Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
EMMA ROBERTS ER
NÝJA STELPAN, Í
NÝJA SKÓLANUM
ÞAR SEM NÝJU
REGLURNAR ERU
TIL VANDRÆÐA!
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 69.000 MANNS
EIN BESTA MYND ÁRSINS!
SÝND Í KRINGLUNNI
WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
JOURNEY TO THE C... kl. 63D - 8:103D LEYFÐ 3D - DIGITAL
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
SMART PEOPLE kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára
DARK KNIGHT kl. 10:10 LEYFÐ
TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
CHARLIE BARTLETT kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
DEATH RACE kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
STAR WARS: C. W. kl. 5:50 LEYFÐ
WALL • E m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ
WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
WILD CHILD kl. 8 - 10:10 LEYFÐ LÚXUS VIP
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
JOURNEY TO THE C... kl. 5:50 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL
SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 LEYFÐ LÚXUS VIP
SÝND Í ÁLFABAKKA
-DV
-S.V., MBLSÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
ÍSLE
NSK
T TA
L
FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR
SHREK
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND
ÞAR SEM ALLIR SKEMMTA
SÉR KONUNGLEGA.
Hinn 12. október næstkomandi eru liðin30 ár frá því að Nancy Spungenfannst látin í herbergi númer 100 á
Chelsea-hótelinu í New York. Banamein henn-
ar var blóðmissir sökum stungusárs á kviði. Sá
eini sem var viðstaddur þegar Nancy fannst
látin var kærastinn hennar, Sid Vicious, fyrr-
um bassaleikari hljómsveitarinnar Sex Pistols.
Sid og Nancy voru einhvers konar Amy ogBlake, eða Pete og Kate, sinnar kyn-
slóðar. Vísir.is og fleiri fjölmiðlar hefðu vafa-
laust farið hamförum í birtingu á myndum af
parinu væri það upp á sitt besta, eða versta, í
dag.
Sid var auðvitað frægastur fyrir að standa á
sviði með Sex Pistols. Já, hann gerði víst lítið
annað en standa á sviði með þeim, blessaður,
sveiflaði bassanum jú eitthvað til og frá og
glennti sig framan í áhorfendur. Enda var það
ekki vegna hæfileika á tónlistarsviðinu sem
hann var fenginn til að taka við bassanum þeg-
ar Glen Matlock hvarf úr sveitinni. Vicious var
þá þegar orðinn þekktur í pönk-kreðsum
Lundúnaborgar og þótti ekkert lítið smartur.
Hann var einn helsti aðdáandi Sex Pistols áð-
ur en hann var tekinn inn í sveitina og var
einnig vinur Vivienne Westwood, sem rak
ásamt Malcolm McLaren fatabúð á Kings
Road. McLaren þessi var jafnframt umboðs-
maður Sex Pistols.
Nancy Spungen var bandarísk stúlka semað eigin sögn þráði fátt heitara en að
eiga frægan hljómsveitarfélaga fyrir kærasta.
Hún lagði land undir fót frá Philadelphia í
Bandaríkjunum og með viðkomu í New York
elti hún hljómsveitina The New York Dolls til
London. Þar kynntist hún Sid Vicious og 21
mánaða stormasamt ástarsamband hófst.
Endalokin eru flestum kunn.
Margar kenningar eru á lofti um hvað íraun og veru gerðist þarna í herbergi
hundrað nóttina sem Nancy dó. Vissulega
hlýtur uppdópaður kærastinn að þykja heldur
grunsamlegur en ásakanir á hendur Vicious
náðist aldrei að leiða til lykta því hann lést af
of stórum skammti eiturlyfja í febrúar árið
eftir, 1979, aðeins 21 árs að aldri. En fleiri
þóttu þó koma til greina sem líklegir mann-
drápsmenn, og var Chelsea-hótelið á þessum
tíma meira í líkingu við umferðarmiðstöð þar
sem komu og fóru gestir og vinir þeirra allan
sólarhringinn, misslompaðir eða uppdópaðir.
Hvarf á talsverðu af peningum úr herbergi
Sid og Nancy nóttina örlagaríku þykir styðja
þá kenningu að einhver utanaðkomandi hafi
stungið Nancy og horfið á brott með pen-
ingana. Einnig sýndu blóðprufur fram á að
Vicious hafi verið talsvert langt út úr heim-
inum á þeim tíma sem morðið var framið
vegna yfirgengilegrar eiturlyfjanotkunar.
Hann átti víst ekki að hafa verið í standi til að
gera mikið annað en draga andann, allavega
ekki lyfta kuta og stinga honum í kvið sinnar
heittelskuðu.
Einn þeirra sem er greinilega hvað mest ímun að halda sakleysi Sid á lofti er Alan
nokkur Parker. Hann gaf út í fyrra bókina No
One Is Innocent þar sem fjallað er um hina
stuttu ævi Sid Vicious. Bókin er áhugaverð
fyrir margar sakir. Hún er skemmtileg og
fróðleg lýsing á pönkheiminum í London á átt-
unda áratugnum.
Parker hefur greinilega kynnt sér ævi Vi-
cious afar vel og bókin er ekki sú fyrsta sem
hann skrifar um kauða. Heimildarmenn eru
úr ýmsum áttum, móðir Sids, áðurnefndur
McClaren auk fjölda annarra sem voru sam-
ferða Vicious gegnum lífið á einhverjum tíma-
punkti.
Bókin væri hins vegar enn betri ef Parker
væri ekki svona upptekinn af því að reyna að
firra Vicious ábyrgð á öllu því sem miður fór í
hans lífi. Það er farið í saumana á líkams-
árásum, ólátum og morðinu á Nancy með það
sama að leiðarljósi; Sid er saklausari en lítið
lamb.
Án þess að ég ætli að fullyrða nokkuð umhvað gerðist þetta umrædda kvöld færir
Parker nokkuð sannfærandi rök fyrir því að
Sid hafi ekki verið sá sem mundaði hnífinn.
Líklegustu morðingjana telur hann vera ann-
ars vegar uppistandarann Rockets Redglare,
sem fyrr um kvöldið hafði lagt leið sína í her-
bergi skötuhjúanna til að selja þeim eiturlyf.
Hann hafi því vitað af peningahrúgunni sem
aldrei fannst. Hins vegar þótti grunsamlegt að
ýmsir munir í eigu Sids og Nancyar fundust í
herbergi popparans Neon Leon á hótelinu,
meðal annars forláta leðurjakki Sids og tvær
gullplötur Sex Pistols. Munir sem kunnugum
þótti ólíklegt að Sid hefði látið af hendi. Leon
hélt því þó alltaf fram að munirnir hefðu verið
gjafir frá Sid, sem að eigin sögn bjóst ekki við
að lifa mikið lengur.
Parker vitnar í lögregluskýrslur og fram-burð vitna en rökin sem hann færir fyrir
því að Sid hafi ekki myrt Nancy verða þó létt-
vægari þegar fyrr í bókinni er því meðal ann-
ars haldið fram að hann hafi ekki hent glasi
upp á svið ónefndrar hljómsveitar á sínum
sokkabandsárum. Og rökin, jú það er staðfest
af móður hans, sem var fjarri góðu gamni þeg-
ar atvikið átti sér stað. Mamman, Anne Bever-
ley, telst nú vart góður vitnisburður um hvort
„Sid hennar“ hafi látið illa á tónleikum þegar
hann var 18 ára eða ekki. Þau mæðgin voru þó
afar náin, og einn viðmælenda í bókinni rifjar
það upp þegar hann kom að heimsækja Sid
eitt sinn þegar þeir voru báðir 16 ára. Þá sátu
mæðginin saman í sófanum og sprautuðu sig
með amfetamíni.
Það er reyndar athyglisvert hjá Parker aðdraga Beverley fram sem vitnisburð um
hvað í raun gerðist á nokkrum uppákomum í
lífi Sid þegar Parker telur það vera hennar
sök að Vicious lést af of stórum skammti heró-
íns. Já, ekki einu sinni það var Sid að kenna.
Parker leiðir líkum að því að Beverly hafi haft
yfir að ráða eina heróíninu sem til var í fá-
mennu teiti sem haldið var í tilefni þess að bú-
ið var að sleppa Vicious lausum úr fangelsi
gegn gjaldi. Sid var búinn að fá „sinn skammt“
það kvöldið og var gert samkomulag manna á
milli um að hann fengi ekki meira þar sem eft-
ir lifði kvölds þar sem hann hafði nýverið farið
í gegnum afvötnun í fangelsinu og þyrfti því
minni skammta en ella. Hvernig sem nú á því
stóð lifði Vicious ekki af nóttina og til heróín-
skammtsins spurðist ekki framar.
Aldrei var farið nánar úti hvað nákvæm-lega gerðist þetta kvöld, 2. febrúar 1979,
þegar Sid lést. Og Beverley er ekki lengur til
frásagnar því hún fyrirfór sér árið 1996.
Það fæst víst seint úr því skorið hvað gerð-ist kvöldið sem Nancy var drepin. Á með-
an getur Alan Parker reynt að sannfæra aðra
um að það hafi allavega ekki verið Sid Vicious.
Sakleysingjarnir Sid og Nancy
AF LISTUM
Birta Björnsdóttir
» [E]inn viðmælenda í bók-inni rifjar það upp þegar
hann kom að heimsækja Sid
eitt sinn þegar þeir voru báðir
16 ára. Þá sátu mæðginin sam-
an í sófanum og sprautuðu sig
með amfetamíni.
Alræmd „Sid og Nancy voru einhverskonar Amy og Blake, eða Pete og Kate, sinnar kynslóðar.
Vísir.is og fleiri fjölmiðlar hefðu vafalaust farið hamförum í birtingu á myndum af parinu væri
það uppá sitt besta, eða versta, í dag.“