Morgunblaðið - 07.10.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 07.10.2008, Síða 17
til neyðarlaga MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 17 FJÖLMÖRG félög og einstaklingar eiga hluti í Kaupþingi og Lands- bankanum, sem fjármálaráðherra fær heimild til að yfirtaka í heild eða að hluta, samkvæmt frumvarpi því sem forsætisráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Fjöldi hluthafa í Kaupþingi þann 30. júní síðastliðinn var 30.830 tals- ins, samkvæmt árshlutareikningi fé- lagsins fyrir fyrri helming þessa árs. Hluthafar í Landsbankanum á sama tíma voru nokkuð færri eða 12.048 talsins. Feðgar og bræður stærstir Exista er stærsti hluthafinn í Kaupþingi með 24,71% hlut. Bakka- braedur Holding, sem er félag í eigu bræðranna Ágústar og Lýðs Guð- mundssonar, er stærsti hluthafinn í Exista með 45,21% hlut. Ekki liggur fyrir hverjir eiga hluti sem eru geymdir á Arion-safnreikningi en Egla Invest er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum. Fimmti stærsti hluthafinn í Kaup- þingi, Q Iceland Finance, er í eigu fé- lags sem sjeik Mohammed Bin Kha- lifa Al-Thani, fjármálaráðherra Katar, á, en félagið keypti hlutinn í Kaupþingi í síðasta mánuði. Samson, eignarhaldsfélag Björg- ólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors, er stærsti hluthaf- inn í Landsbankanum. Félög sem þeim tengjast koma næst á hluthafa- listanum. gretar@mbl.is Hluthafar skipta tugum þúsunda 4- 3H  P    4 F3H  P   Q&   RFS ,< S% !  %%    < ,%% T2"$ 7 -5@  (  I-,  *   ! I-,  *      % , % 0 ,  0-  0 ,  6 ,% !  6 ,  <3I     I3 !    !  %%    < ,%% T2"$ $! !  " "" "!#   $! $A #   ! $"A  " !" ● SUNNUDAGUR 5. október. Stöðug fundahöld í Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu halda áfram. Hálf- gert umsátursástand ríkir og fjölmiðlar bíða þess að geta flutt fréttir af að- gerðaáætlun stjórnvalda til bjargar efnahag landsins. Geir H. Haarde segir í lok dags að fundahöld helgarinnar hafi skilað því að ekki sé lengur þörf á sérstökum að- gerðapakka. Bankarnir muni draga úr umsvifum erlendis. Forsvarsmenn vinnumarkaðarins segjast ekki fá nógu skýr svör frá fjármálakerfinu. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ALLAR innstæður almennra spari- fjáreigenda og fyrirtækja í innlend- um viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi, sem trygging innstæðudeildar Trygg- ingasjóðs innstæðueigenda tekur til, eru tryggðar að fullu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin sendi frá sér í gær. Samanlögð innlán á innlánsreikn- ingum hjá viðskiptabönkum og spari- sjóðum námu um 2.808 milljörðum króna í ágústmánuði síðastliðnum. Þar af námu innlán innlendra aðila samtals um 1.409 milljörðum og er- lendra aðila um 1.399 milljörðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Seðla- banka Íslands. Yfir 1.000 milljarðar Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar eru innlendar innstæður í bönkum og sparisjóðum tryggðar að fullu. Af þeim 1.409 milljörðum króna sem innlendir aðilar áttu í innlánum hjá bönkum og sparisjóðum í ágúst- mánuði síðastliðnum áttu heimilin um 626 milljarða. Almenn fyrirtæki áttu um 273 milljarða en fjármálafyr- irtæki um 295 milljarða. Innstæður fjármálafyrirtækja eru undanskildar tryggingu samkvæmt lögum um inn- stæðutryggingar. Þá áttu eignar- haldsfélög um 121 milljarð, sveit- arfélög 28 milljarða og ríkissjóður 22 milljarða en um 45 milljarðar voru óflokkaðir. Samtals má því ætla að rúmlega 1.000 milljarðar króna sem innlendir aðilar áttu í innlánum hjá bönkum og sparisjóðum í ágúst séu að fullu tryggðir. Til viðbótar við inn- lán hér á landi falla innlán hjá fjár- málafyrirtækjum í eigu íslenskra banka í útlöndum að hluta til undir Tryggingarsjóð. Það á við í þeim til- vikum sem innstæðan er í útibúum ís- lenskra banka, svo sem Icesave- reikninga Landsbankans. Innstæða í dótturfélögum ís- lenskra banka í útlöndum fellur hins vegar undir þarlenda tryggingar- sjóði, eins og Kaupthing Edge í Bret- landi. Um 5 milljarðar punda eru inni á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi á um 200 þúsund reikning- um, samkvæmt TimesOnline. Trygg- ingarsjóður hér á landi tryggir að há- marki hvern reikning fyrir tæplega 21 þúsund evrur eða rétt liðlega 3 milljónir króna. Að hámarki tryggir Tryggingarsjóðurinn hér á landi því Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi fyrir um 600 milljarða króna. Næsta víst er þó að raunveru- leg fjárhæð sé lægri. Innlán að fullu tryggð  Yfir 1.000 milljarða innlán innlendra aðila eru að fullu tryggð samkvæmt yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar  Icesave-reikningar tryggðir fyrir allt að 600 milljarða Í HNOTSKURN » Innlán hjá bönkum ogsparisjóðum námu samtals um 2.808 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru innlán inn- lendra aðila 1.409 milljarðar og innlán erlendra aðila 1.399 milljarðar. » Af innlendum innlánumvar óbundið sparifé 149 milljarðar, verðtryggð innlán 166 milljarðar og viðbótarlíf- eyrissparnaður 49 milljarðar. »Af innlánum innanlandseru liðlega 1.000 millj- arðar að fullu tryggðir. » Tryggingarsjóður geturtryggt hátt í 600 milljarða á Icesave-reikningum Lands- bankans í Bretlandi. ● LAUGARDAGUR 4. október. Aðgerðapakka til bjargar efnahag landsins beðið. Fundað er um allan bæ. Fulltrúar lífeyrissjóðanna og fulltrúar vinnumarkaðarins tala við forsætisráð- herra. Stjórnendur bankanna koma einnig til fundar í Ráðherrabústaðinn. Talað er um að lífeyrissjóðirnir flytji 200 milljarða af eignum sínum erlendis til Íslands. Geir H. Haarde er fámáll um fram- vindu mála. Segir ekki allt á valdi ríkis- stjórnarinnar. Mikil vinna sé unnin og mikil vinna sé eftir. 4, +    !"#$"% &"' ()*+,- ,.//0 :=6)  )6  S  5  3  5  4- 5    . 4  U 6 , FS ,  5  9  L3 0 ,  6 , @  J=D:   I3 ! <  A ? -  = 4   S M 1  SJ JQ< 4 3   <V 1 3 :W%  71 H ! : 1* ,  ( X 1X .35 , .  !  R 5 +                                                          H!   ,  7!2 ,  9    +''"" '''$)*$ *)"*'$ *'')')" **"#$ )#' *#++* $"'+*# "") **#$* ") *)$# *'))$ $"" *)''# ##*$+ *$#)$" I I I ) I I #($ (#' *+(" +('$ ()* ($ *#(' #+'( *)(" #(' *()' #($# $+( *$( )"( *''( *'+( I I I "*''( I I #(*+ (#+ *'(" +('$ ($ ($ *#(' #'( *)( (" "(* ($ $+( *)#( **( *'( *'$( "*( I I "*$'( *(' +(' < , !   ** ' ) " * " $ + " + * " ' * $ " "$ I I I *" I I ;  !  ! #*"$ #*"$ #*"$ *"$ *"$ #*"$ #*"$ *"$ *"$ #*"$ *"$ *"$ #*"$ #*"$ #*"$ #*"$ #*"$ *#"$ "+)"$ #"$ #*"$ "))"$ "$ 7 7 7 7 7  7 7 7 ● MÁNUDAGUR 6. október. Óvissa ríkir enn. Viðskipti með hlutabréf helstu fjármálastofnana eru stöðvuð í Kauphöll Íslands. Í kjölfarið er lokað fyrir viðskipti með sjóði bankanna þriggja. Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpar þjóðina klukkan fjögur. Hann segir stöðuna hafa versnað mikið frá sunnudagskvöldi. Geir mælir fyrir frum- varpi á Alþingi um víðtækar heimildir til inngripa á fjármálamarkaði. Frumvarpið er samþykkt. Næstu dagar munu leiða í ljós nákvæmlega hvernig þær heimildir verða nýttar. FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is EIN þeirra spurninga sem óneitan- lega vakna í kjölfar þeirra aðgerða sem forsætisráðherra boðaði í gær er hver áhrif þeirra verða á lánshæf- iseinkunnir íslenska ríkisins. Gera verður ráð fyrir að matsfyrirtækin þrjú; Fitch, Moody’s og Standard & Poor’s, hafi fylgst mjög náið með þróun mála og séu þegar tekin til við greiningarvinnu um áhrif aðgerð- anna á efnahag þjóðarinnar og getu ríkisins til þess að standa við skuld- bindingar sínar, sérstaklega skuld- bindingar sem ríkið mun takast á hendur. Stóra spurningin í þessu samhengi er hins vegar hvort fyrirtækin muni lækka einkunn ríkisins, líkurnar á því að einkunnin verði hækkuð eru eins og gefur að skilja hverfandi. Viðbragðsflýtir S&P var reyndar meiri en hinna fyrirtækjanna, því fyrirtækið lækkaði í gærkvöldi láns- hæfiseinkunn ríkisins. Einkunn vegna skuldbindinga í íslenskum krónum var lækkuð úr A+/A- í BBB+/A-2. Einkunn vegna skuld- bindinga í erlendum gjaldmiðlum var lækkuð úr A-/A-2 í BBB/A-3. Óvissan mikil Að sögn erlends sérfræðings sem Morgunblaðið hefur rætt við er ekki endilega víst að einkunnin verði lækkuð af öllum fyrirtækjunum. Fyrst og fremst ræðst það af því hversu miklar skuldbindingar ríkið tekur yfir. Fari svo að ríkið taki eingöngu yfir innlendar skuldbindingar bankanna ættu áhrifin á lánshæfið ekki að verða mikil. Sérstaklega eigi það við um einkunn Fitch sem þegar end- urspeglaði áhættuna á því að ríkið gæti þurft að grípa til þeirra aðgerða sem nú eru orðnar. Því ættu aðgerð- irnar ekki endilega að hafa áhrif til breytingar á þær einkunnir en að sama skapi má teljast líklegt að fyr- irtækin setji Ísland á athugunarlista. Hvað Moody’s varðar telur viðmæl- andi Morgunblaðsins fullvíst að ein- kunn ríkisins verði lækkuð enda hef- ur Moody’s verið tregari til en hin fyrirtækin að lækka einkunn ríkis- ins. Allt þetta þarf framtíðin þó að leiða í ljós en víst er að hin mikla óvissa sem ríkir mun hafa áhrif á mat matsfyrirtækjanna. Þarf ekki að lækka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.