Morgunblaðið - 05.10.2008, Qupperneq 35
SKÁKFÉLAGI Bolungarvíkur er
almennt spáð sigri á Íslandsmóti tafl-
félaga sem hófst í Rimaskóla í gær-
kvöldi. Meðal þeirra sem tefla fyrir
Bolvíkinga er hollenski stórmeistar-
inn Loek van Wely auk tveggja úkra-
ínskra stórmeistara og gríska stór-
meistarans Halkios. Þar fyrir utan
eru Bolvíkingar vel í sveit settir með
íslensku skákmennina sem gengu til
liðs við félagið sl. vor þá Jón L. Árna-
son, Jón Viktor Gunnarsson, Dag
Arngrímsson og Braga Þorfinnsson.
Hellir og TR hafa verið ráðandi í
keppninni undanfarið og munu ekk-
ert gefa eftir í baráttunni en Fjöln-
ismenn eru einnig með sterka menn
innanborðs þar af tvo sænska stór-
meistara, Emmanuel Berg og Pontus
Carlsson. Mikill fjöldi skákmanna
tekur þátt í þessari langvinsælustu
keppni skákhreyfingarinnar en
reikna má með að vel yfir 300 manns
muni sitja að tafli í Rimaskóla um
helgina. Seinni hluti Íslandsmóts
taflfélaga fer fram í mars á næsta ári.
Einar Hjalti sigraði óvænt
á Skákþingi Garðabæjar
Fyrirfram var búist við sigri stór-
meistarans Henrik Danielssen á
Skákþingi Garðabæjar sem lauk um
síðustu helgi. Garðbæingum tókst að
fá til sín hóp öflugra skákmanna sem
gerðu þetta mót spennandi og
skemmtilegt. Þegar upp var staðið
urðu úrslit önnur en fyrirfram var
ætlað. Fyrir lokaumferðina var Hen-
rik efstur ásamt Sigurði Daða Sig-
fússyni en tapaði þá óvænt fyrir Þor-
varði Ólafssyni og Sigurður Daði
tapaði fyrir Omar Salama. Einar
Hjalti Jensson sem fyrr í mótinu
hafði unnið Henrik Danielssen sá sér
leik á borði, vann sína skák og varð
þar með efstur í mótinu. Lokaniður-
staðan:
1. Einar Hjalti Jensson 5½ v. 2.-6.
Henrik Danielssen, Sigurður Daði
Sigfússon, Þorvarður ólafsson, Omar
Salama og Sigríður Björg Helga-
dóttir 5 v. 7.-8. Oddgeir Ottesen og
Kjartan Másson 4½ v.
Keppendur voru 27 talsins.
Einar Hjalti Jensson hefur ekki
verið áberandi í skákinni undanfarið
en hann var í hinni fræknu sveit Ís-
lands sem vann gull á Ólympíumóti
landsliða 16 ára og yngri á Kanar-
íeyjum árið 1995.
Frammistaða Sigríðar Bjargar
Helgadóttur er aldeilis frábær en
hún lagði marga öfluga skákmenn að
velli og samdi jafntefli með hartnær
unnið tafl gegn Stefáni Bergssyni.
Sigríður varð Norðurlandameistari
með Rimaskóla á dögunum og hlaut
þar 4 vinninga úr fimm skákum. Með
henni og ýmsum öðrum er að koma
fram öflugur hópur ungra stúlkna í
skákinni sem á eftir að láta verulega
að sér kveða í framtíðinni. Meðal
þeirra sem Sigríður lagði að velli var
hinn þrautreyndi skákmaður Jóhann
Ragnarsson. Í skákinni sem hér fer á
eftir verða nokkrir vafasamir peðs-
leikir Jóhanni að falli, 11. … g5 og
12. … d4. Sigríður hitti á rétt svar
með 13. Re4 og vann síðan d4-peð
svarts fyrir engar bætur. Kannski
var óþarft að taka á a7 í 16. leik en
það var jafnframt vel til fundið að
láta skiptamun af hendi með 17. c5,
biskupar hvíts eru öflugir og peða-
staða svarts léleg. Eftir að varnir í
kringum svarta kónginn riðluðust
skipti Sigríður upp í endatafl þar
sem hún hafði biskup á móti hrók en
var þrem peðum yfir. Svartur náði
ekki ekki að stöðva peðaflauminn á
kóngsvæng og Jóhann gafst upp
þegar eitt peðanna rann upp í borð:
Skákþing Garðabæjar 2008; 5.
umferð:
Sigríður Björg Helgadóttir – Jó-
hann Ragnarsson
Slavnesk vörn
1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. b3 Db6 4. e3
Bg4 5. Be2 Rd7 6. Rc3 e6 7. Dc2
Rf6 8. 0-0 Bd6 9. Bb2 Dc7 10. h3
Bxf3 11. Bxf3 g5 12. Hac1 d4 13.
Re4 Rxe4 14. Dxe4 0-0-0 15. Bxd4
e5 16. Bxa7 Ba3 17. c5 Bxc1 18.
Hxc1 Da5 19. Bb6 Rxb6 20. cxb6
Dxb6 21. Dxe5 Dc7 22. Dxg5 Hxd2
23. a4 Dd6 24. a5 Hd8 25. a6 Kb8
26. axb7 Dc7 27. g3 H2d6 28. b4
Dxb7 29. Hxc6 Hxc6 30. Dxd8+
Hc8 31. Bxb7 Hxd8 32. Bc6 Kc7 33.
b5 Kd6 34. Kg2 Kc5 35. f4 Hd2+ 36.
Kf3 Hb2 37. h4 Kd6 38. g4 Hb4 39.
g5 Hb3 40. h5 Ke6 41. h6 Kf5 42.
Bd7+ Kg6
43. Kg4 f5+ 44. Bxf5+ Kf7 45.
Bxh7 Hxb5 46. g6 Kf6 47. g7
- og svartur gafst upp.
Bolvíkingar með sigurstranglegasta liðið
SKÁK
Rimaskóli, Reykjavík
Íslandsmót taflfélaga – fyrri hluti
3.-5. október 2008
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Meðal efstu í Garðabæ Sigríður
Björg Helgadóttir að tafli á Norð-
urlandamóti grunnskóla í Noregi
á dögunum
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 35
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808
fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is
5 900 800
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15
SÆBRAUT 14 – SELTJARNARNESI
M
b
l1053623
Glæsilegt einlyft steinsteypt ein-
býlishús við Sæbrautina með
góðu útsýni til sjávar. Húsið er
alls 237 fm. að stærð með inn-
byggðum bílskúr. Húsið fékk á
sínum tíma viðurkenningu fyrir
góða plássnýtingu. Stórar
parketlagðar stofur með útsýni
til sjávar. Sér svefnherbergisálma með rúmgóðum herbergjum.
Stórt svefnherbergi ca. 25 fm með sérbaðherbegi. Rúmgott eld-
hús með þvottahúsi innaf og innangengt í bílskúrinn. Mjög falleg-
ur garður með verönd og skjólveggjum. Stórt bílaplan við húsið
og er yfirbyggt bílskýli fyrir framan bílskúrinn sem er ekki inni í
fm.tölu húss. Óskað er eftir tilboðum í húsið.
Ólafur B. Blöndal, lgf. sýnir húsið í dag kl. 14-15
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15:30-16
GALTALIND 16 – 2.H.TV.
Sýnum í dag mjög glæsilega 3ja
herbergja 103 fm íbúð á 2. hæð
í þessu húsi. Sérinngangur,
gluggar á þrjá vegu. Mjög vönd-
uð gólfefni og innréttingar.
Vandað baðherbegi með bað-
kari og sturtuklefa. Flísalagðar
suðursvalir með mjög fallegu út-
sýni. Húsið er með sex íbúðum og staðsett innarlega í rólegum
botnlanga. Íbúðin er á 2. hæð en gengið er beint inn við aðkomu.
Verð 29,5 millj.
Ólafur B. Blöndal, lgf. sýnir íbúðina í dag kl. 15:30 -16
• Glæsilegt atvinnuhúsnæði sem er samtals 3.753 fm, lager-, skrifstofu- og fjölnotahús. Frábær staðsetning við
stofnbrautir og hafnasvæðið.
• Stór og malbikuð 6.710 fm lóð með góðu aðgengi og útiplássi m.a. fyrir gáma og tæki
• Á húsinu eru 7-8 stórar innkeyrsluhurðir með góðri hurðarhæð og hleðslumóttöku.
• Mikil lofthæð er í lagersölum og um 1000 fm frystir er í plássinu og fylgir með eigninni.
• Glæsileg skrifstofuaðstaða á tveimur hæðum sem hægt er að nýta í tvennu lagi.
(saman eða sér)
• ATH að þessari húseign fylgir nánast allt sem þarf til starfsemi öflugs fyrirtækis
m.a. allur búnaður í skrifstofum, starfsmannaaðstöðu, kaffistofum og öðrum rýmum.
Í lager fylgja allar hillueiningar og fl.
• Seljandi er tilbúinn að lána traustum aðila allt að 70-80% kaupverðs.
Eignaskipti möguleg. Til afhendingar 01.05.2009.
SKÚTUVOGUR 3 - Reykjavík
Húseign með öllum búnaði - Til leigu eða sölu
Stefán Hrafn Stefánsson hdl,lögg.fasts.
Sími: 534 8300 • Fax: 534 8301
Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík
www.storborg.is