Morgunblaðið - 27.10.2008, Page 1

Morgunblaðið - 27.10.2008, Page 1
M Á N U D A G U R 2 7. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 294. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF HINAR TÍU TÝPUR Í FÉSBÓKINNI ERLENDAR FRÉTTIR Þjóðverjar hamstra gull sem aldrei fyrr Leikhúsin í landinu >> 33 LÍFIÐ í sveitinni gengur sinn vanagang þrátt fyrir erfiðleika í efnahags- málum þjóðarinnar. Ljúka þarf sláturtíðinni, rýja féð og koma því á hús og velja hrúta, svo nokkuð sé nefnt. Hjónin í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, Gísli Þórðarson og Áslaug Guðbrandsdóttir, sögðu að ástandið hefði lengi verið erfitt í sauðfjárræktinni og það gæti ekki annað en lagast. | 6 Lífið gengur sinn vanagang Morgunblaðið/RAX ÚTGERÐARMENN taka því fagnandi að Íslend- ingum skuli eftir margra ára málaleitan vera boðið að taka þátt í fundi í lok mánaðarins um stjórnun makrílveiða. „Þó að okkur sé boðið að taka þátt í þessum fundi sem áheyrnarfulltrúum lítum við á okkur sem fullgilda þátttakendur á svona fundum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Aðalmálið er að taka þátt í samningaviðræðum um stjórnun og skipt- ingu á þessum stofni. Þetta er jákvætt fyrsta skref,“ sagði Friðrik. Íslendingar hafa veitt um 112 þúsund tonn af makríl í ár og má áætla að verðmæti aflans sé um sex milljarðar króna. | 18 Boðið að makrílborðinu Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is STARFSMENN og eigendur Emm- essíss hf. hafa samþykkt að taka á sig 10% launalækkun í fjóra mánuði til að ekki þurfi að koma til upp- sagna. Lægst launaða fólkið heldur þó sínu. Hrafn Hauksson, fjármálastjóri Emessíss, segir að stjórnendur fyr- irtækisins hafi staðið frammi fyrir því að þurfa að segja upp fólki vegna efnahagsástandsins. Núna væri hins vegar slæmur tími til að missa fólk vegna mikils álags á næstunni auk þess sem ekkert sparaðist meðan fólk væri á launum í uppsagnarfresti. Því hafi komið upp sú hugmynd að lækka launin tímabundið og hafi starfsfólk tekið vel í það. Frídagar og drifkraftur Hjá Emmessís starfa 35 manns og taka hátt í 30 manns á sig lækkunina. Hrafn segir að fyrirtækið reyni að koma til móts við þessa ákvörðun starfsmannanna með því að bjóða þeim fimm frídaga aukalega á tíma- bilinu. Fólkið geti ekki valið sjálft hvenær það taki þessa daga, heldur sé það ákvörðun stjórnenda með hliðsjón af verkefnastöðunni, en bú- ast megi við miklu álagi um jól og áramót. Hrafn segir að mikil deyfð ríki í þjóðfélaginu og óvissa um hvort fólk haldi vinnu sinni þegar nálgist mán- aðamót auki á ótta þess. Ákvörðun- inni hafi því fylgt ákveðinn drifkraft- ur hjá starfsmönnum Emmessíss. „Það var eins og vítamínsprauta inn í fyrirtækið þegar fólkið fann að við hugsuðum svona,“ segir hann. „Óvissan dregur fólk niður en með þessu höfum við útrýmt henni eins og við getum.“ Taka á sig 10% launa- lækkun Starfsmenn Emmessíss koma í veg fyrir uppsagnir og óvissu um vinnu útrýmt Í HNOTSKURN » Vilhjálmur Egilsson,framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, segir að SA hafi heyrt að stjórnendur og hærra launað starfsfólk hafi tekið á sig launalækkanir til að halda rekstri gangandi í erfiðu árferði. » Lykilatriði er að kjara-samningar séu virtir, að sögn Vilhjálms.  JÖKLAR landsins hafa rýrnað umtals- vert í sumar. Þetta er nið- urstaðan af ár- legum mælingum Jöklarannsókna- félags Íslands. Að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings hefur þessi þróun staðið allt frá árinu 1995. Jöklar hafa hopað öll árin síð- an þá og rýrnun þeirra hefur verið meiri og hraðari eftir því sem árin líða. Stærstu jöklarnir hafa hopað um 50-100 metra á ári. Undan jökl- unum kemur landsvæði sem mann- legt auga hefur ekki séð síðan um siðaskipti 1550. Setlög hafa leitt í ljós að blómlegar sveitir hafa farið undir jökul þegar harðindatímar gengu í garð. » 11 Jöklar landsins halda áfram að rýrna  MIKILL sam- dráttur er fram- undan í bygging- ariðnaðinum og búist við fjölda uppsagna. Finn- björn A. Her- mannsson, for- maður Samiðnar, óttast að fjögur hundruð manns missi vinnuna um mánaðamótin. „Ég sé fyrir mér algert hrun,“ segir Gunnar Þorláksson, annar eigenda Byggingafélags Gylfa og Gunnars. „Þetta er skelfilegt gagn- vart öllu því vinnandi fólki, sem fær bréf um mánaðamótin.“ » 4 Óttast algert hrun í byggingariðnaðinum  NÝTT hringtorg, hið fyrsta sinn- ar tegundar hér á landi, verður opnað fyrir umferð í lok nóvember. Hringtorgið er á mótum Reykjanes- brautar og Arnarnesvegar. Framkvæmdir hafa gengið eins og í lygasögu og verður umferð hleypt á hringtorgið hálfu ári fyrr en áformað var. Vegagerðin hefur ákveðið að verðlauna verktakana fyrir vel unnið verk. Verktakafyrirtækin Suðurverk og Skrauta fá 35 millj- ónir króna í flýtifé. Kemur þessi greiðsla til viðbótar þeim 670 millj- ónum sem verktakarnir fá greitt fyrir að vinna verkið. » 8 Verktakar verðlaunaðir með 35 milljónum Veigar Páll Gunnarsson skoraði þrennu í 6:2-sigri Stabæk í gær þegar liðið tryggði sér norska meistaratitilinn. Pálmi Rafn Pálma- son skoraði eitt marka Stabæk. ÍÞRÓTTIR Veigar og Pálmi Noregsmeistarar Íslenska kvennalandsliðið er einu skrefi frá því að komast í úr- slitakeppni EM eftir jafntefli gegn Írum ytra. Síðari leikurinn er á fimmtudag á Laugardalsvelli. Einu skrefi frá EM í Finnlandi Grindvíkingurinn Páll Axel Vil- bergsson ætlar sér stóra hluti með liði sínu í vetur. Landsliðsmaðurinn byrjaði að æfa eins og maður fyrir þremur árum. Páll Axel stelst á æfingar í vinnunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.