Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 30

Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 30
30 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ 8. október, 1978: „Það blandast eng- um hugur um nauðsyn ákveðinnar samfélagslegrar þjónustu og af- makaðra samfélagslegra fram- kvæmda, sem hin ýmsu sveitarfélög og þjóðfélagið (ríkið) annast. Af- staða almennings til þessara þátta er hins vegar af tvennum toga. Annars vegar markast hún af sjónarmiðum okkar sem neytenda, sem nýtum þjónustuna, og tilheyr- andi kröfugerð, sem setur svip sinn á íslenzkt þjóðfélag um árabil. Hins vegar mótast hún af viðhorfum okk- ar sem skattborgara, greiðenda kostnaðarins, sem sóttur er í vasa okkar í formi margháttaðrar skatt- heimtu. Það er mjög mismunandi, hve stóran hluta þjóðartekna hin ein- stöku ríki heims færa frá ein- staklingum og atvinnuvegum – með skattheimtu yfir í samfélagsleg út- gjöld.“ . . . . . . . . . . 9. október, 1988: „Nú er að renna upp fyrir ráðherrum í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, að við myndun hennar voru ýmsar ákvarðanir teknar í fljótræði og að vanhugsuðu máli. Hér á þessum stað hefur verið vakin athygli á því, hvernig málgögn tveggja stjórnarflokka að minnsta kosti eru komin á harðahlaup frá ákvæðum stjórnarsáttmálans um lánskjaravísitölu og aðför að sparifé. Þá hefur einnig verið bent á það hér, að ákvarðanir um að lækka raforkuverð til frystihúsa um fjórðung standast ekki. Veru- leikinn er allur annar en stjórn- arherrarnir álíta og þurfti raunar engum að koma á óvart að Al- þýðuflokkur og Framsókn- arflokkur færðust enn fjær veru- leikanum þegar þeir tóku upp samstarf við Alþýðubandalagið, flokk sem sækir stefnu sína til kenninga sem hvarvetna er nú verið að kasta fyrir róða þar sem reynslan sýnir að þær eru ekki að- eins í andstöðu við veruleikann heldur einnig það, sem þær sjálfar boða.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Jafnvel á með-an vel gekkvoru launa- greiðslur til stjórnenda fjár- málastofnana og annarra stórfyr- irtækja, hér á landi sem ann- ars staðar í hinum vestræna heimi, komnar út fyrir öll skynsemismörk. Upphæð- irnar voru í mörgum tilvikum svo svimandi háar að hinn al- menni launamaður gat ekki einu sinni skilið þær, hvað þá látið sig dreyma um að vinna sér inn á heilli starfsævi það sem sumir forstjórarnir höl- uðu inn á einu ári. Röksemdafærslan fyrir of- urlaununum í Bandaríkjunum, þar sem þau voru svakalegust, var að snillingarnir, sem skil- uðu hluthöfum fyrirtækjanna gífurlegum arði, ættu skilið að fá sína hlutdeild í honum. Og þegar vel gekk kvörtuðu hlut- hafar ekki – að minnsta kosti ekki nógu margir þótt fulltrú- ar lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta létu stund- um í sér heyra á aðalfundum. Hér á Íslandi beittu menn fyrir sig sömu röksemda- færslu og í Bandaríkjunum, auk þess að benda á að fjár- málageirinn væri orðinn al- þjóðlegur og þeir ættu að njóta þess sama og snilling- arnir í útlöndum. Nú, þegar flest fjármálafyr- irtæki eiga í erfiðleikum, sum eru farin á hausinn og pen- ingar hluthafa tapaðir, og gengi bréfa í öðrum hefur fall- ið stórlega, er ástæða til að spyrja hvort snillingarnir hafi verðskuldað ofurgreiðslurnar. Raunar hafa verið færð að því gild rök að launakerfið, þar sem menn voru verðlaun- aðir með kaupréttarsamn- ingum, hafi stuðlað að því að illa fór. Stjórn- endur hafi tekið mikla áhættu til að hækka hlutabréfa- gengi fyrirtækj- anna til skamms tíma. Til lengri tíma litið stefndu ákvarð- anirnar fyrirtækjunum í hættu. Andrúmsloftið er verulega breytt í ríkjum, þar sem skatt- greiðendur sjá fram á að þurfa að koma stórfyrirtækjunum til aðstoðar. Í Bandaríkjunum voru sett inn ákvæði í lögin um björgunaraðgerðir fyrir fjár- málafyrirtækin, um að fyr- irtæki sem þiggja aðstoðina geti ekki gert yfirgengilega starfslokasamninga við stjórnendur. Í írska þinginu eru uppi kröfur um að bank- arnir, sem þiggja að ríkið tryggi allar innstæður hjá þeim, undirgangist skuldbind- ingu um að greiða stjórn- endum hófleg laun. Nú blasir við að íslenzkir skattgreiðendur og launa- menn munu þurfa að færa fórnir til að koma fjár- málageiranum til hjálpar, hvort sem það verður í því formi að lífeyrissparnaður landsmanna erlendis verði færður heim eða í formi vaxta- greiðslna af erlendum lánum. Og allir munu þurfa að draga saman neyzlu sína og sætta sig við skerðingu kaupmáttar næstu misserin. Við þessar aðstæður væri algerlega galið að ofur- launavitleysan í bönkunum og öðrum fyrirtækjum héldi áfram. Nú eiga fjármálafyr- irtækin að hafa frumkvæði að því að lækka laun stjórnenda. Það er ein forsenda þess að sátt skapist um aðgerðir til að koma okkur út úr erfiðleik- unum. Fjármálafyrirtækin eiga að lækka laun stjórnenda að eigin frumkvæði. } Ofurlaunaliðið U ndanfarna daga hefur hver stór- fréttin rekið aðra. Nánast allar fréttirnar voru vondar fréttir – sumar gríðarlega vondar. Eins og staðan í þjóðfélaginu er nú er ljóst að allir landsmenn munu þurfa að þyngja byrðar sínar á næstunni og þá gildir einu hvernig þeir eru í stakk búnir til þess. Fyrir utan allar fréttir af efnahagsmálum vakti sérstaka athygli mína frétt sl. fimmtu- dag í 24 stundum þar sem sagt var frá því að yfir 300 fjölskyldur fengju vikulega mat- argjafir frá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Jafnframt kom fram að fleiri fjölskyldur en áður hafi beðið um aðstoð vegna kaupa á fatnaði og öðru er tilheyrir skólagöngu og tómstundastarfi barna. Í öllum þeim hrakspám og áföllum – raun- verulegum og hugsanlegum – sem dunið hafa á fólki und- anfarna daga er tilhugsunin um börn sem vegna fátækt- ar fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til náms vegna fátæktar einhver sú átakanlegasta. Þótt einstaka maður sé þannig gerður að erfiðleikar herði hann þá er ljóst að fátækt markar flesta og skilur eftir djúp spor í sál manna. Hún hefur svo marga fylgifiska sem erfitt er að vinna bug á; ein birtingarmyndin er einelti. Við lestur greinar í Morgunblaðinu fyrir viku þar sem ungur maður sem orðið hafði fyrir einelti lýsti reynslu sinni varð mér hugsað til minna eigin barnaskóla- og uppvaxtarára. Á þeim tíma varð enginn fyrir „einelti“. Þeir voru bara hafðir „útundan“. Hundsaðir í besta falli, en hafðir að háði og spotti eða jafn- vel misþyrmt í versta falli. Hugurinn hvarflar sérstaklega til tveggja barna sem voru með mér í skóla er bæði voru sniðgengin þannig að engu líkara var en þau væru með smitandi sjúkdóm. Hvorugt þeirra stakk í stúf með af- gerandi hætti, bæði voru góðir námsmenn og snyrtileg, sýndu hæversku og hógværð. Ef til allt of mikla hógværð. Svo mikla raunar að ef á þau var yrt urðu þau svo taugaóstyrk að það var átakanlegt að verða vitni að því. Hvernig sem ég velti því fyrir mér í dag get ég ekki fundið neitt sem gæti hafa valdið þessu annað en það að þau voru augljóslega bláfátæk. For- eldrar þeirra höfðu mjög greinilega minna á milli handanna en foreldrar okkar hinna. Grimmdin sem í þessu fólst er jafnvel í minningu minni í dag nægilega sterk til þess að valda óþægindum. Öll vorum við samsek; jafnvel „góðu“ börnin þorðu ekki að rétta þeim hjálparhönd af ótta við að lenda í sömu aðstöðu. Auðvitað leiðir fátækt ekki alltaf til eineltis. En allt frá því Ísland var bláfátækt land hefur hugsjónin um jafn- rétti til náms verið eitthvað sem landsmenn gátu samein- ast um og jafnvel fært fórnir fyrir. Nú þegar ástandið í þjóðfélaginu er þannig í kjölfar mesta góðæris Íslands- sögunnar að fjölskyldur þarfnast aðstoðar til að geta sent börn sín sómasamlega í skólann hefur verið vegið illilega að þeirri hugsjón. fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Jafnrétti til náms? FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is B ændur fara ekki varhluta af efnahagslægðinni þessa dagana. Þeir eru í auknum mæli farnir að leita sér ráðgjafar og að- stoðar hjá Bændasamtökunum og munu margir þeirra vera á barmi gjaldþrots, ekki síst þeir sem ráðist hafa í miklar fjárfestingar og skuld- sett sig langt umfram greiðslugetu. Dæmi eru um áttfaldar heildarskuldir bænda á við ársveltu sama bús. Í venjulegu árferði hefur verið talað um að meðalbú þoli fjórfaldar skuldir á við ársveltuna. Rekstrarkostnaður bænda hefur hækkað gríðarlega undanfarið ár. Kostnaður meðalkúabús, með 188 þúsund lítra mjólkurkvóta, er nú kom- inn í 27 milljónir króna á ári, en var 21 milljón króna á síðasta ári. Aukningin milli ára er nærri 30%. Einstakir kostnaðarliðir hafa hækkað hlutfallslega mun meira, eins og áburður sem hefur hækkað um 73%, kjarnfóður hefur hækkað um 50% síðan vorið 2007, rúlluplastið hef- ur hækkað um 30% og olían um 84% síðan í júní árið 2007. Á móti hefur af- urðaverð til bænda hækkað mun minna, eða 16-22%. Biðu fram yfir göngur Jóhanna Lind Elíasdóttir, ráðu- nautur á ráðgjafarsviði Bænda- samtakanna, segir að staða þeirra bænda sem hafi leitað sér aðstoðar sé mjög slæm. Þetta eigi við um flestar greinar landbúnaðarins og verst séu þeir staddir sem ráðist hafa í ein- hverjar fjárfestingar. Hún segir marga hafa beðið með að skoða fjár- hagsstöðuna þar til fram yfir heyskap, göngur og réttir. Þannig telur Jó- hanna að staða sauðfjárbænda eigi eftir að koma betur í ljós að lokinni sláturtíð þegar tekjuhliðin skýrist bet- ur. Í sérstakri fjármálaráðgjöf fyrir bændur í verulegum greiðsluerf- iðleikum á vegum Bændasamtakanna er farið vandlega yfir búrekstur bænda og í framhaldi af því kannað hvaða úrræði séu fyrir hendi til að laga greiðslubyrði lána að tekjum bús- ins, séu þau einhver. „Bændur hafa jafnan verið með skilvísustu mönnum og það er seint gengið á þá. Miðað við núverandi ástand erum við ekki bjartsýn á fram- haldið. Dyrnar eru ekki beint gal- opnar hjá bönkunum um þessar mundir og þó að menn eigi veð fyrir skuldum þá er enga kaupendur að finna. Við vonum bara að sem flestir fari vandlega yfir sín mál og skoði stöðu sinna búa,“ segir Jóhanna og hvetur bændur til að leita sér ráð- gjafar hjá búnaðarsamböndunum, ráðgjafarsviði Bændasamtakanna eða öðrum aðilum áður en í óefni er komið. Krefjast hærra verðs Félagsráð Félags kúabænda á Suð- urlandi kom saman í vikunni og sam- þykkti ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst yfir afkomu mjólk- urframleiðenda. Brýnt sé að verð til þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Bent er á að mjólkurverð til framleiðenda hafi verið hækkað 1. apríl sl. en síðan þá hafi verðhækkanir á aðföngum ver- ið tíðar og mikill óstöðugleiki í rekstr- arumhverfi bænda. Verði mjólk- urverðið ekki leiðrétt sé hætt við að fjöldi kúabúa komist í þrot innan skamms. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir stöðuna mjög alvarlega hjá mörgum bændum og sér í lagi þeim sem ráðist hafa í um- fangsmiklar framkvæmdir og fjárfest- ingar. Aðföngin til bænda hafi hækkað meira en hjá mörgum öðrum atvinnu- greinum. „Ég heyri óskaplega mikla svartsýni í okkar röðum,“ segir Har- aldur. Morgunblaðið/Rax Þröngt í búi Víða þrengir að í þjóðfélaginu um þessar mundir og bændur eru þar engin undantekning. Bygging hátæknifjósa er t.d. að sliga marga. Margir bændur á barmi gjaldþrots Kostnaður meðalkúabús: 21 milljón haustið 2007 27 milljónir haustið 2008 Hækkanir aðfanga til bænda: 30% rúlluplast 50% kjarnfóður 73% áburður 84% dísilolía

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.