Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 25
Hvar ertu? Ráðherrarnir hafa verið önnum kafnir síðustu daga. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var hálfringlaður þegar hann kom úr þinghús-
inu í gær því hann var búinn að týna ráðherrabílstjóranum sínum. Ketill Larsen brosti, en hann er vanur að fara allra sinna ferða fótgangandi.
Árni Sæberg Blog.is
Jón Bjarnason | 28. september
Stórmannlegar upp-
sagnir á Vestfjörðum!
Þær eru metnaðarfullar
sparnaðaraðgerðir Spari-
sjóðs Keflavíkur sem birt-
ast okkur þessa dagana.
Skera skal niður 3,5
stöðugildi á Vestfjörðum
og stytta afgreiðslutíma
og loka alveg afgreiðslunni á Borðeyri!
Ekki veit ég hvað það starfsfólk hefur í
laun sem hér er verið að segja upp, en
varla hefur það sett sparisjóðinn á slig.
Hinsvegar munar um hvert starf á Vest-
fjörðum og þjónustustigið skiptir miklu
máli. …
Á sama tíma skilar Sparisjóður Suður-
Þingeyinga hagnaði en hann er einn fárra
sem starfa eftir grunngildum sparisjóð-
anna. Vestfirðingar hljóta að spyrja um
t.d. hvað stjórnendur Sparisjóðs Keflavík-
ur hafi í laun og hvort þeir hafi lækkað sitt
eigið kaup í takt við niðursveifluna. Jafn-
framt hljóta þeir að spyrja hvort hlutfalls-
lega hafi verið sagt upp sama fjölda
starfsfólks í höfuðstöðvunum eða á suð-
vesturhorninu. ...
Meira: jonbjarnason.blog.is
Hlini Melsteð Jóngeirsson | 29. sept.
Þjóðnýting
er orð dagsins
Ég get ekki betur séð en
þjóðnýting sé einmitt það
sem verið er að gera þó
svo að Geir Hilmar vilji
ekki kalla það réttu nafni.
Það er alveg á hreinu
að fólkið í landinu gerir
sér fulla grein fyrir að þetta eru neyð-
araðgerðir vegna framkvæmdaleysis
þessarar ríkistjórnar Samfylkingar og
sjálfstæðismanna. Það að neyð-
araðgerðir sem þessar séu þarfar er
áfellisdómur á þessa ríkisstjórn og
seðlabankann.
Faðmlög eru nú fátíð á ríkisstjórn-
arheimilinu og nú væri gaman að sjá
hvað Samfylkingin leggur til í öllu þessu
hallæri. Ekki hefur heyrst eitt stakt orð
frá Samfylkingunni vegna þessa aðgerða
og engar lausnir að finna í þeirra her-
búðum nema innganga í EB. […]
Meira: hlini.blog.is
Ólína Þorvarðardóttir | 29. september
Skipið hefur
tekið niðri
Eftir öll svipuhöggin sem
talsmenn samábyrgðar
og velferðar hafa mátt
taka á sig, sakaðir um
forræðishyggju og að
standa í vegi fyrir frelsi
og framtaki, er nú komið
að skuldadögunum: Frjálshyggju-oflætið
sem birst hefur í útrásarfylliríinu und-
anfarin ár er að þrotum komið. Nú er for-
ræði hins opinbera nógu þarft – gamli
góði ríkiskassinn nógu drjúgur.
Nú, þegar Lárus Welding hefur verið
beðinn um að halda áfram að stjórna
Glitni eftir kaup ríkisins á bankanum,
koma ósjálfrátt upp í hugann þau um-
mæli Lárusar á árlegum fundi Samtaka
fjármálafyrirtækja sl. vor, að afskipti rík-
isins af bankarekstri „skjóti skökku við“.
Ætli þeim sem tóku undir með Lárusi í
vor, þyki ekki mörgum hverjum gott að
komast í skjólið hjá ríkinu núna?
Eins velti ég því fyrir mér hvað „ár-
angurstengingin“ í launasamningum
stjórnenda íslenskra fjármálafyrirtækja
þýði í reynd: Ætli þeir séu enn á sömu
ofurlaunum og þeir voru sl. vor – með
tugi milljóna íslenskra króna á mánuði?
Hugmyndafræðilegt uppgjör við frjáls-
hyggju, útrás og einkavæðingu er óhjá-
kvæmilegt eftir þá atburði sem nú eru
að gerast. Það sér hver maður. […]
Meira: olinathorv.blog.is
ALLAR götur síðan forseta-
frambjóðendurnir John F. Kenn-
edy og Richard M. Nixon leiddu
fyrsta sinni saman hesta sína í
sjónvarpi 26. september árið 1960
hafa fyrstu kappræður frambjóð-
enda stóru flokkanna talist til
stóráfanga í baráttunni um emb-
ætti forseta Bandaríkjanna. Jafn-
vel þótt þessi nær hálfrar aldar
gamli atburður hafi með árunum
fengið á sig þjóðsagnablæ mega
fræðimenn heita á einu máli um að
hann hafi ráðið úrslitum um hver varð 35. for-
seti Bandaríkjanna og því leggja frambjóðendur
jafnan ofurkapp á góða frammistöðu á þessum
fundum. Því var ekki að ófyrirsynju að kapp-
ræðna þeirra Johns McCains og Baracks
Obama í húsakynnum Mississippiháskóla föstu-
daginn 26. september sl. væri beðið með
óþreyju og forvitni. Þeir, sem bjuggust við
öruggri framkomu, leiftrandi gáfum, staðgóðri
þekkingu, slípaðri framsetningu, klókindalegum
tilsvörum og skörpum ágreiningi urðu ekki fyr-
ir vonbrigðum. Eigi að síður verður ekki komist
hjá að taka að verulegu leyti undir með Samir
A. Husni, forseta blaða- og fréttamannadeildar
Mississippiháskóla, sem tjáði sig við fréttamann
sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera að kappræð-
unum loknum, að þær hefðu verið leiðinlegar og
ekki hefði neitt nýtt komið fram sem máli
skipti. Því miður má líkja þessum framboðs-
fundi við fyrirfram samið og þrautæft leikrit.
Frá mínu sjónarmiði (og margra annarra mætti
segja mér) er þó erfiðast að sætta sig við þau
atriði, sem felld voru niður úr leikritinu. Þar á
ég við afgreiðslu frambjóðendanna beggja á
hlutverki Bandaríkjanna gagnvart þjóðum Mið-
austurlanda frá Gazaströnd í vestri til Wazirist-
ans í austri.
Obama skaut inn einni setningu um Ísraela,
þess efnis að þeir væru í hópi traustustu banda-
manna Bandaríkjanna. Þetta er hreint öf-
ugmæli og má telja ótrúlegt að Obama sé það
ekki ljóst. Sannleikurinn er sá að ríkisstjórnir
Ísraels, sem réttast er að auðkenna sem herfor-
ingjastjórnir, hafa lengi verið í hópi verstu
óþurftarmanna Bandaríkjanna á heimsvísu (sjá
t.d. stórmerka skýrslu þeirra Johns Mears-
heimers og Stephens Walts, „The Israel Lobby,
sem birtist í The London Review of Books og
kom síðar út á samnefndri bók). Til dæmis get-
ur lítill vafi leikið á því að Ísrael hafi átt ríkan
þátt í mögnun gerningaþokunnar,
sem villti mönnum sýn í aðdrag-
anda Íraksstríðsins 2003. Ef frá
eru taldar smekklitlar tilraunir
McCains síðar í kappræðunni til að
gera andstæðing sinn tor-
tryggilegan í augum bandarískra
stuðningsmanna Ísraelsstjórnar þá
vék hvorugur þeirra að þeim mikla
og vaxandi vanda, sem stefna þess-
arar stjórnar hefur valdið Banda-
ríkjamönnum og heimsbyggðinni
allri.
Svo sem nærri mátti geta varð
frambjóðendunum tíðrætt um mál-
efni Íraks, Írans og Afganistans en þótt margt
væri sagt um þau mál ríkti eigi að síður það
sem ég vil kalla þagnarsamsæri milli þeirra um
mikilvægustu atriðin. Mannfórnir Bandaríkja-
hers voru þeim ofarlega í huga og báðum voru
tiltækar átakanlegar sögur mæðra af sonamissi,
jafnvel þótt þeir drægju hvor sína ályktunina af
þessum sögum. Hvorugur þeirra vék hins vegar
að þjáningunum, sem ríkisstjórn þeirra hefur
leitt yfir þjóðir Afganistans og Íraks und-
angengin ár. Samkvæmt heimildum, sem erfitt
er að vefengja, hleypur fjöldi látinna í Írak
vegna innrásarinnar á hundruðum þúsunda; þar
á meðal er geysilegur fjöldi kvenna og barna.
Manndrápsfaraldurinn í Afganistan er einnig
óþolandi og af einhverjum óútskýrðum ástæð-
um virðast bandarískir sprengjuvarparar hafa
sérstakt dálæti á afgönskum brúðkaupsveislum
en við slík tækifæri má heita öruggt að finna
fyrir fjölda prúðbúins fólks á öllum aldri og af
báðum kynjum. Þessi atriði töldu frambjóðend-
urnir ekki eiga erindi við bandaríska kjósendur.
Frambjóðendurnir voru mjög sammála um að
koma þyrfti í veg fyrir inngöngu Írana í kjarn-
orkuvopnaklúbbinn, sem Bandaríkjamenn hafa
leitt frá 6. ágúst 1945. Sjálfsagt geta flestir
samsinnt þessari afstöðu, en McCain tókst af
mikilli einbeitni að koma í veg fyrir vitræna
umræðu um það hvernig fengist skuli við þetta
alvarlega vandamál en hélt í staðinn uppi mein-
ingarlausu þvargi um þá skoðun Obama að bein
samtöl milli þjóðarleiðtoga geti átt fullan rétt á
sér, jafnvel þótt þeir séu andstæðingar. Fram-
bjóðendunum þótti engin ástæða til að ræða að
yfir Írönum, sem ekki hafa ráðist á nokkra þjóð
að fyrra bragði í manna minnum, vofir nú árás
tveggja kjarnorkuvelda, Ísraels og Bandaríkj-
anna, en eftir bæði þessi lönd liggur blóðslóð
fjölda innrása í önnur lönd á síðustu árum. Fyr-
ir fáeinum árum hófu Ísraelsmenn eflingu flug-
hers síns og búa nú yfir miklum flota sér-
staklega útbúinna langfleygra orrustuvéla, sem
beinlínis er tekið fram á kynningarvefsíðum að
henti einkar vel til árása á Íran. Þessar vélar
(F-16I Sufa) eru gjöf bandarísku þjóðarinnar til
hinnar ísraelsku. Og fyrir skemmstu bárust
þær fregnir að bandarísk stjórnvöld hafi ákveð-
ið „þrátt fyrir efasemdir í Washington gagnvart
hugsanlegri árás Ísraela á Íran“ að færa Ísr-
aelsher háþróaðar sprengjur, ætlaðar til að
granda rækilega vígvörðum skotmörkum djúpt
í jörðu.
Íranar minnast þess að lýðræðislega kjörinni
umbótastjórn Mossadeqs var steypt að und-
irlagi Bandaríkjamanna fyrir 55 árum en í stað-
inn tyllt upp leppstjórn miskunnarlausra
óþokka, sem gættu breskra og bandarískra ol-
íuhagsmuna (leyniþjónusta þeirra, Savak, al-
ræmd fyrir hryllilegar pyntingar, var stofnuð af
CIA og þjálfuð af Mossad, leyniþjónustu Ísr-
aels). Þeir minnast einnig orða Henrys Kiss-
ingers, fyrrum utanríkisráðherra, á 9. áratug
síðustu aldar að það væri verst að ekki skuli
báðir geta tapað, Íranar og Írakar en segja má
að það markmið hafi verið haft að leiðarljósi
þegar bandarísk hernaðaraðstoð rann í stríðum
straumum bæði til Írana og Íraka á meðan báð-
um þjóðum blæddi út milli 1980 og 1988.
Enginn frýr þeim John McCain eða Barack
Obama vits og ekki gruna ég þá um græsku
umfram aðra menn. En það eru harðir kostir að
þurfa að verða vitni að því að öflugasti vett-
vangur hinnar lýðræðislegu baráttu um mik-
ilvægasta starf í heimi sé lagður undir hnútu-
kast um aukaatriði en djúpstæðum og knýjandi
raunverulegum vandamálum sé sópað undir
teppið.
Eftir Þorbjörn Broddason » Það eru harðir kostir að þurfa
að verða vitni að því að öfl-
ugasti vettvangur hinnar lýðræð-
islegu baráttu um mikilvægasta
starf í heimi sé lagður undir
hnútukast um aukaatriði en
djúpstæðum og knýjandi raun-
verulegum vandamálum sé sópað
undir teppið.
Þorbjörn Broddason
Höfundur er prófessor í félagsfræði
og fæst við fjölmiðlarannsóknir.
Það, sem ekki var sagt
Halli | 29. september
Hvað með Glitnis
maraþonið???
Var að spá í að koma mér
í form og hlaupa í næsta
hlaupi […] ætli Glitnir
endist svo lengi???
Meira: halli-punktur-dk.blog.is