Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 21 ERLENT ASÍS - Asíusetur Íslands og Íslensk-indverska viðskiptaráðið efna til morgunverðarfundar í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands, föstudaginn 3. október, kl. 8-10 „Viðskipti á Indlandi - Menning, umhverfi og nýmarkaður" Frummælendur: Satendar Kumar, sendiráði Indlands á Íslandi Stig Toft Hansen, Norrænu Asíustofnuninni - NIAS Dagfinnur Sveinbjörnsson, stjórnmálafræðingur Mirja Juntunen, Nordic Centre in India (NCI) Kristín Ingólfsdóttir, Háskólarektor, setur fundinn Fundargjald með léttum morgunverði er 1000 kr. FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is SÖGULEG kosningaúrslit urðu í þýska sambandsríkinu Bæjaralandi um helgina. Enginn flokkur hefur beðið viðlíka afhroð í kosningum frá árinu 1950; kristilega sósíalsam- bandið (CSU) missti í fyrsta skipti frá árinu 1962 hreinan meirihluta sinn í sambandsríkinu. „Svartur dagur, sársaukafullur dagur,“ var haft eftir Erwin Huber, leiðtoga CSU, á sunnudag þegar línur niður- staðna tóku að skýrast. CSU, sem er systurflokkur CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, náði 43,4% fylgi í kosningunum og er það 17% fylgishrap frá því í síð- ustu kosningum árið 2003. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) hlaut einnig sína verstu útreið í kosningum í Bæjaralandi hingað til og hlaut 18,6% atkvæða. Frjáls- lyndir (FDP) hlutu 8,0%, græn- ingjar 9,4% og flokkur frjálsra kjós- enda 10,2% og taka því allir sæti á þingi sambandsríkisins. Framhald á hryllingnum? Samkvæmt upplýsingum Der Spiegel hefur forysta frjálslyndra (FDP) lýst sig reiðubúna til sam- starfs með CSU, það sé þeirra að bjóða til viðræðna. Framkvæmda- stjóri FDP segir frjálslynda hins- vegar ekki reiðubúna til að starfa í samsteypustjórn með SPD og minni flokkunum. Jafnaðarmenn hafa hinsvegar varað frjálslynda við því að ganga til samstarfs við CSU. „Það má ekki verða framhald á hryllingnum,“ sagði varaformaður SPD í Bæjaralandi. Jafnaðarmenn vilji hefja viðræður við alla flokka þingsins og eygja möguleika fjög- urra flokka samstarfi við FDP, græningja og Flokk frjálsra kjós- enda. Úrslitin þykja stórtíðindi í Þýska- landi þar sem CSU hefur í áratugi verið sem hluti af ímynd Bæjara- lands, rétt eins og leðurbuxur, bjór, bláhvítur fáni eða BMW. Aldrei áð- ur hafa þýskir fjölmiðlar skrifað af jafn mikilli hörku um veikleika og mistök CSU og í nýafstaðinni kosn- ingabaráttu. Þetta er gert að umtalsefni í ný- legri fréttaskýringu í bæverska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung. Þar er hinsvegar bent á að ekki sé verið að jarða CSU, flokkurinn standi hlutfallslega betur en flestir systurflokkar hans (CDU) í öðrum sambandslöndum Þýskalands. Kjós- endur séu nú hinsvegar að kveðja dýrðarljóma CSU, sérstöðu flokks- ins, yfirburði og almætti. CSU sé nú orðinn „venjulegur flokkur.“ Veikir ekki stöðuna? Ástæður þess að kjósendur í Bæj- aralandi sneru sér í auknum mæli til minni flokka eru margvíslegar. Umdeildar ákvarðanir í mennta- málum, reykingabann og sam- göngumál hafa verið nefnd til sög- unnar. Sú kjölfesta sem CDU hafði í miklu og tryggu fylgi systurflokks- ins í Bæjaralandi er nú horfin og þykir líklegt að það geri kosninga- baráttuna fyrir þýsku þingkosning- arnar á næsta ári enn harðari. „Markmiðin náðust ekki og við munum að sjálfsögðu ræða ástæður þess,“ voru viðbrögð Angelu Merkel við niðurstöðum kosninganna. Hún sagðist þó ekki álykta sem svo að niðurstöðurnar myndu veikja stöðu kristilegra demókrata í samsteypu- stjórninni á landsvísu. Hrun einveldisins Tæplega hálfrar aldar einveldi CSU í Bæjaralandi er nú lokið eftir að flokkurinn missti mikið fylgi í kosningum um helgina Reuters Svekktur Erwin Huber, leiðtogi CSU, er óánægður með úrslitin. Flokks- forystan tilkynnti þó í gær að hún hygðist ekki segja af sér í bráð. Í HNOTSKURN »CDU missti nýlega 12 pró-sentustiga fylgi í kosning- um í Hessen og jafnframt hreinan meirihluta í kosning- um í Hamborg. »Kosið verður í Thüringenog Saarlandi á næsta ári. Í báðum sambandsríkjunum hefur CDU hreinan meirihluta en miðað við gengi í undan- örnum kosningum má búast við fylgishruni. PAKISTANSKAR stúlkur í borginni Multan sýna hendur sínar sem skreyttar hafa verið með henna-litum í tilefni Eid al-Fitr-hátíðar múslíma sem senn gengur í garð. Hátíðin markar lok föstumánaðarins ramadan og stendur í þrjá daga með tilheyrandi veisluhöldum og bænahaldi. AP Henna á höndum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings hafnaði í gær óvænt áætlun stjórnar George W. Bush forseta um að nota 700 milljarða dala til að bjarga fjármálakerfi landsins með ríkisaðstoð. 228 þingmenn sögðu nei en 205 sögðu já. Búist er við að aftur verði greidd atkvæði um tillöguna sem fyrst en áður verði reynt að sníða af henni þá vankanta sem margir þingmenn sjá á henni. Bush lét í ljós mikil vonbrigði með niðurstöðuna á þingi. „Við settum fram mikla áætlun vegna þess að vandinn er mikill,“ sagði hann og hét því að halda áfram að leita leiða til að tryggja efnahag þjóðarinnar. Harðir andstæðingar frumvarps- ins úr röðum repúblikana og demó- kratar, sem ekki hlýddu flokksfor- ustunni, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þegar ljóst þótti að meirihluti þingmanna myndi vera á móti var atkvæðagreiðslan stöðvuð í 40 mínútur og stjórnendur þing- flokkanna reyndu að fá þingmenn til að breyta atkvæði sínu. En það bar ekki árangur. Bush forseti og leið- togar beggja flokka á Bandaríkja- þingi höfðu hvatt eindregið til þess að áætlunin yrði samþykkt þrátt fyr- ir mikla andstöðu meðal bandarísks almennings í könnunum. Báðir forsetaframbjóðendurnir, Barack Obama og John McCain, styðja áætlunina og telja hana óhjá- kvæmilega til að bjarga efnahag landsins. Meðan á atkvæðagreiðsl- unni stóð bárust fréttir af því inn í þingsalinn að hlutabréfavísitölur væru í frjálsu falli. En það hafði eng- in áhrif á andstæðingana. Björgunaráætlun felld í fulltrúadeildinni Búist við breytingum og að tillagan verði borin upp á ný BRESKI súkkulaðiframleiðandinn Cadbury hefur innkallað 11 súkku- laðitegundir framleiddar í Peking, að því segir á fréttavef breska dag- blaðsins Times. Sú ákvörðun er tekin í ljósi me- lamíneitrunar í þurrmjólk sem upp- víst varð um í Kína og hefur orðið a.m.k. fjórum börnum að bana og valdið veikindum tugþúsunda. Niðurstöður rannsókna á súkku- laðinu sem um ræðir höfðu vakið áhyggjur Cadbury og voru vörurnar því innkallaðar, en þær voru til sölu á meginlandi Kína, Taívan, Hong Kong og Ástralíu. „Niðurstöðurnar hafa valdið efa- semdum um fjölda vörutegunda okk- ar sem framleiddar eru í Kína,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Talsmenn Cadbury sögðu í síðustu viku að þær kínversku verksmiðjur sem fyrirtækið fengi mjólk frá til framleiðslunnar hefðu sætt rann- sókn og að ekkert melamín hefði fundist. Æ fleiri kínverskar mjólkurvörur hafa verið fjarlægðar úr hillum verslana víða um heim. Yfirmenn Sanlu, framleiðanda eitruðu þurr- mjólkurinnar, hafa verið handteknir og þykir ólíklegt að fyrirtækið haldi áfram starfsemi. jmv@mbl.is Cadbury innkallar súkkulaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.