Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 37
MINNINGAR
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur og bróðir,
INDRIÐI PÁLL ÓLAFSSON,
Rjúpnasölum 12,
Kópavogi,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 25. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn
6. október kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Edda Guðrún Ármannsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR KARLSSON,
Háaleitisbraut 109,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. september.
Útför hans fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn
9. október kl. 13.00.
Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir,
Björg Harðardóttir, Erpur Snær Hansen,
Stefán Karl Harðarson,
Úlfur Alexander Hansen,
Eldur Antoníus Hansen,
Sveinfríður Sigrún Stefánsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
sonur, afi og bróðir,
GUÐMUNDUR BIRGISSON
Vesturbergi 30,
sem lést á heimili sínu 30. september verður
jarðsunginn frá Fella og Hólakirku miðvikudaginn
8. október kl 11.00.
Gréta Vigfúsdóttir,
Birgir Kristján Guðmundsson, Jóna Björg Ólafsdóttir,
Inga Vigdís Guðmundsdóttir,
Birgir Kristjánsson, Elín Ellertsdóttir,
barnabörn og systkini hins látna.
✝
JÓHANNA S. PÁLSDÓTTIR,
Þórufelli 12,
áður Tjarnargötu 39,
Reykjavík,
lést mánudaginn 22. september.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Bogi Agnarsson, Þorgerður Jónsdóttir,
Páll Thorberg Agnarsson,
Sturla Agnarsson
og aðrir aðstandendur.
✝ Rafn HafsteinnSkúlasson fædd-
ist í Reykjavík 30.
nóvember 1947 .
Hann lést af slysför-
um 21. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Að-
albjörg Jónsdóttir
sjúkraliði frá Gröf í
Gufudalssveit, f.
1926 og Skúli Ólafs-
son, deildarstjóri
hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnu-
félaga, f. í Hafn-
arfirði 1911, d. 1980. Rafn
Hafsteinn var elstur fimm systk-
ina. Systkini hans eru Steinunn, f.
1951, Jón Hjörtur, f. 1952, Val-
gerður Margrét, f. 1957 og Sigríð-
ur Rut, f. 1960. Hálfsystir Rafns
Hafsteins, samfeðra, er Helga, f.
1943.
Sonur Rafns Hafsteins og Lauf-
eyjar Þóru Einarsdóttur, d. 1994,
er Hlynur Loki, f. 1970. Dóttir
hans er Laufey Elísa.
Rafn Hafsteinn kvæntist Hall-
fríði Ingimundardóttur 1973. Þau
slitu samvistir. Börn
þeirra eru: 1) Fjöl-
var Darri, f. 1973,
kvæntur Önnu
Lindu Magn-
úsdóttur. Börn
þeirra eru Ernir
Daði, Magnús Orri
og Erna Þurý. 2)
Örvar Þorri, f. 1982.
3) Skorri Rafn, f.
1985, í sambúð með
Guðrúnu Jónu
Gunnarsdóttur.
Rafn Hafsteinn
varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands. Þá var hann löggiltur fast-
eigna- og verðbréfasali. Eftir lög-
fræðipróf vann Rafn Hafsteinn
hjá Olíufélaginu þar til hann setti
á stofn fasteignasöluna Kjörbýli í
Kópavogi. Síðustu ár vann hann
almenn lögfræðistörf hjá Mál-
flutningsskrifstofu Skúla Th.
Fjeldsted.
Rafn Hafsteinn var jarðsunginn
frá Fossvogskapellu 29. sept-
ember, í kyrrþey.
Örlagavefur okkar er marg-
slunginn, af leikni ofinn gleði og
sorg, ljósi og skugga og þegar vef-
urinn þrýtur stöndum við kviknak-
in andspænis okkar hæsta herra,
og misjafnlega tilbúin. Kallið kom
of snemma hjá Rafni Hafsteini
Skúlasyni því að einmitt núna var
bjartsýnin ríkjandi í vefnum hans
sem blandaðist fallegum haustlit-
unum. En enginn flýr sitt skapa-
dægur, eitt hliðarspor út af þröng-
um göngustíg á brún klettóttrar
strandar og lífssaga Rafns endaði.
Hógværð, skopskyn og glöð
lund, gjafmildi og að mæla aldrei
hnjóðsyrði um náungann voru að-
alsmerki Rafns; ekki einu sinni
þegar ómaklega var að honum veg-
ið og sparkað í hann liggjandi á
erfiðum tímabilum í lífi hans. Aldr-
ei vék hann einu ókvæðisorði til
viðkomandi. Að sparka ekki á móti
gæti borið vitni um veikgeðja lund,
svo var þó ekki því að Rafn bjó yfir
ómældri fyrirgefningu, hann var
sér meðvitandi um breyskleika
mannanna barna enda breyskur
sjálfur.
Lítill hnokki teiknar sig gegnum
sorgina og á myndum hans er afi
Rabbi meðal allra englanna sem
eru svo glaðir að hitta hann. Þetta
eru langömmur og langafar sem
hafa alla tíð búið uppi á himni síð-
an sá stutti leit dagsins ljós og
hann er þess fullviss að allir fari
saman í englahlaup því að afi er
góður langhlaupari. Og víst er það
svo að síðasta hlaup Rafns er hafið
inn í nýja sögu og sú saga verður
skrifuð með fjöðurstaf dýfðum í
skin sólar og ljóss. Ég þykist þess
fullviss að teikningar sonarsonar
okkar séu sannar og get bætt því
við að styrk útrétt hönd hafi beðið
Rafns þegar hann kom í mark,
hönd föður míns og fyrrverandi
tengdaföður Rafns til fjölda ára.
Faðir minn og klettur okkar
beggja í lífinu var án efa besti og
einlægasti vinur sem Rafn nokkru
sinni eignaðist á lífsleiðinni, að
móður sinni og sonum undanskild-
um.
Lífssaga Rafn Hafsteins er saga
mannsins sem missti mikið en átti
þó allt í lokin – skilyrðislausa elsku
sona sinna og aldraðrar móður
sinnar. Okkur Rafni auðnaðist ekki
að skrá í sameiningu lífssögu okk-
ar til síðasta kafla en þrír mann-
vænlegir og góðir drengir okkar
bera þá sögu að til einskis var
þetta pár okkar ekki, Rabbi minn.
Nánustu aðstandendum votta ég
samúð mína. Minning um góðan
dreng lifir.
Hallfríður Ingimundardóttir.
Vindurinn skekur tréð úti í
garði. Í nótt laust harmafregn nið-
ur í það og kveikti bál í greinum
þess án þess að nokkur sæi. Ég
stend við gluggann í ljósaskiptun-
um. Drúpandi berjaklasar nema
næstum því við jörð, rauðari en
rautt. Sölnað laufið slitnar frá
greinunum en í sorg minni finnst
mér eitt augnablik sem tréð slitni
frá laufinu; það sé óþekkt árstíð í
vændum þar sem laufið haggast
ekki en trén mynda dimmt þak á
himni. Það er nær lagi að sú lukt
sem sveiflast í huga mér milli veru
og einskis eigi sér enga árstíð, ekki
fremur en hvikul minningin. Nú
birtir yfir henni.
Rafn kom oft á Víðimelinn til að
heimsækja systur sína, ég fann
fljótt að þar fór maður sem mér
líkaði vel við, enda þótt við værum
um margt ólíkir. Í fari hans skynj-
aði ég sambland af ákefð, kæru-
leysi og dálítið sérstakri við-
kvæmni sem hann lét sjaldan uppi
en var ef til vill kjarninn í skap-
gerð hans. Milli þeirra systkina
voru traust bönd og samskipti
þeirra einkenndust af væntum-
þykju hvors í annars garð.
Það er sumar og garðurinn
stendur í blóma. Við Rafn sitjum
að tafli. Grænt laufþykknið hleypir
skærustu geislunum gegnum sig,
þeir leika um axlir hans, hvítari en
hvítt. Við ljúkum skákinni í bróð-
erni.
Ekki grunaði mig að Rafn ætti
svo skammt eftir ólifað sem raun
bar vitni. Ég kveð hann með sárum
söknuði og votta fjölskyldu hans
mína dýpstu samúð.
Sveinbjörn Halldórsson.
Kæri bróðir, ég kveð þig að sinni
með þessu ljóði og þakka þér fyrir
ógleymanlegar stundir. Við leituð-
um saman og fundum þann fjár-
sjóð sem fyrnist ekki.
Endastöð
hér ég þá
þar sem árnar mætast,
þar sem draumarnir rætast …
já, hér er ég kominn!
hingað sem ég hef streist og svitnað,
hingað sem ég hef kúgast og blætt
ó hvað sólin er blíð
og torgið ljómandi og
fólkið hlæjandi af sindrandi gleði …
og hér er ég!
mmm, ég teyga freyðandi
skínandi svalandi hamingju úr glitrandi
glasi
– og gamall maður gýtur á mig
hásum augum og hvíslar kankvís:
„ekki lagður af stað ennþá, stráksi?“
(Ísak Harðarson.)
Þín systir
Valgerður M. Skúladóttir.
Stóri bróðir minn, fallegi hið
ytra sem innra, er horfinn af sjón-
arsviðinu. Maður á besta aldri. Við
erum öll felmtri slegin yfir þessu
slysi og sviplegu fráfalli hans.
Ósjálfrátt koma upp í huga mér
myndir af ólíkum hlutum, sem
skipuðu heiðurssæti heima hjá
Badda og höfðu táknræna merk-
ingu fyrir hann. Þeir segja í leið-
inni nokkuð um hann. Fyrst er það
svarta styttan af hrafninum, en
Baddi hafði einmitt þetta hrafn-
svarta hár eins og nafni hans. Síð-
an er það metersháa styttan af
gyðju ástar og fegurðar Afródítu/
Venus, sem hann kom með heim í
handfarangri, úr sumarleyfi fjöl-
skyldunnar í Grikklandi fyrir ald-
arfjórðungi. Að síðustu er það risa-
stór rammi uppi á vegg
skrautskrifaður með bæninni Fað-
irvor á latínu, sem hann var hrifinn
af.
Ég minnist Badda sem mikils
snyrti- og smekkmennis. Í persónu
hans var viss næm- og fínleiki.
Hann var vandaður til orðs og æðis
og hlýr maður.
Í lífi okkar allra skiptast á skin
og skúrir. Þegar syrti að í lífi hans
sýndi hann ótrúlegan andlegan
styrk. Baddi sá alltaf til sólar því
honum var eðlislæg bjartsýni og
jákvæðni. Hann hafði stundum orð
á því að það sem einna mestu máli
skipti í lífinu, þegar upp væri stað-
ið, væri góð heilsa. Lifði hann sam-
kvæmt því, hugsaði vel um mat-
aræðið og reykti ekki. Hann
stundaði mikið hlaup sl. tvo áratugi
og hljóp maraþon. Í sumar hafði
hann orð á því, er hann hjólaði
áleiðis til vinnu sinnar eldsnemma
á morgnana meðfram Fossvogin-
um, hversu fallegt þar væri. Ég
minnist þess er við vorum stödd
saman í fjölskylduveislu í sumar að
hann, sem var að eðlisfari frekar
dulur maður og ekki mikið fyrir að
bera tilfinningar sínar á torg, lét
fögnuð sinn hátt í ljós yfir sigri
landans á ÓL. Slíkur var ákafi og
áhugi hans á þessum boltaleikjum.
Þannig atvikaðist að Baddi lést á
sama degi, fimm árum síðar en
Bogga frænka okkar. Hún fór með
hann í Hvallátur sem smádreng, en
þar dvaldi hann fyrstu sumrin með
henni við leik og störf og síðar einn
allt fram á unglingsár. Á milli
þeirra var alla tíð sterkt samband.
Eyjarnar og fólkið þar áttu alltaf
mikil ítök í honum. Það hefur ef-
laust verið honum gott veganesti í
lífinu að hafa dvalið þar og lét
hann oft í ljós hrifningu sína á
mataræði eyjaskeggja, s.s. selspiki
og sjófuglseggjum. Baddi var
atorkusamur. Á ævinni átti hann
þátt í að byggja 3 hús. Var í minn-
um haft hversu harðduglegur hann
unglingurinn var er hann hjálpaði
til við að byggja hús foreldra okk-
ar á Stekkjarflötinni.
Við systkinin höfum ætíð gert
okkur grein fyrir að einstakt sam-
band, sterkt og kærleiksríkt var á
milli móður okkar og frumburðar
hennar Badda. Þau voru um margt
svo lík, bæði að persónugerð og í
útliti. Það er ætíð þungbært fyrir
foreldra að þurfa að horfa á eftir
börnum sínum þó að börnin séu
orðin roskin, það stríðir einhvern
vegin á móti lögmáli lífsins.
Synirnir fjórir voru honum mjög
kærir og barnabörn.
Kæri bróðir minn, þakka þér
samfylgdina. Far þú og hvíl í friði.
Blessuð sé minning þín.
Sigríður Rut.
Minn góði vinur Rafn Hafsteinn
Skúlason er fallinn frá langt fyrir
aldur fram. Er það mikill söknuður
að fá ekki að njóta áfram þeirra
ánægjulegu samvista við hann í
framtíðinni, sem við höfum átt allt
frá því við kynntumst fyrst í þriðja
bekk Menntaskólans í Reykjavík.
Hann var jákvæður í öllum sam-
skiptum, lá vel orð til annars fólks,
alltaf tillitssamur, áhugasamur um
allt milli himins og jarðar og
bryddaði auðveldlega upp á
skemmtilegum umræðuefnum.
Rafn var vel á sig kominn, ung-
legur og myndarlegur og lagði
mikið upp úr að lifa heilsusamlegu
lífi og halda sér vel. Hann stundaði
hlaup sér til heilsubótar og ánægju
og fór ferða sinna oft fram og til
baka milli heimilis og vinnu, tug
kílómetra, hlaupandi og þreyttist
ekki á að segja mér af því hvílíka
vellíðan það veitti honum. Nýlega
rifjaði hann upp við mig þátttöku
sína í maraþonhlaupum, en í þeim
tók hann mörgum þátt, og þeir at-
burðir veittu honum mikla lífsfyll-
ingu. Rafn var mikill fjölskyldu-
maður og sonum sínum var hann
ekki aðeins góður faðir heldur
einnig vinur þeirra og félagi. Af
samstarfsfólkinu í Austurstræti
10A er hans þægilegu viðveru og
jákvæðu og upplífgandi samskipta
sárt saknað og skákáhugamennirn-
ir sakna að auki skemmtilegs og
verðugs mótherja við skákborðið.
Ég bið Rafni blessunar á þeim
æðri stað sem hann í mínum huga
er nú örugglega kominn til og
sannfæring mín um að hugur hans
til mín hér sé hinn sami er mér
mikill styrkur við fráfall hans. Ég
færi fjölskyldunni innilegar sam-
úðarkveðjur.
Skúli T. Fjeldsted.
Rafn Hafsteinn
Skúlason
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar. Blessuð sé minning þín.
Jóhanna.
HINSTA KVEÐJA