Morgunblaðið - 17.10.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 17.10.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 27 Jólahlaðborðin 2008 Stórglæsilegt sérblað um jólahlaðborð og aðra spennnandi viðburði á aðventunni fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 1. nóvember. Meðal efnis er: • Jólahlaðborð og aðrar matarveislur. • Jólahlaðborð á helstu veitingahúsum. • Hópur sem fer árlega á jólahlaðborð. • Jólahlaðborð heima, skemmtilegar uppskriftir. • Fallega skreytt jólahlaðborð. • Tónleikar og aðrar uppákomur. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október. NÆSTA vor ætla ég að rækta kartöflur, róf- ur og kálmeti sem aldrei fyrr og veiða mér og mínum í soðið – eins og mér sýnist. Veröld frjálshyggju og græðgi er hrunin um allan heim með óbætanlegu tjóni fyrir milljarða manna og komandi kyn- slóðir. Við Íslendingar féllum fyrst- ir enda gengum við lengst í pen- ingafrelsinu og gengisfellingu á gömlum dyggðum og gildum. Ekkert er eðlilegra en að leita skýringa á hruni íslensks samfélags og skipbroti taumlausrar frjáls- hyggju en þar má ekki hengja bak- arann fyrir smið eða fara út fyrir landsteina í leit að sökudólgum. Lítum í eigin barm. Hvað við ger- um ræðst af því hver við erum og við sjálf látum aðra hafa áhrif á okkur, spila með okkur eða byggja okkur upp. Trúgjörn létum við glepjast af fagurgala um skjótfenginn gróða og æ meira ríkidæmi. Sápukúlan byggðist á úreltri hagfræði um taumlausan hagvöxt, sama hvernig hann var fenginn. En hagvöxtur er aðeins hávaði í hagkerfi eins og náttúruspekingurinn norski, Arne Næss, hefur útskýrt svo vel. Hann mælir hamagang, „meira fjör!“ Engu skiptir hvort kerfið heitir kapítalismi eða kommúnismi. Nið- urstaðan er: „Meira í dag en í gær.“ Endurmat á hagvaxtar- hagfræði er nauðsynlegt um allan heim og við á að taka þverfagleg umhverfishagfræði sem byggist á hagsæld og sjálfbærni. Í raun réðum við „galdrakalla“ til að stýra þjóðarskútunni. Þeir kunnu ekki á áttavita og nú þegar íslenskt samfélag riðar til falls spretta þeir sömu upp sem áttu stærstu sök á strandinu og bjóða sömu gömlu töfralausnirnar sem vafalítið munu endanlega sprengja þessa indælu og dugmiklu þjóð nái þeir sínu fram. Lítum okkur nær. Hverjir eiga að ráða ferðinni hér á landi? Svar: Almenningur og Alþingi Íslendinga í umboði almennings. Við kusum okkur þingmenn til að setja leikreglur, leggja heilbrigðar línur, lög en ekki ólög. En Al- þingi brást og fram- kvæmdastjórn lands- ins brást hrapallega. Saman losuðu þessar stofnanir um bremsu- kerfi samfélagsins fyrir frjálshyggjuna, lækkuðu bindiskyldu í bönkum í áföngum og geltu reglugerðir sem verja áttu auðlindir og velferð kom- andi kynslóða. Meira að segja var dregin hula yfir stofnanir sem veittu yfirsýn byggða á þekkingu. Starfsemi þeirra var lömuð, sumar leystar upp í bræði, vegna þess að þær hlýddu ekki: Þjóðhagsstofnun var lögð niður, Náttúrufræðistofn- un Íslands lömuð, ráðgjafinn Nátt- úruverndarráð lagður niður, fram- kvæmdaaðilinn Náttúruvernd ríkisins lagður niður og nú í dag er engin stofnun sem hefur burði til að standa vörð um náttúruauð Ís- lendinga. Stjórnendum stofnana og starfsmönnum var iðulega hótað þegar mest gekk á. Í hverju landi eru tvö hagkerfi, ef svo má segja. Annað snýr að mannlegum athöfnum og hér er það lamað vegna rangra ákvarðana og stefnuleysis. Hitt hagkerfið er náttúra landsins sem semur sín stef alla daga og býr yfir höfuðstóli sem ávaxtast, fái náttúran frið til þess. Hagkerfi náttúrunnar er margfalt mikilvægara en hitt vegna þess að það er fjöregg mannkyns. Þess vegna er vandvirkni á þessu sviði mikilvæg og þörf á öflugum ráðgjafarstofnunum sem byggja á mannauði og þekkingu og hafa í fórum bremsur sem tækifær- issinnaðir ráðherrar geta ekki hróflað við. Síst þurfum við á galdraköllum í finnabrókum að halda sem hvetja til þess að af- nema allar bremsur er verja höf- uðstól náttúruauðsins eins og fyrr- verandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, og fleiri hafa stungið upp á. Halldór hefur gert nóg. Tækifæri framtíðar felast ekki í sóun þess hagkerfis sem öll til- veran byggist á. Hvað er þá til bragðs að taka fyrst í stað? Mikilvægast er forða fólki af strandstað, frá gjaldþrotum heim- ila, upplausn og átökum. Húsaskjól, ást og umhyggja tilheyra frum- þörfum fólks og matur er manns megin. Nýmeti úr sjó á að vera að- gengilegt og ódýrt en í eignaupp- töku stjórnvalda á fiskimiðunum gleymdist almenningur og í sjáv- arplássum út um allt land var fisk- búðum lokað, fiskinum ekið á markað eða hann sendur beint úr landi. Holla nýmetið sem öll sjáv- arpláss buðu íbúum uppá forðum var frá þeim tekið og í staðinn fengu þeir sendan gamlan pla- staðan fisk sem ferðast hafði um landið þvers og kruss. Alþingi hirti ekki um eðlilegar leikreglur. Skylda ætti fiskmarkaði til að reka fiskbúðir og útgerðir að hugsa um sitt heimafólk, fyrst og síðast. Hægur vandi er að gera þetta og ég skora á Alþingi að breyta þess- um reglum strax svo almenningur hvar sem er á Íslandi geti fengið afbragðs hráefni á lágmarksverði. Það myndi lina andlegar þjáningar, bæta heilsufar fólks og efla því þrek. Á sama hátt á að gefa bændum frelsið á ný til að slátra í heima- byggð, reka sín litlu sláturhús og afurðastöðvar og framleiða gæða- vöru undir eftirliti. Þá myndi fólki fjölga á ný í sveitum, ný atvinnu- tækifæri skapast og byggðir styrkj- ast. Lokum stóru sláturhúsunum sem eyðileggja frábært hráefni vegna hamagangs í slátrun og ófag- legs frágangs á kjöti. Slíkt á ekki á líða og bændur sjálfir verða að taka til sinna ráða með dáð og djörfung. En þetta á ekki aðeins við um bændur, líka sjómenn, líka alla Íslendinga. Og burt með galdrakallana! Næsta vor Sápukúlan sprakk og hvað er til ráða skrifar Guðmundur Páll Ólafsson » Í hverju landi eru tvö hagkerfi, ef svo má segja. Tækifæri fram- tíðar felast ekki í sóun þess hagkerfis sem öll tilveran byggist á. Guðmundur Páll Ólafsson Höfundur er fyrrverandi sjómaður, alinn upp í sveit, landbúnaðarfræð- ingur, smíðar, ræktar garð og stund- ar ritstörf. ÉG veit fyrir víst að ég tala fyrir munn fjölmargra eldri borg- ara þegar ég segi okkur hafa áhyggjur af því hvernig yf- irvöld ætla að höndla með þá sjóði sem við höfum safnað okkur til elliáranna og varðveitt – samkvæmt ein- dregnu ráði bankafólks sem við höfðum alla ástæðu til að ætla að hefðu hagsmuni okkar í huga jafn- vel fremur en eigenda bankanna – í peningamarkaðssjóðum sem nú eru frystir í bankakreppunni og jafnvel óljóst hvort við, eigend- urnir, fáum nokkurn tíma þá vara- sjóði okkar til baka. Þeir sem nú teljast til aldraðra/ eldri borgara voru ekki nema mið- aldra eða svo þegar þeim varð ljóst að ef þeir ættu enga varasjóði sjálfir og yrðu að reiða sig á þau spörð sem Tryggingastofnun rík- isins er ætlað að reyta í ellilífeyr- isþega ásamt greiðslum úr mis- digrum lífeyrissjóðum mættu þeir heita góðir ef þeim tækist að draga fram lífið frá degi til dags, en ljóst að þá gætu þeir lítið sem ekki notið þess tíma og frjálsræðis sem ætti að vera umb- un eftir drjúga starfs- ævi ef heilsa á annað borð leyfði. Flestir brugðu á það ráð að safna í varasjóði í bönkum. Þar var þeim ráðlagt að safna frem- ur í peningamark- aðssjóði heldur en á hefðbundna banka- reikninga, þar sem sjóðirnir gæfu betri ávöxtun en væru að flestu öðru leyti jafn- gildir bankareikningum. Nú hafa þessir sjóðir verið frystir og eru eigendum sínum lokaðir. Enginn veit hvort eigend- unum verður gert kleift að ganga þar að ævisparnaði sínum eða hvort hann er þeim að fullu tap- aður og margir þeirra sem í góðri trú reiddu sig á að geta notið ráð- deildar sinnar á ævikvöldinu sitja allslausir eftir. Félagsmálaráðherra og jafnvel fleiri úr hópi ráðamanna tala fag- urlega um að styðja verði við bak- ið á þeim sem höllustum fæti standa. Ekki hefur komið fram hjá ráðamönnum að þeim sem höfðu fyrirhyggju og gerðu ekki ráð fyr- ir því að þurfa að þiggja aðrar bætur en öllum ber að fá verði gert kleift að njóta þess sem þeir unnu sjálfir fyrir meðan þeir höfðu bolmagn til og lögðu fyrir til elli- áranna. Þeir sem nú eiga ævisparnaðinn bundinn í sjóðum sem enginn veit hvað verður um eru fólkið sem sýndi ábyrgð, fólkið sem hægt var að treysta. Samfélagið hafði sparn- að þess milli handanna árum sam- an. Nú þegar fólkið þarf sjálft á sjóðum sínum að halda, sjóðum sem það safnaði af ábyrgð og ráð- deild, horfir í tvísýnu hvort það heldur fé sínu eða ekki. Ég tel áríðandi að opna augu ráðamanna fyrir þessu mikilvæga atriði. Það er mikilvægt að hjálpa þeim sem þess þurfa með – enn mikilvægara er þó að afstýra því að allir þurfi að verða bón- bjargamenn á framfæri hins op- inbera með einum hætti eða öðrum – líka þeir sem markvisst unnu að því að verða það ekki. Ævisparnaðurinn í húfi Hvað verður um varasjóði aldraðra sem frystir hafa verið í sjóðum spyr Sigurður H. Hreiðarsson » Fjöldi aldraðra bíður þess nú í ofvæni að ævisparnaður þeirra verði leystur úr gíslingu bankakreppunnar. Eða verða bónbjargamenn á vegum ríkisins ella. Sigurður H. Hreiðarsson Höfundur er í stjórn FaMos –- félags aldraðra í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.