Morgunblaðið - 17.10.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 17.10.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 15 FRÉTTIR Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is UM 240 starfsmenn starfa á vegum Ístaks við Hraunaveitu. Í þessum hópi eru um 100 Íslendingar og 140 manns af öðru þjóðerni, flestir frá Póllandi og Portúgal. Borið hefur á óánægju með versnandi kjör eftir að krónan tók að falla í verði og kom Ístak til móts við erlendu starfsmennina um síðustu mán- aðamót. Þessa daga er meðal annars ver- iðað fylla í Kelduárstíflu og Grjót- árstíflu og verið að steypa yfirföll í Kelduá og Grjótá. Verklok í haust voru áætluð 1. nóvember, en ljóst er að einhver starfsemi verður við Hraunaveitu fram í miðjan nóvember. Þráðurinn verður síðan tekinn upp að nýju næsta vor og framkvæmdum á að ljúka í september 2009. Sumarhýran rýrnaði hjá mörgum starfsmönnum Gísli H. Guðmundsson, yfirverk- fræðingur Ístaks við Hraunaveitu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að veturinn hefði gert vart við sig síðustu daga, en ekki væsti um mannskapinn. „Því er þó ekki að neita að gengisþróunin hefur komið illa við marga erlenda starfsmenn hér. Eðlilega líður þeim ekkert vel í þessum gengisóróa,“ sagði Gísli. „Ístak kom aðeins til móts við þá um síðustu mánaðamót í þeirri út- borgun sem þá var framundan. Þeir sem hins vegar voru búnir að safna einhverju saman í sumar og voru ekki búnir að breyta því yfir í evrur verða að taka á sig tapið. Við gátum ekkert gert í því frekar en aðrir og þetta hefur haft í för með sér verulega skerðingu hjá mörg- um. Það hafa engir beinlínis hætt störfum hérna vegna þessa og margir starfsmanna okkar eru bún- ir að vera lengi hjá fyrirtækinu. Við höfðum stefnt að lokum hér á þessu ári til 1. nóvember og margir eru ráðnir til þess tíma,“ sagði Gísli Hann sagði að þrátt fyrir versn- andi kjör miðað við gengisþróun væri ekki á vísan að róa með at- vinnu í Póllandi. Pólverjar hefðu streymt heim úr öllum áttum á síð- ustu mánuðum og atvinnustigið versnað. Komið til móts við erlenda starfsmenn við Hraunaveitu                            Í HNOTSKURN »Jökulsár- og Hraunaveitureru á síðari hluta fram- kvæmda við Kárahnjúkavirkj- un. »Veiturnar sjá Fljótsdals-stöð einkum fyrir vatni fyrri hluta sumars. »Meginþættir veitnanna erulón og göng til að beina vatni úr Jökulsá í Fljótsdal, Kelduá, Grjótá og Innri-Sauðá inn í stóru aðrennslisgöngin milli Hálslóns og Fljótsdals- stöðvar.  Um 240 manns á vegum Ístaks  Flestir hætta um mánaðamótin Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SIGMUNDUR Sigurgeirsson, ráð- gjafi Árna M. Mathiesen fjármála- ráðherra, sat fyrir hönd ráðuneytis- ins fund í júlí í sumar, sem Landsbankinn boðaði til, en þar var kynnt skýrsla bresku hagfræðing- anna Willems H. Buiters og Anne C. Sibert um íslenska bankakerfið. Buiter, sem er prófessor í hagfræði við London School of Economics, segir í bloggi sínu 9. október sl. að ís- lenskir viðmælendur hafi talið efni skýrslunnar of viðkvæmt fyrir mark- aðinn. Fundinn hafi sótt fulltrúar frá Seðlabankanum, fjármálaráðuneyt- inu, einkageiranum og háskólasamfé- laginu. Sigmundur segist hafa fengið boð frá Landsbankanum um fundinn. Hann hafi litið á boðið sem sambæri- legt við mörg önnur boð um morg- unverðarfundi á vegum bankans. Sig- mundur kveðst hafa mætt á fundinn en ekki getað setið hann allan. Inntak umræðnanna þann tíma sem hann var á fundinum hafi verið hvort Ís- land ætti að skipta um gjaldmiðil eða ekki. Sigmundur kveðst enga skýrslu hafa fengið í hendurnar eftir fundinn og efni hans hafi ekki verið rætt nán- ar í ráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans sat fulltrúi bankans fundinn og kynnti síðar niðurstöður hans fyr- ir öðrum innan bankans. Þótt skýrsla Bretanna dægi mynd upp í dökkum dráttum hefðu menn í banaknum áð- ur sé efni af þessu tagi. Buiter og Si- bert bentu m.a. á að á skömmum tíma hefði bankakerfi Íslands vaxið mjög mikið, miðað við stærð hagkerfisins. Landið gæti haldið alþjóðlegu bankakerfi sínu en þyrfti þá að skipta um gjaldmiðil. Héldi það gjaldmiðl- inum yrði að flytja alþjóðlegan hluta bankakerfisins úr landi. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, var í hópi fundarmanna. „Það urðu miklar umræður á fundinum og spurningar,“ segir Vilhjálmur, sem telur ekki að upplýsingum hafi verið stungið undir stól. „Þeir [sérfræðing- arnir] voru að horfa á sama vanda og við öll. Á þeim tíma var þetta mest spurning um það hvernig væri hægt að ná upp nægilega miklum gjald- eyrisvarasjóði til að geta dekkað þarfir,“ segir hann. Bresku sérfræð- ingarnir hafi haft sömu hugmyndir og aðrir um þetta. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykja- vík, var líka á fundinum. Hann segir ekki margt hafa komið á óvart í skýrslunni. „Þetta voru hlutir sem margir voru að tala um hérna, þar á meðal ég,“ segir hann og nefnir atriði á borð við stærð íslensks bankakerf- is. Efni fundarins ekki rætt nánar í fjármálaráðuneyti Dökk mynd var dregin upp í breskri skýrslu Morgunblaðið/hag Bankamál Skýrsla bresku sérfræðinganna var kynnt á fundi sem Landsbankinn boðaði til hér á landi í júlí í sumar. VIÐSKIPTASENDINEFND fyrir- tækja í ferðaþjónustu er nú á ferð um Skotland undir forystu Útflutn- ingsráðs Íslands. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur hjá skosku fyr- irtækjunum og þau eru opin fyrir frekari viðskiptum,“ segir Þorleifur Þ. Jónsson hjá Útflutningsráði sem fer fyrir hópnum. „Hér eru mög tækifæri og mikill áhugi á íslensku fyrirtækjunum. Skotar sjá Ísland í jákvæðu ljósi og eru sem fyrr reiðu- búnir til viðskipta.“ Ferðin til Skotlands er liður í markaðssetningu íslenskra ferða- þjónustufyrirtækja á Bretlandi en Útflutningsráð hefur staðið fyrir nokkrum ferðum á breska markað- inn sl. ár, auk sendinefndar til Kan- ada í vor. „Bretlandsmarkaður er stærsti markaðurinn fyrir ferðaþjónustufyr- irtæki og býður upp á mikla mögu- leika,“ segir Þorleifur. Skotar sjá Ísland í já- kvæðu ljósi Viðskiptasendinefnd á ferð um Skotland HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest að karlmaður sem handtekinn var við komuna til landsins í mars 2005, þar sem hann var eftirlýstur í tengslum við rannsókn á fíkniefnamáli í Þýska- landi, hafi ekki átt rétt á bótum á grundvelli laga um meðferð opin- berra mála. Maðurinn var handtekinn er hann kom með Norrænu til Seyðisfjarðar. Hann var eftirlýstur í upplýsinga- kerfi Schengen vegna gruns um að hann hefði brotið gegn fíkniefnalög- gjöf í Þýskalandi ásamt fleiri mönn- um. Fær engar skaðabætur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.