Morgunblaðið - 05.10.2008, Síða 48

Morgunblaðið - 05.10.2008, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ TÍSKA OG FÖRÐUN Stórglæsilegt sérblað um tísku og förðun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. október. Meðal efnis er: • Andlitshúðin. • Líkamshúðin. • Brúnkukrem. • Ilmvötn. • Varalitir. • Förðun og snyrtivörur. • Hárið í vetur, hvað er í tísku. • Kventíska. • Karlmannatíska. • Fylgihlutir. • Skór. • Brjósthaldarar. • Aðhaldsnærföt. • Góð stílráð. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 13. október. MENNING Mrisa dos Reis Nunes,sem tók sér lista-mannsnafnið Mariza,er fædd í Mósambík, sem var þá portúgölsk nýlenda. Foreldrar hennar fluttust til Portúgals þegar hún var þriggja ára og hún ólst upp í Lissabon, í hverfi þar sem fado-hefðin var enn sterk og hún hefur lýst því í við- tölum að hún hafi byrjað að syngja fado fimm ára gömul, en foreldrar hennar ráku veitingahús þar sem fado var allsráðandi. Fyrsta platan Eftir því sem hún óx úr grasi komu fleiri tónlistarform til sög- unnar, til að mynda gospel, soul, djass og fönk, og hún söng meðal annars með hljómsveitum sem unglingur. Hún lagðist í ferðalög um tíma og dvaldi þannig í Brasilíu um hríð þar sem hún framfleytti sér með söng, en smám saman sneri hún sér alfarið að fado. Er hún var nítján ára gömul var hún búin að ná svo góðum tökum á fado-söng að hljómplötuútgefandi sem heyrði hana syngja á veitinga- húsi foreldra hennar bauð henni útgáfusamning á staðnum. Fyrsta platan með söng hennar, Fado em Mim, kom svo út tveimur árum síð- ar, 2002, og gerði Marizu að stjörnu í heimalandi sínu – fyrsta fado-platan sem komst inn á portú- galska vinsældalista í fjölda ára – endaði þar í sjöunda sæti. Á þessum tíma var mikil vakning í fado-söng í Portúgal og fram komu ýmsar söngkonur og tónlist- armenn sem sum leyfðu sér að eiga aðeins við formið, að brydda upp á nýjungum í hljóðfæraskipan og útsetningum. Þessi fyrsta plata Marizu stóð þó mjög föstum fótum í hefðinni og ýmsir höfðu orð á því að hér væri komin verðugur arf- taki Amáliu Rodrigues. Eigin leiðir Á næstu plötu, Fado Curvo, sem kom út 2003, leyfði Mariza sér að fara eigin leiðir. Í viðtali við Morg- unblaðið þegar hún kom hingað á sínum tíma sagðist hún einmitt vera að syngja fado á sinn hátt: „Ég er ekkert að reyna að vera ný- stárleg eða nútímaleg, ekki að reyna að breyta einu eða neinu, ég er bara að syngja eins og ég veit réttast.“ Plötunni var vel tekið og komst meðal annars í annað sætið á portúgalska breiðskífulistanum og seldist einnig vel víða um heim. Hún hélt tilraunamennskunni áfram og á Transparente, sem kom út um það leyti sem hún kom hing- að 2005, fékk hún til liðs við sig sellóleikarann Jaques Mor- elenbaum og bætti við brasilískum áhrifum eins og við fengum að heyra á Hótel Íslandi á sínum tíma. Í raun má segja að hún hafi þar náð að skapa sinn eigin stíl, vissulega litaðan af fado-söng, en einnig með ýmsa þætti úr djassi og brasilískri tónlist. Sungið um Portúgal Transparente fór beint á topp portúgalska breiðskífulistans og í kjölfarið fylgdi tónleikaferð að segja út um allan heim, meðal ann- ars til Íslands, en einir tónleikarnir í þeirri miklu reisu voru teknir upp og gefnir út á síðasta ári undir nafninu Concerto em Lisboa, en sú plata var meðal annars tilnefnd til Grammy-verðlauna. Fyrir stuttu kom svo enn út ný plata með Ma- rizu; Terra. Á Terra heldur Mariza áfram að þróa tónmál sitt og bætir nú í meiri djassi, flamenco-áhrifum og afrískum hugmyndum með góðum árangri, en einnig beitir hún fyrir sig morna-söng að hætti Cesariu Evora, og svo syngur hún eitt lag með kúbverska píanóleikaranum Chucho Valdes. Þrátt fyrir þennan fjölþjóðlega bræðing er hún þó greinilega með hugann við Portú- gal og í viðtali við Times fyrir stuttu tók hún einmitt undir það; sagðist hafa ákveðið á heimsreis- unni til að kynna Transparente að sig langaði fyrst og fremst til að syngja um heimaland sitt. arni@m- bl.is Hugsað heim Heillandi „Ég er bara að syngja eins og ég veit réttast.“ Portúgalska söngkonan Mariza á Hótel Íslandi. Eitt af því sem gerir portúgalska tónlistarformið fado heillandi er það að í hverju lagi er andblær liðins tíma; tónlistin hefur ekki breyst í meginatriðum frá því á nítjándu öld. Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem ungir tónlistarmenn hafa tekið til við að brjóta upp fado-hefðina, skjóta inn nýjum hugmyndum í útsetningum og hljóðfæraskipan, og þar fer framarlega í flokki söngkonan Mariza. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson ALLA jafna er fado tónlist trega, en fado var líka sungið fyrir dansi á árum áður og þá voru textar glaðlegir. Þótt ekki sé hægt að rekja söguna nákvæmlega er sú tilgáta líklegust að formið eigi sér rætur í tónlist brasilískra blökkumanna, afkomenda afrískra þræla sem fluttust frá Brasilíu til Portúgals í upphafi nítjándi aldar. Í Lissabon styttu þeir sér stundir með dönsum sem kölluðust lundu og fofa og úr undirspilinu varð fado, þar sem rann saman brasil- afrísk söngvahefð og portúgölsk ljóðahefð. Fyrsta söngkonan sem eitthvað kvað að í fado-söng var Maria Se- vera, sem var uppi um miðja nítjándu öld, en ekki var bara að hún mótaði söngstílinn heldur hefur það verið siður fado- söngkvenna eftir hennar dag að syngja með svart sjal á herð- unum. Segja má að fado greinist í tvær meginhefðir, fado verka- manna og utangarðsfólks í Lissa- bon og svo öllu fágaðri stíl sem tíðkaðist í háskólaborginni Co- imbra, en aðalmunurinn var þó í söngtextum; í Lissabon var sung- ið um óhamingju, brostnar vonir og basl daglegs lífs, en í Coimbra var rómantíkin allsráðandi. Fremsta fado-söngkona Portú- gals er talin Amália Rodrigues sem lést rétt tæplega áttræð 6. október 1999. Uppruni fado: rætur meðal afkomenda þræla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.