Morgunblaðið - 17.10.2008, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞRÁTT fyrir að norrænu ríkin hafi sett lög
gegn mansali og reynt að aðstoða fórnarlömb
þess, líta sum þeirra jafnframt á erlendar
vændiskonur sem afbrotamenn sem stöðva
verði við landamæri ríkjanna. Þetta segir í
fréttatilkynningu frá norrænu kvenna- og
kynjarannsóknastofnuninni, NIKK, en vísað er
til norræna rannsóknarverkefnisins, Vændi á
Norðurlöndum.
Alls tóku ellefu sérfræðingar frá Norður-
löndum þátt í verkefninu en það er kynnt á
fundi í Stokkhólmi, sem lýkur í dag. Í því er
borið saman lagaumhverfi, aðgerðir og afstaða
til vændis á Norðurlöndum. Fram kemur að
þótt vændi sé alþjóðlegt vandamál fari það
fram á afmörkuðum stöðum og eftir ólíkum
boðleiðum, en netið og farsímar séu dæmi um
nýjar boðleiðir sem fengið hafi meira vægi á
vændismarkaði. Mikilvægt sé að auka þekk-
ingu á þessum markaði á Norðurlöndum.
„Þekking á umfangi vændis á Norðurlöndum
er af skornum skammti og sú vitneskja sem er
fyrir hendi hefur orðið til í sérstöku samhengi
– aðallega í tengslum við félagslegt starf og
úrræði. Þeir sem stunda og miðla vændi
verða áfram ósýnilegir félagsmálayfirvöldum,
s.s. karlar sem selja kynlífsþjónustu, ungt fólk
sem selur sig á netinu eða á öðrum stöðum.“
Í tilkynningu NIKK er bent á að viðhorf al-
mennings til vændis hafi breyst. Í Svíþjóð sé
mikill stuðningur við sænsku lögin um bann við
kaupum á kynlífsþjónustu en í könnun hafi 71%
Svía sagst vilja óbreytta löggjöf, segir NIKK.
Samt hefur aðeins fimmtungur aðspurðra trú á
því að dregið hafi úr kaupum á kynlífsþjónustu.
NIKK segir að undanfarin ár hafi stjórnvöld
á Norðurlöndum farið varlega í að opinbera
mat á útbreiðslu og umfangi mansals. Þó telji
bæði þau og ýmis samtök að vandinn sé
umtalsverður og að þau tilfelli, sem vitað er
um, séu einungis toppurinn á ísjakanum.
Tekist á við vandann með ólíkum hætti
Norrænu ríkin séu sammála um að vændi sé
félagslegt vandamál en tekist sé á við það á
ólíkan hátt, t.d. í réttarkerfinu. Margt sé þó
sameiginlegt en spurningin um að gera kaup á
kynlífsþjónustu ólögleg hafi verið rædd í öllum
löndunum og þau hafa öll samþykkt lög gegn
mansali.
Segir NIKK að ein af mikilvægum niður-
stöðum rannsóknarinnar sé að vændi sé í sí-
auknum mæli talið lagalegt vandamál en ekki
félagslegt. elva@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Vandi Auka þarf þekkingu á vænd-
ismarkaðnum á Norðurlöndum.
Þarf aukna þekkingu á vændismarkaði
Norrænir sérfræðingar kynna rannsókn um vændi á Norðurlöndum á fundi í Stokkhólmi
Flestir Svíar styðja lög sem banna kaup á vændisþjónustu en fólk telur ekki að færri kaupi vændi
FÓLK sem greiðir afborganir af
myntkörfulánum um næstu mán-
aðamót hefur margt hvert velt því
fyrir sér við hvaða gengi verði mið-
að þegar lánsupphæðin er fundin
út, en gengi krónunnar hefur flökt
mjög í mánuðinum. Í nokkra daga í
þessum mánuði var erfitt að gefa
upp stöðu lána þar eð enginn vissi
hvert gengið var.
Þau svör fengust hjá banka- og
lánastofnunum sem Morgunblaðið
ræddi við að miðað yrði við gengi
Seðlabanka Íslands. Er venjan sú að
miða við gengið eins og það er þeg-
ar reikningar eru gefnir út.
Í gærdag var gengisvísitalan í
rúmum 200 stigum hjá bankanum.
elva@mbl.is
Miða við gengi
Seðlabanka í
myntkörfuláni
RISAPOTTUR gekk út þegar dreg-
ið var í Víkingalottóinu í fyrra-
kvöld. Fyrsti vinningur var rúmar
711 milljónir og er þetta með
stærstu vinningum sem dregnir
hafa verið út.
Því miður var enginn Íslendingur
meðal vinningshafa. „Við vorum að
vona að vinningurinn kæmi hingað,
ekki hefði veitt af að efla gjald-
eyrisvarasjóðinn,“ segir Stefán
Konráðsson, framkvæmdstjóri Ís-
lenskrar getspár.
Tveir Norðmenn og einn Dani
skiptu með sér 1. vinningi auk ofur-
potts og hlaut hver um sig rúmar
237 milljónir. Þar sem ofurtalan 5
var meðal aðaltalna, gekk vinning-
urinn út. Einn var með allar tölur
réttar í Jókernum og hlýtur hann 2
milljónir. Miðinn var keyptur í Olís-
stöðinni á Húsavík. sisi@mbl.is
Misstum af
risapotti
GUÐJÓN Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjármála-
fyrirtækja, segir eðlilegt að farið
verði vel yfir starfsemi bankanna
svo hægt sé að draga lærdóm af því
sem fór úrskeiðis.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra upplýsti á Alþingi í fyrradag
að ríkissaksóknari myndi gera
skýrslu um starfsemi bankanna þar
sem aflað yrði staðreynda um starf-
semi Glitnis, Kaupþings og Lands-
bankans, útibúa og fyrirtækja í
þeirra eigu og tilfærslu eigna, eink-
um á síðustu mánuðum starfsem-
innar. Markmiðið með skýrslunni
er að kanna hvort einhver refsiverð
háttsemi hafi átt sér stað sem gefi
tilefni til lögreglurannsóknar.
thorbjorn@mbl.is
Bankarannsókn
eðlileg
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
EKKERT laust fé er eftir í verð-
bréfa- og fjárfestingasjóðum Lands-
bankans, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Slíkir sjóðir eru
meðal annars peningamarkaðssjóðir
sem þúsundir Íslendinga eiga hluti
í.
Samkvæmt útreikningum sem
framkvæmdir hafa verið að undan-
förnu eru einu eignirnar sem eru
eftir í sjóðum bankans um 60 millj-
arðar króna í verðbréfum banka og
55 milljarðar króna í verðbréfum
annarra. Verðbréf annarra eru með-
al annars skuldabréf fyrirtækja sem
óljóst er hvort geta staðið við skuld-
ir sínar við sjóðina. Þá eru verðbréf
annarra banka í besta falli talin
verðlítil. Eignir í sjóðum Lands-
bankans eru því taldar vera mun
lakari en í sjóðum hinna bankanna
sem yfirvöld hafa tekið yfir.
Meira laust fé hjá hinum
Í sjóðum Glitnis eru alls 89 millj-
arðar króna. Þar af er laust fé 38
milljarðar króna, bréf annarra
banka tveir milljarðar króna og önn-
ur bréf 55 milljarðar króna. Stór
hluti af lausafé sjóðanna var settur
inn í þá af Glitni til að kaupa skulda-
bréf Stoða út úr sjóðum Glitnis. Þau
voru metin á um 24 milljarða króna
um mitt þetta ár. Skuldabréf Stoða
voru keypt upp af Glitni áður en
Fjármálaeftirlitið (FME) tók yfir
bankann en eftir að ríkið ákvað að
leggja Glitni til aukið hlutafé gegn
75 prósenta eignarhlut í honum. Í
verðbréfa- og fjárfestingasjóðum
Kaupþings eru sem stendur 17
milljarðar króna í lausafé, fjórir
milljarðar króna í bankabréfum og
10 milljarðar í annars konar bréfum.
Ríkið þyrfti að borga milljarða
Yfirvöld hafa þegar farið í gegn-
um verðbréf þeirra banka og fyrir-
tækja sem eru í sjóðunum með það
að leiðarljósi að skoða hversu háum
upphæðum er hægt að ná út úr
þeim. Þær upphæðir hafa ekki verið
gerðar opinberar en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins þyrfti
íslenska ríkið að leggja sjóðunum til
tugi milljarða króna til að tryggja
eigendur hluta í sjóðunum fyrir
tjóni. Skiptar skoðanir eru um það á
meðal ráðamanna hvort og þá
hvernig eigi að koma til móts við
þennan hóp. Ein hugmyndin er sú
að inneign í sjóðunum verði bundin í
nokkurn tíma á meðan fæst á hreint
hversu háum fjárhæðum sé hægt að
ná út úr bréfunum í sjóðunum.
Ríkið þyrfti
að greiða tugi
milljarða
!
Hvað er peningamarkaðssjóður?
Peningamarkaðssjóður er ákveðin
tegund verðbréfasjóðs þar sem
eingöngu er að finna skammtíma-
verðbréf. Þeir hafa þótt henta vel
þeim sem ávaxta vilja fé í skamm-
an tíma án mikillar áhættu. Sjóð-
irnir tóku að hluta við af veltu- og
innlánsreikningum.
Hverjir áttu inneign í peninga-
markaðssjóðum viðskiptabank-
anna?
Einstaklingar jafnt sem fyrirtæki
áttu inneignir í sjóðum bankanna.
Hvenær skýrist staða sjóðanna?
Ekki hefur verið ákveðið hvernig
brugðist verður við hruni sjóð-
anna.
S&S
UNDANFARIÐ hefur verið unnið að bættum samgöngum fyrir reiðhjóla-
fólk í Reykjavík. Nú standa yfir reiðhjólamerkingar á Suðurgötu og á
Einarsnesi. Margir hafa notað góða veðrið undanfarna daga til að koma
reiðhjólum sínum í stand á nýjan leik og bregða sér í hjólreiðatúr.
Eitt af grænu skrefunum í Reykjavík felst í því að bæta aðstæður fyrir þá
sem vilja nota reiðhjólið sem samgöngutæki og standa því yfir merkingar á
nokkrum götum í borginni. Nú er verið að mála hjólareinar vestan Suður-
götu, um Einarsnes og að hjólastígnum í Skerjafirði. Slíkar merkingar
verða einnig settar á næstunni á Langholtsveg og Laugarásveg. Þá er tvö-
földun Ægisíðustígsins langt komin en þar verða sérreinar fyrir hjólandi
og gangandi til að greiða þeirra samgöngur.
Bætt við hjólabrautir
víðs vegar um borgina
Reiðhjólamerkingar í Reykjavík
Morgunblaðið/Ómar