Morgunblaðið - 05.10.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 31
Reuters
Björgunaraðgerðir George W. Bush Bandaríkjaforseti undirritar lög um 700 milljarða dollara framlag til bjargar bandarískum bönkum.
V
ikan sem leið var … lífs-
reynsla – svo reynt sé að
finna hlutlaust orð – og
margir vörpuðu öndinni
léttar þegar mörkuðum
var lokað á föstudag og
svigrúm skapaðist til að-
gerða án þess að við blöstu
línurit, sem flest hnigu
niður á við utan geng-
isvísitalan, sem fór upp á við án þess að það
boðaði neitt gott heldur. Á nokkrum dögum
gerbreyttist andrúmsloftið í íslensku þjóð-
félagi.
Á undanförnum tuttugu árum hafa orðið
stórfelldar breytingar á Íslandi. Samhliða
endalokum kalda stríðsins losnaði íslenskt
samfélag úr læðingi án þess reyndar að nein
bein tengsl væru þar á milli. Það losnaði um
höft og samfélagið varð opnara. Nú virðist til-
finningin vera sú að tíminn verði skrúfaður til
baka á Íslandi. Spurningin sé bara hvað langt.
Ríkasta land í heimi sé við það að brotlenda.
Opnun Íslands hefur átt sér stað á tímum
vaxandi hnattvæðingar. Ríki heims hafa aldrei
verið jafn háð hvert öðru. Í hnattvæðingunni
eru nokkur farrými. Ísland hefur verið á fyrsta
farrými ásamt öðrum iðnríkjum heims. Það
þýðir að íslensk fyrirtæki hafa getað gert allan
heiminn að sínum leikvelli. Það er ekkert nýtt
að lítil ríki geti látið að sér kveða í heiminum.
Sennilega er uppgangur Hollendinga, sem
auðguðust svo á tímum landafunda og ný-
lenduvelda að þeir urðu ein ríkasta þjóð heims,
besta dæmið. Svisslendingar eru annað dæmi
um þjóð sem hefur slagkraft langt umfram
stærð hagkerfisins vegna þess hvað fyrirtækin
eru alþjóðavædd.
Lítið hagkerfi í hnattvæddum heimi
Og svo er Ísland sem við síðustu mælingu bauð
upp á bestu lífskjör í heimi. Ísland er nú að
verða skólabókardæmi um það hvernig litlu
hagkerfi getur vegnað í hnattvæddum heimi,
bæði þegar vel gengur – og illa. Í hausthefti
tímaritsins The American Interest er grein
eftir sagnfræðingana Ernest R. May og Philip
D. Zelikov um hnattvæðinguna undir fyr-
irsögninni „Opinn, siðmenntaður heimur“.
Þeir segja að hnattvæðing sé ekki ný af nál-
inni, en umfang hennar hafi aldrei verið jafn
mikið. „Lítil ríki og pólitísk samfélög hagnast
venjulega af friðsamlegri hnattvæðingu vegna
þess að þau þrífast ekki þegar lögmál frum-
skógarins gilda. En misræmið á milli lítilla rík-
isstjórna og hagsmuna í stóru, samtengdu
kerfi getur búið til stjórnunargjá, til dæmis
þegar vandræðum hlaðnir íslenskir bankar,
sem eitt sinn þóttu kjörnir fyrir erlendar inn-
lagnir, eru í þeirri stöðu að í hættu eru eignir
sem eru tífalt hærri að verðmæti en lands-
framleiðsla heimalandsins.“
Íslenska hagkerfið er ekki eitt um að vera í
uppnámi þessa dagana, en vandinn er mestur
hér á landi. Í dálkinum Lex í dagblaðinu The
Financial Times er bent á að eini markaðurinn
í heiminum sem ekki sé í mínus á þessu ári sé í
Jórdaníu og hann hafi aðeins hækkað um einn
af hundraði. Af þróuðum mörkuðum sé
frammistaðan best samkvæmt mati Standard
og Poor’s í Bandaríkjunum, þar hafi markaðir
lækkað um tæp 20%, en verst á Íslandi, þar
sem rýrnunin nemi 69%.
„Hvernig segir maður
dómínó á íslensku?“
Fjármálavandinn, sem átti upptök sín í Banda-
ríkjunum, er að breiðast út um allan heim.
Ekki er nema vika síðan evrópskir ráðamenn
lýstu yfir því að Bandaríkjamenn hefðu glatað
forustuhlutverki sínu í efnahagsmálum. Peter
Steinbrück, fjármálaráðherra Þýskalands,
lýsti yfir því að í Bandaríkjunum væri rót
vandans. Evrópa hefur hins vegar ekki fyllt
upp í tómarúmið, sem Bandaríkin skilja eftir
sig, og hrifsað til sín forustuhlutverkið í fjár-
málaheiminum. Hver bankinn á fætur öðrum
hefur riðað til falls í Evrópu og er Glitnir þar í
mjög virðulegum félagsskap. „Hvernig segir
maður dómínó á íslensku?“ er spurt í leiðara í
nýjasta tölublaði tímaritsins The Economist
án þess að það sé frekar útlagt.
Leiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu og
Þýskalands ákváðu að hittast um helgina til að
ræða aðgerðir vegna efnahagsvandans en
hingað til hefur hvert ríki tekið á vandanum á
sínum forsendum, hvort sem um er að ræða
Þýskaland, Frakkland eða Benelux-löndin.
Mesta gagnrýni hafa Írar fengið. Þeir eru
vændir um að skekkja samkeppnisforsendur.
Hvert ríki um sig hefur brugðist hratt við og
þau jafnvel verið fljót að snúa bökum saman og
grípa til sameiginlegra aðgerða þegar um hef-
ur verið að ræða banka með starfsemi í mörg-
um löndum á borð við Dexia og Fortis.
Þessar aðgerðir hafa gengið vel – svo langt
sem þær ná. Sagt er að tæknilega sé sam-
dráttur hafinn eða við það að hefjast á Bret-
landi, Írlandi, Spáni og í Danmörku. Atvinnu-
leysi fer vaxandi í Frakklandi og á Ítalíu. Í
Þýskalandi dregst framleiðsla saman. Vandinn
er að færast úr fjármálakerfinu yfir í hið raun-
verulega hagkerfi, ef svo má að orði komast,
og það er að gerast beggja vegna Atlantsála.
Menn óttast nú að Evrópa muni ekki geta
staðið erfiðleikana af sér og því þurfi að grípa
til sameiginlegra aðgerða. Angel Gurría, fram-
kvæmdastjóri OECD, segir að það sé mun erf-
iðara að samræma viðbrögð á svæði þar sem
eru 27 ríki, en að stjórna í landi á borð við Jap-
an og Bandaríkin þar sem er ein mynt og eitt
stjórnvald. Hann er einnig þeirrar hyggju að
áhrif fjármálavandans gætu orðið meiri og
varað lengur í Evrópu en í Bandaríkjunum
vegna þess að evrópskir bankar gegni stærra
hlutverki og séu hlutfallslega stærri en banda-
rískir bankar.
Margir eru í losti vegna umfangs fjár-
málavandans í heiminum. Fyrir helgi var
mælst til þess að íslenskir fjölmiðlar færu var-
lega í að draga upp mynd af ástandinu og færu
ekki fram úr sjálfum sér. Það er því athygl-
isvert að skoða umfjöllun erlendra fjölmiðla. Á
forsíðu bandaríska vikuritsins Time var svart-
hvít mynd af biðröð í kreppunni miklu á fjórða
áratug liðinnar aldar. Framan á breska tíma-
ritinu The Economist stendur maður á barmi
hengiflugs og horfir ofan í hyldýpið.
Þótt nú hrikti í stoðum efnahagslífsins um
allan heim hefur nokkuð verið fjallað um efna-
hagsvandann á Íslandi erlendis. Tóninn er
hins vegar ekki sá sami og áður og mætti
segja að hann væri mildari. Það er athygl-
isvert að skoða þá umfjöllun sem var um ís-
lenskt fjármálalíf fyrir tveimur árum. Í
Reykjavíkurbréfi 25. febrúar 2006 sagði: „Það
er líka algjörlega nýtt fyrir okkur hversu mik-
inn áhuga erlendir fjölmiðlar sýna sveiflum á
fjármálamarkaðnum hér á landi. Áður fyrr
hafa slíkir atburðir hér ekki skipt heimspress-
una nokkru einasta máli. Það var vissulega
sláandi að sjá í hinu virta, alþjóðlega við-
skiptablaði Financial Times á fimmtudag fyr-
irsögnina „Hrun Íslands hefur áhrif á heims-
vísu“ (Iceland’s collapse has global impact).
Þarna er auðvitað átt við „hrun“ krónunnar,
en ekki hagkerfisins sem slíks, en orðanotk-
unin er engu að síður harla glannaleg, enda
a.m.k. ennþá ekki um neitt hrun að ræða, held-
ur lækkun á gengi, sem margir hafa spáð lengi
og flestir talið óumflýjanlega og nauðsynlega.
Í texta fréttarinnar var talað um „skell í fjár-
málum“ (financial crash) og „hrun krónunnar“
(the krona’s collapse). Menn hljóta að velta
fyrir sér hvaða áhrif orðanotkun af þessu tagi í
jafnvirtu dagblaði og Financial Times hafi á
orðspor Íslands hjá lesendum þess og and-
rúmsloftið hjá þeim sem eiga viðskipti við ís-
lenzk fyrirtæki.“
Mildileiki er þó ekki alls staðar viðkvæðið. Á
forsíðu laugardagsblaðs breska blaðsins The
Daily Telegraph blasir við fyrirsögnin „Ísland:
þjóð á barmi þrots“. Þar segir að efnahags-
vandinn á Íslandi sendi skjálfta í gegnum
breska hagkerfið. Áhrifin geti orðið alvarleg
fyrir bresk fyrirtæki og sparifjáreigendur.
Víðar hefur verið fjallað um ástandið á Ís-
landi. Í dagblaðinu Die Welt segir að það hafi
verið örlagaríkt fyrir íslenska banka að hafa á
undanförnum árum reynt að koma sér fyrir á
hinu stóra hjóli sem engilsaxneskir fjár-
málamarkaðir settu af stað. Fyrir vikið hafi
þeir vaxið svo hratt og mikið að Ísland geti
ekki bjargað þeim án þess að leggja mikið
undir. Í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine
Zeitung segir að ekki megi vænta þess að birti
til á Íslandi fyrr en fjármálamarkaðir róist: „Á
hinn bóginn leiðir lítil eftirspurn á Íslandi eftir
innflutningsvörum og vaxandi útflutningur áls
á hækkandi verði til þess að marktækt mun
draga úr viðskiptahallanum. Það ætti að lyfta
gjaldeyrinum um leið og staðan á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum róast. Einmitt það er hins
vegar ekki fyrirsjáanlegt í augnablikinu.“
Ísland er einnig til umfjöllunar í The Gu-
ardian þar sem segir að yfirtakan á Glitni og
fall krónunnar kyndi undir áhyggjum vegna
hagkerfis sem byggist á lánum. Á vefnum
Portfolio.com er dálkur eftir Felix Salmon þar
sem segir að þegar matsfyrirtæki á borð við
Moody’s hafi gefið íslensku bönkunum láns-
hæfismat á þeirri forsendu að íslensk stjórn-
völd kæmu til bjargar lentu þeir í vandræðum
hafi gleymst að taka næsta skref með í reikn-
inginn. Menn hafi ekki áttað sig á því að þegar
lítið land bjargi banka, sem eigi mun meiri
eignir en nemi þjóðarframleiðslu landsins,
glati landið sjálft miklu af lánstrausti sínu.
Áföll og breytingar
Oft þarf áfall til að losna úr viðjum steinrunn-
ins hugsunarháttar. Á Íslandi hefur gætt
ákveðinnar tortryggni gegn öllu sem kemur að
utan. Eftir að Greenpeace lagðist gegn hval-
veiðum Íslendinga hafa öll umhverfisvernd-
arsamtök verið tortryggileg. Íslendingar vilja
frekar búa sér til sína eigin umhverfisvottun á
sjávarafurðir en að taka þátt í kerfi, sem aðrir
eru að reyna að koma á fót til að draga úr rán-
yrkju í höfunum, þótt augljóst sé að það skapi
meiri erfiðleika en hagræðingu. Bjartur í
Sumarhúsum er ekki langt undan. Þetta er
hugsunarháttur stórveldis, sem þarf ekki að
taka tillit til umheimsins. Ef til vill skapar það
að vera umkringdur Atlantshafinu þá tilfinn-
ingu að umheimurinn hafi ekki áhrif á Ísland
hvað sem líður allri hnattvæðingu.
Ástandið í fjármálaheiminum kemur nú eins
og bylmingshögg. Í fjölmiðlum er talað um að
kapítalisminn hafi beðið gjaldþrot og nú þurfi
nýja siði. Kapítalismanum verður ekki skipt út
en atburðir undanfarna daga og vikur sýna að
umgjörðin er ónýt – eða væri kannski nær að
segja að hann þyrfti umgjörð, aðhald og eft-
irlit. Á Íslandi munu áhrifin einnig koma fram.
Fyrst þarf að taka á brýnasta vandanum og
finna leiðir til að fjármagna Ísland út úr hon-
um. Síðan þarf að horfa til framtíðar og átta
sig á því hvernig hagsmunum Íslands verður
helst borgið til lengri tíma. Það þarf að meta
gjaldmiðilinn. Ef halda á í krónuna verður að
sýna fram á að hægt sé að tryggja stöðugleika
í krafti hennar með trúverðugri hætti en hing-
að til. Margir munu nú endurskoða hug sinn til
evrunnar og Evrópusambandsins.
Í yfirstandandi efnahagsvanda má ekki
gleyma því að hagkerfi Íslands hvílir ekki bara
á fjármálastarfsemi. Sjávarútvegur, álútflutn-
ingur og ferðamannaþjónusta tryggja einnig
gjaldeyristekjur. Starfsemi íslenskra fjár-
málafyrirtækja er ef til vill orðin of umfangs-
mikil fyrir íslenskt hagkerfi, en ekki fyrir evr-
ópskt hagkerfi. Það væri skref aftur á bak í
hnattvæddum heimi ef stærð hagkerfa yrði
dragbítur á vöxt fyrirtækja - ef hann er á ann-
að borð á traustum grunni.
John Lennon sagði einhvern tíma að lífið
væri það sem gerðist á meðan maður væri að
gera aðrar áætlanir en það er rétt að hafa í
huga orð Steingríms J. Sigfússonar í um-
ræðum á Alþingi á þriðjudag: Öll él birtir upp
um síðir.
Öll él birtir upp um síðir
Reykjavíkurbréf
041008
5,6
milljarðar
Heildarskuldir Íslendinga
á aldrinum 16 til 20 ára.
128,1
milljarður
Hallinn á greiðslujöfnuði
Íslands við útlönd á öðrum
fjórðungi þessa árs.
9.500
milljarðar
Skuldir þjóðarbúsins.