Morgunblaðið - 17.10.2008, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnar ReynirBæringsson
fæddist á Ísafirði 7.
júlí 1949. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut
fimmtudaginn 9.
október síðastliðinn
eftir skammvinna
baráttu við krabba-
mein. Hann var son-
ur hjónanna Guð-
rúnar Önnu Häsler
frá Dresden í
Þýskalandi, f. 12.1.
1927, d. 15.2. 2008,
og Bærings Gunnars Jónssonar
frá Sæbóli í Aðalvík, f. 16.2. 1924.
Gunnar á fimm systkin, Hans
Georg, Geir Elvar, Gertrud Hildi,
Jón Sigfús og Henry Júlíus.
Gunnar kvæntist árið 1970 Guð-
rúnu Arnfinnsdóttur, f. 13.1. 1950.
Foreldrar hennar eru Arnfinnur
Valgeir Arnfinnsson, f. 28.1. 1923,
og Elín Sumarliðadóttir, f. 25.11.
1924. Systkini Guðrúnar eru
Bryndís, María, Sigurður og Arna
Þöll. Börn Gunnars Reynis og
Guðrúnar eru; 1) Elín Arndís, f.
1970, gift Einari Helgasyni, f.
1969, börn þeirra eru Hafþór
Helgi, f. 1992, Gunnar Reynir, f.
1995, og Tómas Ari, f. 1999. 2)
Gunnar Már, f. 1971, kvæntur
Helgu Ingibjörgu Sigurbjarna-
dóttur, f. 1972, börn þeirra eru
Arnar Már, f. 1990, Telma Rut, f.
1993, og Andrea Ýr, f. 2003. 3)
Kolbrún Ýr, f. 1975, gift Daníel
Þorsteinssyni, f. 1976, börn þeirra
eru Iðunn, f. 1999, og Þorsteinn
Hugi, f. 2003.
Gunnar var mikill fjöl-
skyldumaður og mótaðist af upp-
vaxtarárunum á Ísafirði. Nokk-
urra mánaða gamlan drógu
Gunnar upp glæsilegt fyrirtæki
sem hann stjórnaði til ársins 1998.
Hann var útibússtjóri hjá Bún-
aðarbankanum árin 1998-1999 og
sinnti síðar sjálfstæðri ráðgjöf og
framkvæmdastjórn ýmissa fyr-
irtækja þar til árið 2002 að hann
stofnaði fyrirtækið Kortaþjón-
ustuna ehf. ásamt syni sínum og
fleirum. Gunnar starfaði sem
stjórnarformaður Kortaþjónust-
unnar til dauðadags.
Gunnar sat í framkvæmdastjórn
Skrúðs, elsta skrúðgarðs landsins,
og sinnti þar starfi gjaldkera til
margra ára. Hann var einnig með-
limur í Fornbílaklúbbi Íslands og
átti sjálfur þrjá fornbíla sem hann
hugðist dunda sér við að lagfæra.
Gunnar hafði mjög gaman af sigl-
ingum. Hann tók pungaprófið svo-
kallaða, hafði gaman af skútum og
hafði siglt með Guðrúnu við Sard-
iníu og víðar. Gunnar vann oft til
verðlauna í skútusiglingum ásamt
félögum sínum á seglskútunni Evu
II frá Keflavík. Hann var mikill
handverksmaður og byggði fjöl-
skyldu sinni falleg heimili auk
þess að aðstoða börnin sín við að
byggja og breyta. Barnabörnin
nutu góðs af rólyndi afans og lét
hann sig mjög varða hvað þau
höfðu fyrir stafni hverju sinni,
mætti á fótboltaleiki, skóla-
skemmtanir og tónleika. Hann var
ósérhlífinn og alltaf boðinn og bú-
inn að aðstoða alla án tillits til
þess hversu mikið hann sjálfur
hafði að gera. Ófáir hafa leitað
ráða hjá honum í gegnum tíðina.
Gunnar var ásamt konu sinni
meðlimur í Félagi húsbílaeigenda
og ferðuðust þau hjón á húsbílnum
sínum um landið þvert og endi-
langt síðustu árin. Gunnar undi
sér alltaf vel úti í náttúrunni og
hugur hans leitaði oft vestur og
ekki síst að Sæbóli í Aðalvík þar
sem fjölskyldan hans átti ávallt
gott skjól frá daglegu amstri.
Útför Gunnars verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
foreldrar Gunnars
hann á sleða fram á
Dagverðardal þar
sem fjölskyldan
keypti sér sum-
arbústað sem átti eft-
ir að reynast fjöl-
skyldunni vel. Á
hverju ári, snemma
vors og fram á haust,
fluttist fjölskylda
Gunnars fram á dal
þar sem systkinin
léku sér saman á
sumrin í læknum, eða
við veiðar í ánni og í
boltaleikjum. Gunnar byrjaði fljótt
að aðstoða föður sinn í bakaríinu
við það sem hægt var, hreinsaði
kökuformin og plöturnar, stakk
spýtum í sleikibrjóstsykurinn,
pakkaði inn karamellum og sitt-
hvað fleira. Hann lauk gagnfræða-
skólaprófi árið 1965 og hóf eftir
það að vinna í Íshúsfélagi Ísfirð-
inga þar sem hann vann við flökun
og sinnti vörubílaakstri. Gunnar
kynntist Guðrúnu, konu sinni, árið
1967 og trúlofuðust þau ári síðar.
Árið 1969 hóf hann störf í Lands-
bankanum á Ísafirði. Gunnar gekk
að eiga Guðrúnu 11. júlí árið 1970
og eignuðust þau fyrstu dóttur
sína Elínu Arndísi sama ár. Þau
eignuðust son sinn Gunnar Má ár-
ið 1971 og fluttust til Akureyrar
árið 1972 þar sem Gunnar hóf
störf hjá Landsbankanum á Ak-
ureyri. Aðra dóttur, Kolbrúnu Ýri,
eignuðust Gunnar og Guðrún árið
1975.Gunnar hélt á vit ævintýr-
anna til Reykjavíkur árið 1979
þegar hann vann að stofnun fyrsta
íslenska kortafyrirtækisins Kred-
itkort hf. (Eurocard) sem var
stofnað árið 1980. Með miklum
dugnaði og harðfylgi byggði
Hvert fer ég núna til að fá góð ráð,
biðja um reddingar eða ræða um
daginn og veginn? Alltaf tókst pabba
að fylla mig þrótti þegar ég fann fyr-
ir óöryggi. Alltaf aðstoðaði pabbi mig
þegar ég leitaði eftir því. Sama hvað
hann hafði mikið á sinni könnu hafði
hann alltaf tíma fyrir aðra og margir
leituðu til hans.
Ég átti pabba alltaf sem góðan vin.
Ég man þegar hann flutti frá Akur-
eyri til Reykjavíkur að stofna Kred-
itkort hf. hvað ég grét mikið af því að
ég saknaði hans. Ég man eftir seðla-
veskinu sem hann gaf mér með mynd
af honum sem huggaði mig á meðan
hann var í burtu. Ég man eftir stolt-
inu sem ég fann til þegar ég sá skrif-
stofuna hans í Ármúlanum með út-
sýni eins langt og augað eygði.
Það má segja að á undanförnum
sex árum sem við höfum unnið náið
saman höfðum við bundist ennþá
tryggari vinaböndum en áður. Ég
hef kynnst pabba enn betur og er
þakklátur fyrir það. Ófáar stundir
sat ég inni á skrifstofunni hans að
skrafa um dagsins mál, um vinnu og
einkalíf.
Pabbi var alltaf hraustur og
kenndi sér sjaldan meins. Eftir að
mamma greindist með krabbamein
ákvað hann að gera árið í ár það sem
hann kallaði ár heilsunnar. Hann fór
í hjartaskoðun og skikkaði mig í það
líka. Hann fór í læknisskoðanir þó að
hann kenndi sér ekki meins. Nú er
hann farinn frá okkur svo snöggt og
svo óvænt.
Það var mikið að því hlegið ekki
fyrir svo löngu þegar við gengum
saman hlið við hlið feðgarnir með
sama göngulagi og hreyfingum. Mér
er sagt að ég hafi erft alls kyns takta
frá honum pabba. Guð hvað ég þakka
fyrir það að líkjast honum. Það er
ekki leiðum að líkjast.
Pabbi hefur alltaf verið handlag-
inn og það eru ófá húsin sem hann
hefur tekið í gegn innan sem utan
auk þess að hjálpa okkur börnunum
að koma þaki yfir höfuðið. Pabbi var
mjög skipulagður maður og þó að ég
erfði ekki skipulagshæfileika hans er
ekki öll nótt úti enn að taka sér hann
til fyrirmyndar. Við áttum margt eft-
ir að gera saman sem ég hlakkaði til
að takast á við með honum, veiðar,
siglingar, ferðalög og annað en það
verður að bíða betri tíma.
Pabbi hafði húmorinn alveg fram á
síðustu stundu, þó svo að hann væri
sárkvalinn, og gerði allt til að létta
andrúmsloftið. Hann hafði óbilandi,
óskiljanlegan kraft allt til síðasta
andartaks. Kannski vissi hann meira
en hann lét uppi, en hann bugaðist
aldrei.
Ég þakka fyrir að hafa getað eytt
síðustu dögunum og nóttum með
honum þó að það hafi verið óendan-
lega erfitt að sjá þennan sterka
mann svo máttfarinn eins og hann
var orðinn. Ég þakka fyrir að hafa
fengið að vera við hlið hans og talað
til hans allt fram að síðustu stundu.
Ég mun hugsa vel um hana
mömmu því ég veit að pabbi var ekk-
ert á leiðinni frá okkur.
Minning hans er ljós í lífi okkar.
Ég sakna pabba.
Þinn sonur
Gunnar Már Gunnarsson.
Það eru liðin meira en tuttugu ár
fá því ég kynntist og varð hluti af
fjölskyldu þeirra sómahjóna Gunnu
og Gunnars. Ég man fyrstu kynnin
eins og þau hefðu gerst í gær, ég
ungur maðurinn var mættur til að
heimsækja Elínu. Ég man að Gunnar
var heima og ég læddist með Elínu
upp á aðra hæð í Skipasundinu og
hafði á orði við hana að pabbi hennar
liti út eins og ítalskur mafíósi, dökk-
ur yfirlitum, með dökkt yfirvarar-
skegg og hálsklút.
Þetta var upphafið að samferð
minni með tengdapabba. Stundirnar
hafa verið margar í gegnum öll þessi
ár, bæði gleðistundir og erfiðar
stundir. Það eru mörg atriði og
margar samverustundir sem koma
upp í hugann nú þegar leiðir skilur.
Eitt leiddi af öðru og heimsóknum
mínum í Skipasund fjölgaði þar til ég
flutti þar inn meðan húsráðendur
brugðu sér utan. Við hjónin hófum
svo búskap í Skipasundi 53, eftir
miklar endurbætur á íbúðinni þar
sem Gunnar sýndi mikla útsjónar-
semi og dugnað.
Eftir brúðkaup okkar hjóna 1993,
skilaði ég kvonfanginu heim í for-
eldrahús og hélt til náms erlendis,
enda fullviss um að þar væri eigin-
konan og frumburðurinn í góðum
höndum í nokkra mánuði. Bæði
Gunnar og Gunna heimsóttu okkur
oft til Danmerkur í þau tíu ár sem við
bjuggum þar og Gunnar sótti okkur
heim á alla staði sem við bjuggum á
bæði í Danmörku og Þýskalandi.
Mikið var gaman að þeim heimsókn-
um og mikið brallað. Einhvern veg-
inn virðast flestar þessara ferða hafa
verið „vinnuferðir“ því alltaf var eitt-
hvað endurbætt eða lagfært þegar
Gunnar og Gunna komu í heimsókn.
Minnisstæð er heimsókn þeirra 1995
þegar Gunnar Reynir yngri fæddist
og var auðséð að afinn var stoltur af
því að hafa fengið nafna. Ómetanleg
var hjálpin þegar við vorum að end-
urgera gamla húsið okkar í Sdr.
Tranders árið 1999. Þar var engu
hlíft við niðurbrot og uppbyggingu.
Unnið var sleitulaust því Gunnar
Reynir yngri átti að fá nýtt herbergi
áður en yngsti bróðirinn kæmi í
heiminn. Hægt væri að rekja áfram
óteljandi atburði sem liðnir eru en
ekki ástæða til þess því allar góðu
stundirnar lifa í minningunni og
gleymast ekki.
Það má segja að tengdafaðir minn
hafi verið einhver sá umhyggjusam-
asti og hjálpfúsasti maður sem ég hef
kynnst í gegnum tíðina. Það var aldr-
ei slegið slöku við og ætíð var hann
boðinn og búinn til að aðstoða, hvort
heldur var við framkvæmdir eða úr-
lausnir erfiðra mála. Hann hafði ætíð
lausnir á takteinum og veitti góða og
uppbyggilega ráðgjöf. Sýn hans á
hlutina var oft sú lausn sem engan
óraði fyrir. Hann hafði ætíð tíma til
að aðstoða sína nánustu og dró aldrei
af sér og gaf sér tíma þó að hans biðu
önnur verkefni á heimavelli.
Við kveðjum í dag mikinn sóma-
mann, ástríkan eiginmann, elskaðan
föður, dáðan afa og umfram allt mik-
inn vin. Hans verður sárt saknað og
minning hans mun lifa með okkur.
Einar Helgason.
Hinn 9. október er án efa sá erf-
iðasti dagur sem við fjölskyldan höf-
um upplifað. Hann Gunnar tengda-
pabbi lést. Eftir sitjum við og eigum
erfitt með að sjá fyrir okkur lífið án
hans. Gunnar var frábær maður, allt-
af svo rólegur, yfirvegaður og góður.
Við vorum alltaf velkomin til Gunn-
ars og Gunnu. Gunnar var ólýsan-
lega hjálpsamur, það var alveg sama
hvað maður var að gera hvort sem
það var að mála íbúðina okkar eða
gera við eitthvað, hann var alltaf
mættur með pensilinn og verkfæra-
kassann. Hann fann alltaf tíma fyrir
aðra sama hversu upptekinn hann
sjálfur var. Hann hafði þannig áhrif á
mann að maður vildi alltaf bæta sig.
Það er erfitt fyrir mig að horfa
fram á við vitandi að hann verður
ekki með Iðunni og Huga í framtíð-
inni, allt sem hann hefði getað kennt
þeim um lífið. Hann var svo góður
afi, alltaf til í að sinna þeim af svo
mikilli ást og væntumþykju. Ég er
líka svo þakklátur fyrir það að Kol-
brún og ég giftum okkur í ágúst síð-
astliðnum, það var yndislegur dagur
og Gunnar var með okkur á þessum
stóra degi. Hann leiddi Kolbrúnu
sína til mín og hélt yndislega ræðu
sem við munum aldrei gleyma.
Að missa Gunnar er mikið áfall
fyrir okkur öll og við munum ávallt
minnast hans með hlýju og miklum
söknuði. Ég er óendanlega ánægður
að hafa kynnst þér, Gunnar, takk
fyrir allt.
Daníel Þorsteinsson.
Ekki hvarflaði það að okkur í vet-
ur þegar við kvöddum elskulega
móður okkar að Gunnar bróðir yrði
líka tekinn frá fjölskyldunni. Hann
sem var sá sem við treystum best og
hvatti alltaf til sátta ef eitthvað bját-
aði á.
Í stuttri kveðju vil ég minnast
hans sem besta bróður, ljúfs og
elskulegs föður, eiginmanns og afa
og síðast en ekki síst umhyggjusams
sonar sem lét sér einstaklega annt
um foreldra sína. Fyrir allt þetta
þakka ég og minnist góðra og gleði-
legra stunda á Ísafirði, í Aðalvík og
hér syðra.
Gunnar var þriðji í röð okkar
systkinanna og áttum við sama af-
mælisdag, 7. júlí. Þann dag var oft
mikið spjallað og rifjað upp gamalt
og nýtt. Ég á eftir að sakna vinar í
stað á næsta ári. Hér verða ekki rifj-
uð upp glöð og áhyggjulaus æskuár-
in okkar á Ísafirði en margt var þá
brallað, þær góðu minningar geymi
ég þar til síðar.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
Gunnar með miklum söknuði.
Það skildi enginn tár þín,
þegar þú komst inn í þennan heim
og ástvinir þínir brostu að þér óvitanum.
Og þú varst eitt hinna litlu skipa,
eitt hinna litlu skipa í flotanum mikla,
sem siglir frá öllum ströndum, hvert eftir
sinni stjörnu.
Það skildi enginn hið dularfulla bros þitt í
dauðanum.
Enginn sá hin duldu sannindi lífs þíns,
orð sem letruð voru með ljósi á himin þinn.
Enginn skildi bros hinnar dýpstu
hamingju,
sem þú tókst með þér inn í eilífðina.
(Gunnar Dal.)
Hans Georg Bæringsson.
Elsku Gunnar minn!
Þetta er ekki það sem ég átti nokk-
urn tíma von á, að skrifa til þín
kveðjuorð. Þú varst þessi trausti og
sterki bróðir sem alltaf var hægt að
leita til og hafa með í ráðum. Minn-
ingarnar sem koma upp í hugann eru
endalausar, frá Dalnum, úr Aðalvík-
inni, útilegur, fjölskylduboð og ætt-
armót, svo ekki sé minnst á þegar við
komum að stofnun fyrsta kortafyr-
irtækisins. Þar þurfti ábyggilegan og
traustan mann til forustu og þar
komu þínir hæfileikar í ljós, fastur
fyrir og allt í röð og reglu, og vinnu-
dagurinn var langur hjá þér fyrstu
árin. En alltaf áttir þú tíma fyrir
Gunnu, börnin ykkar, barnabörnin
og alla stórfjölskylduna, svo var mik-
ið til þín leitað eftir aðstoð og góðum
ráðleggingum, því fáir voru talna-
gleggri ef um það var að ræða. Og
hvar þú fékkst tíma fyrir allt annað!
Þið Gunna keyptuð ykkur alltaf hús-
næði sem gera þurfti upp og unnuð
svo sjálf í þessu og þar varst þú smið-
ur, múrari o.s.frv. því handlaginn
varst þú.
Mér og pabba er það mikil huggun
að hafa getað verið með þér þessar
síðustu vikur. Þar sáum við hvað þú
áttir góða að og hafðir sjálfur ótrú-
legan styrk. Elsku Gunna, Elín,
Gunnar Már og Kolbrún, afabörnin
og öll þið sem kveðjið Gunnar, við
eigum mjög góðar minningar og þær
eru mikils virði. Megi góður Guð
vera með ykkur. Pabbi vill kveðja þig
sérstaklega og þakka þér fyrir allt.
Þinn bróðir,
Elvar.
Mig langar að minnast bróður
míns Gunnars Reynis sem lést eftir
stutta baráttu við krabbamein.
Gunnar var yndislegur bróðir og erf-
itt að hugsa sér lífið án hans. Hann
var rólegur og yfirvegaður og átti
alltaf góð ráð þegar til hans var leit-
að. Bernska okkar leið við leik á Ísa-
firði, í Tangagötunni, Túngötunni og
á Dalnum. Margt var brallað og
margs að minnast frá þeim tíma.
Seinna þegar tvítugsaldurinn
nálgaðist fór að sjást ung Grautópía í
Túngötunni og þar var lífsförunaut-
ur Gunnars, hún Gunna, komin.
Hjónaband þeirra var farsælt og þau
voru höfðingjar heim að sækja.
Gunna töfraði fram veitingarnar og
Gunnar á sinn rólega hátt fyllti mann
öryggi og vellíðan með nærveru
sinni. Gunnar var góður eiginmaður,
faðir og afi og fylgdist vel með börn-
um sínum og barnabörnum. Þegar
börnin fóru að stálpast fóru þau
Gunnar og Gunna að ferðast meira
og eigum við Valli margar góðar
minningar frá ótal ferðalögum með
þeim. Í Aðalvíkinni, í gönguferð á
Hornströndum, Síldarævintýrunum
á Sigló og margt fleira.
Elsku bróðir, ég vill þakka þér fyr-
ir samfylgdina í gegnum lífið, þú
varst góður bróðir og þín er sárt
saknað úr systkinahópnum. Elsku
Gunna, Elín, Gunnar Már, Kolbrún,
pabbi og fjölskyldur. Síðustu vikur
hafa verið okkur öllum erfiðar, en
minningin um góðan dreng lifir.
Þín systir,
Hildur.
Fallinn er frá, langt fyrir aldur
fram, bróðir minn Gunnar Reynir.
Ein af mínum fyrstu minningum
er ég 6-7 ára í bíl með Gunnari, ég í
framsætinu að þess tíma sið, bílbelti
fyrirfundust ekki, bíllinn á leið útaf
og hann kastar sér fram fyrir mig
svo ég lendi ekki á mælaborðinu. Ég
slapp með skrekkinn háorgandi en
hann eitthvað krambúleraður. Mér
finnst þessi atburður lýsa honum
best, fljótur að skynja hvað skipti
máli og tilbúinn að fórna sér fyrir
það sem honum var kært. Í hópi okk-
ar sex systkinanna var hann akkerið
sem hélt okkur á sínum stað. Róleg-
ur og yfirvegaður gaf hann okkur
góð ráð og hughreysti okkur þegar
það átti við og stappaði í okkur stál-
inu þegar það átti við. Öll treystum
við honum fullkomlega og ef hann
lagði eitthvað til var það yfirleitt það
skynsamlegasta í stöðunni. Frá hon-
um fékk ég þá einföldustu fjármála-
ráðgjöf sem ég hef fengið, þó ég
kannski hafi ekki nýtt hana alltaf
sem skyldi. Eitthvert sinn þegar ég
var að ræða mín fjármál fyrir margt
löngu og var að spá í að taka eitt-
hvert lán. Spurði hann; „Getur þú
nokkuð borgað þetta nema fá lottó-
vinning?“ Ég minnst skemmtilegra
tíma með Gunnari og Gunnu í Að-
alvík. Og ég man hversu gott var að
koma í Ellubæ meðan mamma lifði
og þau voru þar fjögur, mamma,
pabbi, Gunnar og Gunna. Það var
hinn fullkomni friður og ró. Þær sátu
og prjónuðu eða stússuðust eitthvað í
eldhúsinu, kannski pínulítið rautt í
glasi. Þeir eitthvað að bardúsa,
smíða eitthvað eða lagfæra, eða
Gunnar bara sofandi í stólnum og
pabbi eitthvað að gera, fullkomin ró
og friður. Aftur á móti gat allt farið á
annan endann ef eitthvert okkar
hinna kom á svæðið. Þá var farið að
rassskellast um alla vík í ýmsum er-
indagjörðum. Ekki það að Gunnar
tæki ekki þátt í því líka, en honum
Gunnar Reynir
Bæringsson