Morgunblaðið - 17.10.2008, Page 25

Morgunblaðið - 17.10.2008, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 25 NÚ brennur Ísland. Ráðast þarf að eld- unum og slökkva þá sem fyrst. Þar duga ekki vettlingatök né hik. Tíminn skiptir máli. Grípa þarf til markvissra aðgerða til uppbyggingar á nýju samfélagi með endurskoðuð gildi, ný markmið og skýrari leikreglur. Það þarfnast ígrundunar. Til henn- ar þarf lengri tíma en þann, sem þarf til að bregðast við neyðar- ástandinu, sem skapast hefur. Við því þarf að bregðast strax. Leita tafarlaust á náðir erlendra aðila um lánafyrirgreiðslu eða styrki svo skaðinn verði ekki óbærilegur. Við blasa ótal fjölskylduharmleikir með ófyrirséðum afleiðingum. Séð er fram á hrun margra fyrirtækja og atvinnuleysi í kjölfarið. Hvað er til ráða? Nokkrir kostir hljóta að vera í stöðunni. Strax þarf að lækka stýrivexti Seðlabankans um þriðjung. Strax má gefa út auk- inn fiskveiðkvóta til næstu tveggja ára. Brottkastið má hirða til verð- mætasköpunar. Setja má virkj- unarframkvæmdir og byggingu tveggja álvera á fullt skrið. Þær framkvæmdir ætti að vera auðvelt að fjármagna með styrk eða láni Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og með fé áhugasamra fjárfesta. Auka má ferðamannastrauminn til landsins með markvissum aðgerðum. Efla má íslenskan landbúnað og þróun íslenskrar matvælagerðar með beinum tímbundnum framlögum eða fyrirgreiðslu. Setja má „lúxus“- tolla á „viðeigandi“ varning. Allt þetta aflar gjaldeyris eða sparar hann. Arðsemi virkjunarframkvæmda er mikil og álútflutningur gjaldeyr- islind. Raforka, hin hreina orka, er auðlind, sem okkur ber skylda til að nýta. Í mínum huga getur far- ið saman að beisla fall- vötn og auka ferða- mannastraum. Stunda hvalveiðar og bjóða upp á hvalaskoðun. Flytja út ál og íslenskt kál. Nú er lag til að laða að erlenda ferða- menn í ljósi þess hversu hagstætt verð- lagið er þeim. Það skiptir hins veg- ar máli, í margra hugum, hvaðan okkur berst aðstoð. Frá pólitísku sjónarmiði er Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn efalaust ákjósanleg- astur. Frá siðferðilegu og sögulegu sjónarmiði hefði það staðið Norð- mönnum nærri að bjóða fram að- stoð. Afstaða Bretlands kom á óvart og breytist ólíklega mikið úr þessu. Bandaríkin virðast hafa gleymt okk- ur en Rússar boðið hjálp. En hvaða skilmálum þarf að lúta komi rússneska lánið til? Hið ríka Rússland er að komast inn í nútíma- samfélagshætti í öllu sínu veldi. Hvert stefna þeir? Eru það stór- veldisdraumar Pútíns og félaga, sem ráða för? Gæti aðstoð við Ís- land, á ögurstundu, verið það verð, sem Rússar eru tilbúnir að greiða fyrir aukna vináttu, velvilja og jafn- vel aðstöðu hérlendis, þegar fram líða stundir? Þeir eiga olíu- hagsmuna að gæta norðan við Ís- land vegna baráttu um hafbotns- eignarréttinn, opnast mun fyrir skipasiglingar norðan Rússlands á næstu árum svo leiðir styttast um- talsvert, yfirflug rússneskra her- flugvéla er þekkt staðreynd. Verður hin landfræðilega lega Íslands, sem eitt sinn var Bandaríkjamönnum svo mikilvæg, sá þáttur, sem verður til þess að okkur berist fyrr en síðar boð um aðstoð frá þeim, sem hingað til hafa setið hjá? Það er örugglega mikill sparn- aður falinn í aukinni og fjölbreyttari framleiðslu íslenskra matvæla. Það má m.a. sjá af því hvað innflytj- endur erlendrar matvöru hafa borið úr býtum á stuttum tíma. Kaup- menn, sem opnuðu eina lág- vöruverðsverslun fyrir nokkrum ár- um, hafa haslað sér völl á ótal sviðum verslunar og viðskipta, inn- anlands og utan, í skjóli þess hagn- aðar sem þeir hafa haft af innflutn- ingi matvæla ofan í landann. Þegar horft er til framtíðar virð- ist ráðlegt að stokka upp spilin í þjóðfélaginu og gefa upp á nýtt. Kalla þarf til þverpólitískan og ópólitískan flokk okkar færasta fólks, jafnt á sviðum andlegra sem veraldlegra málefna, til að móta nýja þjóðfélagsstefnu. Gefa þarf slíkum hóp þriggja ára vinnufrið og tækifæri til að kalla til innlenda og erlenda sérfræðinga. Ný stefna með nýjum tímasettum markmiðum liti þá dagsins ljós. Sjáum Nýja Ísland fyrir okkur sem fyrirmyndarþjóð- félag án íþyngjandi verðtryggingar, án græðgishugsunar, án gegndar- lauss lífsgæðakapphlaups, án sundr- ungar og öfundar vegna kjara- mismununar. Land einingar, frelsis til athafna og menntunar, bræðra- lags og samhygðar. Eina þjóð í landinu með sameiginleg markmið í efnhagslegu, andlegu og menning- arlegu tilliti. Þegar þessu er náð væri ráðlegt að ganga til samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir í Evrópubandalaginu. Það þarfnast góðs undirbúnings og betri samningsaðstöðu en við höfum í dag. Ísland brennur Jón Hermann Karlsson fjallar um ástandið í þjóð- félaginu og er með tillögur til úrbóta »Kaupmenn, sem opn- uðu eina lágvöru- verðsverslun fyrir nokkrum árum, hafa haslað sér völl á ótal sviðum verslunar og við- skipta, innanlands og utan. Jón H. Karlsson Höfundur er viðskiptafræðingur. SEM háskólanem- andi erlendis hef ég vægast sagt verið með hnút í maganum und- anfarna daga – eins og allir Íslendingar að sjálfsögðu. Ég stend núna frammi fyrir því að fá þau svör frá bank- anum mínum að ekkert sé vitað um það hvenær ég geti millifært pen- inga hingað út fyrir leigunni minni, sem og rándýrum skólagjöld- um sem greiða á núna um mánaðamótin. Skólagjöldum sem hafa hækkað um að minnsta kosti 300 þús- und krónur á und- anförnum dögum og vikum. Ég veit ekki hvort ég get komið að því orðum hvernig námsmenn er- lendis upplifa stöðuna. Margir eru að lenda í mjög erfiðum aðstæðum fjárhags- lega. Þar að auki erum við jafnan langt í burtu frá fjölskyldum og ást- vinum á svona tímum. Ég sjálf er í Skotlandi og frétta- flutningur hér af málum heima hefur verið misjafn en sjaldan mjög já- kvæður en það er öruggt að segja að ekki mjög jákvæð mynd hafi verið dregin upp af landinu okkar og aðstæðum þar. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er sjálfsagt ekki efst á for- gangslistanum og að sem stendur þá sé rík- istjórnin að reyna að halda hagkerfinu sam- an. Hlutir eins og mat- vara og lyf gangi fyrir mínum þörfum. Ég veit líka að Sam- band íslenskra náms- manna erlendis fylgist með stöðunni og hefur átt fundi með fulltrúum Seðlabankans sem segj- ast gera allt sem þeir geta til þess að liðka til. En það er samt eins og að rödd okkar heyr- ist ekki – við verðum að fá millifærslur í gang sem allra fyrst – því við lifum ekki á loftinu einu saman. Ég biðla því til ís- lenskra stjórnvalda að millifærslur til íslenskra námsmanna erlendis verði settar í gang sem allra fyrst. Það verður að sjálfsögðu að huga að fólkinu heima en það má ekki gleymast að það eru líka Íslendingar erlendis, sérstaklega námsmenn sem verða að geta átt fyrir leigu næstu mánaða. Íslenskir náms- menn erlendis Ásta Sigrún Magn- úsdóttir skrifar um erfiða stöðu náms- manna erlendis Ásta Sigrún Magnúsdóttir »Margir eru að lenda í mjög erfiðum aðstæðum fjár- hagslega. Þar að auki erum við jafnan langt í burtu frá fjöl- skyldum og ást- vinum á svona tímum. Höfundur er háskólanemandi í Edinborg. NÚ Á að virkja á Íslandi. Fjár- málakerfið er hrunið, óstjórnlegur gróði síð- ustu tíu ára eða svo er horfinn, varð að engu á örfáum dögum, svo- lítið eins og hann hafi aldrei verið til. Og al- menningur blæðir fyrir. Það hefur verið bent á, og með sannfærandi rökum, að ein helsta ástæða þess að fjármálakerfið hrundi sé fyr- irhyggjuleysi, skortur á eftirliti, á hömlum. Ekki var á nokkurn hátt reynt að halda aftur af áköfum, stundum bí- ræfnum bissnessmönnum sem fóru óralangt framúr sjálfum sér og komu heilli þjóð næstum á von- arvöl. En við höfum lært, segja stjórnvöld og boða nýtt kerfi, byggt á varkárni, eftirliti. Fyrirhyggju- leysið kvatt; æðibunagangnum verður úthýst. Við höfum lært; hversu djúpt ristir sá lærdómur? Við erum ennþá skjálfandi eftir áfallið þegar þingmenn og fyrrver- andi ráðherrar tromma upp í blöð- um og á þingi og segja: Nú eigum við að virkja. Og ekki bara virkja heldur bretta upp ermar og æða í verkið. Kasta umhverfismati út um gluggann. Við höfum ekki efni á umhverfismati í dag, sagði Jón Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum, það á að virkja án þess að hugsa. Með öðrum orðum: án eftirlits. Með öðrum orðum: það á að framkvæma, ekki hugsa. Með öðrum orðum: þessir menn hafa ná- kvæmlega ekkert lært. Ef við höfum ein- hverntíma þurft að stíga varlega til jarðar, einhverntíma þurft að hugleiða hvert skref, þá er það núna. Það var flýtirinn sem kom okkur í þessa vondu og hryggilegu stöðu. Það var hraðinn. Og eft- irlitsleysið. Flokks- bróðir Jóns, Kristján Þór Júlíusson, segir að einfalda verði reglur um umhverfismat. Um- hverfismat, segir hann, má ekki tefja mál. Þetta er svolítið kúnstugur hugs- unarháttur, því umhverfismatið er einmitt hugsað til þess hægja á ferlinu. Umhverfismat er einskonar eftirlit, og leið til að vega og meta kosti og galla. Að virkja er nefni- lega ekki bara orðin tóm, ekki bara yfirlýsingar á alþingi, ekki bara orð til að veiða atkvæði. Að virkja þýðir að raska náttúrunni, jafnvel að breyta henni og því ber okkur sið- ferðileg skylda til að vega og meta kostina. Ekki giska eða fullyrða, heldur rannsaka. Og okkur ber raunar líka lagaleg skylda, lög um mat á umhverfissáhrifum eru sett hér í samræmi við skuldbindingar EES-samningsins. Skipta skuld- bindingar okkar við alþjóða- samfélagið kannski engu máli – eru skuldbindingar bara eitthvað sem við stöndum við þegar það hentar okkur? Við stöndum á þröskuldi nýs tíma. Að baki okkur rústir eftir mikla og hömlulausa veislu. Við höguðum okkur ekki skynsamlega. Efnishyggjan gleypti okkur og fá- einir glæframenn steyptu þjóðinni í gríðarlegar skuldir, og spilltu ímynd landsins. Nú erum við ekki þekkt fyrir dugnað, heldur fyr- irhyggjuleysi, kæruleysi, jafnvel einskonar sjóræningjahugsun. En við höfum lært. Segjumst hafa lært. Og virkjunarumræðan mun verða einn prófsteinninn á það. Þeir sem fátt hafa lært vilja æða áfram, virkja án þess að hugsa, rannsaka, vega og meta. Þetta eru þeir sem halda ennþá að verðmætasköpunin liggi í flýtinum, ekki varkárni. Ef við ætlum að byggja hér nýtt sam- félag sem stendur betur af sér ofsa- veðrin, þá verðum við að gera það með gætni, ekki flumbrugangi. Það liggja auðæfi í náttúrunni, fegurð hennar og hrikaleik, þögn og mann- fæð. Auðvitað eigum við eftir að virkja meira, einhverntíma, en það þarf að gera á siðaðan hátt. Fara að lögum. Rannsaka. Hugsa. Gera áætlanir. Samfylkingin talaði fyrir síðustu kosningar um að gera heil- stætt plan. Ef einhverntíma hefur verið þörf á því, þá er það núna. Við verðum að velja af gætni, verðum að vega og meta en ekki geipa á al- þingi og hvetja til þess að gera allt núna, æða áfram til þess að redda okkur fyrir horn. Það er hugsun gærdagsins. Svona hugsa menn gærdagsins. Það er sú hugsun sem setti okkur næstum á hausinn. Við þurfum nýja hugsun. Menn gærdagsins Jón Kalman Stefánsson varar við að ráðist verði í of miklar stóriðju- framkvæmdir »Ef við höfum ein- hverntíma þurft að stíga varlega til jarðar, einhverntíma þurft að hugleiða hvert skref, þá er það núna. Jón Kalman Stefánsson Höfundur er rithöfundur. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali Afmælisþakkir Kæru ættingjar og vinir, öll sú hlýja, sem þið auðsýnduð mér í tilefni af 90 ára afmæli mínu, er mér afar mikils virði. Hvort sem um var að ræða heimsóknir, gjafir, símtöl eða skeyti – allt þetta fól í sér velvild og umhyggju ykkar í minn garð. Hjartans þakkir. Lifið heil. Skúli Magnússon, Hveratúni. Glæsilegar Spánskar tvíhleypur með 5 þrengingum, útkastari og einn gikkur Tilboð 79.900 Vesturröst - Laugavegi 178 - S. 551 6770 - www.vesturrost.is smáauglýsingar mbl.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.