Morgunblaðið - 05.10.2008, Page 45

Morgunblaðið - 05.10.2008, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 45 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan FLÝTUM OKKUR! ÞAÐ ER KVIKNAÐ Í VIRKINU! VONANDI VERÐUM VIÐ KOMNIR Í TÆKA TÍÐ TIL AÐ GRILLA! HVAÐ KOM FYRIR HÖNDINA Á ÞÉR? ÉG STAKK GAFFLINUM Í BRAUÐ- RISTINA HVERNIG Í HEIMINUM DATT ÞÉR Í HUG AÐ GERA EITTHVAÐ SVO HEIMSKULEGT JÁ, JÁ, JÁ... ÞAÐ ER MJÖG AUÐVELT AÐ VERA VITUR EFTIR Á HVAR GET ÉG GEYMT KROSSINN MINN? ÞEGAR ÉG ER GÓÐ ÞÁ ER ÉG MJÖG GÓÐ , EN ÞEGAR ÉG ER VOND ÞÁ ER ÉG ALVEG HRÆÐILEG INNGANGUR ÉG HEF HEYRT AÐ VITAVÖRÐURINN SÉ ALGJÖR LESTRARHESTUR „BESTI VINUR MANNSINS .“ ÉG HELD AÐ ÞETTA HAFI EKKI VERIÐ ÞAÐ SEM ÞEIR ÁTTU VIÐ ÉG HELD AÐ STAÐSETNINGIN SÉ SLÆM HEITUR MATUR Í HÁDEGINU Velvakandi Á dimmum kvöldum getur verið skemmtilegt að rölta niður Laugaveginn og skoða í upplýsta búðargluggana sem lýsa út á götu af miklum krafti. Morgunblaðið/Golli Á kvöldgöngu Raunir bútasaums- konu Í ÁGÚST síðastliðnum keypti ég í versluninni Bót.is á Selfossi lítinn pakka sem innihélt efni í mynd til að sauma. Utan á pakkanum var myndin sem heillaði mig, engill í langrönd- óttum síðum kjól og eins og hann væri að festa upp stjörnur. Þegar ég fór að skoða innihald pakkans vant- aði efnið í kjólinn, að vísu var röndótt efni þar, en það var tæplega nóg í þverröndóttan kjól, alls ekki í langröndóttann. Ég hringdi austur og það verður að samkomulagi að ég sendi pakkann austur og fái leiðréttingu. Þegar mig var farið að lengja eftir pakkanum (10 dagar) hringi ég austur og í þriðju tilraun náði ég loks í eigandann. Jú pakk- inn hafði lent í bókhaldsgögnunum en ég fengi hann á morgun, sem varð, en ég átti að borga burð- argjaldið 600 kr. Þetta er á föstu- dagskvöldi svo ég hringdi í gemsa- númer eigandans og spyr hvort henni finnist þetta réttlátt. Jú, því þú hefðir getað opnað pakkann áð- ur en þú fórst út úr búðinni. En nú fuku nokkur leiðinleg orð á milli okkar en ég greiddi póstinum pen- ingana. Á mánudag hringdi ég í Neytendasamtökin og þeirra svar var að kúnninn á aldrei að borga undir pakka sem er gallaður. Þessi orð ber ég í eiganda Bót.is en hún neitaði að endurgreiða mér án þess að tala við Neytandasamtökin fyrst. Nú eru liðnir nokkrir dagar, engin leiðrétting eða afsökunar- beiðni komin. Ég er búin að vera í bútasaumi í 15–16 ár og aldrei hef ég lent í annarri eins framkomu sem þessari. Alltaf þegar ég hef keypt svona tilbúnar pakkningar, er innihaldið þannig að maður get- ur saumað nákvæmlega eins stykki og sýnt er utan á pakkningunni, lit- ur og munstur nákvæmlega eins og myndin segir til um, og að ég 84 ára gömul þurfti að segja kaup- manni að fyrir einn óánægðan kúnna sem gengur út úr fyrirtæk- inu hans fara aðrir 20. En svona er lífið skrítið. Halldóra S. Jónsdóttir. Frítt í Strætó fyrir námsmenn? STRÆTÓ BS. stendur nú annað árið í röð fyr- ir því að námsmenn á mennta- og há- skólastigi fái frítt í strætó (svokallað nemakort) og er það frábært framtak hjá þeim. Um daginn las ég það samt í fjölmiðlum að um 400 erlendir námsmenn höfðu ekki enn fengið sitt nema- kort þegar mánuður var liðinn frá því að skólarnir hófust. Ástæðan fyrir því var sú að nú í ár þurfa nemendur að eiga lögheimili á höfuðborgarsvæðinu að Garðabæ undanskildum og gefa upp kennitölu sína í umsókninni um nemakortið og flestir þessa erlendu námsmanna eru skiptinemar og eru því með lög- heimili erlendis og þar af leiðandi kannski ekki með íslenska kennitölu. En þeir eru ekki þeir einu sem eiga rétt á nemakorti en hafa samt ekki enn fengið það. Ég er sjálf nemi með lögheimili í Reykjavík og á full- an rétt á því að fá frítt í strætó. Þó að ég eigi bíl vil ég frekar spara mér bensínkostnaðinn og nota strætó bæði þegar ég er að fara í skóla og vinnu. Í rúman mánuð hef ég beðið og beðið eftir að geta sótt um nema- kortið á www.straeto.is en alltaf kemur sú melding upp á að kennital- an mín finnist ekki. Ég er margbúin að reyna að hafa samband við forsvarsmenn Strætó en alltaf er fátt um svör hjá þeim og enginn vilji virðist vera hjá þeim til að leysa málin. Þetta þykir mér mjög leiðinlegt, sérstaklega vegna þess að bensín- lítrinn hækkar og hækkar og ég er búin að þurfa að eyða síðastliðnum mánuði í þetta bensínokur í staðinn fyrir að nýta mér ókeypis fararmáta sem ég hef ekki getað notfært mér, þökk sé seinagangi forsvarsmanna Strætó. Þetta er ekkert annað en mjög lé- leg þjónusta við fátæka námsmenn. Vonandi fara þeir að bæta sig. Ósáttur nemi.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Breiðfirðingabúð | Fundur í Breiðfirð- ingabúð mánudaginn 6. október kl. 20. Gestur fundarins er Þórhallur Guð- mundsson miðill. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa félagsins er opin virka daga kl. 10-16. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga kl. 9-16.30 eru vinnustofur opnar. Mánudag kl. 8.15 og föstudag kl. 13 er fjölbreytt leikfimi í ÍR-heimilinu v/Skógarsel, kaffi á eftir. Miðvikudaginn 8. október er haustlitaferð í Heiðmörk o.fl., kaffiveit- ingar í Jónshúsi í Garðabæ, lagt af stað kl. 13. Sími 575-7720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist mánudag kl. 13. „Stund í kirkj- unni“ miðvikudag kl. 11, súpa í hádeginu og brids kl. 13. Brids-aðstoð fyrir dömur föstudag kl. 13. Hraunbær 105 | Listgler, Anna Dóra Guðmundsdóttir verður með kynningu þriðjudaginn 7. október kl. 13. Hún sýnir einnig muni úr gleri. Hæðargarður 31 | Ókeypis tölvuleið- beiningar mánud. og miðvikud. kl. 13-15. Ættfræðinámskeið þriðjud. kl. 16. Laust á smurbrauðsnámskeið á miðvikud. kl. 16-20. Leiðbeinandi Marenza Poulsen. Fundur í notendaráði kl. 10 á mánudag. Kynningarfundur um Kanadaferð í vor kl. 16, fimmtd. 9. okt. Fastir liðir eins og venjulega. Sími 4112-790. Íþróttafélagið Glóð | Æfingar fyrir sýn- ingar í Kópavogsskóla á þriðjud. kl. 14.30-16. Á miðvikud. alm. hópdansar í Lindaskóla kl. 15-16.20 og ringó í Snæ- landsskóla kl. 19-20. Á fimmtud. er línu- dans kl. 16.30-18 í Húnabúð. Uppl. í s. 564-1490, 554-2780 og 554-5330. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga á morgun kl. 10 frá Egilshöll. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Fundur kl. 10 á Grett- isgötu 89.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.