Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 10
10 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Oddur: „Við eyddum fyrstu tíu sumrum ævi minnar í Hrísey á
Eyjafirði. Foreldrar mínir áttu þarna hús í félagi við vinahjón.
Mamma vann ýmis störf eins og á hreppsskrifstofunni eða í spari-
sjóðnum. Bæði mamma og pabbi voru í námi, mamma í málvísindum
og pabbi í lögfræði við Háskóla Íslands. Þau höfðu verið í Hrísey í
tvö ár áður en ég fæddist. Mamma er ævintýrakona. Það er eig-
inlega sama hvað hún tekur að sér, hún gerir það af lífi og sál með
fullum krafti. Það er hennar stíll. Hún var að kenna í grunnskól-
anum og tónlistarskólanum og þau pabbi voru í leikfélaginu og
kirkjukórnum.
Pólitíkin hefur alltaf verið mjög nálægt mér og allri minni fjöl-
skyldu. Afi var menntamálaráðherra fyrst þegar ég man eftir hon-
um. Ég veit að mamma forðaðist framan af bein afskipti af pólitík
því hún vildi ekki fá á sig einhvern stimpil.
Hún var að vinna mikið með heyrnarlausum í Samskiptamiðstöð
heyrnarlausra og heyrnarskertra eftir að hún kláraði sitt nám í mál-
vísindum. Ég held hún hafi gert mikið gagn fyrir það litla samfélag.
Hún er táknmálsfræðingur og vann algjört frumkvöðlastarf í að
skrifa um, kortleggja og velta fyrir sér, með aðferðum málvísind-
anna, málfræði íslensks táknmáls.
Það eru ekki mörg ár síðan hún fór út í pólitíkina en það var eins
og með svo margt sem hún hefur tekið sér fyrir hendur að hún var
fljótlega komin við stjórnvölinn. Hún er aldrei músin sem læðist. Það
er alltaf eitthvað að gerast í kringum hana. Hún var orðin formaður
Reykjavíkurfélags Vinstri grænna svo til á öðrum degi. Síðan varð
hún framkvæmdastjóri flokksins og svo fór hún í prófkjör fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar og var þar valin mjög afgerandi af sínum fé-
lögum til að leiða listann. Hún er mikill forystusauður og á mjög gott
með að fá fólk í lið með sér.
Sama hvaðan gott kemur
Eitt sem einkennir pólitíkina hennar mömmu, sem sker hana frá
flestum öðrum atvinnupólitíkusum, er að hún lítur þannig á að það sé
alveg sama hvaðan gott kemur. Hún tekur algjörlega óhikað þátt í að
vinna að góðum verkum þrátt fyrir að þau séu upprunnin í ranni
andstæðinganna. Hún lítur svo á að hennar hlutverk og verkefni í
pólitík sé fyrst og fremst að búa til betra samfélag. Ég veit að sam-
starf hennar og núverandi borgarstjóra, Hönnu Birnu, hefur verið
mjög gott. Þær eiga auðvelt með að vera drífandi saman í stað þess
að vinna hvor gegn annarri. Ég held að þetta sé að mörgu leyti eitt-
hvað sem aðrir pólitíkusar
mættu taka sér til fyr-
irmyndar.
Mamma er mjög opin og
gerir það með stolti sem hún
gerir. Hún er samkvæm sjálfri sér og er sú sem hún segist vera.
Hún er stór karakter en það er ekkert alltaf auðvelt að vera sonur
svona tilkomumikils karakters. Þegar ég var að breytast úr barni í
fullorðinn, sem er að einhverju leyti enn að gerast, áttum við okkar
árekstra. Við erum núna bestu vinir og tölum mikið saman og getum
dottið ofan í kjaftatarnir sem standa tímunum saman um lífið og til-
veruna.
Vel heppnaður skilnaður
Mamma og pabbi skildu að skiptum þegar ég var níu ára gamall.
Við Auður systir erum sammála um að það sé okkar mesta gæfa í líf-
inu! Þau áttu miklu betra með að vera foreldrar okkar og vera sam-
stiga í uppeldi eftir að þau voru skilin. Þeirra leið til að takast á við
að vera fráskildir foreldrar er nokkuð sem ætti að kenna á nám-
skeiðum. Samskiptin snerust um að tryggja að okkar hagur væri
sem allra bestur. Það var aldrei neinn ágreiningur þeirra á milli sem
við þurftum að finna fyrir.
Pabbi og mamma voru bæði komin í aðra sambúð nokkrum mán-
uðum eftir að þau skildu og þau eru bæði gift því fólki sem þau tóku
saman við. Torfi hefur staðið þétt við bakið á mömmu í öldurótinu
undanfarin ár. Langlundargeð hans er mikið og hann er kletturinn í
hafinu fyrir hana. Hún er svo miklu örari en hann og það gerist allt
svo hratt í höfðinu á henni.
Henni finnst fátt skemmtilegra en að hafa fólkið sitt hjá sér og
vera með matarboð. Hún vill hafa alla á sama stað og ræða heima og
geima. Þá eru eldaðar stórar og miklar máltíðir og allir fara út
standandi á blístri.
Mamma á það til að hafa of miklar áhyggjur af mér og á stundum
erfitt með að sleppa takinu. Það fer náttúrlega öfugt ofan í mig en er
eitthvað sem við höfum alltaf getað talað um. Hún hefur samt treyst
því að ég taki réttar ákvarðanir fyrir sjálfan mig að því leyti til að
hún stendur með mér og ræður mér heilt. Kannski hefur hún aðrar
meiningar um hvað ég ætti að vera að gera, en ég á voða erfitt með
að láta segja mér fyrir verkum og er að því leyti líkur mömmu minni.
Ég vil telja sjálfum mér trú um að ég hafi farið mínar eigin leiðir.
Kórsöngur og fordómaleysi
Mamma hefur á köflum allt of lítinn tíma til að sinna áhugamálum
sínum en hún er þó búin að syngja í Dómkórnum í hátt í tuttugu ár.
Mamma og pabbi byrjuðu saman í kórnum og eru enn í honum og
núverandi makar þeirra líka.
Tónlist er hennar áhugamál. Þegar á að vera virkilega gaman hjá
okkur setjumst við niður með hljóðfæri og syngjum. Við getum sung-
ið fram á morgun ef svo ber undir.
Það er mikil músík í ættinni og fólkið er allt límheilar á lög og
texta. Ég var að horfa á þáttinn Singing Bee og fannst skrýtið að
fólk kynni ekki meira! Söngur og það að fólk kunni mikið af lögum
hefur alltaf verið hluti af mínu lífi og uppeldi. Mamma og pabbi
sungu með okkur. Meðan það er kannski lesið fyrir önnur börn var
fyrst og fremst sungið fyrir okkur.
Heima hjá mömmu og Torfa er hlustað á hvaðeina. Þar ríkir al-
gjört fordómaleysi og ekkert er merkilegra en annað. Einu sinni
söng hún 9. sinfóníu Beethovens með stórri útgáfu af Hamrahlíð-
arkórnum og hlustaði ekki á neitt annað í marga daga. En svo gáfum
við Auður þeim Romm Tomm Techno í jólagjöf og þeim fannst það
ekkert minna skemmtilegt. Það er kannski klisja að tala um alætur á
tónlist en mamma er það. Í þessu endurspeglast viðhorf hennar að
það er aldrei neitt eitt merkilegra en annað. Verkin dæma sig sjálf
og það er sama hvaðan gott kemur.“
Aldrei músin
sem læðist
Hún er mikill forystusauður
og á mjög gott með að fá
fólk í lið með sér.
Svandís: „Oddur var mjög
skemmtilegur krakki. Hann lét
reyndar bíða eftir sér, ég gekk með
hann nærri 20 daga framyfir. Hann
var stór og tók til sín til að byrja með
en ég var bara rúmlega tvítug þegar
ég átti hann. Hann var alveg sér-
staklega skemmtilegur krakki, mjög
forvitinn og áhugasamur. Hann var
mjög fljótur til máls og byrjaði
snemma að fikta, til dæmis í tökkum
og að taka hluti í sundur, eins og
sjónvörp, útvörp og vekjaraklukkur,
og gá hvað væri inni í þeim. Maður
sá snemma að hann yrði betri en aðr-
ir heimilismenn í því að fylgja leið-
beiningum um nýjustu heim-
ilistækin!
Hann söng mikið sem krakki og
hafði gaman af því. Hann lék íkorna í
Dýrunum í Hálsaskógi í sextíu sýn-
ingum þegar hann var átta eða níu
ára. Hann hafði snemma gaman af
því að vera miðpunkturinn, var laus
við feimni og mjög brattur í alla
staði. Hann var svolítið kallalegur
þegar hann var lítill og aldrei mjög
barnalegt barn. Hann hafði fullorð-
inslegan orðaforða og kunni alls-
konar vísur og fleira sem krakkar
kunna yfirleitt ekki. Á tímabili held
ég að hann hafi frekar yngst en elst!
Hann var kallalegri sem barn en
unglingur.
Sérstaklega minnugur
Svo var það fljótlega ljóst að hann
væri sérstaklega minnugur. Hann
hafði gaman af því að setja á sig fá-
nýtan fróðleik. Það var mjög eðlilegt
að hann skyldi enda í Gettu betur en
frá því hann var lítill hafði hann
gaman af því að þekkja fána og
leggja afmælisdaga og úrslit í kapp-
leikjum og fleira þess háttar á minn-
ið. Hann á auðvelt með að muna alls-
konar hluti og er að mörgu leyti með
spjaldskrárminni.
Hann varð mjög fljótt læs. Hann
sagði mér það þegar hann var
þriggja ára að hann væri tilbúinn að
læra að lesa. Ég sagði
að það væri dálítið
snemmt og ágætt að
bíða aðeins en hann
neitaði því og sagðist
vera tilbúinn NÚNA.
Þannig að ég fór í
Skólavörubúðina og
keypti lestrarbók og
kennsluleiðbeiningar og
kenndi honum að lesa á
nokkrum vikum.
Hann var ofsalega áhugasamur
krakki og það var einstaklega gaman
að kenna honum nýja hluti og sýna
honum eitthvað nýtt. Hann var líka
fljótur til og átti auðvelt með bók-
nám.
Hann var ekki nema tveggja ára
þegar Auður systir hans kom í heim-
inn þannig að hann man ekki til-
veruna öðruvísi. Þau hafa verið náin
og góðir vinir alla tíð en ég held að
það sé mikilvægt að eiga góða vini í
systkinum sínum.
Góður ráðgjafi
Hann er einstaklega bjartur kar-
akter. Það er jákvætt í kringum Odd
en hann er samt alls ekki skaplaus.
Hann hefur góð áhrif í kringum sig.
Ég er ánægð með að geta kallað
hann einn af mínum bestu vinum.
Stundum er hann í hlutverki póli-
tísks ráðgjafa en ég hef oft leitað til
hans því í mínu starfi getur gengið á
ýmsu. Það er gott að eiga hann að
því hann er óhræddur við að segja
sína meiningu og stendur óhikað
með mér. Það er óvenju stutt á milli
okkar, 20 ár, þannig að
það er ekkert æpandi
kynslóðabil á milli okk-
ar.
Oddur fór að heiman
um tvítugt en við erum í
miklu sambandi og ég
hef stundum haldið því
fram að naflastreng-
urinn sé heldur stuttur
hvað frumburðinn varð-
ar. Frumburðurinn
breytir manni fyrir lífstíð. Maður
breytist í móður og er í því hlutverki
alla ævi. Heimurinn breytist alveg
við það að eignast barn og fer ekkert
til baka.
Viðstaddur fæðingu systkina
Oddur og Auður voru bæði við-
stödd fæðingu litlu systkina sinna.
Oddur var 12 ára þegar bróðir hans
fæddist og 16 ára þegar systir hans
kom í heiminn. Þau hafa alltaf verið
náin litlu systkinum sínum. Það eru
ekki margir strákar á hans aldri sem
hafa upplifað að fylgjast með fæð-
ingu. Hann er að mörgu leyti lífs-
reyndur ungur maður.
Hefur góð áhrif
Mægðinin spila og syngja saman Þegar fjölskyldan ætlar að hafa það
virkilega skemmtilegt sest hún niður með hljóðfæri og syngur. Slíkar
skemmtanir geta staðið fram á morgun ef svo ber undir.
Tengsl Svandís Svavarsdóttir og sonur hennar Oddur Ástráðsson geta
rætt málin tímunum saman. Inga Rún Sigurðardóttir skyggndist inn í
samband þeirra og ræddi við þau um uppeldi, ráðgjafahlutverk, lítil
samfélög og pólitíkina í lífinu.
Hann var svolítið
kallalegur þegar
hann var lítill og
aldrei mjög
barnalegt barn.
Á tímabili held
ég að hann hafi
frekar yngst en
elst.