Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Kristinn Beðið skýringa Hersing fréttamanna beið eftir útskýringum Geirs H. Haarde forsætisráðherra í stjórnarráðinu um miðjan dag í gær. Morgunblaðið/Kristinn Krafinn svara Lárus Welding, forstjóri Glitnis, gaf sér tíma til þess að svara spurn- ingum blaðamanna að loknum fundi sínum með starfsmönnum Glitnis. Kaup ríkisstjórnar Íslands á 75% hlut í Glitni komu mönnum í opna skjöldu enda segja þeir fátt hafa bent til þess að lausa- fjárstaða bankans væri svo slæm. Viðmælendur Morgunblaðsins telja jákvætt að ríkið skuli hafa tekið á málinu með svo ábyrg- um og skjótum hætti og vonast til þess að ríkið þurfi ekki að vera með frekari inngrip á fjármálamarkaðnum hérlendis. 4 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Fallvaltir fjármálarisar SVARTUR dagur í sögu Íslands, segir Guðni Ágústsson, for- maður Framsókn- arflokksins, um tíð- indi gærdagsins. Nú súpi menn seyðið af „aðgerðar- og stefnu- leysi“ ríkisstjórn- arinnar en vinna þurfi úr þeim skamm- tímavanda sem blasi við. Athafnamenn hafi farið offari og nú verði þeir að koma niður á jörðina. „Ríkisstjórnin hefur brugðist seint við og haft lítil viðbrögð í frammi, fjár- málakreppan um víða veröld er búin að ir þetta var farið með mér sem formanni flokks í stjórnarandstöðu. Mér fannst það sem Seðlabankinn bar á borð vera trúverð- ugt, það verður að bjarga sparifé lands- manna og reyna að róa markaðinn. Hluthaf- arnir sitja uppi með mikið tap og mikla erfiðleika.“ Guðni segist í raun ekki geta gagnrýnt þá leið sem nú var farin, 84 milljarðar séu vissulega gríðarlegir fjármunir þjóð- arinnar, en vonandi hafi þetta ekki víðtæk- ari afleiðingar í för með sér fyrir ríkissjóð. Ekki hafi verið hægt að grípa til lánveitinga til Glitnis í þeirri stöðu sem bankinn er í. Nú þurfi menn að snúa bökum saman. bjb@mbl.is liggja í loftinu síðan í fyrrahaust og því mið- ur hefur ríkisstjórnin ekki tekist á við hana. Við framsóknarmenn höfum gagnrýnt þetta aðgerðarleysi mjög hart. Nú er fjár- málakerfið hér á landi að fara mjög illa,“ segir Guðni og telur að fyrir löngu hafi vaxtalækkunarferli átt að hefjast, krónan hafi fallið um 50% frá áramótum og verð- bólgan meiri en nokkru sinni. Á sama tíma sé verið að bjóða upp á hæstu stýrivexti í heimi, „allt í boði ríkisstjórnarinnar“. Guðni segir erfiðleika Glitnis vera í takt við þá erfiðleika sem fyrirtæki víða um heim hafa þurft að glíma við, þ.e. lausafjárskort- inn. Bankinn komi í neyð til ríkisstjórnar og Seðlabankans og þurfi á hjálp að halda. „Yf- Súpum seyðið af aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar Guðni Ágústsson Guðni Ágústsson GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir lítið annað hafa verið hægt fyrir ríkið en að ganga í málið og bjarga því sem bjargað verður. Vonandi takist að lágmarka skaðann. „Hins vegar verð ég að segja al- veg eins og er, að ég hef fullan fyr- irvara á því að sömu forystumenn stjórni þessum banka þegar ríkið er orðið eigandi hans, og hvað þá að þar verði áframhaldandi sams- konar ofurlaunastefna og verið hefur í bankageir- anum. Ég hefði viljað sjá nýja menn við stjórn bank- ans, ég get ekki séð að mönnum hafi tekist að stýra bankakerfinu eins og gera átti, af fullri ábyrgð. Við erum búin að horfa á menn velta sér upp úr tugum milljóna og alls konar samningum. Ætlar ríkið virki- lega að fara á undan í því að ráða menn á einhverjum ofurlaunum? Er það launastefnan? Ég vona að svo sé ekki,“ segir Guðjón. Hann telur þá leið sem ríkið fór hafa verið skárri kost en þann að lána Glitni við núverandi aðstæður. Nú sé frekar von á að bankakerfinu verði veitt meira aðhald og eftirlit, ekki hafi verið vanþörf á. Lánveit- ingar hafi verið óhóflegar á þenslutímum, t.d. til byggingarframkvæmda sem nú lýsi sér í offramboði á íbúðamarkaðnum. Mörgum spurningum sé ósvarað. „Ég vona að þessar aðgerðir dugi til þess að ríkið þurfi ekki að vera með frekari inngrip. Ég vona að samtrygging bankanna í lánafyrirgreiðslu sé ekki með þeim hætti að það séu fleiri á sama stað. Menn hafa sagt fram á síðustu stundu að allt sé í lagi, eins og forystumenn Glitnis. Upplýsingagjöfin er ekki áreiðanlegri en þetta og því getur maður ekki fullyrt um að fleira sé í farvatninu. Vonandi hefur okkur tekist að lágmarka skaðann, þannig að ríkið og þjóð- in eigi von á að fá fjármunina til baka,“ segir Guðjón, og telur að nú þurfi að hagræða enn frekar á banka- markaði, ekki aðeins að fækka bönkum heldur ekki síður að taka á ofurlaununum. Ekki sé alltaf hægt að hagræða við skrifstofuborðið hjá gjaldkeranum. bjb@mbl.is Tekst vonandi að lágmarka skaðann Guðjón Arnar Kristjánsson Guðjón A. Kristjánsson „ÞEGAR við heyrðum af þessu um helgina þá kom þetta á óvart enda ekkert sem benti til þess að þetta væri í uppsiglingu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni. „Það sá enginn fyrir að endurfjármögn- unarsamningum Glitnis yrði rift svona fyr- irvaralaust. Ég fékk fyrst veður af þessu á föstudaginn þegar haft var samband við for- mann Samfylkingarinnar og henni gerð grein fyrir því sem var í uppsiglingu. Aðrir ráð- herrar fengu síðan upplýsingar um þetta síðar um helgina,“ segir Björgvin. „Ríkið mun losa þennan eignarhlut á næstu misserum,“ segir hann aðspurður hversu lengi ríkið muni ráða yfir eignarhlutnum. Hann segir það ráðast al- gjörlega af stöðunni á mörkuðum. „Þetta er ekki langtíma- fjárfesting, heldur neyðaraðgerð.“ Hann segist ekki tilbúinn að tjá sig um það hvort ríkið og Seðlabankinn hafi lagt sérstaka áherslu á það í nótt að eignast þetta stóran hlut. thorbjorn@mbl.is Selja hlutinn á næstunni Björgvin G. Sigurðsson Björgvin G. Sigurðsson „ÞAÐ er mjög jákvætt að ríkið sýni að það vilji treysta stöðu fjár- málakerfisins,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Sam- taka fjármálafyrirtækja. „Almennt séð tel ég að það hafi styrkt ís- lensku bankana fremur en að hafa veikt þá að hafa tekið þátt í útrásinni og dreift starfseminni víðar heldur en hér á Íslandi,“ segir Guðjón, að- spurður hvort bankarnir hafi farið of hratt í fjárfestingar í útrásinni. Hann segir að staða bankanna væri mun lakari ef þeir hefðu ekki farið í útrásina og nefnir dæmi um stöðu Glitnis í Noregi, hún sé afar traust. „Það er mikilvægt að ríkið hafi stigið þetta skref til þess að standa vörð um starfsemi þessa banka [Glitnis]. Ég tel það samt æskilegt að ríki selji hlut sinn við fyrsta tækifæri,“ segir Guðjón. Hann segist telja að viðskiptamenn bankans geti verið öruggir um stöðu hans eftir þetta. „Þessi ákvörðun ríkisins sendir skýr skilaboð til erlendra markaða. Við erum hins vegar að fara í gegnum mikla óvissutíma og það gjósa upp vandamál allt í kringum okkur.“ thorbjorn@mbl.is Sendir skýr skilaboð Guðjón Rúnarsson Guðjón Rúnarsson „ÞETTA eru mikil tíðindi sem koma okkur á óvart,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings við Morg- unblaðið, um samkomulag um að ríkissjóður leggi Glitni banka til nýtt hlutafé, sem tilkynnt var í gær. Hann segir að stjórnvöld erlendis hafi brugðist með mismunandi hætti við þeim vanda sem hefur komið upp í fjármálakerfum heimsins, en ljóst sé að stjórnvöld á Ís- landi hafi ákveðið að fara þá leið að leggja fram nýtt hlutafé. „Staða Kaupþings er sterk. Þriðji ársfjórð- ungur, sem er að enda núna, er okkar besti árs- fjórðungur hvað varðar innlánasöfnun og fjölg- un viðskiptavina. Lausafjárstaða bankans hefur farið batnandi á undanförnum mánuðum.“ Segir Hreiðar Már að Kaupþing muni ekki þurfa að leita til Seðlabankans eins og Glitnir hafi gert. gretar@mbl.is Tíðindin komu á óvart Hreiðar Már Sigurðsson Hreiðar Már Sigurðsson STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, segir að kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni séu mikil tíðindi inn í samhengi einkavæðingar, útrás- ar og hugmyndafræði nýfrjáls- hyggjunnar. Væntanlega séu þeir sem mest mærðu þá að- ferðafræði hugsi yfir stöðu mála. „Svona átti þetta væntanlega ekki að fara, að innan skamms sætum við uppi með ríkisbanka. En líklegast er þetta illskásti kosturinn í stöðunni. Ef ríkið verður að koma að málum á annað borð, þá er hreinlegast að ríkið komi inn í bankann með ráðandi hlut. Það gefur þó vonir um að þessi verðmæti skili sér aftur til baka, um leið og ríkið fær stöðu til að stokka upp spilin. Þarna þarf að taka til hendinni,“ segir Steingrímur og vísar þar m.a. til ofurlauna stjórn- enda bankanna sem menn hafi skammtað sér út á „ímyndaðan skyndigróða“. Spurður hvort meira sé í vændum segir Stein- grímur ljóst að ákvörðun stjórnvalda hafi mikil áhrif í eigendabaklandi bankans. Afleiðingarnar eigi eftir að koma í ljós og þær fyrstu hafi birst í gær með greiðslustöðvun Stoða, áður FL Group. „Vonandi hefur tekist að koma sjálfum bank- anum í skjól en hluthafar og tengdir aðilar verða að horfast í augu við hlutina. Fyrst og fremst er verið að verja fjármálakerfið og almenning sem er í viðskiptum við bankann. Seðlabankinn og rík- isstjórnin bera ábyrgð á þessari ákvörðun, en fyrst til inngripa þurfti að koma þá er þetta líklegast hreinlegasta aðferðin, og hugnast mér betur en gríðarleg fyrirgreiðsla í formi lána út á ótrygg veð. Þetta var því illskásti kosturinn,“ segir Stein- grímur og vonar að tíðindi gærdagsins séu ekki upphafið að einhverju öðru og verra. bjb@mbl.is Ríkið fær stöðu til að stokka upp spilin Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.