Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 35 Ég vil þakka Stellu fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig síðan ég var lítil. Ég hlakkaði alltaf til að heimsækja Stellu og Fjólu, bestu vinkonu mína. Okkur í fjölskyldunni þótti mjög vænt um Stellu og okk- ur fannst mjög gott að hafa hana hjá okkur. Við munum aldrei nokkurn tíma gleyma henni. Emilíana Birta. HINSTA KVEÐJA heldur einnig góður félagi og um- hyggjusöm móðir. Ég minnist henn- ar jafnframt sem ungrar stúlku á Nesinu en hún var tveimur árum eldri en ég, gerðarleg, hávaxin eftir aldri og yfirveguð í fasi. Einnig yljar minningin um stutta fundi á mánu- dagsmorgnum í vinnunni þegar Stella færði mér vikulegt yfirlit um fjárreiður bæjarins. Skyndilegt frá- fall hennar í blóma lífsins gerir harminn hálfu verri fyrir okkur sem eftir sitjum. Dauðinn er harmþrung- inn en ef svo væri ekki mundi lífið sjálft rúið tilgangi. Samt er það svo að dauðinn verður nær yfirþyrmandi þegar fórnarlömb hans eru á meðal hinna ungu og góðhjörtuðu. Lífið virðist á stundum grimmi- legt en samt er það í eðli okkar flestra að þrá það. Lífslöngun mannsins hefur frá upphafi vega gert okkur kleift, bæði sem einstak- lingum og samfélagi, að yfirstíga raunir og sigrast á aðstæðum. Það er því einkar hryggilegt þegar skyndi- lega rennur upp að ein úr okkar hópi skuli horfin óvænt og á óskiljanlegan hátt. Eftir sitja áleitnar hugrenning- ar og sársauki sem einungis trúin á Guð almáttugan, æðri tilgang og ei- líft líf getur linað. Við getum ekki gleymt þjáningunni sem sárum missi fylgir en engu að síður strengt þess heit um leið að snúa harmi í sigur. Sigur vonarinnar, sigur minning- anna, sigur kærleikans. Á myrkum næturhimni skína stjörnur. Látum minninguna um Stellu verða okkur herhvöt um að leita ávallt ljóssins, yfirstíga raunir og hlúa að okkur sjálfum, samstarfsfólki og okkar nánustu. Í dag skilur leiðir. Á kveðjustund er vert að minnast Stellu og þakka jarðvist hennar, störf og nærveru. Fyrir hönd bæjarstjórnar Seltjarn- arness og samstarfsmanna bið ég minningu hennar guðs blessunar og færi fjölskyldu, vinum og aðstand- endum okkar dýpstu hluttekningu og einlæga ósk um styrk til að stand- ast þessa raun. Jónmundur Guðmarsson. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að Stella okkar sé látin. Eftir tíu ára samstarf á bæjarskrif- stofum Seltjarnarness er margs að minnast. Eftirminnilegast er hvað hún var einstaklega samviskusöm, dugleg og áreiðanleg í sinni vinnu, alltaf mætt fyrst á morgnana og sinnti verkum sínum af alúð. Í starf- inu þurfti hún gjarnan að svara og leiðbeina forstöðumönnum stofnana Seltjarnarnesbæjar og gerði það af ljúfmennsku og hógværð. Hún hafði góða nærveru og það var gott til hennar að leita. Í okkar litla samstarfshópi verður nándin mikil. Stella var ekki auðtek- in og gaf í fyrstu ekki mikið upp um sig og sína hagi. Með tímanum opn- aði hún sig meira og við fundum að samfélag okkar var henni mikils virði og var það gagnkvæmt. Hún tók þátt í spjalli okkar og gríni. Hún las mikið og við ræddum efni bók- anna. Við fengum að fylgjast með framgangi barnanna hennar, skóla- göngu þeirra og áhugamálum. Stella var reisnarleg, falleg kona sem bar sig vel og vakti eftirtekt þar sem hún fór, dökk á brún og brá. Hún vildi standa á eigin fótum og þótti erfitt að þiggja annarra hjálp í lífsbaráttunni. Það reynist ekki alltaf auðvelt og varð henni ef til vill um megn að geta ekki leitað eftir nauðsynlegri hjálp. Það fór ekki framhjá neinum hve börnin voru henni dýrmæt enda eru þau bæði einstaklega mannvænleg. Fjóla dóttir hennar hefur verið „heimagangur“ hér á skrifstofunum frá unga aldri og okkur finnst við eiga svolítið í henni. Þær mæðgur voru nánar og Stella var og hafði svo sannarlega ástæðu til að vera stolt af Fjólu sinni. Auðun var henni ekki síður kær, stoð hennar og stytta. Við fylgdumst með að komin var í hópinn tilvonandi tengdadóttir og hafði Stella orð á því hve þau væru falleg og góð saman. Börnin hennar bera móður sinni fagurt vitni. Þeirra missir er mikill. Við minnumst Stellu með miklum söknuði en erum jafnframt þakklát fyrir að hafa átt samleið með henni og mátt kalla hana vin okkar. Við vottum Fjólu og Auðuni okk- ar innilegustu samúð svo og allri fjölskyldu Stellu. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur J. Hallgrímsson) Guð blessi minningu Stellu Auðar Auðunsdóttur. Hún hvíli í friði. F.h. samstarfsfélaga hjá Sel- tjarnarnesbæ Auður Daníelsdóttir. Það var morguninn 18. septem- ber. Úti lamdi rokið með ógnar- krafti allt sem fyrir varð. Það var sárt að sjá þá ofsafengnu eyðilegg- ingu á augnayndi sumarskrúðans. Laufin fuku stjórnlaust til og frá og var sem þau leituðu skjóls hjá veggjum og gangstéttum. Sum tré jafnvel rifnuðu upp með rótum og um huga mér flögruðu þessar sönnu ljóðlínur: „því sumarið, líður allt of fljótt …“ Ég gat stuttu seinna bætt við í huganum „Lífið það líður, svo oft, allt of fljótt …“ því þegar Stefán, sonur minn, hringdi til mín þennan morgun fann ég strax að eitthvað var að, það var tóm í röddinni sem ann- ars er svo hressileg og það kom í ljós þegar hann tilkynnti mér að Stella hefði dáið kvöldið áður. Ekki vissi ég að höfuðverkur hennar hefði verið svo alvarlegur sem raun varð á. Æi, Stella, svo prúð og ljúf alla tíma ástrík móðir barna sinna, hún sem var nýkomin úr velheppnaðri sólarlandaferð með dóttur sinni. Ég fann sáran söknuð sonar míns og varð hugsað til barna hennar og móður sem væru í þeirri aðstöðu. Öll mín kynni af Stellu voru góð. Hún var dæmigerð móðir, kærleiks- rík og verndandi þegar Fjóla fædd- ist löngu fyrir tímann og var vart hugað líf fleiri daga. Þá vék hún aldr- ei frá henni og dáðist sonur minn takmarkalaust að styrk unnustu sinnar þá. En litla dóttir þeirra dafn- aði til líkama og sálar í ástríki hjá foreldrum sínum og bróður. Þegar afmæli barnanna var fór ég (héðan frá Akureyri) til að samgleðj- ast. Þá var glatt á hjalla. Stefán tók vídeómyndir og öll fjölskyldan var saman komin á hlýlegu heimilinu við vel skreytt veisluföng sem Stella útbjó af miklum myndarskap. Hún vann sér ekki bara virðingu og vináttu sonar míns heldur okkar allra í fjölskyldu hans. Um sam- starfsfólk sitt á bæjarskrifstofunni, þar sem hún vann til fleiri ára, allt fram á síðasta ævidag, talaði hún ávallt svo hlýlega. Elsku Stella, þú varst eins og feg- urð sumarsins, sem hvarf á einni nóttu, en minningarnar lifa og lýsa upp hugann. Hafðu þökk fyrir allt og ég vona og veit að þér líður vel á nýju til- verustigi. Ég bið Guð að vernda ást- vini þína, Fjólu, Auðun, Stefán, móð- ur þína og aðra ástvini. Fjóla Kr. Ísfeld. ✝ Margrét Sím-onardóttir Muc- cio fæddist í Vest- mannaeyjum 11. maí 1923. Hún lést á St. Jósepsspítala 23. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína J. Páls- dóttir húsmóðir, fædd 29. september 1890, látin 23. nóv- ember 1980 og Sím- on Guðmundsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fæddur 19. maí 1881, látinn 2. apríl 1955. Alls eignuðust þau 14 börn en 10 komust til fullorðinsára. Elst var Sigríður fædd 1914, látin, Fjóla fædd 1918, Einar Símonarson, fæddur 1920, látinn, Helga fædd 1925, Karl fæddur 1926, látinn. Sigríður Svanborg fædd 1927, Magnús fæddur 1929, látinn, Sverrir fæddur 1930 og Svein- björg fædd 1934. Margrét giftist árið 1948 John F. Muccio en hann lést árið 1988. Sonur þeirra er Rúnar Gregory fæddur 25. febrúar 1963 og hans dóttir er Metta Margrét, fædd 28. júlí 1996. Margrét fluttist til New York árið 1951 með manni sínum og bjó þar til 1955 er þau komu aftur til Íslands og bjuggu hér til ársins 1963. Þá fluttu þau til Kúbu, þar sem þau dvöldu í 2 ár og síðan aftur til New York. Árið 1972 flutti Margrét al- komin til Íslands með son sinn og settist að í Hafnarfirði. Hún starfaði lengst af við versl- unarstörf. Útför Margrétar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 15:00. Elskuleg systir okkar, Margrét, er látin eftir langvarandi veikindi. Hún er sú fimmta sem kveður okkur af tíu systkinum. Okkur fannst ævintýra- ljómi yfir lífi þessarar glæsilegu systur okkar sem upplifði viðburða- ríka ævi bæði hér á landi og erlendis. Hún upplifði bæði gleði og sorg í líf- inu sem hún tókst á við með reisn. Hún var bæði gjafmild og góður vinur og þökkum við systkinin allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Blessuð sé minning hennar. Systkinin. Margrét Símonar- dóttir Muccio Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN ÁSGRÍMUR EYFJÖRÐ ANTONSSON, Stafnaseli 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 28. september á krabbameins- deild 11E. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hjördís Hjörleifsdóttir, Agnes Eyfjörð Kristinsdóttir, Elías Óskarsson, Ástþóra Kristinsdóttir, Magnús Eiríksson, Anton Ásgrímur Kristinsson, Helga Sveinsdóttir, Hjörleifur Kristinsson, Kristinn Ásgrímur Kristinsson, Hrund Grétarsdóttir, Hulda Sjöfn Kristinsdóttir, Jón Ólafur Jóhannsson, barnabörn, fjölskyldur og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, ÁSGEIR SVERRISSON hljómlistarmaður, Prestastíg 11, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans, Landakoti, laugardaginn 27. september. Útför hans verður auglýst síðar. Sigríður Maggý Magnúsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Marteinn Másson, Ásgeir Ásgeirsson, Vilborg Lofts, Guðmundur Baldvinsson, Helga Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Okkar ástkæri ÞORVALDUR SVEINBJÖRNSSON rafmagnsverkfræðingur frá Kothúsum í Garði, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 27. september. Hann verður jarðsettur í New Hampshire í Bandaríkjunum. Fyrir hönd aðstandenda, Agnes Marinósdóttir, Dawn S. Greene, Karen Chyung, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Edda Sveinbjörnsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN KRISTÓFERSSON, Skipastíg 12, Grindavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík, sunnudaginn 28. september. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 3. október kl. 13.30. Hafdís Guðmundsdóttir, Þráinn Kristinsson, Sigurborg Kristjánsdóttir, Valgerður Áslaug Kjartansdóttir, Guðmundur Árnason, Þorgerður Kjartansdóttir, Ingibjörg María Gísladóttir, Ásta Þorvaldsdóttir og barnabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR ÞÓRIR GUÐMUNDSSON, áður til heimilis að Skólavörðustíg 38, Reykjavík, andaðist á Droplaugarstöðum í Reykjavík fimmtudaginn 25. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. október kl. 13.00. Björn Óskarsson, Skorri Óskarsson, Klara Óskarsdóttir, Guðmundur Logi Óskarsson, Sixten Lindström, Benedicte Gren, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.