Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„ÉG hef fengið nóg af ástandinu,“ segir Gunnar
Sigurðsson leikstjóri sem er í undirbúningshópi
opins borgarafundar um stöðu þjóðarinnar, sem
hefst klukkan 20 í Iðnó í kvöld.
Gunnar segist aldrei hafa blandað sér í stjórn-
mál og aldrei verið flokksbundinn. Hann hafi kos-
ið stjórnendur þjóðarinnar yfir sig og haldið að
þeir myndu stýra þjóðarskútunni vel, „en ég verð
að viðurkenna það að hér hafa orðið einhver rosa-
leg mistök“.
Vandanum velt á almenning
Eins og fleiri á miðjum aldri og eldri hefur
Gunnar lifað tímana tvenna. Hann segir að þegar
á móti hafi blásið í samfélaginu hafi vandanum
alltaf verið velt yfir á fólkið, hinn almenna borg-
ara, og mál sé að linni. „Menn byrja alltaf á því að
segja að það þurfi að bjarga fyrirtækjunum,
bjarga bönkunum, bjarga öllu öðru áður en byrjað
er að bjarga fólki. Viðkvæðið er
að fólkið lifi á fyrirtækjunum
og bönkunum en minn skiln-
ingur er að því sé öfugt farið –
að fyrirtækin og bankarnir
lifðu ekki heldur án fólksins –
en hvað veit ég leikstjórinn en
ekki hagfræðingurinn,“ segir
hann. „Það er samt engin lausn
að gera skulduga skuldugri.“
Gunnar segir það mikinn
hráskinnsleik að ekki skuli
vera hægt að taka ákvarðanir í ríkisstjórninni um
jafnmikilvæg mál og við blasi nema í gegnum ein-
hverja stjórnmálaflokka. „Menn eiga bara að
hugsa um þjóðarhag, en ekki hvort einhver sé
glaður eða reiður í flokknum. Það vantar líka rödd
fólksins í umræðuna, að fólk blandi sér í málið.
Það vill fá að segja eitthvað, en yfirvöld vilja ekki
hlusta á það.“
Mótmæli eru nauðsynleg, að mati Gunnars, en
hann áréttar að það skipti máli hvernig þau séu.
„Við eigum að geta höfðað til ráðamanna með eðli-
legri skynsemi og að þeir tali við okkur í stað þess
að tala alltaf til okkar. Hugsunarhátturinn er eins
og á miðöldum. Það er alltaf verið að halda okkur í
sama óttanum. Þegar ég var krakki var alltaf tal-
að um hættuna á kjarnorkustyrjöld. Þá var okkur
sagt, og ég trúði því, að við yrðum að hafa banda-
rískan her því annars yrðum við fyrir kjarnorku-
árás þegar Rússarnir kæmu. Oft hefur okkur ver-
ið ógnað með verðbólgu. Eigi að samþykkja hærri
laun til almennings komi hærri verðbólga í kjöl-
farið og þensla. Síðan geta ráðandi menn sam-
þykkt hærri laun sér til handa en það flokkast
ekki undir þenslu. Menn segjast ekki hafa séð
ósköpin fyrir og engum hafi dottið í hug að krepp-
an skylli á en ég spyr eins og fáráður: Fyrir hvað
voru þessir bankamenn að þiggja fleiri hundruð
milljónir króna í laun á ári?“
Almenningur á að bera byrðarnar
Fundurinn í kvöld er haldinn til að vekja athygli
á því að enn einu sinni eigi almenningur að bera
byrðarnar, að sögn Gunnars. „Það á að fara ná-
kvæmlega sömu leið og hingað til,“ segir hann og
bætir við að ljóst sé að til þess að borga skuldirnar
þurfi að hækka skattana. Í velmeguninni hafi hins
vegar þurft að lækka skatta á fyrirtæki til að þau
gætu blómstrað. „Hvert hafa þessi stóru fyrirtæki
komið okkur?“ spyr hann.
Gunnar vekur athygli á því að ríkjandi ástand
sé ekki vegna útbreiðslu sjúkdóma eða styrjaldar,
heldur af mannavöldum. „Það er alltaf verið að
hræða fólk en sé einhvern tíma tími til að vera ær-
legur þá er það núna.“
Ráðamenn tali við fólk en ekki til þess
Opinn borgarafundur
um stöðu þjóðarinnar í
Iðnó í Reykjavík í kvöld
Gunnar
Sigurðsson
Í opnu bréfi skorar undir-
búningshópur á ráðherra, al-
þingismenn, Seðlabanka-
stjóra, stjórn Seðlabanka og
fyrrverandi bankastjóra
einkabankanna að mæta á
fundinn í kvöld.
Í bréfinu kemur fram að á
nýliðnum þremur vikum hafi
óvissan um framtíð Íslands
stigmagnast og enginn virst
vita í hvað stefndi. Yfirlýs-
ingar ríkisstjórnarinnar, ráð-
herra og stjórnar Seðla-
bankans hafi stangast á,
misvísandi skilaboð borist í
gegnum fjölmiðla og allar
tölur um framtíðarskuld-
setningar á reiki. Margir Ís-
lendingar óttast framtíðina
og atvinnuleysi og eigna-
missir vofir yfir stórum hópi
þeirra.
Áskorun
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
HRINGTORG, sem byggt er yfir Reykjanesbraut
í Kópavogi, verður opnað í lok nóvember. Þetta er
fyrsta mannvirki sinnar tegundar á Íslandi. Er-
lendis eru svona umferðarlausnir algengar og
hafa reynst vel, að sögn Jónasar Snæbjörnssonar,
svæðisstjóra hjá Vegagerðinni. Verkfræðistofan
VST hannaði mannvirkið.
Verktakar við framkvæmdina voru Suðurverk
og Skrauta. Verkið hefur gengið mjög vel og verð-
ur umferð hleypt á hringtorgið hálfu ári fyrr en
áætlað var. Tilboð Suðurverks og Skrautu hljóð-
aði upp á 670 milljónir króna og til viðbótar mun
Vegagerðin greiða fyrirtækjunum 35 milljónir í
svokallað flýtifé. Jónas segir að flýtifé sé greitt
vegna þess hve mikill akkur það þyki fyrir vegfar-
endur að fá mannvirkið í gagnið svo miklu fyrr en
áætlað var. Með tilkomu hringtorgsins losni veg-
farendur við ljósastýrð gatnamót sem voru á þess-
um stað.
Jónas segir að ekki sé algengt að verktakar
skili verkum til Vegagerðarinnar svo löngu áður
en þeim beri, eins og raunin sé í þessu tilfelli.
Vegagerðin veiti verktökum venjulega rúman
tíma til framkvæmda og ekki hafi þótt ástæða til
að pressa þá til að klára þetta fyrir veturinn. Hins
vegar hafi komið í ljós að Suðurverk og Skrauta
hygðust skila verkinu fyrir veturinn og hafi miðað
allar sínar verkáætlanir við það. Þetta sé auðvitað
mjög jákvætt. Hann segir að nokkur smáverk
verði að bíða næsta sumars, sáning og ýmis frá-
gangur.
Fyrsta hringtorg sinnar tegundar opnað hálfu ári fyrr en áformað var
Morgunblaðið/RAX
Hringtorg Hið nýja hringtorg í Kópavogi hefur algera sérstöðu. Bílarnir bruna um torgið og aðrir bílar aka um Reykjanesbraut á næstu hæð fyrir neðan.
Verktakinn verðlaunaður
með 35 milljónum í flýtifé
SKAMMT frá nýja hringtorginu, á gatnamót-
um Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar, er
einnig unnið að smíði nýrra gatnamóta. Það
verk er einfaldara í sniðum en engu að síður
hafa orðið tafir á verkinu.
Því átti að ljúka 1. nóvember en ljóst er að
sú tímasetning stenst ekki hjá verktökunum
Risi og Glaumi. Að sögn Jónasar gerir Vega-
gerðin sér vonir um að verkinu ljúki fyrir árs-
lok.
Þegar þeim áfanga lýkur verða merk tíma-
mót á vestari hluta Reykjanesbrautar. Brautin
verður án umferðarljósa.
Án umferðarljósa
„ÞAÐ er fín mæt-
ing og eiginlega
mesta furða mið-
að við fyrstu opn-
un og lítinn sem
engan fyrir-
vara,“ sagði Ósk-
ar Óskarsson,
formaður Skíða-
félags Dalvíkur.
Skíðasvæði Dal-
víkinga er í
Böggvis-
staðafjalli og var
það opnað á
fjórða tímanum í
gær en töluverðum snjó hefur
kyngt niður norðanlands síðustu
daga.
„Hér er allt á kafi, líklega hefur
snjóað hér í logni ca 60 sentimetra.
Starfsmenn svæðisins hafa verið að
síðasta sólarhring við að troða
brekkur og allt er klárt,“ segir Ósk-
ar.
„Frá því að við fengum snjókerf-
ið fyrir 2 árum höfum við miðað við
að opna skíðasvæðið í byrjun des-
ember. Það hefur gengið eftir,
þetta er nánast eins og í lygasögu.
Við erum rúmum mánuði á undan.
En hvað það helst svo lengi, það
veit maður ekki. En er á meðan er,“
sagði Óskar Óskarsson.
Skíðamenn
kættust
Opnað á Dalvík mun
fyrr en venjulega
BJÖRGUNARSVEITIN Garðar á
Húsavík var kölluð til aðstoðar í
gærmorgun þegar koma þurfti
tveimur sjúklingum af Heilbrigðis-
stofnun Þingeyinga á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri.
Ekki var fært fyrir sjúkrabíla þar
sem Víkurskarðið var ófært, eins
og það hefur reyndar verið nær alla
helgina. Þá var vegurinn um Dals-
mynni og Fnjóskadal lokaður
vegna snjóflóðahættu.
Beiðnin um aðstoðina kom kl.
8.30 og var farið var á báðum bílum
björgunarsveitarinnar.
Að sögn Eysteins H. Kristjáns-
sonar sem fór fyrir ferðinni gekk
hún vel og voru bílarnir komnir til
Akureyrar laust fyrir kl. 12. „Vík-
urskarðið var alveg kolófært og
snjóruðningarnir upp á rúður á
bílnum sem er nú frekar stór í snið-
um,“ sagði Eysteinn en þeir fengu
aðstoð snjóruðningstækis.
Aðstoðuðu
við flutning á
sjúklingum