Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 12
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞAÐ VAR um miðjan desember- mánuð í fyrra sem moldóvíska blaða- konan Natalia Morar var tekin hönd- um á Domodedovo-flugvellinum í Moskvu. Henni var snúið við til Ísr- aels, þaðan sem hún var að koma úr vinnuferð, og um mánuði síðar barst henni bréf frá rússneskum yfirvöld- um þar sem henni var tjáð að hún hefði ekki leyfi til að koma inn í Rússland, með þeim rökum að hún væri ógn við þjóðaröryggi, án frekari skýringa. Morar, sem er aðeins 24 ára, hafði þá getið sér orð sem rannsóknar- blaðakona og greinar hennar um spillingu í rússneska stjórnkerfinu víða vakið athygli, svo óþægilega at- hygli, að henni og fjölskyldu hennar hafa borist líflátshótanir. Morar hefur einkum beint spjót- um sínum að útbreiddri spillingu í rússneska stjórnkerfinu og segist aðspurð hafa verið vöruð við afleið- ingum þess að birta grein um grun- semdir um peningaþvætti þar sem rússneski bankinn Diskont, austur- ríski bankinn Raiffeisen Zentral- bank og háttsettir stjórnarliðar í stjórn Vladímírs Pútíns, þáverandi forseta, komu við sögu. Spilling í bankakerfinu Leiddi Morar þar líkur að því að tengsl kynnu að vera á milli morðs- ins á Andrej Kozlov, varaformanni bankastjórnar rússneska seðlabank- ans, í septembermánuði 2006 og þess að hann afturkallaði starfsleyfi Diskont tveimur vikum áður. Kozlov hafi verið hæstsetti opinbera starfs- manninn til að falla fyrir hendi morð- ingja frá árinu 1937 og að í framhald- inu hafi austurrískir dómstólar hafið rannsókn á málinu, ólíkt þeim rúss- Aðspurð hvort hún hafi óttast að vera beitt ofbeldi, eins og svo margir rannsóknarblaðamenn í Rússlandi, segist Morar hafa fengið aðvaranir frá háttsettum embættismönnum Fáræði og valdkúgun í Rússlandi  Moldóvísk blaðakona gerð útlæg frá Rússlandi vegna skrifa um peningaþvætti og spillingu  Fámenn klíka með tögl og hagldir í Rússlandi  Setur spurningarmerki við Rússalán til Íslendinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Í hættu Móður Morar var hótað að dóttir hennar yrði líflátin fyrir skrifin. Í HNOTSKURN »Morar hefur skotið málisínu til Mannréttinda- dómstólsins í Strassborg, enda lítur hún svo á að sú ákvörðun rússneskra stjórnvalda að vísa sér úr landi sé gróft lögbrot. »Alþjóðasamtök blaða-manna, IFJ, hafa fordæmt ákvörðun rússneskra stjórn- valda, sem þau segja enn eitt dæmið um hvernig frelsi fjöl- miðla sé heft í landinu. nesku sem hafi aldrei tekið málið upp. Skömmu áður en hún var hand- tekin birtist svo eftir hana grein um fjármögnun stjórnmálaflokkanna í Rússlandi og hvernig auðæfi væru notuð til að halda andófi niðri. Spillingin var þannig sögð ná til æðstu valdhafa landsins og rakið hvernig ólöglegur sjóður væri not- aður með velþóknun Pútíns til að gera stjórnarandstöðuflokkana háða stjórnarflokkunum í þingkosningun- um í desember 2007. Það var fyrir þessi skrif sem henni var vísað úr landi, með þeirri uppáskrift að hún væri ógn við öryggi landsins. Þá hefur Morar ritað um spillingu innan rússnesku leyniþjónustunnar, FSB, og hvernig liðsmenn hennar hafi lekið upplýsingum til valda- klíkna í valdabaráttu þeirra. um að hún ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún tæki ákvörðun um að láta birta greinina um spillinguna innan Kremlarveggja, með þeim orð- um að hún kynni að gjalda fyrir skrifin með lífi sínu. Nær til alls þjóðfélagsins Morar er nú búsett í Moldavíu og hafði nokkru áður en henni var vikið úr Rússlandi fengið vegabréfsáritun um að hún ætti rétt á að dveljast eins lengi í landinu og hún kysi. Hún ferðast mikið vegna skrifa sinna fyrir tímaritið New Times, nú síðast til Íslands til að grennslast fyrir um margumrætt Rússalán og hvað kunni að liggja þar að baki. Kollegum hennar finnist mjög skrítið að íslensk stjórnvöld skuli leita eftir láni í austurvegi, enda megi færa rök fyrir því að Rúss- landsstjórn muni í kjölfarið leitast við að seilast eftir áhrifum á Íslandi. Silovikiklíkan, valdaklíka stjórn- mála- og auðmanna með Pútín inn- anborðs, fari með völdin í Rússlandi og því sé eðlilegt að slíkar spurning- ar vakni í huga þeirra sem vel þekki til í rússneskum stjórnmálum. Morar segir spillinguna afar út- breidda í rússneska stjórnkerfinu og að þessi meinsemd nái til alls þjóð- félagsins, hvort sem um sé að ræða mútur til almennra heilbrigðisstarfs- manna eða háttsettra stjórnarliða. Hún fullyrðir að lýðræðið eigi undir högg að sækja í Rússlandi og að Silovikiklíkan, sem sé nátengd FSB, áður KGB, beiti áhrifum sínum og eignarhaldi á fjölmiðlum til að kveða niður lýðræðislega umræðu. Fáræði er því það orð sem hún tel- ur lýsa stjórnarfarinu í Rússlandi. 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Kvöldfréttatímar rúss- nesku sjónvarpsstöðv- anna endurspegla ekki veruleikann eins og hann er heldur upphefja þeir núverandi valdhafa og að- gerðir þeirra. Látið er hjá líða að gagnrýna þá á sama tíma og mjög skort- ir á hlutlægni í umfjöllun um stjórnarandstæðinga. Á þennan veg dregur Morar saman stöðuna á rússneskum fjöl- miðlamarkaði um þessar mundir, sem líkt og svo mörg svið þjóðlífs- ins þjáist af fáræði og eignarhaldi fámennra valdahópa, þar með talið Silovikiklíkunnar, á helstu og út- breiddustu fjölmiðlum. Við persónudýrkunina á Vladím- ír Pútín í valdatíð hans bætist að fjölmiðlar hafi oft og iðulega fjallað um deilur og átök við erlenda aðila á hlutdrægan hátt og nefnir Morar Georgíu- stríðið í ágúst og átökin í Tsjetsjeníu sem nýleg dæmi um utanaðkomandi og innri ógnir sem Rúss- landsstjórn hafi fært sér í nyt í því augnamiði að sannfæra kjósendur um að styrkrar handar væri þörf við stjórnartaumana. Að sama skapi sé umræða fjöl- miðla um lýðræðið á neikvæðum nótum, sjónarhorn sem ýti undir takmarkaða vitneskju almennings um það sem fram fari á bak við sjónarspil stjórnarliðanna. Óttinn virkjaður sem stjórntæki Vladímír Pútín Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is KARL Garðarsson, fyrrverandi rit- stjóri Blaðsins, var dæmdur í Hæsta- rétti á fimmtudaginn til að greiða eina milljón króna í sekt fyrir að birta áfengisauglýsingar. Einn dómari skil- aði sératkvæði og vildi að refsing yrði látin niður falla. Karli var gefið að sök að hafa sem ritstjóri Blaðsins borið ábyrgð á birt- ingu fjögurra áfengisauglýsinga í Blaðinu á árinu 2005 og að hafa með því brotið gegn áfengislögum. Um var að ræða kynningar á Carlsberg bjór, kynningu á áfengum gosdrykkjum af gerðinni Woody’s, og auglýsingu á Fresita léttvíni. Þótti fullljóst að kynningar Blaðsins hefðu verið aug- lýsingar í merkingu áfengislaga, enda lá fyrir að Blaðið hafði fengið greitt fyrir birtingarnar. Bar fyrir sig tjáningarfrelsi Karl krafðist þess aðallega að mál- inu yrði vísað frá dómi þar sem ekki hefði farið fram fullnægjandi rann- sókn á málinu hjá lögreglu. Hann bar einnig fyrir sig að ótakmarkað bann gegn áfengisauglýsingum bryti gegn 73. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um tjáningarfrelsi og einnig sam- bærilegu ákvæði mannréttindasátt- mála Evrópu. Í niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar kemur fram að á þessa varnarástæðu hafi áður reynt og henni verið hafnað í dómum Hæsta- réttar. Karl vísaði einnig til jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar. Í áfengis- lögunum væri undantekning frá banni við áfengisauglýsingum, sem heimilaði áfengisauglýsingar í erlend- um tímaritum. Þessi undantekning fæli í sér mismunum og með ákvæð- inu væri brotið gegn jafnræðisreglu. Ríkið gaf út áfengisbækling Karl bar því einnig við að aðrir hefðu í mörgum tilvikum birt áfeng- isauglýsingar í fjölmiðlum án þess að ákæruvaldið hefði brugðist við. Auk þess sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins [ÁTVR] hefði gefið út kynn- ingarbækling, „Vínblaðið“ sem hefði að geyma áfengisauglýsingar. Í niðurstöðu meirihluta Hæstarétt- ar segir að undantekningin í áfeng- islögunum lúti að auglýsingum á er- lendum tungumálum í erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða inn- flutningsins sé að auglýsa áfengi. Sporna gegn misnotkun Af hálfu ákæruvaldsins var lögð á það áhersla að með banni við áfeng- isauglýsingum væri leitast við að sporna gegn misnotkun á áfengi og ekki síst hindra að því væri haldið að börnum og ungmennum með hvers kyns tilkynningum til almennings. Frávikið í áfengislögunum yrði að teljast eðlilegt og það raskaði ekki meginmarkmiði bannsins. Ætla mætti að rit á erlendum tungumálum ættu ekki jafngreiða leið að börnum og ungmennum og efni á íslensku. Sú staðhæfing Karls að aðrir hefðu kom- ist upp með að auglýsa áfengi gæti ekki leitt til þess að lögbrot hans yrði refsilaust. Í niðurstöðu meirihlutans kom jafnframt fram að samkvæmt lögum um prentrétt bæri höfundur efnis sem birtist í blöðum refsiábyrgð á efninu ef hann hefði nafngreint sig. Ef enginn höfundur hefði nafngreint sig bæri útgefandi rits eða ritstjóri ábyrgðina. Hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Jón Stein- ar Gunnlaugsson, sem skilaði sérat- kvæði, dæmdu í málinu. Fyrrverandi ritstjóri Blaðsins dæmdur fyrir birtingu áfengisauglýsinga Sektaður um eina milljón Hæstiréttur Meirihluti Hæstaréttar sá ástæðu til að sakfella þótt fjöldi ann- arra eins brota hefði verið látinn athugasemdalaus. Í HNOTSKURN »Nafni Blaðsins var síðarbreytt í 24 stundir. » Í áfengislögum er und-antekning vegna erlendra tímarita, en birting áfeng- isauglýsinga í þeim er látin átölulaus. »Karl Garðarsson bar fyrirsig að bannið bryti í bága við skuldbindingar ríkisins vegna EES-samningsins. Þessari málsástæðu var hafn- að með vísan til eldra for- dæmis. Í sératkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar segir m.a. að í samantekt á ætl- uðum áfeng- isauglýsingum í innlendum blöð- um og tímaritum á tímabilinu 1. maí 2005 til 2. júní 2006, sem var meðal gagna málsins, komi fram að auglýsingarnar voru 999 talsins. Enginn hafi verið dreginn til refsiábyrgðar vegna birtingar þeirra. Í sératkvæðinu segir jafn- framt að það geti að öllum jafnaði ekki verið málsvörn í refsimáli að aðrir hafi brotið af sér og komist upp með það. Í þessu máli séu hins vegar aðstæður afar sérstakar. Aðrir en ákærði hafi í stórum stíl komist upp með sambærileg, ætluð brot án þess að lögregla eða ákæru- vald hafi brugðist við. Ekki verði betur séð en að bann við birtingu áfengisauglýsinga sé svo gott sem marklaust þar sem svo margir brjóti gegn því, að því er virðist daglega, án þess að brugðist sé við. Við mat á því hvort menn njóti jafnræðis verði ekki með öllu litið fram hjá því hvernig refsi- vörslu á viðkomandi sviði er háttað. Lögin geti ekki lifað í tómarúmi. Ef framkvæmd þeirra er með þeim hætti að mönnum sé mismunað á jafngrófan hátt og hér um ræðir, sé í raun og veru verið að refsa einum fyrir það sem yfirleitt er látið átölu- laust hjá öðrum. Aðrir kom- ast upp með sömu brot Jón Steinar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.