Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Fólk BANG Gang, eins manns sveit Barða Jó- hannssonar, mun hita upp fyrir hina frönsku Air á tvennum tónleikum 10. og 11. október. Tónleikarnir fara fram í Reims og París í tónleikahöllum sem eru einkum ætlaðar undir klassískt tónleika- hald og var uppselt á tónleikana í júní. „Þetta er órafmagnað,“ tjáir Barði blaðamanni. „Air verður með einhverja sérstaka uppsetningu og sömuleiðis við. Með mér verða þau Vala Yates og Hrafn Thoroddsen.“ Barði er annars á fullu að kynna síð- ustu plötu Bang Gang, Ghosts from the Past. Bakland sveitarinnar er afar sterkt í Evrópu og í endaðan október og í upp- hafi nóvember verður ráðist í þriggja vikna tónleikaferðalag um Frakkland, Sviss, Pólland, Belgíu og víðar. Þá var fjögurra síðna umfjöllun um Bang Gang í ítalska Rolling Stone á dögunum. „Hinn ágæti bar Boston kemur þar ríkulega við sögu,“ segir Barði. „Platan hefur líka fengið stórkostlega dóma. Einn þýskur gagnrýnandi fór miklum hamförum í löngum dómi sem var dreginn saman með þessum tveimur orðum: sehr gut. Það var gríðarlega hressandi að lesa þá umsögn og fá svona líka kjarnyrt meðmæli.“ Bang Gang hitar upp fyrir Air  Hin dularfulla sveit Fallega gul- rótin, sem á varnarþing í Kópavogi, snýr aftur með látum nú á laug- ardaginn. Treður hún upp í Kling og Bang galleríi á Hverfisgötunni klukkan 18. Tónleikarnir verða í tengslum við sýningu Lorts, Trommusóló H42, sem opnuð verð- ur þennan daginn. Sveitin atarna hefur ekki komið oft fram en gaf út plötu árið 2002, Drap mann með rassinum. Þar voru skráðir meðlimir þeir Djöfla Dóri, Siggi Mæjó, Tónskrattinn, Gunni Görn og Addi Sækó. Meðlimir og nákvæm tala þeirra er þó nokkuð á huldu en heimildir Morgunblaðsins herma að með sveitinni hafi m.a. starfað þeir Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður, Hlynur Aðils tónskáld, Sigurður Magnús Finns- son athafnaskáld og Árni Sveins- son, plötusnúður og kvikmynda- gerðarmaður. Í orðsendingu frá Mæjó kemur fram að sveitin sé að undirbúa nýja plötu og fleiri tón- leikar séu í bígerð, m.a. í kringum væntanlega Airwaveshátíð. Fallega gulrótin snýr aftur  Heyrst hefur að rokkabillísveitin ógurlega, Langi Seli og Skuggarnir sé að leggja lokahönd á upptökur að nýrri plötu. Langi Seli reis á sínum tíma upp úr ösku listasveitarinnar Oxmá og var sveitin þá skipuð gít- arleikaranum og söngvaranum Axel Hallkeli (Sela), bassaleikaranum Jóni sem bar viðurnefnið Skuggi, Kormáki Geirharðssyni á trommum og Steingrími Guðmundssyni sem lék á gítar. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun Eric Quick vera kominn í stað Kormáks en staða Steingríms er enn ófyllt. Þó mun nýr liðsmaður vera genginn til liðs við Langa Sela en það er enginn annar en þúsundþjala-tónsmiðurinn Gísli Galdur. Langi Seli kom síðast fram fyrir tveimur árum í Þjóðleikhúskjall- aranum ásamt Ske og Jeff Who? Ný plata frá Langa Sela og Skuggunum MENNING Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fimmtudagur 2. október kl. 19.30 Í austurvegi - Tónlist innblásin af austurlenskri Gamelantónlist Tónlist innblásin af austurlenskri Gamelantónlist sem hafði mikil áhrif á vestræn tónskáld í lok nítjándu aldar og allt fram á þennan dag. Stjórnandi: James Gaffigan Einleikarar: Roland Pöntinen og Love Derwinger. Nico Muhly: Wish You Were Here Francis Poulenc: Konsert fyrir tvö píanó Colin McPhee: Tabuh-Tabuhan Claude Debussy: La Mer ■ Föstudagur 3. október kl. 21.00 Heyrðu mig nú - Gamelan James Gaffigan, Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónlist eftir Nico Muhly og Colin McPhee. Í heyrðu mig nú - tónleikaröðinni er hefðbundið tónleikaform brotið upp. Stuttir tónleikar þar sem tónlistin er kynnt á undan flutningi og boðið í eftirpartý í anddyri Háskólabíós á eftir. Tilvalið fyrir forvitna tónlistarunnendur. Miðaverð aðeins 1.000 krónur. STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HINN 6. nóvember næstkomandi verða liðin tíu ár frá sviplegu fráfalli Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar, myndlistar- og tónlistarmanns, kennara, skálds og allra handa lífs- kúnstners. Þorgeir snart margan manninn þau ár sem hann lifði og ætla vinir hans að minnast þessara tímamóta með útgáfu veglegrar bókar sem kemur út téðan dán- ardag og sama kvöld verður sérstök minningardagskrá í Iðnó. Það er útgáfan Ljós á jörð sem gefur út bókina. Kallast hún Óður eilífðar, og þar verður að finna ljóð og listaverk Þorgeirs. Um er að ræða innbundna 362 síðna bók með litmyndum og kemur hún út í í tak- mörkuðu upplagi. Bókinni er fylgt úr hlaði með inngangi eftir Guð- mund Andra Thorsson og Rúnu K. Tetzchner. Þorgeir stofnaði á sínum tíma hljómsveitina Júpíters og hafa fyrr- verandi félagar hans samið tónverk við heimsádeilukvæði eftir Þorgeir sem verður flutt á áðurnefndum há- tíðartónleikum. Hörður Bragason, fyrrverandi fé- lagi Þorgeirs í Júpíters, hefur einn- ig samið tónlist við sálma eftir Þor- geir sem verða fluttir um kvöldið, ljóð hans verða einnig lesin upp og fjölmargir listamenn koma fram. Fólki býðst að gerast áskrifendur að bókinni og styrkja þannig útgáf- una með því að hafa samband við út- gefanda í netpósti (runakt@hive.is) eða símleiðis (691-3214). Óður eilífðar Listamaðurinn Þorgeir var einn af stofnendum hinnar dáðu Júpíters. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÞEIR þurfa yfirleitt að líta reglu- lega yfir öxlina við vinnu sína og vera viðbúnir að stökkva í burtu ef til þeirra sést, en nú hafa sjö graff- arar fengið inni í virðulegum sýn- ingarsölum þar sem þeir sýna jafnt vegglistaverk sem málverk á striga. Jón Pétur Þorsteinsson, sextán ára sýningarstjóri, segist hafa fengið hugmyndina að sýningunni Gráum veggjum strax og hann heyrði að pabbi hans, Þorsteinn Jónsson, ætlaði að opna Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu. „Vinir mínir eru að fást við þetta sumir og mér finnst þetta áhugavert. Graffítí er vanmetið og það líta flestir á það sem glæp en ekki list,“ segir Jón Pétur. „Þó að það séu til menn sem eyðileggja hluti, þá er það bara hópur innan graffara, það eru ekki allir að skemma. Margir vilja gera eitthvað boðlegt og nota málningu og spreybrúsa á mjög háþróaðan hátt. Þeir eru ekki að merkja sér svæði, heldur búa til list.“ Hann segir sýninguna mjög fjölbreytta og hver listamaður hafi sinn sér- staka stíl. Af veggjum á striga Rúnar Kristmannsson hefur selt þrjú af verkum sínum á sýningunni. Hann er fimmtán ára og þar með yngsti graffarinn í hópnum. „Þetta snýst allt um að nota spreybrúsa,“ segir hann um þau verk sem hann gerði fyrir sýninguna. „Sýningin fjallar um það að setja þetta á striga, í staðinn fyrir veggi, þar sem ekki er hægt að kalla þetta skemmdarverk og hægt að sýna að þetta sé list.“ Hann segir að sífellt verði erfiðara fyrir graffara að at- hafna sig í Reykjavík. „Borgin hef- ur bara viljað sjá þetta sem skemmdarverk og eyðilagt lista- verk í staðinn fyrir að einbeita sér að skemmdarverkum. Þeir fara og mála yfir allt, líka einkaveggi, með hvítri og grárri málningu og þaðan er nafnið á sýningunni komið, Gráir veggir.“ Rúnar segir verk sín í galleríinu ekki eins og þau sem hann gerir úti á götu. „Maður hefur meiri tíma þarna. Þetta eru málverk, en stíll- inn er samt svolítið hrár. Ég nota mikið af litum og reyni að finna liti sem passa saman. Þetta eru ekki stafir eða svona venjulegt graffítí. Maður er nánast í hverjum mánuði með nýjan stíl, en byrjar yfirleitt á því að búa til teikningu og svo vinn- ur maður sig út frá því, byrjar að velja liti og skyggingu og svoleið- is.“ Glæpur eða list? Sjö ungir graffarar sýna þessa dagana í Reykjavík Art Gallery Morgunblaðið/Valdís Thor Listamaðurinn Rúnar Kristmannsson hefur þegar selt þrjú af verkum sín- um á sýningunni. Hann er aðeins fimmtán ára gamall. Barði Hljómsveit hans Bang Gang er sívinsæl í Frakklandi. Morgunblaðið/Þorkell Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FLESTIR graffarar vinna undir dulnefni. Þeir sem eiga verk á Gráum veggjum eru: Lluc Queralt „Skatboy“ Wyh Hroki Chulo Margeir „Dire“ Sigurðsson Youze Ima Lid 25 Graffararnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.