Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BjörgólfurGuðmunds-son, fyrr- verandi stjórnar- formaður Lands- bankans, reynir í viðtali hér í blað- inu í gær að gera lítið úr ábyrgð fyrrverandi stjórn- enda bankans á því að nú stefnir í að íslenzkir skatt- greiðendur þurfi að taka 600 milljarða króna að láni til að standa skil á greiðslu trygg- inga á innistæðum erlendra viðskiptavina bankans á svo- kölluðum Icesave-reikn- ingum. Björgólfur er í viðtalinu spurður hvers vegna í ósköp- unum Landsbankinn hafi ekki aðhafzt, þrátt fyrir athuga- semdir fjármálaeftirlita bæði Íslands og Bretlands við Ice- save-reikningana. Hann svarar í fyrsta lagi: „Þetta er eins rangt og hugs- ast getur. Svo virðist sem öll vandamálin sem blasa við þjóðinni í dag eigi að eiga upp- runa sinn í einu máli, stofnun Icesave-reikninganna, en ég held að þeir séu um 10% af er- lendum lánum bankanna.“ Enginn hefur haldið því fram að öll vandamál þjóð- arinnar eigi uppruna sinn í Icesave-reikningunum. En þar liggur engu að síður stórt vandamál. Skuldsetning skattgreiðenda á Íslandi upp á 600 milljarða króna er ekki smámál, sérstaklega vegna þess að forsvarsmenn Lands- bankans vissu mætavel hvern- ig farið gat. Margir aðrir átt- uðu sig ekki á því fyrr en um seinan. Björgólfur segir í öðru lagi: „Vissulega má til sanns vegar færa að við hefðum átt að stefna að því fyrr en við gerð- um, að fara með starfsemina í Bretlandi í dótturfélag. Við vorum að vinna að því svo mánuðum skipti, í samstarfi við Fjármálaeftirlitið hér heima og við fjármálaeftirlit Bretlands.“ Björgólfur segir að brezka fjármálaeftirlitið hafi gert kröfur um að mikið af eignum yrði fært yfir í útibúið en þar hafi bankinn orðið að fara hægt í sakirnar. Þetta er vafalaust satt og rétt. Eftir stendur hins vegar að eftirlitsstofnanir voru byrjaðar að gera alvarlegar athugasemdir við Icesave- reikningana í Bretlandi í byrj- un ársins. Hvers vegna héldu Landsbankamenn þá áfram að moka inn tugum þúsunda nýrra viðskiptavina í Icesave í Bretlandi? Og af hverju fóru þeir af stað með Icesave í Hol- landi í maí þrátt fyrir að þekkja áhættuna sem þeir voru að búa til fyrir íslenzka skattgreiðendur? Björgólfur seg- ir í þriðja lagi að aldrei hafi staðið til að skuldsetja íslenzku þjóðina vegna Icesave- reikninganna. Það er nú samt það sem er að gerast þessa dagana. Hann segist þess full- viss að eignir Landsbankans muni duga fyrir Icesave- reikningunum og gott betur. En fyrir því höfum við enga vissu. Og hvað ef þær duga ekki? Hver ber þá ábyrgðina á þeim skuldum, sem íslenzkir skattgreiðendur taka á sig fyrir vikið? Björgólfur Thor Björgólfs- son, annar fyrrverandi eig- andi Landsbankans, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að brezk stjórnvöld hefðu undir lokin viljað taka Icesave undir sína ábyrgð gegn 200 milljóna punda tryggingu. Af því að Seðlabankinn hefði ekki viljað veita slíkar trygg- ingar hefði farið eins og raun bar vitni. Það er ekki hægt að varpa ábyrgðinni á Icesave-málinu yfir á Seðlabankann eða ís- lenzk stjórnvöld. Ábyrgðin er Landsbankamanna sem þrátt fyrir að þekkja áhættuna létu það viðgangast að Icesave óx og óx og þar með áhættan sem íslenzkum almenningi var bökuð. Björgólfi Guðmundssyni verður í viðtalinu í Morg- unblaðinu tíðrætt um eyðslu og óráðsíu almennings og op- inberra aðila á Íslandi und- anfarin ár og hefur þar að sjálfsögðu ýmislegt til síns máls. En hann spyr á móti, þegar hann er spurður hvort Landsbankamenn hafi ekki óttazt að þeir væru að skuld- setja þjóðina með Icesave: „Má ekki alveg eins segja að megnið af íslensku þjóðinni hafi verið að skuldsetja sig, þegar hún var að nota pen- ingana, m.a. frá Icesave, á kolröngu gengi og eyða í allt sem við höfum eytt í á und- anförnum árum?“ Eigum við að trúa því að Landsbankamenn hafi verið á móti því að íslenzkur almenn- ingur tæki lán hjá þeim? Bauð ekki Landsbankinn, rétt eins og aðrir bankar, ódýr lán án þess að spyrja lántakendurna hvort þeir hefðu efni á að borga þau til baka? Áföllin, sem dunið hafa yfir að undanförnu, eru ekki nein- um einum að kenna. Margir bera ábyrgðina. En Icesave- klúðrið, sem getur átt eftir að reynast þjóðinni dýrt, er á ábyrgð Landsbankamanna. Þeir koma þeirri ábyrgð ekki yfir á aðra. Landsbankamenn koma ábyrgðinni á Icesave-klúðrinu ekki yfir á aðra} Ábyrgðin á Icesave A llt fellur þessa dagana nema Sam- fylkingin. Þrátt fyrir að hafa litlu skilað í ríkisstjórnarsamstarfi er hún á uppleið í skoðanakönn- unum. Það má deila um hvort hún eigi það skilið. Sjálfstæðisflokkurinn er í frjálsu falli og á það skilið. Efnahagsstjórnin hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins árum eða áratugum sam- an. Þjóðinni hefur hvað eftir annað verið sagt að þar kunni sjálfstæðismenn alveg sérlega vel til verka meðan vinstri menn séu svo miklir sveimhugar að þeir kunni ekki að fara með pen- inga, dembi þeim bara í velferðarkerfið og önn- ur sérkennileg dekurverkefni. Nú hafa sjálf- stæðismennirnir með peningavitið rústað efnahag þjóðarinnar. Það má virða það við þá að þetta gerðu þeir ekki viljandi, bara óvart. Nú fer senn að líða að uppgjöri en menn eru ekki á eitt sáttir um það hverjum beri að kenna um. Sumir segja rík- isstjórnina bera meginábyrgð. Þar hafa sjálfstæðismenn setið við völd í langan tíma. Sumir kenna Seðlabankanum um allt. Þar situr fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Enn aðrir kenna gálausum auðmönnunum um. Þeir munu allflestir vera sjálfstæðismenn fram í fingurgóma. Enda getur ekki annað verið, enginn sannur jafn- aðarmaður eða vinstri grænn elskar peningana sína. Það gera bara kapítalistar. Í stað þess að draga einstaka menn út úr þessum stóra hópi og hella yfir þá bölbænum er skynsamlegast af þjóð- inni að taka eitt stórt áhlaup og hafna Sjálf- stæðisflokknum. Það er afgerandi aðferð, hörð en um leið kurteisleg – sem er mikilvægt. Það er nefnilega alltaf nauðsynlegt að kunna sig. Við eigum ekki að láta eins og óður skríll. Þjóðin þarf reyndar síst á kosningum að halda á næstu vikum eða mánuðum. Stjórn- arflokkarnir verða að standa saman enn um sinn. Þeir geta ekki hrokkið í sundur meðan enn rýkur úr rústunum. Það er þeirra að horf- ast í augu við vandann og reyna að greiða úr málum eftir því sem hægt er. Svo koma kosningar og ný ríkisstjórn. Hve- nær vitum við ekki en það virðist nokkuð ljóst að fátt getur orðið Sjálfstæðisflokknum til bjargar. Það væri þó vænleg leið fyrir forystu flokksins að segja: Við gerðum skelfileg mis- tök. Nú hefjast nýir tímar með Evrópusam- bandinu og evrunni. Þá væri jafnvel mögulegt að þjóðin segði: Já, við förum í þann leiðangur með ykkur. Maður sér samt ekki alveg fyrir sér að þetta muni ger- ast. Sjálfstæðismenn viðurkenna yfirleitt ekki mistök og eru lítið fyrir að taka umbreytingum. Þess vegna munu þeir falla. Samfylkingin mun rísa en það verður sennilega hlutskipti hennar að fara í samkrull með vinstri grænum. Þjóðin kann reyndar að hafa gott af lopapeysupólitík vinstri grænna í fjögur ár eða svo. Sú pólitík getur líka virkað mátulega krúttleg innan Evrópusambandsins en næsta ríkisstjórn hlýtur að stefna beina leið þangað. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Flokkur í falli FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Í slendingar verða áheyrnar- fulltrúar á fundi í London um stjórn makrílveiða tvo síðustu daga mánaðarins. Í því felst ekki viðurkenning hinna strandríkjanna á því að Ísland sé strandríki hvað varðar makríl- veiðar. Íslensk stjórnvöld líta ein- dregið svo á og sú afstaða verður áréttuð á fundinum. Ísland hefur í áratug óskað eftir að koma að þessu stjórnborði og segja má að seta áheyrnarfulltrúa á fundinum sé fyrsta skrefið í að viður- kenna Ísland sem strandríki hvað varðar makrílveiðar. Í raun verður stöðugt erfiðara að sniðganga Ísland er kemur að stjórnun þessara veiða. Makrílafli Íslendinga hefur aukist mjög með hverju árinu og er rúm- lega 112 þúsund tonn í ár. Aflaverð- mætið má áætla um sex milljarða króna. Alls var hrygningarstofn makríls metinn um 2,8 milljónir tonna í ársbyrjun 2008, en hann hef- ur stækkað um 40% síðan 2004. Gert er ráð fyrir að aflinn á þessu ári verði um 600 þús. tonn. Alþjóða- hafrannsóknaráðið leggur til að heildaraflinn á árinu 2009 verði á bilinu 443-578 þúsund tonn. Ekki dregið í efa að umtalsvert er af makríl í í íslenskri lögsögu „Okkur hefur ekki áður verið boð- in þátttaka í fundi sem þessum, þannig að í þessu boði felst ákveðin viðurkenning,“ sagði Stefán Ás- mundsson, skrifstofustjóri al- þjóðaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, við Morg- unblaðið. Hann sagðist aðspurður ekki vera í aðstöðu til að segja hvort mikill makrílafli Íslendinga í ár hefði breytt afstöðu hinna strandríkjanna. „Ég geri þó ráð fyrir að við höfum sýnt fram á að ekki sé hægt að draga í efa að það sé umtalsvert af makríl í veiðanlegum þéttingum innan ís- lenskrar lögsögu. Hvernig menn geta þá haldið því fram að Ísland sé ekki strandríki varðandi þennan stofn er svo eitthvað sem við höfum aldrei skilið.“ Á fundinum í London í lok mánað- arins verða Íslendingar áheyrnar- fulltrúar eins og áður sagði. Í því felst að fulltrúar Íslands, vænt- anlega frá sjávarútvegsráðuneyti og Hafrannsóknastofnun, hafa mál- frelsi á fundinum. „Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að okkur sé boðið til fundarins til þess að taka eðlileg- an þátt í umræðum um stjórn veið- anna,“ sagði Stefán. Fundurinn verður haldinn í Lond- on en þar eru höfuðstöðvar Norð- austur-Atlantshafs-fiskveiðinefnd- arinnar, NEAFC. Á síðustu árum hefur sú hefð skapast að strand- ríkjafundir ólíkra veiðistofna hafa verið haldnir í höfuðstöðvum NEAFC, en stofnunin setur reglur á alþjóðahafsvæðinu eftir að strand- ríkjasamningur liggur fyrir. Þá þurfa sérfræðingar, sem oft er sama fólkið, ekki að ferðast á milli landa til fundarhalda. Rammi sjálfbærrar nýtingar „Við Íslendingar höfum alltaf sagt að við viljum vera aðilar að makríl- veiðistjórnuninni einfaldlega til að tryggja að allar veiðar, þar með tald- ar veiðar íslenskra skipa, séu innan þess ramma sem samræmist sjálf- bærri nýtingu stofnsins. Það verður eingöngu gert með samkomulagi allra aðila. Við viljum vera aðili að stjórnun veiðanna og hafa okkar eðlilegu hlutdeild í stofninum,“ sagði Stefán Ásmundsson. Beðið eftir aðkomu að stjórnun í áratug Morgunblaðið/Líney S. Tekjur Makríllinn hefur verið mikil búbót, ekki síst á Þórshöfn á Langanesi. FRAM að ársfundi NEAFC sem haldinn verður í London 10.-14. nóvember vinna íslenskir emb- ættismenn að því ásamt koll- egum sínum frá viðkomandi ríkjum og ESB að ganga frá sem flestum lausum endum og reyna að ganga frá strandríkja- samkomulagi um þá stofna sem þarf að semja um. Á vettvangi NEAFC snúast viðræðurnar einkum um karfa á Reykjaneshrygg og í síldar- smugunni, kolmunna og norsk- íslensku síldina, auk makrílsins. Samningar um síldina hafa ver- ið gerðir til eins árs í senn, en síldarstofninn er talinn sterkur. Einnig hafa verið viðræður við Grænlendinga og Færeyinga um grálúðu. Þær viðræður hafa ekki verið á vettvangi NEAFC, en veiðarnar eru innan lögsögu þjóðanna þriggja. Einn viðræðu- fundur hefur verið haldinn og er því ákveðið samningaferli kom- ið af stað. Grálúðan stendur höllum fæti skv. skýrslum fiski- fræðinga og eru viðræðurnar m.a. í framhaldi af fundi sjávar- útvegsráðherra Íslands og Grænlands í sumar. Lausir endar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.