Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Fallvaltir fjármálarisar
FRÉTTASKÝRING
Eftir Pétur Blöndal og
Agnesi Bragadóttur
„HÉR ERU allir hvítir í framan,“
sagði einn starfsmaður Lands-
bankans í gærmorgun. „Óvinnu-
fært“ var í flestum fjármálastofn-
unum eftir að tilkynnt var um
„björgunaraðgerðir“ á Glitni, sem
fólust í því að Seðlabankinn keypti
75% í bankanum fyrir 600 millj-
ónir evra.
Lagt er upp með að ríkið taki
hlutinn yfir eftir að Alþingi kemur
saman.
Erfiðir gjalddagar
Atburðarásin hófst þegar ekki
fékkst framlengt lán til Glitnis
upp á 150 milljónir evra og farið
var fram á að Glitnir greiddi lánið
upp á gjalddaga 15. október.
Ein þeirra skýringa sem nefnd-
ar hafa verið, samkvæmt heim-
ildum blaðsins, er sú að Seðla-
bankinn hafi fengið lán upp á 300
milljónir evra hjá sama banka. Og
var því beint til Glitnis, sam-
kvæmt sömu heimildum, að sækj-
ast eftir láni frá Seðlabankanum.
Þá kemur fram að forsvarsmenn
Glitnis hafi ekki talið sig geta sótt
evrurnar á markað án þess að
veikja krónuna verulega. Og bent
er á að stórir gjalddagar hafi ver-
ið framundan hjá bankanum, með-
al annars í janúar og febrúar, sem
erfitt hefði reynst að standa við.
Vonast er til að það að ríkið eign-
ist hlut í bankanum liðki fyrir
frekari fjármögnun.
En gjaldþrot Lehman Brothers
15. september vó eflaust þyngst í
lausafjárkreppu Glitnis, órói á
mörkuðum og gjaldþrot sem
fylgdu í kjölfarið. Þá dró úr
trausti á fjármálamarkaðnum og
lokuðust lánalínur Glitnis „ein af
annarri“, jafnvel hjá traustum
bönkum. Eins og einn viðmælenda
sagði í gær: „Menn vilja bara
geyma peningana undir kodd-
anum.“
Talað er um að það hafi verið
nýtt í haust, þegar horft er til
Lehman Brothers, hversu hröð at-
burðarásin var. „Lausafé hefur því
meiri áhrif á virðismat en áður.“
Heyra mátti þá gagnrýni í gær að
Glitnir hefði verið seinn af stað
með innlánsreikninga erlendis, öf-
ugt við Kaupþing og Landsbank-
ann, og það spilaði inn í að lausa-
fjárkreppan hefði komið harðar
niður á bankanum.
Bland í poka
Þorsteinn Már Baldvinsson,
stjórnarformaður Glitnis, fór því á
fund Davíðs Oddssonar seðla-
bankastjóra á fimmtudag til að
ræða þá stöðu sem komin var upp.
Heyra mátti á stórum hluthafa í
gær að ef til vill hefðu for-
ystumenn bankans hlaupið á sig;
ljóst væri á viðbrögðum þeirra síð-
ar að þeir hefðu ekki áttað sig á
hvaða atburðarás þeir væru að
setja af stað. Enda voru þeir ekki
búnir að útiloka aðrar fjármögn-
unarleiðir og hefðu viljað meiri
tíma.
Á fréttamannafundi forsætisráð-
herra í gær kom fram að Glitnir
hefði farið fram á lán upp á 600
milljónir evra. Glitnismenn hafa
sagst hafa verið að leita leiða til
að mæta næstu afborgun upp á
150 milljónir evra. Þeir vildu
leggja fram tryggingar fyrir lán-
inu, sem voru „bland í poka“, með-
al annars húsnæðislán og bílalán.
Og voru meðvitaðir um að Seðla-
bankinn þyrfti að sýna „sveigj-
anleika“ til að taka tryggingarnar
gildar.
En tryggingarnar þóttu „of
veikar“ af hálfu stjórnvalda, sem
töldu ekki verjandi að lána út á
þær, höfnuðu tillögunum og gáfu
ekkert út á síðari tryggingapakk-
ann frá Glitni sem þá var lagður
fram.
Sá er einnig rökstuðningurinn
fyrir aðgerðum stjórnvalda að
ekki hafi þótt trúverðug skilaboð
til markaðarins að veita „neyð-
arlán“. Slíkt hefði aðeins fram-
lengt óvissuna og varla talist trú-
verðugt, enda ekki verið komið í
veg fyrir að sama aðstaða kæmi
upp við næsta gjalddaga. „Það
hefði verið ábyrgðarleysi af
stjórnvöldum að fara þannig með
almannafé.“
Geir flýtti för
Þegar ekkert heyrðist frá Seðla-
bankanum höfðu Lárus Welding,
forstjóri Glitnis, og Þorsteinn Már
samband við Geir H. Haarde for-
sætisráðherra, fóru yfir stöðuna
með honum og báðu hann að flýta
komu sinni til landsins frá Banda-
ríkjunum. Það varð til þess að
Geir kom heim á laugardag, en
ekki á sunnudag eins og ráðgert
hafði verið, og fundaði með seðla-
bankastjóra og efnahags-
ráðgjöfum. Hann setti Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur utanrík-
isráðherra inn í málið þegar á
föstudag.
En Glitnismenn biðu ekki boð-
anna heldur hófu þreifingar um
sameiningu við Landsbankann,
sem stóðu fram á nótt, bæði á
föstudag og laugardag. Þær við-
ræður snerust um það framan af
að bankarnir mættust á jafnrétt-
isgrundvelli enda væri eigið fé
ekki ósvipað. Litið var til þess að
lausafjárstaða Landsbankans væri
sterkari en eignasafn Glitnis
betra.
En þegar ljóst varð til hvaða
inngrips Seðlabankinn hygðist
grípa taldi Landsbankinn að for-
sendur hefðu breyst og vildi koma
að málinu með öðrum hætti. Enda
ljóst að virði Glitnis hefði minnk-
að, eins og annarra banka sem
lentu í greiðsluflæðiserfiðleikum.
Viðræður um sameiningu
Yfirstjórn og stærstu eigendur
Landsbankans voru samkvæmt
heimildum eftir sem áður tilbúnir
að koma inn í viðræður við Glitni,
stjórnvöld og Seðlabanka með
sameiningu við Glitni í huga „til
þess að leysa þann bráðavanda
sem Glitnir var kominn í“ og þá
með mun minni hlutdeild ríkisins í
stærri og sameinuðum banka, en
þó með hærra heildarframlagi af
hálfu ríkisins.
En sömu heimildir herma að
þar sem slíkur hraði hafi verið á
afgreiðslu málsins hafi fulltrúar
Landsbankans í raun aldrei kom-
ist að samningaborðinu.
Ráða mátti af orðum forsætis-
ráðherra í gær að ekki hefði gefist
tími eða verið aðstæður til þess að
ræða slíka sameiningu „á
jafnræðisgrundvelli“.
Stjórnvöld virðast líta nálgun
Landsbanka heldur öðrum augum
en forsvarsmenn bankans gera.
Hermt er að Landsbankinn hafi
viljað hirða upp leifarnar af Glitni
á brunaútsöluprís og að almenn-
ingur hefði þurft að taka á sig
mun meiri byrðar.
Forsætisráðherra sagði slíka
sameiningu þó vel koma til greina
„á meiri jafnræðisgrundvelli“ þeg-
Morgunblaðið/Golli
Forsætisráðherrann Geir H. Haarde var í þungum þönkum á skrifstofu sinni í Stjórnarráðinu nokkrum mínútum áður en hann fór á fund í Seðlabankanum á sunnudagskvöld.
Atburðarásin hröð
Þreifingar um sameiningu Landsbankans og Glitnis stóðu yfir alla helgina Starfsmenn bankanna
lýstu „doða“ og óvissu Jón Ásgeir dembdi sér yfir viðskiptaráðherra Afleiðingarnar víðtækar