Morgunblaðið - 05.10.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.10.2008, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Skagafjörður | Kirkjur hafa verið mun víðar í Skagafirði en áður var talið, næstum því á öðrum hverjum bæ. Vísbendingar um þetta hafa komið fram í rannsókn fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga á kirkjugörðum og grafreitum í héraðinu. „Við erum eiginlega að endurskrifa kirkjusögu héraðsins því það kemur í ljós þegar málið er kannað nánar að kirkjur og kirkjugarð- ar hafa verið á miklu fleiri stöðum en menn héldu,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga. Kirkjurannsóknin felst í rannsóknum og skráningu kirkjugarða og þar með kirkna í hér- aðinu, einkum í frumkristni. „Forvitni okkar vaknaði í Keldudal en þar komu upp bein úr kirkjugarði frá 11. öld sem engar skriflegar heimildir voru til um. Við vissum af fleiri stöðum þar sem bein hafa komið upp við svipaðar að- stæður,“ segir Guðný Zoëga fornleifafræðingur, deildarstjóri fornleifadeildarinnar. Við rannsóknina nýtast miklar fornleifarann- sóknir sem unnið hefur verið að í Skagafirði á undanförnum árum, meðal annars Hólarann- sóknin. „Það er kominn tími til að tengja þessar upplýsingar saman,“ segir Guðný. Bændur héldu kirkjur Rannsakendur einbeita sér í upphafi að frum- kristninni, fram til ársins 1300, og að kirkjustöð- um sem ekki er getið um í máldaga Auðunar rauða Þorbergssonar Hólabiskups frá árinu 1318. Sigríður hefur verið að fara í gegnum rit- aðar heimildir, meðal annars upplýsingar um beinafundi og örnefni, og er þegar komin með lista yfir um 110 staði. Með því að bæta við sókn- arkirkjunum sést að kirkjur hafa verið á nærri því öðrum hverjum bæ í Skagafirði. Það kemur á óvart. „Komið hefur í ljós að fjöldi bænda reisti sér kirkju á 11. öld og hafa þeir haft grafreit um- hverfis,“ segir Sigríður. Hún telur að þetta hafi bændur gert til þess að þurfa ekki að vera undir aðra komnir með leg fyrir fjölskyldu sína. Þetta breyttist á tólftu og þrettándu öld þegar sókn- arskipulagi var komið á. Eftir það gátu allir fengið leg í sóknarkirkjugörðum og heim- iliskirkjugarðarnir lögðust að mestu af. Margar kirknanna voru aflagðar eða þeim breytt í bæn- hús eða hálfkirkjur án graftarleyfis. Vitneskja um þessar kirkjur og garða hafa ýmist varðveist í seinni tíma heimildum eða munnmælasögum, auk þess sem leifar þeirra sjást stundum enn á yfirborði. Oft hefur þó öll vitneskja um þessi mannvirki týnst, að sögn Sigríðar. Guðný og fornleifafræðingarnir fara í kjölfar sagnfræðingsins og reyna að finna kirkjugarða og kirkjur á þeim stöðum sem heimildir vísa á. Þetta er mikið verk. Hafist var handa í sumar og verður unnið að rannsóknum næstu þrjú árin. Nýtist við ritun byggðasögu Kirkjurannsóknin hefur víðari skírskotun. „Við ætlum að nota rannsóknir á kirkjugörðunum til að athuga þróun byggðar og pólitísks valds í hér- aðinu,“ segir Guðný. Rannsóknin leggur einnig til heimildir við rit- un sögu Skagafjarðar sem unnið er að. Búið er að gefa út byggðasögu stórs hluta héraðsins. Nú er unnið að útgáfu rits um Hegranes og Hjalta- dal og þar hefur Byggðasafnið tækifæri til að vera á undan með sína rannsókn til að upplýsing- arnar nýtist söguritaranum, Hjalta Pálssyni. Auk upplýsinga um kirkjur og kirkjugarða nefna þær staðsetningu fornbýlanna eða afbýla og dæmi um tilflutning bæjarhúsa. „Það hefur svo margt ver- ið að breytast á elleftu og tólftu öld sem nauð- synlegt er að komast til botns í,“ segir Guðný. „Það er alveg sérstök tilfinning að geta bætt við sögu okkar,“ bætir Sigríður við. Kirkja á öðrum hverjum bæ Sérfræðingar Byggða- safns Skagfirðinga skrifa kirkjusöguna upp á nýtt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Endurskrifa söguna Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri og Guðný Zoega fornleifafræðingur vinna að kirkjurannsókninni í Skagafirði. Þær segja spennandi að leiða nýjar upplýsingar fram í dagsljósið. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „ÉG reyni að vera eins lítið heima og ég get; fer mikið í heimsókn til tveggja sona minna sem búa á Ak- ureyri og vinkonu sem ég á þar,“ sagði Erna Jóhannsdóttir, einn íbúa Richardshúss á Hjalteyri við Eyjafjörð, við Morgunblaðið en til stendur að úrskurða húsið óíbúð- arhæft vegna torkennilegra og óútskýrðra hljóða sem angra íbúana. Tvær íbúðir eru í húsinu. „Þetta er eins og þvottavél sé í gangi,“ sagði Erna spurð um hvernig hún myndi lýsa hljóðinu sem hefur heyrst síðasta árið. „Það byrjar rólega en verður svo að miklum hvin. Við héldum lengi, ég og konan í hinni íbúðinni, að hljóð- ið kæmi frá þvottavél hinnar.“ Heilbrigðisnefnd Norðurlands- eystra hyggst úrskurða húsið óíbúðarhæft en íbúum þess og sveitarstjórn hefur verið gefinn kostur á að gera athugasemdir við niðurstöðuna áður en það verður gert formlega, að sögn Valdimars Brynjólfssonar heilbrigðisfulltrúa. Ein kenningin sem sett hefur verið fram er að hljóðið komi frá borholu Norðurorku skammt frá húsinu. Dælt hefur verið úr hol- unni í nokkur ár, en Erna segir hljóðið aldrei hafa heyrst fyrr en eftir að farið var veita vatni úr hol- unni inn til Akureyrar og dæla af meira krafti en áður. Franz Árnason, forstjóri Norð- urorku, hefur neitað að fyrirtækið beri ábyrgð á ástandinu og Valdi- mar Brynjólfsson sagði í gær að í rannsóknarskyni hefði bæði verið slökkt á rafmagni og dælingu vatns hætt úr holunni um stund- arsakir, en hljóðið engu að síður enn heyrst. Fulltrúi Veðurstofu Íslands kom á staðinn á dögunum með jarð- skjálftamæla en niðurstaða liggur ekki fyrir úr þeim athugunum. „Við teljum okkur búna að sýna fram á að það sé titringur í veggj- unum sem veldur hljóðinu, en það á eftir að sýna fram á af hverju titringurinn stafar,“ sagði Valdi- mar. Íbúi Richardshúss: „Reyni að vera eins lítið heima og ég get“ Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Hjalteyri Torkennileg hljóð hafa angrað íbúa húss á staðnum í heilt ár. Titr- ingur í veggjum veldur hljóðinu en enginn veit af hverju hann stafar. Íbúðarhús á Hjalt- eyri úrskurðað óíbúðarhæft vegna torkenni- legra hljóða KRISTJÁN Ragnarsson, fyrrver- andi formaður og framkvæmda- stjóri LÍÚ, var heiðraður fyrir framúrskarandi framlag sitt til ís- lensks sjávarútvegs. Verðlaunin hlaut hann í hófi þar sem Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2008 voru afhent í Turninum í Kópavogi. Á meðal annarra verðlauna sem afhent voru í hófinu má nefna að Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE-15, fékk viðurkenningu sem framúrskarandi íslenskur skip- stjóri. Bergur-Huginn ehf. fékk verðlaun sem framúrskarandi ís- lensk útgerð og í flokki fram- úrskarandi fiskvinnslu fékk Skinn- ey-Þinganes hf. viðurkenningu. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru nú afhent í fjórða sinn. Kristján heiðraður Heiður Kristján Ragnarsson og eig- inkona hans, Kristín Möller. STUTT LÍFIÐ, samtök um líknandi með- ferð, heldur málþing í Hringsal LSH/Hringbraut laugardaginn 11. október 2008 frá kl. 9:30–12:30 í til- efni af alþjóðadegi líknar og 10 ára afmæli félagsins. Á málþinginu verða flutt erindi um líknandi meðferð, hugmyndir að nýjum leiðbeiningum um ákvörðun meðferðar við ólæknandi og langvinnum sjúkdómum. Dagny Faksvåg Haugen, dr. med., flytur erindi um stefnu Norðmanna í þess- um málaflokki. „Þrátt fyrir um 20 ára reynslu okkar af líknandi meðferð vantar enn stefnu stjórnvalda á Íslandi í þessum málaflokki,“ segir í tilkynn- ingu. Málþingið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á líknandi meðferð og vilja taka þátt í umræðum um þennan málaflokk. Málþing um líknandi meðferð STJÓRN Samtaka iðnaðarins telur nauðsynlegt að ríkisstjórn og Seðla- banki marki sér stefnu til langs tíma í efnahagsmálum, tali skýrt og grípi þegar í stað til ráðstafana til þess að greiða úr alvarlegum lausafjár- skorti, koma jafnvægi á gengi krón- unnar og dragi þannig úr neikvæð- um áhrifum niðursveiflu efnahagslífsins. Í ályktun samtakanna segir að brýnt sé að tryggja eðlilegt flæði gjaldeyris á markaði með öllum til- tækum ráðum, s.s. gjaldeyrisskipta- samningum. „Það er nauðsynlegt til þess að koma fjármagni inn á upp- þornaðan íslenskan lánamarkað. Seðlabankar um allan heim keppast við að smyrja hjól atvinnulífsins með lausafé. Það ætti íslenski Seðlabank- inn líka að gera.“ Samtökin hvetja jafnframt til lækkunar stýrivaxta. Marki stefnu til langs tíma Hvenær varð fornleifadeildin til? Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga var stofn- uð 2003 en áður hafði safnið verið með fornleifa- fræðing í hálfu starfi í nokkur ár við að skrá forn- leifar til undirbúnings nýju aðalskipulagi. Hverjir starfa þar? Þrír starfsmenn eru við deildina, fornleifafræð- ingur, landfræðingur og nemi í fornleifafræði. Hver er Sigríður? Sigríður Sigurðardóttir er Skagfirðingur. Hún er kennari og sagnfræðingur, vann á Þjóðminjasafn- inu og hefur í tuttugu ár verið safnstjóri Byggða- safns Skagfirðinga í Glaumbæ. Hún hefur einnig kennt á öllum skólastigum. Hver er Guðný? Guðný Zoëga er frá Norðfirði, fornleifa- og beina- fræðingur. Hún vann hjá Þjóðminjasafninu og var minjavörður Austurlands en hefur verið deild- arstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga frá því hún var stofnuð, árið 2003. S&S ALLIR starfsmenn Skeljungs- og Select-stöðva, á þriðja hundraðið, munu skarta bleiku slaufunni við störf sín út þennan mánuð og styðja þannig árlegt söfnunarátak Krabbameinsfélags Íslands í verki. Bleika slaufan hjá Skeljungi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.