Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 22
Fólk hefur vanið sig á að sultur eigi að vera dísætar, en þær þurfa alls ekki að vera það. Það er alveg hægt að venja sig af sykri,“ segir Jón sem er hallur undir þá kenningu að mann- eskjan sé það sem hún borðar. „Mér hefur verið óskaplega upp- sigað við sykur undanfarin ár og ég er nokkuð viss um að syk- urinn sé að drepa okkur, því of- fitan af hans völdum er gríð- arlegt heilsufarslegt vandamál.“ Fjallagrös gegn inflúensu Ein jólin gerði Jón tilraun sem hann segir sennilega hafa mistek- |þriðjudagur|30. 9. 2008| mbl.is Eins og vænta má á þessum árstíma er skóla- starf komið í fullan gang og þetta haustið hófu um hundrað börn nám í grunnskólunum fjór- um á Ströndum – á Borðeyri, Hólmavík, Drangsnesi og Finnbogastöðum. Sá síðast- nefndi hlýtur jafnframt að vera sá fámennasti á landinu en þar eru tveir nemendur. Hér á Hólmavík er útikennsla að færast í vöxt og hefur einmuna veðurblíða á þessu hausti því komið sér vel. Til að mynda hefur heimilis- fræðikennsla farið fram utan dyra. Nemendur hafa poppað poppkorn og bakað brauð yfir opnum eldi. Þá er að minnsta kosti annar hver íþróttatími úti og hafa nemendur sést á harða- hlaupum um þorpið, enda er markmiðið að vegalengdin sem þau hlaupa á næstu vikum samsvari hringveginum.    Fullorðinsfræðslan hefur líka verið blómleg hér á Ströndum. Í tilefni af Viku símenntunar í síðustu viku var starfsfólk í fullorðinsfræðslu og fulltrúar Vinnumálastofnunar og stéttar- félaga á ferð um Vestfirði. Var góð mæting á kynningu í Galdrasýningunni á Hólmavík þar sem starfsemi þessara aðila var kynnt. Auk þess voru haldin örnámskeið í útieldamennsku og netnotkun. Einnig var hægt að skrá sig á námskeið en fjöldi námskeiða af fjölbreyttu tagi verður í boði á Ströndum í vetur.    Haustverkin eru í algleymingi til sveita og setja sinn svip á mannlífið. Smalamennskur og réttarstörf eru nú langt komin og farið að senda fé til slátrunar. Þar er um langan veg að fara því flestir láta slátra á Hvammstanga, Blönduósi eða Sauðárkróki.    Stjórn Byggðastofnunar var á ferð um Strandir í síðustu viku og lét sig ekki vanta í réttir. Á ferð sinni fór stjórnin um Árnes- hrepp og hafði meðal annars viðtöl í Minja- húsinu Kört, á Kaffihúsi í Norðurfirði og í réttum í Veiðileysufirði.    Eitt af því sem alltaf minnir á haustið hér um slóðir er að félagsstarf fer í fullan gang og meðal annars lifnar allt tónlistarlíf við. Tónlist- arskólinn á Hólmavík hefur löngum verið vel sóttur en líklega þó aldrei sem nú. Að þessu sinni koma þrír kennarar að tónlistarkennsl- unni, en vel hefur gengið að manna tónlistar- skólann undanfarin ár. Þá standa kórar og tón- listarmenn á svæðinu í stórræðum og eru að gefa út efni. Bjarni Ómar Haraldsson lauk upptökum á geisladiski með frumsömdu efni nú í sumar og kemur hann út eftir þrjár vikur og verða þá jafnframt haldnir útgáfutónleikar. Kvennakórinn Norðurljós er einnig að gefa út geisladisk og verður hann væntanlega kominn í jólatónaflóðið. HÓLMAVÍK Kristín Sigurrós Einarsdóttir fréttaritari úr bæjarlífinu Ein er sú súpa sem Jón getur státað af að hafa gert í miklu magni um dagana. Það er grænmet- issúpa sem gengur undir nafninu Töfrasúpan. „Ég fór út í iðnaðarframleiðslu á þessari súpu. Þá sauð ég mikið magn í stórum potti og frysti í mátulegum skömmtum. Sama gerði ég með lifr- arbuff eftir uppskrift frá Helenu Eyjólfsdóttur söngkonu. Þetta er mjög ódýr matur á kreppu- tímum og krakkarnir mínir lifðu á þessu þegar þau voru komin að heiman í háskólanám.“ Á haustin koma lömbin hnellin af fjalli þar sem þau hafa kroppað grasið græna. Og Jón ætlar að rifja upp gamla takta næstu daga og taka slátur. „Ég gerði vissulega ýmsar tilraunir í þeirri mat- argerð hér áður, aðallega reyndi ég ýmislegt til að gera blóðmörinn aðgengilegri. Ég gerði til dæmis færeyskt slátur en í því er negull og kanill sem gerir það að verkum að dásamlegur jólailm- ur leggst yfir þegar það er soðið. Þetta var skemmtilegt verkefni og ég fékk færeyska hjúkrunarkonu í Búðardal til að segja mér til um uppskriftina að þessari færeysku blóðpylsu, eins og hún heitir á frummálinu.“ Færeysk blóðpylsa með negul Lúin Uppskriftin að færeysku blóðpylsunni er í margnotaðri uppskriftabók sem stendur fyrir sínu. daglegtlíf J ón hefur sérlega gaman af því að búa til mat þar sem hollustan ríkir, hvort sem það er súpa, brauð, slátur eða berjasaft. „Mörg bætiefni í berjum þola illa suðu og það er ekki hægt að ná saf- anum úr flestum öðrum berjum nema sjóða þau. Krækiber er hins vegar hægt að kaldpressa og saftin heldur því öllum sínum efnum. Og þar sem ég bæti engum sykri í hana er hún algjörlega hrein afurð og hollustan eins mikil og kostur er,“ segir Jón og bætir við að sá háttur að setja mik- inn sykur í saftina sé óþarfur því það sé fyrst og fremst gömul aðferð til að auka geymsluþol. „Það er ekkert mál að frysta saftina, hún tapar engum gæðum við það. Ég frysti hana í hálfs lítra plastflöskum og tek svo eina flösku upp í einu.“ Bláar tennur og kraftur kirkju Á heimili Jóns er á hverjum morgni skálað í heilsudrykknum og stolti hús- bóndans, krækiberjasaftinni góðu. Hús- freyjan segir að fyrir vikið sé fólkið á þeim bænum gjarnan með bláar tennur. Ljóst er að þó nokkurt magn þurfti af berjum í þá tuttugu lítra af saft sem Jón bjó til, en hann fór ásamt Kristínu konu sinni til stórtækrar berjatínslu í haust. „Við tíndum þessi ber á svæðinu fyrir ofan Strandarkirkju á Reykjanesi, sem er mik- ilvægt, því kraftur fylgir þeirri kirkju,“ segir Jón íbygginn. Honum finnst gott að hræra saftinni saman við skyr og hellir henni jafnvel út á hafragraut. „Eins er gaman að færa vinum saft að gjöf.“ Hver flaska er vel merkt með stórum miða og athygli vekur að þar stendur að framleiðandinn sé Ber í lautu. Þetta hljómar óneitanlega tvírætt en Jón fullyrðir að hann hafi aldrei farið allsber í berjatínslu, enda oft votviðra- samt á haustin. Sykurinn er að drepa okkur Jón segir meistara sinn í berja- fræðum vera Svein Rúnar Hauksson. „Ég hef farið með honum í ber og það er mjög gaman, mikið spjallað og spek- úlerað enda er hann manna fróð- astur um ber og berjalönd. Ég lít á mig sem lærling hans og því tel ég mig vera Berjasvein en Sveinn Rúnar er aftur á móti Berjameistarinn.“ En Jón lætur ekki duga að safta, hann býr líka til sultur úr berjunum. „Ég hef reynt að minnka sykurskammtinn í sult- unum og það hefur gengið vel. Þetta er spurning um smekk. „Þessi krækiberjasaft er laus við allan sykur og hún er stút- full af járni og vítamínum, af því ég kaldpressaði berin,“ seg- ir Jón Hálfdanarson eðlis- fræðingur og skálar stoltur við Kristínu Heiðu Kristinsdóttur í eðaldrykknum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á fjöllum Jón með gönguhóp á Arnarvatnsheiði að tína fjallagrös sem hann notar í brauð, rétt eins og berin sem hann tínir á haustin. Ber í lautu? Spekúlerað Jóni finnst gaman að velta vöngum yfir hinu og þessu í matargerð. ist. „Ég bjó til Söru Bernhards-kökur og sleppti öllum sykri í deiginu en lét súkku- laðið eitt sjá um sætuna. Þessar smákökur gengu hins vegar treglega út í jólaboð- unum.“ Jón hefur leitt þýska ferðamenn á göngu um Arnarvatnsheiði á sumrin en þar segir hann vera gnægð fjallagrasa. „Við höfum soðið fjallagrasamjólk í þess- um ferðum en ég hef mikla trú á fjalla- grösum gegn innflúensu og kvefi. Ég set líka gjarnan fjallagrös í brauðið sem ég baka í brauðvél sem ég keypti fyrir tutt- ugu árum. Ég hef gert ýmsar tilraunir með brauðin, sett í þau ber, sólblóma- kjarna og annað gott til að auka holl- ustuna.“ Eðaldrykkur Krækiberja- saftin góða í vel merktri flösku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.