Morgunblaðið - 17.10.2008, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.10.2008, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 29 fannst bara svo gott að vera með gömlu hjónunum einum og njóta kyrrðarinnar í Aðalvík með þeim. Ég veit hversu kært var á milli hans og foreldranna. Þeim þótti einstaklega vænt um strákinn sinn og ég veit að það eru þung spor fyrir pabba að fylgja syni sínum síðustu sporin. Elsku pabbi, Gunna, Elín, Gunnar Már og Kolbrún, börn og tengda- börn. Fallinn er frá góður sonur, eig- inmaður, pabbi, tengdapabbi og frá- bær afi. Þó nú sé dimmt yfir, kuldi og él í sálinni, mun birta þegar við för- um að ylja okkur við minningarnar um góðan dreng. Farðu í friði, elsku bróðir. Henry. Með þessum sálmi langar okkur að kveðja föðurbróður okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku afi, Gunna, Elín, Gunnar Már, Kolbrún, og aðrir sem eiga um sárt að binda, megi góðir vættir vernda ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Sigrún, Þóra og Hrafnhildur. Lífið er hverfult, eina stundina er það gleðin en svo skellur brimið á. Nú er stóra kveðjustundin runnin upp alltof fljótt og vinur okkar og fyrrum samstarfsfélagi Gunnar Reynir Bæringsson verður borin til hinstu hvílu. Gunnar háði stutta og harða bár- áttu við illkynja sjúkdóm og tókst á við hann af miklu æðruleysi. Það má með sanni segja að Gunn- ar með sitt jákvæða viðhorf og léttu lund, hafi verið ómetanlegur vinur sem gott var að starfa með og leita til í amstri dagsins. Hann var rökfastur og hafði fastmótaðar skoðanir á þjóð- félagsmálum, með sterka réttlætis- kennd og setti þó manngildið ofar öðru í skoðunum sínum. Það mætti hafa langt mál um það sem Gunnar tók sér fyrir hendur á sviði atvinnulífsins. Verk hans bera vitni um útsjónarsemi, fagmennsku og dugnað. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa átt með Gunnari góðar stundir á liðnum árum og að hafa notið þeirra forréttinda að hafa átt hann að vini. Það er með miklum söknuði sem við fylgjum Gunnari til hinstu hvílu. Við vottum Guðrúnu Arnfinnsdóttur eiginkonu Gunnars og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Blessuð sé minning Gunnars Reynis Bæringssonar. Fyrir hönd starfsfólks Kaupþings í Grafarvogi, Helgi G. Björnsson. Látinn er góður og kær skóla- og fermingabróðir. Viljum við kveðja hlýjan vin sem var síðast með í 45 ára fermingarafmæli okkar á Ísafirði í maí og ekkert okkar óraði fyrir því að Gunnar okkar væri á förum. Það er gjöfult að minnast drengs sem ávallt var glaður og bjartsýnn, vina- lega stríðinn, með svo skemmtilegt glott sem sagði allt sem segja þurfti. Já, Gunnar var okkur skólasystkin- um eftirminnilegur á svo margan hátt, dugnaður hans að koma sér áfram, eignast fallega og samheldna fjölskyldu, njóta lífsins og vera grand á sinn látlausa hátt, ég tala nú ekki um þegar hópurinn hittist á æskustöðvunum til að endurnýja gömlu góðu kynnin. Nú er höggvið stórt skarð í hópinn okkar 49 módelanna. Gunnar var einn af upphafsmönnum skólamót- anna sem eru orðnir ómissandi við- burðir á nokkurra ára fresti. Við þökkum kærum vini samfylgdina og biðjum honum Guðs blessunar. Gunnars Bærings verður sárt sakn- að. Aðstandendum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. f.h. 1949 módelanna, Sigrún Viggósdóttir. Fyrir um 30 árum var ég fenginn til að gera tölvukerfi fyrir nýstofnað kortafyrirtæki, sem síðar fékk nafn- ið Kreditkort. Á sama tíma var líka fenginn maður til þess að koma fyr- irtækinu á laggirnar, og vinna frum- kvöðlastarf með því að byggja upp alla þætti þess og fá íslensk fyrirtæki og einstaklinga til að taka þátt í að byggja upp kortaþjónustu á Íslandi. Þessi framkvæmdastjóri var Gunnar R. Bæringsson og hann var þess full- viss að kortaþjónusta væri framtíðin. Það má með sanni segja að þau ár sem hann stýrði kreditkortafyrir- tækinu hafi verið afar farsæll tími bæði hjá honum og fyrirtækinu. Gunnar var mikill vinur alls starfs- fólksins og hann var inni í öllum þátt- um fyrirtækisins. Hann byggði upp deildir og hannaði skipurit sem aug- ljóst var að myndu virka til framtíðar og vera traust. Gunnar var afar glöggur bókhaldsmaður og snöggur að átta sig á öllum tölum. Ef skuldari lenti í ógöngum með kortaskuld var Gunnar rétti maðurinn til að taka á þeim málum. Hann var mjög sann- gjarn og úrræðagóður og oft á tíðum kom hann skuldara á rétta braut. Það má alveg með sanni segja að Gunnar hafi verið það sem stundum er kallað vinur litla mannsins. Hann var ávallt mjög ráðagóður og þess vegna leituðu margir til hans og fengu góð ráð. Við Gunnar unnum mikið saman og á milli okkar myndaðist mikið traust, sem síðar varð að góðri vin- áttu milli okkar Helgu konu minnar og þeirra Gunnars og Guðrúnar konu hans. Við heimsóttum hvert annað oft og borðuðum saman og áttum margar ánægjulegar stundir. Við fórum saman í utanlandsferðir og vorum byrjuð að skipuleggja ferð, sem átti að fara vegna stórafmæla á næsta ári. Í byrjun sumars, eftir að Guðrún var búin að jafna sig eftir krabba- meinsmeðferð, stóð til hjá þeim að ferðast mikið innanlands og ákváðu þau að endurnýja húsbílinn sinn og keyptu sér nýjan. Þegar þau voru að undirbúa sumarbústaðarheimsókn til okkar hjóna í júlí á húsbílnum varð Gunnar var við það að annar handleggur hans var orðin bólginn og blár og fór því á bráðamóttökuna. Þá byrjuðu rannsóknir á heilsufari hans. Hinn 25. júlí fengu þau hjónin að vita að hann var með illkynja krabbamein. Gunnar átti að fara í uppskurð þriðjudaginn 2. september svo þau ákváðu að koma í heimsókn til okkar helgina áður. Þar áttum við saman yndislegan og eftirminnileg- an dag. Þennan dag fórum við Gunn- ar í langan bíltúr og ræddum liðna tíð og framtíðina. Alltaf þegar við Gunnar ræddum saman ríkti mikill trúnaður og hreinskilni milli okkar. Hann átti ekki von á öðru en að hann myndi ná sér úr þessum veikindum og að við mundum eiga margar góðar stundir áfram saman. Gunnar átti aldrei afturkvæmt af spítalanum. Blessuð sé minning góðs og trausts vinar. Fjölskylda mín vottar Guðrúnu og öllum aðstandendum dýpstu samúð. Guðjón H. Bernharðsson. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast Gunnari. Leiðir okkar lágu saman í byrjun ársins 2002 þegar við lögðum mat á við- skiptahugmynd sem leiddi til stofn- unar á Kortaþjónustunni ehf. Gunn- ar var lykilmaður í stofnun félagsins, enda þekktu fáir íslensku kortakerf- in jafnvel og hann. Reynsla hans og kunnátta var fyrirtækinu ómetanleg og hafði hann mjög gaman af því að koma aftur inn á kortamarkaðinn á þann hátt sem enginn úr bankakerf- inu sá fyrir. Áður var hann einn stofnenda Kreditkorta hf. sem þá var fyrsta kreditkortafyrirtækið á Ís- landi og veitti hann því forstöðu í 18 ár. Gunnar var eldklár, útsjónarsam- ur, skynsamur, sanngjarn og ákveð- inn. Þetta eru mannkostir sem menn dreymir um að hafa í samstarfs- mönnum. Ofan á þessa kosti var hann varkár, hófsamur en jafnframt djarfur, sem er stór ástæða fyrir því að hann skilur eftir sig fyrirtæki sem er skuldlaust og í miklum vexti. Það er sannarlega öfundsverð staða, sér- staklega í árferði eins og nú snýr að rekstrarumhverfi fyrirtækja. Við höfum unnið mjög náið saman allt frá stofnun Kortaþjónustunnar og höf- um þurft að taka bæði einfaldar og erfiðar ákvarðanir, eins og gengur og gerist í rekstri fyrirtækja. Þar sem við höfum mjög ólíkan bakgrunn vorum við iðulega ósammála um að- komu mála í fyrstu en eftir mismikl- ar rökræður og yfirferðir enduðum við alltaf á sameiginlegri niðurstöðu sem við vorum báðir sannfærðir um. Ég hef lært ómælt af Gunnari og kynnum okkar og mun geta nýtt mér ráðleggingar hans og aðferðir um ókomna tíð, hann mun því lifa áfram í gjörðum mínum. Fráfall Gunnars er algjörlega ótímabært og óvænt. Það er á svona tímum sem maður spyr sig spurninga á borð við, af hverju hann, af hverju núna …? Lífið er ekki sanngjarnt, eða dauðinn er ekki sanngjarn. Gunnar var búinn að leggja mikið í að byggja upp fyrir- tæki sem nú er í blóma, sárast er að hann fái ekki að njóta árangursins. Maður getur þó huggað sig við það að hann var ánægður með tilveruna, hann hafði gaman af starfinu og naut þess að vinna að uppbyggingunni. Það voru ömurlegar fréttir að fá þeg- ar Gunnar greindist með krabba- mein seint í sumar. Gunnar var já- kvæður fram á það síðasta, um síðustu mánaðamót sagði hann mér að hann yrði nú kominn aftur til vinnu fyrir miðjan mánuðinn … Ég ætla að taka hann á orðinu og reikna með honum til vinnu aftur eftir helgi, þá sem liðsauka að handan. Við get- um svo skoðað með að kortavæða Guðs heima, ef það er ekki þegar gert. Hugur minn er hjá fjölskyld- unni og aðstandendum, megi Guð gefa ykkur styrk. Gunnar, ég vil þakka þér kærlega fyrir ómetanleg kynni og allt það sem þú hefur gefið okkur og kennt. Hlýju þína og um- hyggjusemi mun ég ávallt geyma með mér, þú átt stóran þátt í árangri mínum og munt ávallt lifa með mér, hjá mér, í hjarta mínu og huga mín- um. Jóhannes Ingi Kolbeinsson. Góður vinur okkar og fjölskyldu- meðlimur, Gunnar Reynir Bærings- son, er látinn langt fyrir aldur fram. Og við, sem eftir sitjum, berum blendnar tilfinningar í brjósti. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum en sorgmædd yfir því hversu stutt við fengum að um- gangast hann. Engin orð virðast hafa þá vigt að geta lýst snotru hjartalagi Gunnars, tjáð álit það sem hann vann sér inn hjá okkur eða útskýrt hversu mikils hann var metinn af okkur. Hann var fjölskyldumaður, hauk- ur í horni vina sinna, snjall, beittur í húmor, geðþekkur og gegnheill. Við þekktum hann ekki fyrir illgirni eða langrækni og í minningunni er hann og verður ætíð brosandi. Hann var hafsjór af fróðleik og visku en hafði þann eiginleika fram yfir aðra slíka að hlusta alltaf af at- hygli eftir skoðunum annarra. Gunnar háði hetjulega baráttu við krabbamein síðustu mánuði ævi sinnar og bar úr býtum fleiri daga en bjartsýnustu menn gáfu honum. En allir fara þá feigðin kallar og þrátt fyrir söknuðinn vitum við af honum á betri stað. Það er með miklum söknuði sem við látum þessi fáu og fátæklegu orð eftir liggja í minningu um vinskap okkar og kærleika, Gunnar. Við vit- um að þú hefðir átt mun fallegri og betri orð handa okkur. Við biðjum Guð að styrkja Guð- rúnu, konu Gunnars, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn, og vottum þeim jafnframt okkar dýpstu samúð og hluttekningu. Henrý Þór Baldursson, María Arnfinnsdóttir, Baldur Örn Baldursson.  Fleiri minningargreinar um Gunn- ar Reyni Bæringsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 24. útdráttur 16. október 2008 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 4 9 9 7 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur 9 6 0 9 2 8 3 2 3 4 3 1 5 5 7 3 6 3 3 Vi n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 875 20808 32274 41761 50739 66485 8114 23371 36760 44011 62197 72867 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 4 4 7 7 1 9 3 7 9 2 7 3 2 6 3 4 6 8 1 4 1 5 9 9 5 5 6 2 1 6 6 3 7 5 7 5 0 9 9 6 4 6 9 1 9 4 4 2 2 7 4 9 1 3 5 0 3 6 4 1 7 5 6 5 8 6 9 5 6 9 2 2 4 7 5 3 1 9 6 8 2 9 1 9 4 9 9 2 7 6 0 2 3 5 1 8 6 4 2 3 8 7 5 9 4 8 0 6 9 4 1 7 7 6 4 6 0 8 2 6 9 2 0 9 8 9 2 7 7 9 9 3 5 3 3 1 4 3 8 1 3 6 0 2 8 9 6 9 9 2 9 7 6 7 6 0 8 4 4 7 2 2 1 6 3 2 7 8 3 5 3 5 3 9 0 4 5 1 4 8 6 0 3 7 2 7 0 3 0 7 7 6 8 3 1 9 8 2 0 2 3 6 5 4 2 8 1 6 3 3 5 4 7 0 4 8 1 4 0 6 0 9 1 9 7 0 4 1 1 7 7 1 4 2 1 0 2 1 5 2 4 1 1 9 2 8 3 6 5 3 7 1 1 3 5 1 6 5 5 6 1 2 9 5 7 0 5 1 9 7 8 1 1 0 1 0 3 9 5 2 5 2 9 1 2 8 9 5 8 3 9 0 3 7 5 1 8 5 7 6 1 5 4 5 7 1 9 4 3 7 8 2 6 5 1 1 7 0 9 2 5 7 4 4 2 9 4 8 6 3 9 6 5 1 5 2 4 1 0 6 4 3 0 8 7 2 9 6 2 7 9 1 3 6 1 2 6 5 1 2 6 1 5 1 2 9 7 1 5 4 0 3 4 1 5 3 5 8 0 6 4 3 5 4 7 3 4 6 0 1 3 9 2 8 2 6 3 5 2 3 2 3 6 1 4 0 5 0 3 5 4 3 6 5 6 5 3 5 0 7 4 5 5 1 1 4 8 1 6 2 6 5 9 6 3 3 0 9 0 4 0 6 8 0 5 4 8 5 0 6 6 0 5 4 7 4 9 9 3 1 5 9 7 0 2 7 0 3 9 3 4 2 8 9 4 0 7 3 5 5 5 3 3 8 6 6 3 2 2 7 5 0 3 9 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 16 6626 14491 22429 29969 37577 43940 51018 58533 65186 72952 34 6677 14588 22484 30152 37746 44181 51047 58585 65239 73212 212 6744 14632 22760 30437 37865 44198 51286 58593 65366 73271 291 6867 14751 22941 30523 38215 44288 51349 58844 65369 73420 556 6892 14836 23038 30578 38287 44313 51388 58892 65449 73501 639 7011 14912 23053 30729 38513 44527 51481 58927 65473 73578 680 7147 14971 23083 30892 38549 44533 51512 59006 65621 73617 803 7174 15019 23200 30939 38697 44600 51729 59063 65687 73638 820 7253 15246 23226 30981 38702 44649 51925 59216 66003 73797 991 7263 15319 23315 31068 38726 44679 51953 59274 66020 73999 992 7297 15430 23349 31219 38861 44861 52063 59516 66093 74146 1003 7357 15510 23358 31339 38899 44913 52069 59523 66430 74289 1015 7432 15538 23430 31365 38959 44936 52158 59557 66444 74381 1029 7462 15680 23556 31430 39062 44957 52220 59682 66483 74524 1052 7489 15699 23685 31501 39135 45024 52290 59704 66587 74543 1064 7495 15806 23725 31558 39137 45088 52364 59705 66685 74612 1065 7523 15914 23747 31672 39157 45090 52535 59965 66906 74837 1330 7555 16065 23757 31816 39236 45258 52564 60021 66932 74924 1383 7745 16213 23777 31926 39339 45302 52565 60184 66960 75001 1433 7882 16252 23914 32209 39439 45386 52779 60290 67021 75066 1549 7891 16377 24004 32293 39452 45506 52793 60322 67148 75077 1613 8054 16499 24265 32405 39494 45553 52809 60391 67252 75092 1726 8086 16512 24428 32471 39784 45560 52922 60473 67431 75230 1776 8609 16733 24473 32785 39786 45614 53075 60601 67514 75501 1801 8693 16768 24568 32808 39811 45737 53270 60602 67720 75626 1888 8751 16775 24584 32877 39813 45952 53312 60632 67740 75649 2301 8783 16792 24627 33036 40092 46145 53454 60788 67798 75720 2386 8843 16820 24725 33160 40145 46244 53469 60914 67904 75852 2570 8967 17022 24907 33276 40202 46560 53556 60920 68012 75985 2639 8980 17059 24958 33286 40240 46710 53600 61044 68013 75989 2922 9067 17121 24987 33288 40318 46799 53642 61077 68159 76061 2990 9214 17144 25246 33313 40403 46962 53804 61080 68236 76091 3083 9497 17166 25316 33327 40477 47084 53872 61177 68283 76095 3088 9561 17197 25330 33329 40499 47166 53873 61312 68428 76116 3216 9603 17260 25536 33339 40536 47260 54013 61374 68655 76158 3250 9825 17391 25576 33502 40581 47277 54100 61395 68667 76167 3253 9984 17499 25728 33611 40669 47345 54243 61650 68720 76205 3306 10000 17571 25812 33822 40687 47374 54412 61734 68760 76534 3316 10060 17719 26007 33829 40773 47389 54432 61768 68827 76569 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 3359 10107 17871 26019 33863 41013 47550 54696 61965 68909 76687 3365 10464 18035 26124 33957 41178 47596 54728 62010 69038 76733 3500 10502 18106 26145 33985 41238 47834 54744 62079 69084 76753 3525 10628 18157 26163 34087 41240 48054 54753 62417 69113 76928 3626 10651 18518 26336 34303 41300 48058 54824 62455 69302 76986 3653 10665 18828 26392 34414 41417 48309 54893 62633 69375 77100 3882 10760 18869 26492 34482 41443 48316 54920 62645 69413 77439 4305 11051 18923 26508 34492 41463 48469 55002 62702 69492 77491 4375 11073 19011 26606 34517 41512 48501 55132 62710 69509 77544 4423 11151 19123 26731 34552 41644 48534 55227 62753 69686 77640 4452 11174 19203 27048 34629 41718 48537 55298 62771 69701 77713 4545 11194 19209 27119 34818 41788 48608 55483 62864 69771 77769 4561 11196 19218 27235 34879 42017 48757 55491 62866 69922 77850 4731 11206 19291 27280 34944 42100 48760 55535 62886 70101 78133 4795 11354 19356 27363 34958 42126 48796 55669 63226 70234 78228 4852 11451 19453 27371 35044 42127 48892 55670 63279 70314 78239 4931 11496 19473 27639 35095 42165 48904 55680 63325 70382 78329 4944 11651 19676 27652 35162 42205 48912 55829 63379 70581 79406 5017 11705 19734 27694 35182 42226 48941 55833 63419 70821 78871 5106 11958 19762 27698 35262 42258 48979 55951 63468 70886 78890 5126 11970 19825 27721 35295 42335 49049 56079 63543 71083 78936 5146 12142 19966 27851 35384 42454 49271 56244 63643 71128 79044 5246 12262 20020 28076 35504 42523 49314 56337 63743 71217 79068 5322 12282 20591 28114 35945 42618 49485 56421 63856 71244 79641 5324 12298 20839 28115 35946 42621 49487 56455 63862 71317 79653 5498 12300 21170 28165 36259 42762 49492 56478 63997 71472 79685 5926 12368 21261 28267 36527 42767 49781 56736 64089 71521 79697 5933 12485 21463 28334 36581 42863 49916 56802 64281 71525 79762 5980 12819 21814 28755 36616 43057 49983 56822 64419 71880 79878 5998 13080 21870 28770 36839 43233 50189 57024 64421 71905 79950 6000 13083 21879 28871 36868 43303 50246 57129 64471 72048 79956 6026 13324 21981 28952 36871 43374 50451 57143 64510 72134 6082 13450 22039 28999 36921 43391 50611 57214 64582 72398 6086 13657 22047 29295 37039 43548 50705 57245 64653 72439 6160 13798 22232 29336 37221 43599 50747 57381 64720 72460 6193 13876 22250 29460 37349 43679 50765 57478 64776 72575 6378 14019 22276 29476 37506 43777 50796 57566 65057 72655 6441 14291 22281 29692 37544 43830 50815 57584 65095 72809 6487 14442 22369 29708 37560 43882 51017 57950 65172 72898 Næstu útdrættir fara fram 23. október & 30. október 2008 Heimasíða á Interneti: www.das.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.