Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 26. nóvember í 24 nætur á frábæru sértilboði. Bjóðum frábær sértilboð á Roque Nublo, Dorotea, Parquesol og Liberty, nokkrum af allra vinsælustu gististöðum okkar á Kanarí. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarí Frábær ferð - 24 nætur Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá kr. 89.990 26. nóvember Verð kr. 89.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í búð/smáhýsi á Parquesol eða Dorotea 26. nóv. í 24 nætur. Gisting á Liberty, Parque Cristobal og Roque Nublo kostar kr. 5.000 aukalega. Ótrúleg sértilboð á gistingu! Frábær staðsetning! Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞAÐ stefnir allt í hópuppsagnir, hjá okkur sem og öðrum,“ segir Gunnar Þorláksson, annar eigenda Byggingafélags Gylfa og Gunnars [BYGG]. „Það er ekki staðið við fjármögnunarsamninga sem þýðir að stöðva þarf framkvæmdir við fjöldann allan af stórum verkum,“ segir Gunnar. Stöðvast ein af annarri Gunnar segist sjá fyrir sér gríðarlegar uppsagnir. „Það eru grafalvarlegir hlutir að eiga sér stað núna. Það er ósköp einfalt að þegar menn eru með framkvæmdir við heilu og hálfu stórhýsin í gangi og bankarnir stóðu á bak við fjár- mögnun, þá munu framkvæmdir stöðvast ein af annarri. Ég sé fyrir mér algjört hrun í byggingariðn- aði.“ Gunnar segir að þegar fjár- mögnunarsamningar haldi ekki lengur geti menn ekki klárað sín verk. „Þetta er skelfilegt gagnvart öllu því vinnandi fólki sem fær bréf um mánaðamótin,“ bætir hann við. Hann segist ekki tilbúinn að til- greina nákvæmlega hversu mörg- um verði sagt upp hjá Bygg, en það séu nokkrir tugir. Kári Arngrímsson, forstjóri Keflavíkurverktaka, segir að allir séu að bíða eftir því að bankarnir hefji störf að nýju. „Við erum ekki bjartsýnir, það er óvissa fram- undan, engin spurning,“ segir Kári. Hann segir að eitthvað hafi verið um uppsagnir hjá Keflavík- urverktökum og fleiri uppsagnir séu yfirvofandi. Hann segist þó ekki tilbúinn að fara nánar út í þær fyrr en þær hafa verið tilkynntar starfsmönnum. Dökk mánaðamót „Við búumst við mjög dökkum mánaðamótum,“ segir Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðn- ar. „Mér sýnist að fjögur hundruð manns í byggingariðnaði komi til með að missa vinnuna um þessi mánaðamót. Það virðast allir ætla að skera niður í verklegum fram- kvæmdum. Það er auk þess algjört frost á íbúðamarkaðnum. Við erum því ekkert sérstaklega bjartsýnir,“ segir Finnbjörn. Spurður hvað þurfi að gerast svo markaðurinn glæðist segir Finnbjörn að hið opinbera þurfi að hefja verklegar framkvæmdir. „Síðan verður með einhverjum hætti að létta undir með þeim sem eiga fjármagn, eins og að fella niður virðisaukaskatt af viðgerðarvinnu og þess háttar.“ „Við höfum engar jákvæðar fréttir fengið,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags. „Samdrátturinn verður mikill, en hversu mikill og hversu langt tímabil hann mun ná yfir liggur ekki fyrir. Það er hugs- anlegt að tillaga félagsmálaráð- herra um að menn verði í hluta- starfi og Atvinnuleysistrygginga- sjóður komi á móti, kunni að hjálpa til. En það er ekkert farið að reyna á það.“ Sigurður segir að menn séu almennt svartsýnir hjá Eflingu. „Það er ekkert sem bend- ir til annars en þessi vetur verði mjög erfiður. Ekki síst vegna þess að sveitarfélögin hafa lýst yfir samdrætti og þau hafa verið stórir gerendur á þessum markaði. Lítið fjárstreymi í þjóðfélaginu kemur líka illa niður á verktökum,“ bætir Sigurður við. Algjört hrun framundan  Það stefnir allt í hópuppsagnir í byggingariðnaði  Framkvæmdir stöðvast ein af annarri  Hið opinbera þarf að hefja verklegar framkvæmdir fljótlega JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni núna rétt fyrir helgi tillögur um aðgerðir til að draga úr vaxandi atvinnuleysi. Tillög- urnar eru niðurstaða samráðshóps félagsmálaráðu- neytisins, ASÍ og SA. Helstu tillögur eru að sá tími sem heimilt er að greiða launamanni tekjutengdar at- vinnuleysisbætur verði lengdur hlutfallslega í sam- ræmi við lækkað starfshlutfall. Þannig geti launamað- ur sem hefur áunnið sér fullan rétt til bóta, en lækkar úr 100% starfshlutfalli í 75%, fengið greiddar tekju- tengdar bætur í samtals tólf mánuði í stað þriggja áð- ur. Jafnframt að skerðing bóta vegna launagreiðslna frá vinnuveitanda fyrir hlutastarf verði felldar niður. Í þessu felst að laun sem starfsmaður heldur fyrir 50% starfshlutfall eða hærra muni ekki skerða hlutfallslegar bætur. Og að greiðslur úr Ábyrgðarsjóði launa verði miðaðar við tekjur samkvæmt því starfshlutfalli sem launa- maður gegndi áður en til samdráttar kom í fyrirtækinu 1. október eða síðar og að bú atvinnurekanda hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta innan 12 mánaða frá þeim tíma sem starfshlutfall viðkomandi var lækkað. Reynt að mæta vandanum Jóhanna Sigurðardóttir „MÉR finnst okkar norrænu kollegar vera fyrst að átta sig á núna hvað þetta er alvarleg staða. Hvað þetta geti haft mikið í för með sér fyrir ís- lenska þjóð. Og mikilvægi þess að finna heildstæða lausn á þessu máli,“ sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar- innar, í viðtali við mbl.is í gærkvöldi. Hann ávarpaði í gær ráðstefnu í Helsinki þar sem fjallað var um nor- rænu víddina í Evrópusamstarfinu. Aðspurður segist Árni Páll hafa fundið fyrir stuðningi í garð Íslend- inga. „Þetta er ekki eins og þetta sé eitthvert séríslenskt vandamál,“ segir Árni Páll, en bætti við að vegna veiks gjaldmiðils og stærðar bank- anna hefðu Íslendingar farið verr út úr kreppunni en aðrar þjóðir. Árni Páll ræddi stöðu Íslands og samstarf Norðurlandaþjóða á ráð- stefnunni, sem er haldin í tengslum við Norðurlandaráðsþingið sem fram fer í Finnlandi í þessari viku. Nokkrir ráðherrar sækja þing Norðurlandaráðs, þeirra á meðal Geir H. Haarde forsætisráðherra. Hann mun ræða um fjármálakrepp- una á Íslandi við aðra norræna for- sætisráðherra. Hafa áttað sig á erf- iðri stöðu Málin rædd á þingi Norðurlandaráðs Árni Páll Árnason STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, þingaði í gær með Kristinu Halvorsen, fjármálaráð- herra Noregs, og ráðgjafa hennar um mögulega aðstoð við Íslendinga. Að sögn Steingríms kom fram á fundinum skilningur Norðmanna og vilji þeirra til að aðstoða Íslendinga fjárhagslega. Rædd var sú hugmynd að Norðurlöndin tækju virkan þátt í fjárhagsaðstoð með Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Fyrr um daginn hitti Steingrímur Íslendinga búsetta í Ósló og ræddi við þá um stöðu efnahagsmála á Ís- landi. Sambærilegur fundur var haldinn í gærkvöldi í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Ræddi við Halvorsen SÝNING Þorkels Þorkelssonar ljósmyndara á „ís- lenskum hryðjuverkamönnum“ hófst í gær í Vetrar- garðinum í Smáralind og stendur í tvær vikur – með honum á myndinni er eiginkonan, Heba Soffía Björns- dóttir. Nær 100 manns á öllum aldri urðu við beiðni Þorkels nýlega um að leyfa honum að taka mynd af þeim með vopn sín. Þau reyndust vera margvísleg, nefna má snuddur, penna og snjóbolta. Myndirnar eru 79 talsins. Hug- myndina fékk Þorkell þegar bresk stjórnvöld settu Landsbankann á lista yfir hryðjuverkasamtök. „Mér misbauð þetta uppátæki hjá Brown og Darling, fannst að okkur vegið. Ég hugsaði með mér, hvað get ég gert til að sýna fáránleikann í þessu? Þá datt mér í hug að ef Ísland er komið á hryðjuverkalista hljótum við að vera hryðjuverkamenn. Við skulum þá taka húm- orinn í notkun og sýna hverjir þessir hryðjuverkamenn eru, hvernig þeir líta út og hver vopnin eru. Myndirnar ætla ég að birta á heimasíðunni minni,“ segir Þorkell. kjon@mbl.is „Hryðjuverk“ með snuddum og snjóboltum Nær 100 manns mættu hjá Þorkeli Þorkelssyni ljósmyndara til að láta taka af sér mynd með vopnin ógurlegu Morgunblaðið/Frikki Morgunblaðið/Júlíus Framkvæmdir Forstjórar verktakafyrirtækja og forystumenn stéttarfélaga eru svartsýnir og sammála um að veturinn framundan verði erfiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.