Morgunblaðið - 17.10.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 21
LAURAASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 10-16
Ljósadagar
20-50% afsláttur
af öllum ljósum.
Þessi vel haldni kampselur hafðiþað huggulegt á eyrunumsunnan við Leiruveginn á Ak-
ureyri á miðvikudaginn. Hann hafði
verið í fjörunni góða stund þegar
blaðamaður kom á vettvang og för í
sandinum báru vott um að hann hafði
velt sér þar fram og til baka. Fljót-
lega eftir að maðurinn með mynda-
vélina nálgaðist, gangandi í hægðum
sínum, mjakaði selurinn sér út í vatn-
ið, gægðist annað veifið upp úr eins
og til að sjá hversu hættulegur gest-
urinn væri en eftir nokkurra mínútna
sundsprett kom hann hins vegar aft-
ur á land, á sama stað, og velti sér í
sandinum lengi vel. Selurinn var vina-
legur þar sem hann flatmagaði í sand-
fjöru steinsnar frá Eyjafjarðarvegi
eystri og líklegt mætti telja að fallegt
augnaráðið hefði brætt marga. Veiði-
menn telja selinn þó fráleitt vinaleg-
an, enda er hann hinn versti vargur
og étur að sögn gríðarlegt magn sil-
ungs í Eyjafjarðaránni sem annars
staðar. Töluvert er um að selir sjáist í
firðinum og dæmi eru um að þeir fari
langt upp Eyjafjarðará í leit að æti,
jafnvel alveg inn undir Saurbæ, sem
er um 25 km innan við Akureyri.
skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ertu þarna ennþá? Selurinn fylgdist vel með gestinum í sandfjörunni.
Syndaselur
á leirunum
Rólegur Selurinn kippti sér ekki upp við það þó forvitinn vegfarandi liti við.
Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd veltir fyrir sér láns-
trausti og vinaláni þjóða:
Íslendingar æpa á lán,
orðnir vinasnauðir.
Og vísast gengur Gordon Brown
gegnum sömu nauðir.
Vitað er að brezki Brown
breytti illa í flaustri.
En með brosi býður lán
bangsinn stóri í austri!
Pétur Stefánsson yrkir þjóðinni
til uppörvunar:
Ekki er risið á mér hátt,
– uppréttur vart ég hangi,
samt mun ég lifa og þrauka þrátt,
þó að illa gangi.
Að gefast upp er ekki val,
þó allt sé í slæmu gengi.
Áður hef ég í dimmum dal,
dvalið býsna lengi.
Illur beygur leggst á lýð,
– lífinu margur kvíðir.
Þó bresti á með blindri hríð,
birtir upp um síðir.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Bangsinn
stóri í
austri
DÚKKA sem kom fyrst á markað
fyrir sautján árum er meðal þeirra
leikfanga sem líklegust eru til að
halda vöku fyrir foreldrum fyrir
jólin í ár, er haft eftir kaupmönnum
í breska blaðinu The Independent.
Pissudúkkan með fylgihlutum
sínum, Magic Potty, er úr Baby
Born-fjölskyldunni og er einn tólf
hluta sem líklegastir eru til að rata
í jólapakkann í ár samkvæmt spá
Samtaka leikfangaverslana.
Dúkkan vinsæla kom fyrst á
markað árið 1991 og vakti athygli
fyrir að líkja eftir þörfum barns
betur en aðrar dúkkur. Henni
fylgir koppur sem leikur lag þegar
dúkkan pissar og kostar hún út úr
búð 33,99 pund.
Önnur leikföng sem spáð er að
börnin muni óska sér helst í jóla-
pakkann eru nýlegri, s.s. High
School Musical-dansmotta (svipað
Twister).
Og Samtök leikfangaverslana
flokka gjafirnar í stráka- og stelpu-
gjafir – þótt slíkur dilkadráttur eigi
augljóslega ekki upp á pallborðið
hjá öllum. Þannig telja samtökin að
stelpur óski sér leikfanga og hluta
sem tengjast stjörnum á borð við
fyrrnefndan High School Musical-
sönghóp og syngjandi Barbie-
prinsessuna Liönu.
Samtökin telja hins vegar að
strákarnir velji frekar leikföng sem
tengjast hetjum á borð við Indiana
Jones og Star Wars. Bubbi byggir á
svo ennþá upp á pallborðið hjá
yngstu kynslóðinni.
Spá samtakanna er árleg og virð-
ast þau lítið sem ekkert tillit taka til
þess að fjárskortur gæti háð ein-
hverjum heimilum fyrir þessi jólin.
„Þrátt fyrir samdrátt þurfa börn
ennþá spennandi gæðaleikföng til
að leika sér með og veita sér inn-
blástur,“ lætur formaður samtak-
anna, Gary Grant, hafa eftir sér.
Pissudúkka í
jólapakkann
Fjöhæf Dúkkan góða pissar og
grætur sé þess óskað.