Morgunblaðið - 17.10.2008, Page 38
KRISTÍN Arngrímsdóttir
myndlistarmaður verður á
sunnudaginn kl. 14 með
leiðsögn um sýninguna Ást
við fyrstu sýn, í Listasafni
Íslands. Á sýningunni eru
myndverk eftir 46 val-
inkunna listamenn, allt frá
tímum impressjónistanna
frönsku, til alþjóðlegrar
samtímalistar. Meðal ann-
ars eru á sýninguni verk
eftir Bonnard, Kiefer, Christo, Nolde, Richter
og Magritte.
Þá hefur sýning á myndbandsverkum
írönsku listakonunnar Shirin Neshat í sal 2 í
safninu verið framlengd til 2. nóvember.
Kristín
Arngrímsdóttir
Myndlist
Leiðir gesti um
Listasafnið
PÍANÓÞING verður haldið
í Salnum í Kópavogi um
helgina, föstudag til sunnu-
dags. Tónlistarskóli Hafn-
arfjarðar, Tónlistarskóli
Kópavogs, Tónlistarskóli
Reykjavíkur og Tónskóli
Sigursveins D. Krist-
inssonar taka þar höndum
saman. Á þinginu verður
meðal annars kynnt náms-
efni, finnsk tónlist og píanó-
kennsla í Finnlandi.
Þá verður „masterclass“ með píanókenn-
urunum Eava Sarmanto-Neuvonen, deild-
arstjóra við Síbelíusarakademíuna, og Re-
bekku Angervo. Skráning er www.epta.is.
Tónlist
Píanóþing í
Kópavogi
Salurinn í
Kópavogi
38 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Í TILEFNI af útkomu
enskrar þýðingar Reisu-
bókar séra Ólafs Egilssonar
heldur Sögusetur 1627 ráð-
stefnu í Vestmannaeyjum
um helgina. Þar koma sam-
an innlendir og erlendir
fræðimenn, fjalla um
Tyrkjaránið og setja það í
alþjóðlegt samhengi.
Meðal gesta eru alsírski
rithöfundurinn Mohamed
Magani, Robert C. Davis frá Ohio-háskóla, og
norski fræðimaðurinn Torbjorn Odegaard. Þá
flytja erindi þau Karl Smári Hreinsson, Adam
Nichols, Þorsteinn Helgason og Steinunn Jó-
hannesdóttir. Ráðstefnan er í Alþýðuhúsinu.
Ráðstefna
Sjóræningjar í
Vestmannaeyjum
Steinunn
Jóhannesdóttir
TRÚBATRIXUR hafa
skipulagt tveggja daga
smá-hátíð, sem er hluti af
„Off Venue“ dagskrá Ice-
land Airwaves.
Hátíðin er haldin í kvöld
og annað kvöld, 17. og 18.
október, á Café Rosenberg.
Trúbatrixurnar eru ís-
lenskar tónlistarkonur,
kunnar sem upprennandi,
og þær leika tónlist eftir konur. Margar frum-
flytja nýtt efni.
Dagskráin hefst kl. 16 báða dagana og lýkur
kl. 22. Í dag leika m.a. Heiða, Mr. Silla, Picnic
og Fabúla, en á morgun koma m.a. fram Þór-
unn Antónía, Dísa, Elíza og Lay Low.
Tónlist
Trúbatrixur leika
á Café Rósenberg
Lay Low
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
GAMLA skipstjóranum Jónatani var
treyst fyrir óskafleyi þjóðarinnar, en
sigldi því í strand. Áður bjó hann í
reisulegu húsi í
Vesturbænum, en
nú hírist hann
með dóttur sinni í
niðurníddum hús-
hjalli niðri við
slipp með dóttur
sinni sem spáir í
spil og selur sig til
þess að sjá fyrir
þeim. Einhverjir
gætu sagt að
söguþráðurinn í
Hart í bak ætti sér ýmsar hliðstæður
í íslensku samfélagi í dag, þótt verkið
sé komið yfir fertugt. Það verður
frumsýnt í kvöld í Þjóðleikhúsinu í
leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar.
„Það er auðvitað sérkennilegt að
vera að vinna leikrit núna þar sem
aðalpersónan situr uppi með það að
hafa siglt þjóðarskútunni í strand,“
segir Þórhallur.
„Jökull fékk reyndar hugmyndina
frá skipstjóranum sem strandaði
Goðafossi árið 1916. Hann var aldrei
dæmdur fyrir það, en það var þarna
einhver handvömm. Í verki Jökuls
tekur hann þetta inn á sig og lifir með
þetta alla tíð. Þegar leikritið byrjar
er hann orðinn blindur og lifir svolítið
í þessari minningu. Það sem meira er
þá lifa dóttir hans og sonur hennar
við þetta líka, því þetta er lítill bær og
skömmin er stór.“
Fólk sem þarf að velja sér leið
Þórhallur tekur undir það að verk-
ið kallist á við samtímann að mörgu
leyti.
„Þetta er fólk í vanda, fólk sem
þarf að velja sér leið í lífinu og spurn-
ingin er: Hefur það frelsi til þess?
Staða, uppeldi og fortíð bindur fólk í
þessari stöðu. Íslenska þjóðin stend-
ur frammi fyrir ansi mörgum spurn-
ingum í dag sem þarf að svara og
mörgum leiðum sem þarf að velja á
milli.“
En á Jökull einhver heilræði eða
svör sem nýtast Íslendingum sem
eru í sporum skipstjórans í dag? „Ja,
ég held að hann efist nú um það að
menn séu frjálsir að valinu, enda er
hann ekki með neina lausn. Hann er
fyrst og fremst að segja okkur mjög
fallega sögu af alvöru fólki.“
Gaman og alvara
Hann segir að þótt verkið takist á
við erfiðar spurningar sé það langt
frá því að vera niðurdrepandi og
kímnigáfa Jökuls sé skammt undan.
„Þarna blandast saman gaman og al-
vara. Það eru engin fíflalæti, en það
eru þarna skoplegar persónur og
svartur húmor í bland.
Þórhallur segist ekki reyna að nú-
tímavæða verkið, það gerist enn í
byrjun sjöunda áratugarins. „Það er
svo margt sem tengist þeim tíma sem
er skrifað inn í verkið, maður breytir
því ekkert. En auðvitað er margt
breytt síðan þá í leikhúsinu. Það er
leikið allt öðruvísi í dag en 1962, ann-
ar stíll og aðrar aðferðir. Við segjum
þetta á okkar hátt, en erum trú sög-
unni og leikritinu.“
Verk Jökuls Jakobssonar Hart í bak frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld
Sigldi skipinu í strand
Ljósmynd/Þjóðleikhúsið
Skipstjórinn Gunnar Eyjólfsson í hlutverki Jónatans sem hefur burðast
með skipstrandið á samviskunni alla ævina og aldrei borið þess bætur.
Í HNOTSKURN
»Jökull Jakobsson (1933-1978) var 29 ára þegar
Hart í bak var fyrst sýnt. Eftir
hann liggja mörg leikrit, t.d.
Sumarið ’37 og Dómínó.
»Með helstu hlutverk faraGunnar Eyjólfsson, Elva
Ósk Ólafsdóttir og Þórir Sæ-
mundsson. Sigurjón Jóhanns-
son hannar leikmynd og Jó-
hann G. Jóhannsson semur
tónlistina.
Þórhallur
Sigurðsson
„HANN skipti
mjög miklu máli
fyrir endurnýjun
íslensks leik-
skáldskapar,“
segir Sveinn Ein-
arsson fyrrver-
andi leik-
hússtjóri í Iðnó
um sinn gamla
samstarfsmann
Jökul Jakobsson. Þegar Sveinn tók
við Iðnó árið 1963 hafði verkið þeg-
ar gengið fyrir fullu húsi í eitt leik-
ár og átti eftir að ganga í önnur tvö.
„Við áttum blómaskeið í leikritun
eftir 1910 og uppúr 1960 hefst svo
nýtt blómaskeið, segir Sveinn og
nefnir þá Odd Björnsson, Jónas
Árnason og Guðmund Steinsson
sem dæmi um leikskáld sem voru að
stíga sín fyrstu skref á sama tíma
og Jökull, stuttu á eftir þeim Hall-
dóri Laxness og Agnari Þórðarsyni.
„Hart í bak var tímamótaverk að
því leyti að það náði almennings-
hylli. Sýningin var mjög góð og
stóran hlut í þessari velgengni átti
Gísli Halldórsson sem var leikstjóri
sýningarinnar og vann mjög mikið
með Jökli að handritinu.“
Sveinn segir verkið hafa haft
varanleg áhrif á íslenskt leikhús.
„Þetta var upphaf að ákveðinni
öldu og bæði Iðnó og seinna Þjóð-
leikhúsið breyttu stefnu sinni bein-
línis og fóru að rækta íslenska leik-
ritun. Þessi velgengni hleypti
mönnum kappi í kinn.“
Hann segist spenntur að sjá upp-
færslu Þjóðleikhússins og segir
verk Jökuls enn eiga erindi. „Ég
geri mér góðar vonir, þau verk Jök-
uls sem sýnd hafa verið aftur hafa
sannað það að þau eru lifandi.“
Hart í bak
tímamótaverk
Jökull Jakobsson
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
EINN af þeim fimm kórum sem starfa við Nið-
arósdómkirkju í Noregi kemur þrisvar fram
hér á landi um helgina. Þetta er Óratoríukór
kirkjunnar og sá stærsti, að sögn Ingu Rósar
Ingólfsdóttur framkvæmdastjóra Listvina-
félags Hallgrímskirkju. „Þetta eru 65 manns
sem koma til Íslands en kórinn er um hundrað
manns þegar hann er fullskipaður. Honum
svipar kannski svolítið til Mótettukórsins að
vissu leyti, nema hann er stærri. Þau flytja til
dæmis alltaf Jólaóratoríuna og Matteusar-
Hún segir efnisskrána mjög breiða, en
byggjast upp af perlum norskrar kórtónlistar.
„Þetta eru öll stóru nöfnin, Grieg, Hovland, Ny-
stedt og fleiri úrvalsverk fyrir kirkjukór úr
norskum tónbókmenntum. Tvö verkanna eru
eftir organista kórsins Petru Bjørkhaug sem
líka er tónskáld,“ segir Inga Rós. Brot úr einu
íslensku kvæði verður líka flutt á tónleikunum
þrennum, það er Harmsól, gamalt helgikvæði
eftir Gamla Kanóka, munk í Þykkvabæj-
arklaustri á 13. öld. Tónlistin er eftir Wolfgang
Plagge og kórinn frumflutti það árið 2006, en
verkið reyndist of stórt til að flytja í heild sinni
nú.
Kórstjórinn Vivianne Sydnes hefur kennt við
tónlistarháskólann í Osló. Hún stjórnaði meðal
annars íslenska kórnum Schola cantorum
þegar hann heimsótti Niðarós fyrir nokkrum
árum.
Norskar perlur og gamalt íslenskt kvæði
Á heimaslóðum Óratóríukórinn er einn fimm
kóra við Niðarósdómkirju.
Óratóríukór Niðarósdómkirkju syngur
í Skálholti og Hallgrímskirkju um helgina
passíuna á hverju ári með einsöngvurum og
hljómsveit. Þessi stóru verk eru þeirra sérsvið
meðal kóranna við kirkjuna.“
Í HNOTSKURN
»Fyrstu tónleikar kórsins hér á landieru á morgun klukkan 12 í Skál-
holtskirkju.
»Á sunnudaginn syngur kórinn fyrstvið messu klukkan 11 og síðan á tón-
leikum klukkan 17.