Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 49

Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 49 NOKKUR bið hefur verið á nýrri mynd eftir breska leikstjórann Mike Leigh, en fjögur ár eru liðin frá því að Vera Drake kom út, en hún ávann Leigh m.a. Óskarsverðlaunatilnefn- ingu. Eftir þá grafalvarlegu og dramatísku mynd, sem fjallar um fóstureyðingapólitík í Bretlandi á sjötta áratugnum, sendir Leigh nú frá sér Létt í lund (Happy-Go- Lucky), kvikmynd sem er nokkurs konar óður um lífsgleði, bjartsýni og daglegt líf. Holdgervingur þessara lífsviðhorfa er aðalsöguhetja mynd- arinnar, grunnskólakennarinn Poppy (Sally Hawkins), ung kona sem býr í Norður-London og beitir óspart „ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig“- lífsmóttóinu í umgengni við fólk og umhverfi sitt. Poppy er þó enginn einfeldningur, afstaða hennar til lífs- ins er meðvituð leið til þess að takast á við lífið, og inn í þennan töfrandi og velviljaða heim er áhorfendum mynd- arinnar boðið að ganga. Fólkið í kring Vangaveltur um mannleg sam- skipti og lífsafstöðu eru jafnframt sá öxull sem sagan snýst um. Myndin fjallar þannig fyrst og fremst um samskipti Poppy við fólkið sem er í kringum hana, og þar kennir ýmissa grasa. Ökukennari Poppy, hinn bitri og stjórnsami Scott (Eddie Marsan), reynist hin fullkomna andstæða Poppy og snúast samskipti þeirra í innilokuðu rými bílsins upp í kostu- legar útistöður sem öðlast í senn kómískan og dramatískan þunga. Líkt og í mörgum myndum Leighs er London hér í stóru hlutverki, en sú hversdagslega London sem hér birt- ist er þó sveipuð litríkri birtu hins glaðværa persónuleika Poppy. Á stundum virðist græskuleysi Poppy jafnvel sveipa hana verndarhjúpi, eins og kjarnast best í atriði þar sem Poppy gengur ein heim á leið síðla nætur (með manngæskuna eina að vopni), og beygir af hreinni forvitni inn í myrkt sund, þar sem hún hittir fyrir eina af skuggaverum borg- arinnar. Sú aðferð Leighs að þróa persónur og söguþráð í gegnum spunavinnu með leikurum nýtur sín einkar vel í Happy-Go-Lucky og mikið mæðir þar á Sally Hawkins í hlutverki Poppy, enda er aðalpersónan svo miðlæg að hún er til staðar í hverju einasta atriði myndarinnar. Hawkins tekst frábærlega upp og stríðir áhorf- endum með óbilandi léttlyndi sem fer óendanlega í taugarnar á fýlupokum eins og Scott, en bræðir hann á sama tíma og ruglar í ríminu. Sama má segja um áhorfendur, það er ekki hægt annað en að dragast inn í sögu- heim Poppy, sem er í senn jarðbund- inn og ævintýrakenndur og markar áhugaverða stefnu í leikstjórnarferli Mikes Leighs. Lífsglöð „Létt í lund (Happy-Go-Lucky) er nokkurs konar óður um lífsgleði, bjartsýni og daglegt líf.“ Með glaðværðina að vopni KVIKMYND Sambíóin Álfabakka og Kringlunni Leikstjórn: Mike Leigh. Aðalhlutverk: Sally Hawkins, Alexis Zegerman, Eddie Marsan og Samuel Roukin. Bretland, 118 mín. Létt í lund (Happy-Go-Lucky) bbbbn Heiða Jóhannsdóttir • Þekkt bílasala á besta stað. Ársvelta 65 mkr. • Rótgróin heildverslun með tæki og rekstrarvörur fyrir heilbrigðis geirann. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 15 mkr. • Meðalstór prentsmiðja óskar eftir sameiningu við traust fyrirtæki með hagræðingu í huga. Ársvelta 170 mkr. EBITDA 30 mkr. • Þekkt, lítið hellulagninga- og jarðvinnufyrirtæki með 6 ára góða rek strarsögu. Ársvelta 50 mkr. Tilvalið til sameiningar eða fyrir duglegan mann sem vill fara í eigin rekstur. • Markaðsstjóri-meðeigandi óskast að bílaumboði. • Leiðandi hestavöruverslun með mjög góða staðsetningu. Ársvelta 100 mkr. • Sérstæð verslun og þjónusta með merktar vörur. Hentugt fyrir grafíska hönnuði og hugmyndaríkt fólk. Góð framlegð. • Rótgróið ræstingafyrirtæki með fasta viðskiptavini og skriflega samninga. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með góðum hagnaði óskar eftir sameiningu við vandaða trésmiðju sem sérhæfir sig í innréttingum. Þekkt verslun með tískuvörur fyrir ungt fólk á mjög góðum stað. Ársvelta 70 mkr. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fimmtudagurinn 9. október kl. 19.30 Í sígaunasveiflu Eldfjörug og ástríðufull tónlist sem sækir innblástur sinn í tónlist Sígauna. Stjórnandi: Sebastian Tewinkel Einleikari: Rachel Barton Pine Johann Strauss: Sígaunabaróninn, forleikur Johannes Brahm: Ungverskir dansar Maurice Ravel: Tzigane Pablo de Sarasate: Zigeunerweisen Emmanuel Chabrier: Espana Pablo de Sarasate: Carmen-fantasía Manuel De Falla: Dansar úr Þríhyrnda hattinu ■ Laugardagurinn 11. október kl. 14. Sjóðheit sígaunasveifla Fyrstu tónsprotatónleikar vetrarins. Sígaunatónlist fyrir alla fjölskylduna og trúðurinn Barbara heldur uppi stemmingunni. STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS YOGA FYRIR ALLA BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 15. OKT. FJÖLSKYLDUYOGA HEFST 11. OKT. MORGUNYOGA HEFST 7. OKT. Ásta Arnardóttir • 862 6098 www.this.is/asta • astaarn@mi.is www.lotusjogasetur.is • Borgartúni 20 LAGERSALA í Faxafeni 11.(Gamla Leikbæjarhúsinu) Jólavörur, gjafavörur, servéttur, kerti og margt fleira Tökum upp daglega nýjar vörur allt að 80% afsláttur Opið frá kl 11-18 alla daga lika um helgar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.