Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Eðvald EinarGíslason fæddist
í Reykjavík 22.
ágúst 1951. Hann
lést á Landspít-
alanum 22. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Ragnhildur Rósa
Eðvaldsdóttir, f.
2.1. 1929, og Gísli
Benjamínsson, f.
21.6. 1922, d. 18.5.
1991. Systir Einars
er Andrea Ingi-
björg, f. 30.11.
1957, hálfsystur Einars, samfeðra,
eru Lára Margrét, f. 7.3. 1942,
Dagný Ólafía, f. 31.8. 1943, og
Helga Jenný, f. 11.11. 1948.
Einar kvæntist 2.3. 1975 Sig-
rúnu Jóhannsdóttur, f. 19.11.
1952, þau skildu. Foreldrar henn-
ar eru Jóhann Jónasson, f. 2.3.
1912, d. 30.12. 2005, og Margrét
Sigurðardóttir, f. 3.3. 1916. Börn
Einars og Sigrúnar eru: 1) Andr-
ea Eðvaldsdóttir, f. 22.6. 1974,
börn hennar eru Elva Eik, f. 13.2.
maður Óskar Már Alfreðsson, f.
11.12. 1974, börn þeirra Ágústa
Ýr, f. 26.11. 2002, Arndís Diljá, f.
24.4. 2004, og Viktor Már, f. 17.1.
2008.
Einar ólst upp í Reykjavík og
hóf ungur að starfa hjá Grænmet-
isverslun landbúnaðarins, við lag-
erstörf og útkeyrslu. Keyrsla var
starf sem hann átti eftir að leggja
fyrir sig. Hann flutti í Stykk-
ishólm þar sem fjölskyldan stækk-
aði, þar vann hann við akstur hjá
Kaupfélagi Stykkishólms og Þórs-
nesi. Eftir búsetuna í Stykk-
ishólmi flutti Einar í Kópavog og
hóf þá rekstur sendiferðabíls hjá
Nýju sendibílastöðinni. Lengst af
var hann fastur bílstjóri hjá
Ágæti. Einar og Sigrún byggðu
sér svo hús á Álftanesi og þar bjó
hann þar til þau slitu samvistir.
Síðustu ár ævi sinnar bjó hann
með Ágústu, sambýliskonu sinni, í
Hafnarfirði. Fyrir nokkrum árum
breytti Einar um starfsvettvang
og hóf störf sem lagerstjóri hjá
Ömmubakstri, þrátt fyrir erfið
veikindi vann hann nánast til síð-
asta dags.
Útför Einars verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
1992, Dagrún Sunna,
f. 15.5. 2005, og
Viðja Sóllilja, f. 25.3.
2007. 2) Katrín Rósa
Eðvaldsdóttir, f.
20.3. 1981, sambýlis-
maður Þorsteinn
Helgi Stefánsson, f.
10.4. 1981, börn
Thelma Karen, f. 8.4.
2000, og Stefán Ein-
ar, f. 23.7. 2007. 3)
Fannar Eðvaldsson,
f. 5.10. 1982, sam-
býliskona Árdís Et-
hel Hrafnsdóttir, f.
10.12. 1986. 4) Eyrún Eðvalds-
dóttir, f. 18.3. 1987, sambýlis-
maður Gunnar Örn Jóhannsson, f.
31.1. 1985, sonur þeirra er Jóhann
Mikael, f. 26.11. 2007.
Sambýliskona Einars er Ágústa
Hinriksdóttir, f. 22.8. 1952. For-
eldrar hennar eru Guðmundur
Hinrik Elbergsson, f. 1.2. 1927, d.
12.9. 1983, og Ragnheiður Ás-
geirsdóttir, f. 14.3. 1930. Dóttir
Ágústu er Ragnheiður Berg Leh-
mann, f. 11.4. 1979, sambýlis-
Fallinn er frá hann Einar, pabbi
minn. Allir sem þekkja til pabba vita
hvernig týpa hann var. Grínið og
glensið sem fylgdi honum fylgir hon-
um enn. Minningarnar eru margar.
Ferðalögin sem við fjölskyldan fór-
um í á „benzanum“ með heimagerða
rúminu svo hægt væri að fara víðar
til dæmis í Galtalæk um verslunar-
mannahelgi. Vinsælustu staðirnir
voru þó Stykkishólmur og sumarbú-
staðurinn í Grímsnesinu.
Þegar pabbi vann við útkeyrslu
hjá Ágæti fékk ég stundum að fara
með og aðstoða hann við að bera inn
grænmetið. Þá óskaði ég þess
stundum að hann ynni í nammiverk-
smiðju.
Pabbi fór iðulega í golf þegar við
dvöldum í sumarbústaðnum og þeg-
ar við systkinin vorum yngri þá suð-
uðum við oft í honum að fá að fara
með, sem við og fengum. Ég er
ennþá í dag að reyna að skilja
hvernig við nenntum því, að ganga
með honum hringinn og vera ekki
einu sinni sjálf að slá. Þessir hringir
eru góðar minningar í dag.
Ég gleymi því aldrei þegar pabbi
kom á fæðingardeildina til að kíkja á
Thelmuna mína, hann var eitthvað
kvefaður og mætti því bara inn með
læknagrímu. Svona var pabbi, lét
ekkert stöðva sig.
Þetta er aðeins hluti af þeim
minningum sem pabbi skildi eftir
hjá mér. Ég mun geyma þær vel.
Til himna ertu farinn,
elsku besti pabbi minn.
Ég geymi þig í hjarta mínu,
að eilífu ég elska þig.
Ég kveð með miklum söknuði,
virðingu og þakklæti.
Katrín Rósa.
Elsku pabbi, nú hefur þú fengið
nýtt verkefni annarsstaðar og auð-
vitað varst þú valinn, þessi frábæri
fyndni pabbi. Ef ég fengi að velja
værir þú ennþá hér hjá mér og vær-
ir að fylgjast áfram með barnabörn-
unum vaxa en þú gerir það núna
líka, situr og horfir á þau leika sér
um ókomna framtíð.
Þær eru svo margar minningarn-
ar sem við áttum saman, allar
pabbahelgarnar, dagarnir þegar ég
tók strætó og kíkti í vinnuna með
þér og auðvitað tíminn sem við átt-
um saman eftir að ég flutti á vellina,
þá var svo stutt að kíkja til mín þótt
það væri ekki nema í stutta stund.
Nú sit ég og bíð eftir að þú komir og
bankir, kíkir inn um næstefsta
gluggann á hurðinni meðan ég labba
til dyra, hringir og athugir hvar ég
sé og segir mér að setja X í kladd-
ann því þú hafir komið og enginn
verið heima.
Fyrsta minningin mín sem kemur
upp í hugann er þegar ég var að
keppa í fótbolta, mótið var þar sem
Fífan er núna og hét það Gull- og
silfurmótið. Ég sá þig koma á bíln-
um, sagði við þjálfarann að ég þyrfti
að fara aðeins, það voru nokkrar
mínútur í leik, sagði hann við mig,
en ég sagði að ég þyrfti að fara og
knúsa pabba, svo kæmi ég, og hljóp í
burtu og hitti þig. Tímarnir sem við
áttum saman voru svo dýrmætir og
ég fæ að eiga þá í mínu hjarta
áfram.
Alltaf varstu minn besti pabbi
sem treysta mátti á. Þú hugsaðir
alltaf vel um alla, sama hverjir þeir
voru. Sterkur varstu pabbi minn,
duglegastur allra. Ég gat alltaf leit-
að til þín, sama hvað bjátaði á. Svör-
in fékk ég frá þér og ekki knúsin fá.
Grínið alltaf mikið var, sama hver
var þar. Ekki veit ég, pabbi minn,
hvað núna tekur við, en eitt er víst
að alltaf verður þú í hjarta mínu.
Kveð þig með söknuði í hjarta.
Þín litla stelpa
Eyrún.
Ertu ekki dóttir hans Einars?
Þetta var spurning sem ég fékk oft
og fæ enn. Síðast rétt fyrir helgi
þegar hringt var í mig og elskuleg
kona skildi þetta ekki alveg. Nafna-
flækja.
Það er svo óréttlátt að hann elsku
pabbi minn sé ekki hérna lengur.
Systir mín spurði hvenær hún
myndi eiginlega vakna og sjá að
þetta væri bara draumur. Ég vildi
óska þess að pabbi kæmi með
glettnina sína að vekja okkur og við
færum bara að hlæja öll saman.
Æðruleysisbænin fer í gegnum
huga minn oft á dag núna og reyni
ég að muna að ég verð að sætta mig
við það sem ég fæ ekki breytt. Pabbi
gekk í gegnum erfið veikindi en
tókst, á sinn einstaka hátt, að nota
húmor og viljann til að ná bata til að
takast á við þetta. Kvartaði ekki en
sagði að þetta myndi lagast og hann
yrði bara að komast oftar í golf. Nú
spilar hann golf hjá Guði og
skemmtir öllum þar. Við hin sem
eftir sitjum og syrgjum hann verð-
um að muna gleðina, brandarana og
velviljann sem hann sýndi öllum.
Það svíður svo sárt að hugsa til þess
að barnabörnin hans fái ekki að
njóta meiri samvista við hann, að
hann geti ekki laumað að þeim ein-
hverju góðu þó svo við mömmurnar
bönnuðum það, sagði að við gætum
bara burstað tennurnar þeirra vel.
En þau munu eflaust fá að heyra
endalausar sögur af því hvað afi
Einar var magnaður, kunni og gat
allt, var hlýr og góður.
Afi Einar er dáinn og er hjá Guði
langt, langt, langt uppi í geim, segir
ein af stelpunum mínum. Hún fékk
of lítinn tíma með afa Einari. Nú
verð ég að vera sterk, bjarga mér án
pabba. Halda með Fram og Man-
chester United, spila golf og alltaf
finna skondnu hliðina á öllu (get
samt ekki lofað golfinu).
Það er stolt en lítil dóttir sem
kveður pabba sinn í dag, stolt af því
að vera dóttir hans Einars.
„Láttu ekki hugsanir þínar dvelja
á dögum harma þinna en fremur á
hinum sem færðu þér birtu og frið.“
Elsku Ágústa, amma, Adda, mín
elskulegu systkini, Ragga og aðrir
sem hann var svo kær. Knús og
kossar á ykkur öll. Pabbi gerði minn
heim betri.
Andrea Eðvaldsdóttir.
Frá fyrstu bernsku áttum ástúð þína,
er ávallt lést á brautir okkar skína.
Þín gleði var að gleðja barnsins hjarta
og gera okkar ævi fagra og bjarta.
Þér við hönd þú okkur leiddir
og ljós og kærleik yfir sporin breiddir.
Öll samleið varð að sólskinsdegi björtum,
er sanna blessun færði okkar hjörtum.
Þín góðu áhrif geymum við í minni,
er gafstu okkur hér af elsku þinni.
Við þökkum allt af heitu barnsins hjarta,
er hjá þér nutum við um samfylgd bjarta.
(I.S.)
Þín barnabörn,
Elva Eik, Thelma Karen, Dag-
rún Sunna, Viðja Sóllilja, Stefán
Einar og Jóhann Mikael.
Elsku besti Einar afi. Mikið er
þetta skrítið, okkur er sagt að þú
sért farinn en samt sértu hérna hjá
okkur. Við skiljum það þannig að þú
sért kominn til langafa okkar og
allra hinna englanna en saman ætlið
þið að passa okkur öll sem söknum
þín svo óendanlega mikið.
Betri afa er ekki hægt að hugsa
sér og þó svo að við værum „ská“
afabörn þá vildi hann Einar afi allt
fyrir okkur gera og við dýrkuðum
hann og dáðum. Við vildum helst
vera klesst upp við hann, hvort sem
það var til að knúsa hann, fíflast eða
greiða honum og hvernig sem við
létum tók hann því alltaf jafn vel.
Alltaf þegar við hringdum í ömmu
þurftum við að vita nákvæmlega
hvar Einar afi væri, hvað hann væri
að gera og ef hann var heima urðum
við líka að tala við hann enda var
hann alltaf til í að spjalla við okkur.
Allir ís-rúntarnir, ferðalögin og allt
sem við gerðum og áttum með Ein-
ari afa verður í minningum okkar
um þann góða mann sem við og fjöl-
skyldan okkar fengum að kynnast
og vera með í svo allt of stuttan
tíma.
Elsku Einar afi, allar yndislegu
og góðu minningarnar munum við
geyma í hjörtum okkar og varðveita
alla okkar tíð.
Við elskum þig.
Ágústa Ýr, Arndís Diljá
og Viktor Már.
Kær vinur og félagi til margra ára
hefur nú kvatt langt um aldur fram.
Minningar leita á, ljúfar og góðar.
Einar kom ungur inn í líf mitt, fyrst
sem starfsmaður í fyrirtæki sem
faðir minn stýrði, en síðar sem mág-
ur þar sem samleið hans og Sigrún-
ar systur minnar hófst og stóð í
marga áratugi. Hann var glæsilegur,
hávaxinn og dökkur yfirlitum, með
kankvíst bros og stutt í glettnina.
Fjölskyldusaga okkar frá Sveinskoti
á Álftanesi er samofin ævibraut
hans. Minningar frá góðum árum
heima, og þegar við systkinin
ákváðum að eignast okkar fyrsta
húsnæði í Kjarrhólmanum í Kópa-
vogi, þar sem við fjögur af sex systk-
inum byggðum. Það kom á þau Sig-
rúnu og Einar að sinna okkar aðild
að þeim framkvæmdum þar sem við
höfðum búsetu á Snæfellsnesi. Það
var gott að eiga þau að eins og oftar.
Síðar fluttust þau í Stykkishólm og
byggðu sitt fyrsta einbýlishús en þar
átti Einar góð ár og kynntist eyjalíf-
inu sem fjölskyldu okkar er svo
kært. Þegar kom að því að við fjöl-
skyldan mín fluttumst búferlum af
Snæfellsnesinu voru þau boðin og
búin að aðstoða. Ég hef oft orðað það
þannig að þau hafi flutt okkur þar
sem ég átti við veikindi að stríða og
þeim fannst sjálfsagt að láta gott af
sér leiða. Á ákveðnum tímamótum
ákváðu foreldrar okkar að það væri
tímabært að laða fjölskylduna heim
aftur og var tekin sú ákvörðun að
byggja í túninu heima á Álftanesinu,
þar sem við börnin frá Sveinskoti
slitum barnsskónum. Lífið í Litla-
bæjarvörinni skilur eftir ljúfsárar
minningar. Þarna uxu börnin okkar
úr grasi og nutu nærveru við stór-
fjölskylduna.
Ætíð sýndi hann foreldrum okkar
mikla virðingu þó svo færi að þau
Sigrún og Einar slitu samvistum. Þá
tók hann þátt í gleði okkar og sorg-
um og var þeim sem besti sonur,
hans er örugglega sárt saknað af
aldraðri móður okkar sem nú um
stundir getur lítt eða ekki tjáð til-
finningar sínar. Barnahópurinn hans
er nú orðinn æði stór og myndarleg-
ur, þau minnast elskulegs föður. Það
var ætíð mjög kært á milli hans og
barna hans og unun að fylgjast með
þeim vaxa og þroskast saman. Einar
var ætíð virtur af vinum og starfs-
félögum, ljúfur og samviskusamur.
Eftir að hann fór að kenna lasleika
mátti glöggt finna hversu kær hann
var þeim sem höfðu gengið lífsleiðina
með honum.
Nú að leiðarlokum kveð ég fyrir
hönd fjölskyldu minnar fyrrverandi
mág minn og þakka honum sam-
fylgdina sem hefur verið æði náin.
Við vottum fjölskyldu Einars dýpstu
samúð okkar og megi góður guð
styrkja þau í sorginni. Þar sem við
hjónin getum ekki fylgt honum
vegna fjarveru munum við minnast
hans sem vinar sem gott var að eiga
að.
Elín, Jón og fjölskylda, Álftanesi.
Þegar við bræðurnir fréttum að þú
þyrftir að leggjast inn á sjúkrahús
þar sem bakslag hafði komið í veik-
indin sem þú hafðir svo hetjulega
barist við undanfarin ár, þá hrein-
lega trúðum við því ekki, því alltaf
þegar við hittum þig þá varstu hress
og kátur, grínaðist við okkur og við
höfðum gaman af.
Þegar við komum svo að heim-
sækja þig upp á spítala, þá var grín-
ast út í eitt og haft gaman af hlut-
unum. Ekki var að sjá að þú værir að
fara að kveðja þennan heim. Þetta
var bara spurning um hvenær þú
fengir leyfi til að fara heim og takast
á við lífið eins og þú kunnir best.
Þegar við vorum yngri og pabbi og
mamma fóru til útlanda og spurðu
okkur hvert við vildum fara í pössun
þá vorum við ekki lengi að komast að
niðurstöðu; út á Álftanes. Fara til
Einars og Sigrúnar á nesið, því þér
tókst að gera öll kvöld að föstudags-
og laugardagskvöldum.
Þegar þú kíktir í heimsókn, þá
komst þú færandi hendi með kleinur
og kleinuhringi og við borðuðum
þetta með bestu lyst. Við þurftum
líka að hafa hraðar hendur þar sem
við vissum að það var stutt í að þú
myndir kíkja aftur með meira af því
sama.
Þegar við fórum í golf út á Vatns-
leysu, þá varstu alltaf við sama hey-
garðshornið. Það var haft gaman af
hlutunum þó að við spiluðum ekki
sem best. Þú lifnaðir allur við þegar
við komum á völlinn og það var ekki
að sjá á þér að þú værir að berjast
við mjög erfiðan sjúkdóm, það var
enginn væll. Eftir teighöggið á fyrsta
teig vorum við pottþéttir hvar við
fyndum boltann þinn, þú varst búinn
að eigna þér lund á fyrstu braut sem
þú náðir yfirleitt alltaf að hitta í. Og
það var ávallt grínast með það á
fyrsta teig að þar myndi boltinn sko
enda.
Þegar við hittumst næst þá tökum
við hring og höfum jafn gaman af og
við höfðum alltaf.
Gísli, Finnur og Beitir.
Elsku Einar, þín er sárt saknað,
við þökkum fyrir hverja þá stund
sem þú varst með okkur. Það koma
bara upp góðar minningar þegar við
hugsum til baka. Þú sagðir oft ekki
mikið, verkin gengu fyrir, en það var
ávallt stutt í glensið. Helst var ekki
farið í kaffi nema Einar kæmi með,
annars áttum við á hættu að missa af
þeim mörgu gullkornum sem hann
sagði og væru þau efni í heila bók.
Öll gátum við leitað til hans með
hvað sem var, alltaf tilbúinn að
hjálpa öllum. Vinnan var númer eitt í
hans huga, alltaf mætti hann þrátt
fyrir að hann væri sárþjáður af veik-
indum sínum. Enda var hann af
þeirri kynslóð sem lét vinnuna ganga
fyrir. Oft fengum við að heyra setn-
inguna „á að hanga í kaffi í allan
dag“ og þar með var hann rokinn.
Það var ótrúlegt hvað hann hafði góð
áhrif á starfsandann í fyrirtækinu.
En söknuður hinna nánustu er mik-
ill. Sendum við þeim okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði elsku Einar.
F.h. starfsfólks Ömmubaksturs,
Ingólfur.
Einar vinur minn er fallinn frá
langt um aldur fram og langar mig
að minnast hans hér með nokkrum
orðum. Við Einar kynntumst þegar
við hófum báðir störf hjá Ömmu-
bakstri um svipað leyti og unnum
þar saman í nokkur ár. Ekki var ann-
að hægt en láta sig hlakka til að
mæta í vinnuna því við áttum á
hverjum degi skemmtilegt spjall um
lífið og tilveruna og var Einar alltaf
fljótur að koma með spaugilegar og
grallaralegar athugasemdir á hár-
réttum augnablikum. Seinna kom í
ljós að börnin okkar þekkjast allvel
og kom það okkur báðum skemmti-
lega á óvart.
Einar var hjálpsamur og elskuleg-
ur við mig og fyrir það verð ég æv-
inlega þakklátur.
Einar hafði mikinn áhuga á golfi
og dreif okkur nokkra vinnufélaga
með sér og eigum við honum að
þakka að nú höfum við fengið bakt-
eríuna. Ég á eftir að minnast ferð-
anna okkar á Vatnsleysuströndina
þar sem við gátum spilað golf og
spjallað saman, oftast eldsnemma
um helgar.
Ástvinum Einars votta ég mína
dýpstu samúð, þeirra missir er mik-
ill, um leið kveð ég vin minn Eðvald
Einar Gíslason með söknuði.
Vertu sæll. Þinn vinur
Guðbjörn Hafsteinsson.
Eðvald Einar Gíslason
Mér þykir vænt um afa
minn, hann var besti afi í
heimi.
Hann fór oft með mig að
kaupa ís.
Afi minn var góður maður
og fór oft í bíltúr.
Ég á eftir að sakna afa
mikið.
Thelma Karen.
Við biðjum að þér ljóssins
englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd
í nýjum heimi æ þér vörður vísi,
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp
í hærri heima
og hjartans þakkir öll
við færum þér.
Við sálu þína biðjum guð að geyma,
þín göfga minning okkur heilög er
(Guðrún Elísabet Vormsdóttir.)
Hvíl í friði elsku bróðir.
Andrea (Adda).
HINSTA KVEÐJA