Morgunblaðið - 17.10.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.10.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 17 TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 18. OKT KL. 17.00 er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands Á erfiðum tímum er fátt betra fyrir andann en góð tónlist. Sinfóníur Sibeliusar þykja einhver merki- legustu tónverk sem samin hafa verið á Norðurlöndum. Það er því Sinfóníuhljómsveitinni mikil ánægja að opna dyr sínar og bjóða þjóðinni á tónleika endurgjaldslaust meðan húsrúm leyfir.* Jean Sibelius | Sinfóníur nr. 2 og 4 Hljómsveitarstjóri | Petri Sakari Jean Sibelius | Sinfóníur nr. 5, 6 og 7 Hljómsveitarstjóri | Petri Sakari AUÐGAÐU ANDANN ÓKEYPIS SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS BÝÐUR ÞJÓÐINNI Á TÓNLEIKA F í t o n / S Í A F I 0 2 7 3 3 8 *Húsið opnar klukkutíma fyrir tónleika BRIMBRETTAKAPPAR þeystu með öldum Atlantshafsins úti í Bót við Grindavík á dögunum. Norðanáttin var svöl en í þeirri átt gerir oft brim við ströndina. Flestir tengja brimbrettabrun við hlýjan sjó og sólríkar strend- ur. Kapparnir sjö sem léku sér í brimöldunni í Bótinni voru vel búnir og létu nepjuna og kuldann í sjónum ekki aftra sér. Hér tekst einn sjömenninganna á loft og ber sig faglega að verki. gudni@mbl.is Brimbretta- reið í Bótinni við Grindavík Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson STARFSMENN Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna verða tvöfalt fleiri næstu vikurnar og afgreiðslutíminn verður lengri til að anna eftirspurn eftir ráðgjafarþjónustu. Verkefni stofunnar er að aðstoða þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, for- maður framkvæmdastjórnar Ráð- gjafarstofu, segir að með þessu sé verið að bregðast við núverandi að- stæðum í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Starfsmönnum hefur verið fjölgað úr sex í ellefu og afgreiðslutíminn lengdur, en nú er opið til klukkan fjögur alla virka daga nema fimmtu- daga, en þá er opið til klukkan 19. Þá hefur Ráðgjafarstofa í sam- vinnu við Reykjavíkurborg boðið upp á fjárhagsráðgjöf í hverfamiðstöðv- um borgarinnar og hefur það mælst vel fyrir að sögn Ingibjargar. Verið er að kanna leiðir til að efla og styrkja þjónustuna almennt. lom@mbl.is Fleira starfsfólk og lengri afgreiðslutími Sífellt fleiri leita aðstoðar Ráðgjafarstofu VILHJÁLMUR Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að ef takast eigi að festa gengi ís- lensku krónunnar verði slíkri að- gerð að fylgja yf- irlýsing um að Ís- land hyggist sækja um aðild að Evrópusamband- inu og að Ísland stefni að upptöku evrunnar. Þetta kom fram í pall- borðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, um Evr- ópumál í gær. Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið að á næstu mánuðum yrði að styrkja gengið og þegar það hefði náð jafnvægi, t.a.m. þegar gengisvísitalan hefði verið 140-150 í einhvern tíma, væri hugsanlega kominn grundvöllur til að festa gengið. „En það gengi ekki á þeim tímapunkti nema með yfirlýsingu um að við ætluðum inn í evruna,“ sagði hann. Slík yfirlýsing hefði enga þýðingu nú á meðan gjaldeyrismálin væru í svo miklu uppnámi. Spurður hvenær hann teldi að gengisvísitalan næði þessu jafnvægi sagði hann að það væri undir því komið hvort ís- lenskum stjórnvöldum tækist að fá einhverja til að koma með peninga hingað hinn, hvort sem það væru Rússar eða Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn. runarp@mbl.is Gengið fest með ESB-aðild Vilhjálmur Egilsson Evrópumálin rædd á fundi SAF í gær HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á fyrrverandi eiginkonu sína á heimili þeirra beggja 14. des- ember í fyrra. Fullnustu refsingar- innar skal frestað og hún látin niður falla eftir tvö ár haldi maðurinn al- mennt skilorð lögum samkvæmt. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs- dóms Reykjaness frá því 29. febrúar á þessu ári. Karlmaðurinn var fundinn sekur um að hafa slegið konuna ítrekað „hnefahöggum í höfuð og andlit og þá sparkað í líkama hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut opið sár og mar á augnlok og augnsvæði hægra megin, marga yfirborðs- áverka á höfði, mar yfir hryggjaliði, mar á aftanverðum hægri upphand- legg, yfirborðsáverka á öxl og mar á vinstra læri,“ eins og orðrétt segir í dómi héraðsdóms sem Hæstiréttur staðfesti. Karlmaðurinn neitaði sök í málinu og krafðist þess að vera sýkn- aður. Eins og áður sagði þótti sannað að hann hefði ráðist á fyrrverandi konu sína og veitt henni áverkana. Barði eigin- konuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.