Morgunblaðið - 05.10.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 05.10.2008, Síða 1
S U N N U D A G U R 5. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 272. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu >> 47ÓLAFUR HAUKUR OGFÓLKIÐ Í BLOKKINNI Á FJÖLUNUM MUNUM VIÐ FARA NORSKU LEIÐINA? HVAR Á AÐ VIRKJA? „VIÐ höfum alltaf lagt mikla áherslu á að eiga löng og góð samtöl þar sem ég reyni að tileinka mér það að hlusta ekki minna en að tala,“ segir Svan- dís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, um son sinn Odd Ást- ráðsson, dagskrárgerðarmann á Stöð 2. Mæðginin ræða tengsl sín í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Svandís segir það pólitík hvernig maður talar við og umgengst börn en pólitíkin í lífinu er henni hugleikin. Oddur segir móður sína vera „tilkomumikinn karakter“ sem hafi gaman af því að hafa fjölskylduna í kringum sig. „Hún vill hafa alla á sama stað og ræða heima og geima.“ ingarun@mbl.is | 10 Morgunblaðið/Ómar Góð samtöl eru gæfa Frjálshyggjumenn hafa ekki lagt árar í bát þótt margir telji fjár- málavandann undanfarið til marks um að hugmyndafræði þeirra hafi beðið algjört skipbrot. Skoðanaskipti hugmyndaheima Gengi FC Bayern München hefur verið skelfilegt að undanförnu. Í huga Bæjara er gangur him- intunglanna ekki eðlilegur nema stórveldið Bayern sé í fyrsta sæti. Dapurt í boltanum hjá Bæjurum Bandarískir öldungadeildarþing- menn settust niður þegar þeir greiddu atkvæði um tillögu til bjargar efnahagslífinu. Það gera þeir aðeins í mikilvægustu málum. Innspýtingin var samþykkt VIKUSPEGILL isráðuneytið þarf sitt, við höldum uppi löggæslu, dómstólum og fangelsum, greið- um til almannatrygginga, kostum rann- sóknir á hafinu og umhverfinu, búvöru- framleiðslan fær sinn skerf og það kostar Í HVAÐ fara skattpeningar landsmanna? Þeir fara meðal annars í heilbrigðiskerfið, þar sem sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofn- anir taka drýgstan skerf, við rekum skóla- kerfi frá grunnskóla og upp úr, utanrík- auðvitað að leggja vegi um landið vítt og breitt. Þá má ekki gleyma hafnargerð og æðsta stjórn ríkisins þiggur laun sín og rekstr- arkostnað úr vasa skattborgaranna. Enn er drjúgur hluti ótalinn. SKÓSM IÐUR V ÍNBÚÐ Hvert fara skattarnir? Grafík/Einar Elí Magnússon  Skattamálin eru skýrð með teikn- ingu í miðopnu blaðsins í dag. » 28 Svona rekum við ríkið? Eftir Agnesi Bragadóttur og Önund Pál Ragnarsson MINNISBLAÐ var lagt fram á fundi aðila vinnumarkaðarins á föstudags- kvöld, af hálfu ASÍ, með tillögu um sameiginlega afstöðu í efnahagsað- gerðum helgarinnar. „Mikilvægasta verkefni á sviði efnahagsmála er að tryggja hér stöðugleika til lengri tíma. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að slíkum stöðugleika verði ekki náð með krónu sem gjald- miðli,“ sagði í minnisblaðinu. „Því ber að stefna að inngöngu í ESB og upp- töku evru, svo fljótt sem auðið er. Á þeim grundvelli þarf þróun efnahags- og kjaramála á næstunni að miðast við það að Ísland uppfylli Maastricht- skilyrðin,“ stóð þar einnig. Inntur eftir viðbrögðum við þessu í gær lét Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, ekkert uppi. Heim- ildir herma að fulltrúum SA hafi þótt orðalagið of eindregið. Viðmælendur Morgunblaðsins úr röðum atvinnu- rekenda benda á að ríkisstjórnin hafi lagt fram fjárlagafrumvarp og kynnt fjárlagaáætlun til ársins 2012, þar sé gert ráð fyrir töluverðum halla til að mæta samdrætti og atvinnuleysi. Ef mæta eigi þessu skilyrði ASÍ þurfi að stórauka niðurskurð í fjárlagafrum- varpinu. Hefur ekkert vægi Sjálfstæðismenn sem leitað var við- bragða hjá í gærmorgun vegna þessa töldu slíka yfirlýsingu lítið hafa að segja á þessum tímapunkti, enginn þeirra hafnaði því þó alfarið að slíkar kröfur gætu komið upp. „Ef menn telja þetta nauðsynlegt innlegg og fara að gera þetta að aðalatriði í mál- inu þá sé ég ekki að sjálfstæðismenn láti brjóta á því,“ sagði þingmaður. Annar tók í sama streng. „Það er ver- ið að róa algjöran lífróður í þessu máli,“ sagði hann. ,,Slíkt gerir maður ekki í óðagoti. Núna er hreinlega óðagot,“ sagði Pét- ur H. Blöndal um þetta. „Menn eru að leysa mjög mikið skammtímavanda- mál, sem öll þjóðin stendur frammi fyrir, og hafa í raun mjög góða lang- tímastöðu. Mér þætti það þess vegna mjög miður ef menn færu að nota sér svona stöðu til að koma sínum póli- tísku áhugamálum í gegn. Þá eru þeir ekki að vinna sameiginlega að lausn mála. Ég held að þetta hefði ekki mik- ið vægi því víða í Evrópu eru mikil vandamál. Ég minni á að í Hollandi er líka evra og á Írlandi, Spáni og Ítalíu. Ég sé ekki evran hafi leyst neinn vanda þar. Ef menn ætla að gera þetta að einhverri ýtrustu kröfu tel ég að menn eigi ekki að láta brjóta á því. Ástandið er alltof alvarlegt til þess.“ Tekist á um ESB-tillögu  ASÍ vill aðildarumsókn inn í efnahags- pakkann  SA vildi draga úr orðalagi Í HNOTSKURN »Viðræður um efnahags-aðgerðir stóðu í gær og var ekki lokið þegar Morg- unblaðið fór í prentun. »Landssamtök lífeyrissjóðafunduðu með formönnum og framkvæmdastjórum allra lífeyrissjóða eftir hádegið og kynntu hugmyndir um björg- unaraðferðir. »Forsvarsmenn SA og ASÍáttu fund með ríkisstjórn í ráðherrabústaðnum um tvö- leytið og eftir það var ráðgert að fulltrúar stjórnarandstöðu kæmu þangað á fund.  Fundað stíft | 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.