Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÁSTANDIÐ getur ekki annað en lagast,“ segir Gísli Þórðarson, sauðfjárbóndi í Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi á Snæfellsnesi. „Þetta var ekki beysið þegar við byrjuð- um en við höfum alla tíð bundið vonir við að ástandið lagaðist,“ bætir Áslaug Guðbrandsdóttir, kona hans, við. Afkoma flestra sauðfjárbænda hefur verið heldur slök á undan- förnum árum en kúabændur hafa borið sig betur. Bændur binda vonir við að nú kunni fólk betur að meta starf þeirra við að sjá þjóð- inni fyrir matvælum og spara dýr- mætan gjaldeyri. Á meðan gengið er lágt er samkeppnisstaða inn- lendu framleiðslunnar betri en hún hefur verið. Á móti koma ýmsar ógnanir, eins og gríðarlegar hækkanir á aðföngum, eins og til dæmis áburði og fóðri, og lánin hækka. Það síðarnefnda á ekki síst við um kúabændur sem hafa verið að fjárfesta í nýjum fjósum, mjaltatækni og kvóta til að nýta aðstöðuna. Minni óvissa með vinnu „Við höfum verið að stækka við okkur og kaupa kvóta, þannig að við skuldum og finnum fyrir kreppunni. Hér í sveitinni eru líka útgerðarmenn sem skulda mikið,“ segir Guðný Jakobsdóttir, bóndi í Syðri-Knarrartungu í Staðarsveit og formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands. Hún og Guðjón Jó- hannesson, maður hennar, eru með kúabú. „Maður heyrir þó meira af erf- iðleikum fólks í Reykjavík,“ bætir hún við, „það hefur kannski spennt bogann hærra og þar eru fleiri að missa vinnuna,“ segir Guðný. Hún segir að ekki sé sama óvissan í sveitinni út af atvinnu- missi. Guðjón og Guðný hafa trú á því að íslenskur landbúnaður muni njóta sannmælis í framtíðinni, þegar upp verður staðið eftir erfiðleikatímabilið. „Menn eru að byrja að vakna upp við að það er mikilvægt að eiga íslenskan land- búnað. Ýmsir sem hafa gagnrýnt bændur og landbúnað eru orðnir okkar bestu vinir,“ segir Guðjón. Hann segir að efnahagserfiðleik- arnir núllstilli ákveðna hluti sem kannski hafi farið úr böndunum og vonast til að þegar hjólin fari aft- ur að snúast þá reynist kreppan ekki eins mikil og menn telja nú. Ekki hræddur við innflutning „Það verður eitthvað að standa á bak við það sem gert er,“ segir Gísli, bóndi í Mýrdal, og vísar þar til bólunnar í efnahagslífinu og bætir því við að hálfhjákátlegt sé að áfram eigi að halda með mat- vælafrumvarpið til að auka inn- flutning á matvælum sem hægt sé að framleiða hér á landi. „Ekki það að ég sé hræddur við innflutn- ing, eins og staðan er núna,“ segir Gísli. Getur ekki annað en lagast Bændur binda vonir við að landsmenn kunni nú frekar að meta starf þeirra sem framleiða matvæli fyrir þjóðina og spara dýrmætan gjaldeyri Morgunblaðið/RAX Út í kófið Guðjón Jóhannesson og Guðný Jakobsdóttir leiða Jóhönnu Magneu, dóttur sína, að útihúsum. Í svona veðri vinna þau mest innivið. Sogið Kálfurinn í Syðri-Knarrartungu í Staðarsveit er sólginn í mjólk og hélt áfram að sjúga fingur heimasætunn- ar, Jóhönnu Magneu Guðjónsdóttur, í kálfastíunni þótt það skilaði engu. Jóhanna hefur gaman af skepnum. SMALAHUNDURINN er ómissandi fyrir sauðfjár- bónda og vinnur á við marga smala. „Svo hlýðir hann manni miklu betur,“ segir Gísli Þórðarson í Mýrdal. Hann segir að hundurinn hafi miklu betri áhrif á féð en smalar. Féð reyni ekki að sleppa og viti hvert það eigi að fara. Gísli er með tvo smalahunda. Spóla er aðalsmala- hundurinn hans. Hún standi sig svo vel að nágrannar komi stundum til að fá hana lánaða við smölun. Svo er hann með ungan smalahund, Kötu. „Ég hef alið hana upp við skipanir á ensku en þjófavörnin klikkaði þegar nágranninn kallaði á hana á ensku,“ segir Gísli. Spóla hlýðir betur LÍFIÐ í sveitinni gengur sinn vanagang, þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum. „Það er verið að þukla hrúta, skiptast á hrútum og kaupa. Það má enginn vera að því að hugsa um neitt ann- að,“ segir Guðný Jakobsdóttir, bóndi í Syðri-Knarrar- tungu. Bændur hafa verið í smalamennskum og eru flestir búnir að senda lömbin í sláturhús. Sláturtíðin er að renna sitt skeið á enda en margir eiga heimaslátrunina eftir. Skepnur eru heima við bæi, þær sem ekki er búið að hýsa. Kom það sér vel þegar norðanáhlaupið gekk yfir í lok vikunnar. Hugsað um hrútana LANDGRÆÐSLAN hefur að und- anförnu kannað skemmdir sem urðu í síðasta Skaftárhlaupi og tekið myndir af þeim. Er ljóst að hlaupið hefur valdið miklum skaða á gróð- urlendi að því er fram kemur á heimasíðu Landgræðslunnar. Skaftá ber með sér ógrynni af jökulleir og sandi. Þegar áin flæðir yfir bakka sína situr eftir mikið magn framburðarefna sem kaffærir gróður. Síðan fýkur af þessum svæð- um á aðliggjandi gróðurlendi og sverfur gróður og kaffærir stundum varanlega. Síðan Skaftárhlaup hófust fyrir u.þ.b. hálfri öld hafa þúsundir hekt- ara gróins lands orðið sandinum og jökulleirnum að bráð, inni á fjöllum og í byggð, einkum í Eldhrauni á Út Síðu. Melgresi nemur þó land í Eld- hrauni en það er friðað fyrir beit. Landgræðslan hefur að undan- förnu unnið að heildarúttekt á þess- um vanda að beiðni umhverfisráðu- neytisins og verður skýrsla þar að lútandi birt fljótlega. Morgunblaðið/ÞÖK Hlaupið Síðasta hlaup í Skaftá er talið með þeim stærri sem orðið hafa í langan tíma. Skaftárhlaup olli miklum skemmdum FRAMSÓKNARMENN í Norð- austurkjördæmi telja að í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu skuli nú þegar hafinn undirbún- ingur, samningsmarkmið skilgreind og síðan farið í samningaviðræður um inngöngu í Evrópusambandið. Niðurstöður skulu lagðar í þjóðar- atkvæði. Í stjórnmálaályktun sem sam- þykkt var á kjördæmisþingi fram- sóknarmanna í Norðausturkjör- dæmi á Egilsstöðum um helgina segir að í því starfi sem framundan er, skipti miklu að vandað verði til verka og að sú hugmyndafræði sem Framsóknarflokkurinn hafi ávallt byggt á, um öflugt velferðarkerfi á grundvelli þróttmikils atvinnulífs verði höfð að leiðarljósi. Þá segir að innan Framsóknar- flokksins hafi verið unnið mikið nefndarstarf við að skilgreina og skoða stöðu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum með tilliti til framtíðarlausna. Niðurstaða nefnd- arinnar sé sú að ef leggja eigi niður íslensku krónuna sé rétt að taka upp alþjóðlegan gjaldmiðil. Evra sé talin falla best að íslenskum þörfum vegna viðskiptahagsmuna þjóðar- innar. Vilja viðræður við Evrópu- sambandið MIKILL erill var hjá lögreglunni á Akureyri í fyrrinótt. Þrátt fyrir kreppu í landinu og leiðindaveður voru fjölmargir á ferli og var nokkuð um slagsmál og pústra. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var tilkynnt um tvær líkamsárásir milli kl. 3.30 og 4 þar sem tveimur til þremur mönnum lenti saman í hvoru tilviki. Í morgunsárið stöðvaði lögreglan síðan ökumann grunaðan um akst- ur undir áhrifum fíkniefna. Pústrar í leiðindaveðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.