Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 15
„Þessar mánaðarlegu skýrslur hafa reynst vel. Það var starfshópur innan bankans sem var virkjaður frá 2005-2006. Þessi hópur var fyrst og fremst að fylgjast með lausafjár- stöðu. Við höfum samt verið með nán- ari vöktun á stöðunni frá því í nóv- ember 2007, þegar hópurinn var virkjaður að nýju,“ segir Tryggvi. Í stöðugu sambandi við bankana „Við höfðum því meiri vöktun en þessar mánaðarlegu skýrslur. Vökt- unin byggðist á því að vera í stöðugu sambandi við bankana, vera með upplýsingar tiltækar um þeirra lána- stöðu og einstök lán. Þessu til við- bótar framkvæmdum við álagspróf sem gerðu m.a. ráð fyrir að lánalínur yrðu ekki aðgengilegar, hlutabréf myndu rýrna í verði og að minna yrði innheimt af afborgunum lána vegna útflæðis innlána,“ segir Tryggvi. Hann segir að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafi skipað saman starfshóp í maí 2008 og markmiðið með honum hafi verið að efla eftirlit með lausafjáráhættu samstæðna bankanna. Tekið var upp daglegt eft- irlit með lausafjárstöðu 8 daga fram í tímann. Hópurinn fylgdist einnig með lausafjárstöðu samstæðna bank- anna 18 mánuði fram í tímann. „Við hertum því eftirlitið verulega,“ segir Tryggvi. Hann segir niðurstöður úr lausafjáreftirliti hafa verið ræddar í sérstökum samráðshópi sem í sátu fulltrúar forsætisráðuneytis, fjár- málaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabankans. „Allt frá því hópurinn var myndaður árið 2006 voru haldnir reglulegir fundir sem voru haldnir oftar eftir því sem ástandið varð al- varlegra,“ segir Tryggvi. „VIÐ erum með mánaðarlegar skýrslur um lausafjárstöðu sem ná til 12 mánaða. Í þeim felst mjög ítarleg greining á lausafjárstöðu bankanna og mun ítarlegri en hjá flestum seðla- bönkum sem ég þekki til,“ segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Seðlabanka Ís- lands. Seðlabankinn, sem fylgist með lausafjárstöðu bankanna, hefur legið undir gagnrýni fyrir ófullnægjandi eftirlit, en erfið lausafjárstaða bank- anna varð þeim að lokum að falli. Rajnish Mehra, bandarískur prófess- or í fjármálum, gagnrýndi mánaðar- legar skýrslur Seðlabankans í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku. Hann sagði að á markaði þar sem við- skipti væru hröð væri daglegt lausa- fjáreftirlit nauðsynlegt. Þingmenn og aðrir embættismenn hafa einnig tal- að fyrir endurskoðun á löggjöf um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Segir Seðlabanka ekki hafa sofið á verðinum Morgunblaðið/Kristinn Standa vaktina F.h Davíð Oddsson, Tryggvi Pálsson, Arnór Sighvatsson og Eiríkur Guðnason á fundi. Í HNOTSKURN »Álagspróf Fjármálaeft-irlitsins tekur ekki til lausafjárstöðu. Forstjóri FME telur að reglur um lausafjár- eftirlit verði endurskoðaðar í framtíðinni. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Fréttir 15VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 ÞETTA HELST ... ● Enn er verið að kanna hvort grípa eigi til sértækra aðgerða til að losa smærri fjármálafyrirtæki við skulda- bréf sem eru orðin verðlítil í kjölfar falls stóru viðskiptabankanna. Áfram var fundað um helgina en niðurstaða liggur ekki enn fyrir sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Ein lausnin snýst um það að rík- ið kaupi skuldabréfin af fjármála- fyrirtækjunum og eigi svo kröfur á gömlu bankana. Óljóst er hvað fæst upp í kröfur. bjorgvin@mbl.is Leita lausna á vanda fjármálafyrirtækja ● Mohammad Ali Khatibi, olíu- málaráðherra Ír- ans, segir ekki útilokað að draga þurfi enn frekar úr olíu- framleiðslu OPEC, samtaka olíufram- leiðsluríkja. Olíumálaráðherrar OPEC ákváðu í síðustu viku að draga úr framleiðslunni um 1,5 milljónir tunna á dag vegna gíf- urlegs verðfalls. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað áfram þrátt fyrir það. Fatið af hráolíu er komið niður fyrir 65 Bandaríkjadali. the@mbl.is Íhuga að draga meira úr olíuframleiðslu ● Ellefu fyrirtæki og hönnuðir munu taka þátt í hönnunarsýningunni 100% design tokyo sem hefst í Tók- ýó á fimmtudaginn og stendur til 3. nóvember. Það er Útflutningsráð sem skipuleggur þátttökuna. Upphaflega var þessi sýning sett upp í London árið 1995 og síðan opnuð í Tókýó árið 2005. Samkvæmt frétt Útflutningsráðs er þetta ein af virtari hönnunarsýn- ingum sem settar eru upp árlega í heiminum. Á sýningunni sé aðallega kynnt innanhúshönnun; húsgögn, eldhús- og baðherbergisvörur auk heimilistextíls. bjorgvin@mbl.is Íslensk hönnun til sýnis í Tókýó Niðurstaða þessarar athug-unar er sú að tapið íheimsfiskveiðunum sé ínámunda við 50 milljarða Bandaríkjadala á ári,“ segir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Ragnar var einn umsjónarmanna viðamikillar skýrslu um fiskveiðar í heiminum sem er samstarfsverkefni Alþjóðabankans og FAO, Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni er efnahagslegt tap af lélegri fiskveiðistjórnun í heiminum kannað. „Það var myndaður starfs- hópur sérfræðinga víða að og svo fór fram tvenns konar vinna. Annars vegar að meta fiskveiðar heimsins í heild á grundvelli fyrirliggjandi gagna og hins vegar að skoða ein- stakar fiskveiðar sérstaklega.“ Ragnar segir upphæðina sem tap- ist árlega af sömu stærðargráðu og öll þróunaraðstoð hins vestræna heims við þróunarlöndin. Hún sé ekki alveg nákvæm en samkvæmt reikni- líkani sé hún á bilinu 40-70 milljarðar dollara á ári. Upphæðir sem skipta sköpum „Þetta eru upphæðir sem gætu skipt sköpum um efnahagsþróun heimsins ef þetta tap væri ekki fyrir hendi,“ segir Ragnar. „Sérstaklega hjá þró- unarlöndunum. Mjög mikið af þess- um fiskveiðum og oft, en ekki alltaf, verstu fiskveiðar í heimi, eru í þróun- arlöndunum. Þessar þjóðir eiga mikil fiskimið og fiskveiðarnar þar hafa til- hneigingu til þess að vera verst stjórnað og verst stýrt. Með 50 milljarða dollara til við- bótar myndi vera mun auðveldara að koma þessum fátækustu þjóðum á skynsamlega þróunarbraut. Í skýrslunni er tap í fortíðinni met- ið á um 2000 milljarða dollara. Ragn- ar segir þá hafa verið tekið með í reikninginn að fiskistofnar hafi farið lækkandi. Einhvers konar kvóta- eða eft- irlitskerfi hafa reynst best að sögn Ragnars. „Þar sem kvótakerfi eru notuð, hefur arðsemi vaxið verulega og hag- kvæmni í fiskveiðum.“ Kvótakerfi séu að baki um það bil fimmtungi af heimsaflanum og það séu tíu til fimmtán stórar fisk- veiðiþjóðir sem nota þetta kerfi í miklum mæli. „Á Íslandi eru þessi mál með því besta sem gerist í heiminum. Við bú- um við kvótakerfi sem hefur ýtt stór- lega undir hagkvæmni í fiskveiðum, dregið úr sókn og flota, aukið verð- mæti landaðs afla og sumir fiskistofn- ar hafa stækkað verulega.“ Framfarir í fiskveiðistjórnun Skýrslan leiðir í ljós að það hafi orðið verulegar framfarir í heiminum í fiskveiðistjórnun, þar á meðal hjá Ís- lendingum, Nýsjálendingum, Kan- adamönnum og Bandaríkjamönnum að hluta. Ragnar segir þær þá yf- irleitt byggjast á kvótakerfi eða ein- hvers konar eignarétti. „Það er erfitt að koma á kvótakerfi í okkar mynd hjá vanþróuðum þjóð- um þar sem eru hundruð þúsunda fiskimanna á litlum skipum, en þar væri hægt að koma á samfélags- stjórnunarheildum þar sem fisk- veiðum er stjórnað á grundvelli við- komandi svæða.“ Þá komi það einnig fram í skýrsl- unni að ef fiskveiðum í heiminum verði hagað á þann hátt sem hámarki arð af þeim, muni fiskistofnar verða miklu stærri og það verður gengið miklu minna að þeim en nú sé. Þann- ig verði líka líffræðilegum og um- hverfislegum markmiðum náð með sömu leiðum. Draga þarf úr styrkjum Annað sem kemur fram í skýrslunni er að draga þurfi úr styrkjum og stuðningi við fiskveiðar. Ragnar segir það yfirleitt ekki gera annað en að auka sóknina. „Það hefur reyndar dregið úr styrkjum og stuðningi við fiskveiðar í heiminum en þessi styrkur er samt ennþá mjög mikill, til dæmis í Evr- ópu og Japan,“ segir Ragnar og nefn- ir ýmsar leiðir sem farnar eru. „Þetta stafar allt af því að sjávar- útvegur í heiminum býr við vont stjórnkerfi, þar eru fyrirtækin illa sett, stofnar minnka, arðsemi er lítil sem engin, jafnvel tap, þess vegna myndast svona pólitískur þrýstingur um stuðning til að halda atvinnuveg- inum gangandi. Stuðningurinn gerir bara illt verra þegar til lengdar læt- ur. Hann eykur bara fjölda sjó- manna, útgerðarfyrirtækja og skipa,“ segir Ragnar. Þjóðir heims þurfi því að hugleiða það vandlega í sínum fiskveiðum hvort þær geti komið á skynsamlegri fiskveiðistjórn sem komi í veg fyrir þetta stórkostlega tap eða dragi í það minnsta úr því. Verðmæti í góðri fiskveiðistjórn  Mikil verðmæti tapast árlega í heiminum vegna lélegrar stjórnunar á fiskveiðum. Ný skýrsla sýnir að fimmtungur heimsaflans veiðist innan kvótakerfis  Fiskveiðistjórnun á Ísland sögð til fyrirmyndar Morgunblaðið/ Jim Smart Fiskihagfræði Ragnar Árnason segir að dregið hafi úr styrkjum og stuðn- ingi við fiskveiðar í heiminum en hann sé samt ennþá mjög mikill. „Þar sem kvótakerfi eru notuð, hefur arðsemi aukist verulega og hag- kvæmni í fiskveiðum. Auk þess hefur minnkun fiskistofna stöðvast í nán- ast öllum tilvikum og í sumum tilvikum hafa þeir braggast á nýjan leik,“ segir Ragnar Árnason í viðtali við Guðnýju Camillu Aradóttur. FINNUR Svein- björnsson, for- stjóri Nýja Kaup- þings, hefur óskað eftir því við stjórn bankans að laun hans lækki um 200 þúsund krónur á mánuði. Þau eru núna 1.950 þúsund. Fallist stjórnin á það verður Finnur með jafnhá laun og Birna Einarsdóttir, forstjóri Nýja Glitnis. Ekki hafa fengist upplýsing- ar hjá stjórn Nýja Landsbankans né Elínu Sigfúsdóttir bankastjóra um hvað hún hefur í mánaðarlaun. Finnur sagði í viðtali við Morgun- blaðið á laugardaginn að stjórn Kaupþings hefði boðið honum þessi laun. Hann vissi þá ekki hvaða laun aðrir bankastjórar ríkisbankanna höfðu. Í samráði við stjórn Kaup- þings fannst honum rétt að upplýsa um launin þegar um það var spurt. bjorgvin@mbl.is Finnur Sveinbjörnsson Vill lækka launin sín Var launahærri en Birna Einarsdóttir „ÉG tel heppi- legra að alþing- ismenn sitji ekki í stjórnum sjóða bankanna,“ sagði Illugi Gunn- arsson, þingmað- ur Sjálfstæð- isflokksins, í Silfri Egils í gær. Illugi sat í stjórn Glitnis sjóða hf. Í kjölfar hruns bankanna og yf- irtöku ríkisins á þeim ríkir mikil óvissa um inneignir sem þúsundir Íslendinga eiga í sjóðunum. Illugi settist í stjórnina áður en hann varð þingmaður. the@mbl.is Óheppilegra að sitja í stjórn Illugi Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.