum. Erfitt mót hjá Hannesi í Texas Hannes Hlífar Stefánsson náði sér aldrei á strik á alþjóðlega mótinu í Lubbock í Texas sem lauk um helgina. Tíu stórmeistarar tefldu all- ir við alla og Hannes varð að láta sér lynda neðsta sætið með 2 ½ vinning úr 9 skákum. Fjórir skákmenn deildu efsta sætinu á þessu sterka móti, þeir Leonid Kritz frá Þýska- landi, Harikrishna frá Indlandi, Bandaríkjamaðurinn Alexander Onichuk og Bandaríkjamaðurinn Akobian. Þeir voru allir með 5 ½ vinning. TR varð hraðskák- meistari taflfélaga Á sunnudaginn fór fram úrslita- viðureign Taflfélags Reykjavíkur og Bolvíkinga í hraðskákkeppni tafl- félaga sem staðið hefur undanfarna mánuði en keppnin er haldin með út- sláttarfyrirkomulagi. Á sunnudag- inn var keppt á sex borðum, tvöföld umferð. Líta mátti á keppnina sem einhvers konar liðskönnun fyrir Ís- landsmót taflfélaga sem fram fer um næstu helgi. Þegar upp var staðið höfðu TR-ingar unnið öruggan sigur 40 ½-31 ½ . Bestum árangri í liði TR náði Arnar Gunnarsson sem hlaut 9 vinninga úr 12 skákum en Þröstur Þórhallsson hlaut 8 ½ vinning einnig úr 12 skákum. Jón Viktor Gunnars- son var bestur Bolvíkinga með 8 vinninga af 12 mögulegum Jón L. Árnason hlaut 7 v. af 12. Skákstjóri var Óttar Felix Hauksson, formaður TR. Kína er hið nýja stórveldi skákarinnar Besti Kínverjinn Yue hefur ekki tapað síðan á Reykjavíkurskákmótinu. SKÁK Ningpo, Kína Kína-Rússland 18.-27. september 2008 Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.